Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 19
BÓKASTEFNAN i GAUTABORG VEL SÓTT
ENN C Bókastefnunni í 1 NORRÆN >TEFNA Gautaborg er lokið og var hún vel sótt.
KRISTlN BJARNADÓTTIR lylgdist meS því sem hæst bar
ogþ □r á meðal pallborðsumræðum íslenskra þátttakenda.
FJÓRIR íslenskir orðsins menn voru
á mælendaskrá bókastefnunnar í
Gautaborg sem lauk á sunnudaginn
var. Áður hefur verið greint frá pall-
borðsumræðum með Olafi Gunnars-
syni og Hallgrími Helgasyni, en þeir
heiiluðu dágóðan áheyrendahóp á
fyrsta degi stefnunnar, fimmtudag-
inn 22. október. Síðdegis á laugardag mættu
Ami Bergmann og Matthías Johannessen tíi
leiks. Það var Lars-Áke Engblom sem stjómaði
umræðunum um „Island i dikt och verklighet“
og kynnti hina tvo ólíku höfunda sem báðir eiga
verk er tílnefnd vom tíi norrænu bókmennta-
verðlaunanna í ár. Hann rifjaði upp þátttöku ís-
lenskra höfunda á stefnunni frá árinu 1990 þeg-
ar ísland fékk sérstaka athygli með 25 íslenska
höfunda á mælendaskrá. Meðal þeirra var
Matthías Johannessen sem þá áttí sæti í um-
ræðum við hlið sænska ljóðskáldsins Tomas
Tranströmer. Síðan þá hafa um það bil 30 bæk-
ur, ljóðabækur og skáldsögur eftir íslenska höf-
unda verið þýddar á sænsku, þannig að ástæða
er tii að ætla að heimsóknir á bókastefnu beri
árangur.
Árni sem nú var gestur stefnunnar í fyrsta
sinn sagði í stuttu máh frá umfjöllunarefni sínu í
sögunni Þorvaldur víðfórli og þeim vanda að
koma þúsund ára sögu til skila í nýjum búningi.
Matthías notaði tækifærið til að tala lofsamlega
um samtölin innan sögunnar, þar hefði Áma
tekist að leysa mikinn vanda, í ljósi íslenskrar
hefðar í bókmálssamtölum sem hann og út-
skýrði.
Bæði Ami og Matthías búa eins og kunnugt
er yfir langri ritstjórnarreynslu, en hafi einhver
verið kominn að hlýða á kappræður pólitískra
andstæðinga, þá varð sá hinn sami að sætta sig
við að hlýða á velorðaða visku tveggja persónu-
leika, sem varð líflegt samtal um menningararf
Islendinga; um góða og vonda þjóðemishyggju;
nýjar og breyttar pólitiskar áherslur; um lