Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Page 2
STYTTUR Sæmundar Valdimarssonar.
Morgunblaöiö/Kristinn
STYTTUR SÆMUNDAR
VALDIMARSSONAR í
SÖLUM GERÐARSAFNS
YFIRLITSSÝNING á verkum Sæmundar
Valdimarssonar verður opnuð í dag, laugar-
dag, kl. 16. Sýningin ber heitið „Sæmundur
Valdimarsson og styttur hans“ og er Guð-
bergur Bergsson rithöfundur sýningarstjóri.
Á sýningunni eru 80 verk í einkaeign og op-
inberri eigu sem gefa ágætis yfirlit yfir list-
feril Sæmundar, segir í fréttatilkynningu.
Auk þess eru á sýningunni 30 ný verk sem
flest verða til sölu eftir opnunardaginn. Sam-
tímis kemur út á vegum Forlagsins bók eftir
Guðberg um ævi og verk Sæmundar.
Ennfremur segir að Sæmundur sé löngu
landskunnur íyrir styttur sínar úr rekaviði.
Það er erfitt að flokka verk hans sökum stíls
og innihalds. Verkin laða áhorfandann um-
svifalaust að sér en Sæmundur hefur ekki
gert það mörg verk að allir geti eignast þau.
Sýningin er opin alla daga nema mánu-
daga fá kl. 13-18 og lýkur sunnudaginn 13.
desember.
JÖKULSVAKA
••
MALÞING UM JOKUL
JAKOBSSON OG
VERK HANS
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
stendur fyrir málþingi og
pallborðsumræðum á Litla
sviði Borgarleikhússins
sunnudaginn 1. nóvember kl.
15. Jökulsvaka er til heiðurs
Jökli Jakobssyni leikskáldi.
Erindi flytja Árni Ibsen,
leikskáld og leiklistarfræð-
ingur, Öddur Björnsson,
leikskáld, Jón Viðar Jóns-
son, leiklistargagnrýnandi
og Magnús Magnússon,
sjónvarpsmaður frá BBC, en
hann kemur sérstaklega til
landsins í tilefni málþings-
ins.
Að fyrirlestrum loknum
stýrir Jórunn Sigurðardóttir
pallborðsumræðum og verð-
ur Jökulsvökunni slitið kl. 18.30.
Sumarið '37
í tengslum við Málþingið hefjast sýningar
á Sumrinu ‘37 á ný í kvöld kl. 20, en verkið
var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins
19. mars sl. Verkið var fyrst frumsýnt hjá
Leikfélagi Reykjavíkur 28. febrúar 1968 og
er fjórða leikrit Jökuls. Fyrst
kom Pókók (1961), þá Hart í
bak (1962) og Sjóðleiðin til
Bagdad (1965). Leikfélagið
frumsýndi Dómínó í janúar
1997, í leikstjórn Kristínar Jó-
hannesdóttur og var hún til-
nefnd til Menningarverðlauna
DV og hlaut Menningarverð-
laun SPRON sl. vor fyrir leik-
stjórn sína á Dómínó og
Sumrinu ‘37.
Leikendur eru Ari Matthí-
asson, Eggert Þorleifsson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir,
Hanna María Karlsdóttir,
Pétur Einarsson og Sóley Elí-
asdóttir. Hljóð sér Ólafur Örn
Thoroddsen um og lýsingu
annast Ögmundur Þór Jó-
hannesson. Leikmynd og búninga hannar
Stígur Steinþórsson og leikstjóri er Kristín
Jóhannesdóttir.
Að lokinni sýningu í kvöld mun Jón Viðar
Jónsson stýra umræðum um sýninguna að
viðstöddum leikurum og leikstjóra. Næstu
sýningar á Dómínó verða á morgun, sunnu-
dag, 8. og 14. nóvember.
Jökull Jakobsson
SKÁLDSAGA FRÍÐU
Á. Á TÉKKNESKU
Fríða Á.
Sigurðardóttir
SKALDSAGA Fríðu
Á. Sigurðardóttur,
Meðan nóttin líður,
kom fyrir skömmu út
í Tékklandi í þýðingu
Helenu Kadeckovu, í
útgáfu Mlada Fronta-
forlagsins. Bókin var
tilnefnd til tékk-
neskra verðlauna sem
besta erlenda þýðing-
in. Sonnettur
Shakespeares vann
með eins atkvæðis
mun en ákveðið var að saga Fríðu fengi sér-
stök aukaaðalverðlaun, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Ennfremur segir að ritdómar hafa verið
lofsamlegir. I Literámí noviny segir m.a.
„Mér virðist að ég hafi ekki rekist á neitt
eins magnað í tékkneskum bókmenntum
síðustu ára.“ I Cosmopolitan segir: „Skáld-
konunni er jafnlagið að koma við kvikuna í
löndum sinum og í hjarta Evrópu.“
„Óvenjuleg formgerð skáldsögunnar er í
sjaldgæfu samræmi við innihaldið", segir í
blaðinu Slovo.
Meðan nóttin líður kom fyrst út hjá bóka-
útgáfunni Forlaginu árið 1990 og hlaut ís-
lensku bókmenntaverðlaunin. Hún hlaut
einnig Menningarverðlaun DV 1991 og loks
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992.
Hún hefur síðan komið út á sjö tungumál-
um.
Nýr dómur um
Svaninn ú þýsku
Skáldsaga Guð-
bergs Bergssonar,
Svanurinn, hefur hlot-
ið góðar viðtökur í
Þýskalandi. í nýjum
ritdómi Peters
Urban-Halle í Der
Tagesspiegel segir:
„Það sem gerir hana
eina fegurstu bók
haustsins eru töfrandi
andrúmsloftið, næmar náttúrulýsingar,
dramatískar myndir hennar og óhugnanleg
ró. Sagan er sannfærandi í margræðni
sinni...Algildi þessarar sögu er bein afleið-
ing af því með hve leyndardómsfullum hætti
höfundi tekst að lifa sig inn í tilvist níu ára
stúlkubams. Einmitt þannig verða miklar
bókmenntir til: þegar einstök afmörkuð
persóna verður kveikjan að stórum og tak-
markalausum spurningum. Guðbergi
Bergssyni tekst líka í þessari fremur stuttu
bók að fjalla undursamlega um stórbrotin
viðfangsefni - lygi, sorg, einsemd-, og gera
þau höndlanleg og skijanleg. Fyrir honum
er skáldsagan gjöf einmana manns til allra
þeirra sem vilja þiggja hana: til heimsins og
til sjálfs sín. Og gjöf er þessi bók svo sann-
arlega."
Svanurinn hlaut íslensku bókmennta-
verðlaunin árið 1992.
Guðbergur
Bergsson
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Fálkahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta.
Gallerf Borg
Gunnar I. Guújúusson. Til 5. nóv.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Kjartan Guðjónsson. Til 1. nóv.
Gallerí Horn
Gerður Gunnarsdóttir. Til 8. nóv.
Gallerí Stöðlakot
Steinþór Marinó Gunnarsson. Til 15. nóv.
Gallerí Sævars Karis
Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 25. nóv.
Hafnarborg
Úrval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23. des.
Hallgrímskirkja
Benedikt Gunnarsson. Til 1. des.
Ingólfsstræti 8
Elmgreen & Dragset: „Poweriess structures". Til
8. nóv.
Kj arvalsstaðir
Austursalur: „Framsýning: Feroysk nútíðarlist".
Vestursalur: Nýjar kynslóðir í norrænum arki-
tektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Halldór Ás-
geirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des.
Listasafn ASÍ
Ásmundarsalur: Katrín Sigurðardóttir. Gryfjan:
Guðrún Einarsdóttir. Arinstofa: Kristinn Péturs-
son. Til 15. nóv.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Sigurjón Ólafsson _ Ævi og list. Til 1. des.
Listaskálinn í Hveragerði: Erotíka: Bragi Ásgeirs-
son, Einar Hákonarson, Eva Benjamínsdóttir,
Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Bjömsdóttir,
Haukur Dór, Ragnhildur Stefánsdóttir og Stefán
Boulter. Til 1. nóv.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustfg
Alice Olivia Clarke sýnir mosaikverk. Til 15. nóv.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31. des.
Mokkakaffí, Skólavörðustfg
Ljósmyndasýning Hörpu Bjömsdóttur. Til 19. nóv.
Norræna húsið, Hringbraut
Margrét Nordal. Til 8. nóv.
Nýlistasafnið
„Hvorki né“: Henry Bond, Juan Cruz, Graham
Gussin, Ritsuko Hidaka, Joao Penalva frá London,
Christina Dimitriadis frá Aþenu, Tracy Mackenna
& Edwin Janssen frá Rotterdam, Felix Conzalez
Torres frá New York og Hanna Styrmisdóttir. Mið-
hæð: Bjargey Ólafdóttir, (jós- og kvikmyndir. Súm-
sal: Anna Wilenius, Ijósmyndir, skúlptúra og mynd-
band. Nathalie van de Burg, Ijósmyndaskúlptúra.
Til. 8. nóv.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður-
götu
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí.
SPRON, Mjódd
Jón Axel. Til 19. feb.
TONLIST
Laugardagur
Dómkirkjan: Orgeltónleikar Marteins H. Friðriks-
sonar. Kl. 12.
Tjarnarin'ó: ErkiTíð. Kl. 16.
Kjarvalsstaðin Snorri Sigfús Birgisson. Portrett 1-
7. Kl. 17.
Langholtskirkja: Selkórinn og Þuríður G. Sigurð-
ardóttir sópran, Alina Dubik alt, Snorri Wium ten-
ór og Aðalsteinn Einarsson bassi. Ki. 17.
Hallgrímskirkja: Hamrahlíðarkórinn, Bamakór
Hallgrímskirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og
Schola cantoram. Kl. 17.
Sunnudagur
Neskirkja: Sinfóníuh|jómsveit áhugamanna. Sigrún
Eðvaldsdóttir. Kl. 17.
Norræna húsið: Rúnar Óskarsson, klarinettuleik-
ari og Sandra de Bruin, píanóleikari. Kl. 17._
Dómkirkjan: Barokktónleikar: Brynhildur Ásgeirs-
dóttir, sembal, Hallfríður Ólafsdóttir, flautu, Sig-
urður Halldórsson, selió og Þórann Guðmundsdótt-
ir, söngur. Kl. 17
Þriðjudagur
Iðnó:Caput oJL: Leikhústónlist. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikliúsið
Maður í mislitum sokkum, fos. 6., lau. 7. nóv.
Solveig, sun. 1., fös. 6. nóv.
Bróðir minn ljónshjarta, sun. 1. nóv.
Gamansami harmleikurinn, lau. 31. okt. Fös. 6. nóv.
Óskastjaman, lau. 31. okt. Fim. 5. nóv.
Borgarleikhúsið
Grease, lau. 3l. okt. Fös. 6. nóv.
Sex í sveit, lau. 31. okt. Sun. 1. nóv.
Ofanljós, fim. 5. nóv.
Sumarið ‘37, lau. 31. okt. Sun. 1. nóv.
Iðnó
Dimmalimm, sun. 1. nóv.
Þjónn í súpunni, fos. 6. nóv.
Rommí, lau. 31. okt. Sun. 1. nóv.
Brecht kabarett, fim. 5. nóv.
íslenska óperan
Ávaxtakarfan, sun. 1. nóv.
Hellisbúinn lau. 31. okt. sun. 1., mið. 4. nóv.
Loftkastalinn
Fjögur hjörtu, sun. 1. nóv.
Hafnarfjarðarleikhúsið
Síðari bærinn í Dalnum, sun. 1. okt.
Við feðgarnir, fos. 6. nóv.
Sjónleikur, Ijamarbíó
Svartklædda konan, lau. 31. okt. Mán. 2., fös. 6.
nóv.
Kaffileikhúsið
Barbar og Úlfar. Lau. 31. okt. Fös. 6. n óv.
Skemmtihúsið, Laufásvegi 22
Ferðir Guðríðar, sun. 1. okt.
Leikbrúðuland
Frfkirkjuvegi 11
Þjóðsögur og brúðuleikhús, sun. 1. nóv.
Möguleikhúsið við Hlemm
Snuðra og tuðra, lau. 31. okt.
Einar Áskel), sun. 1. nóv.
Leikfélag Akureyrar
Rummungur ræningi, lau. 31. okt. Sun. 1. nóv.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að
birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist
bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni
1,103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn-
ing@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. OKTÓBER 1998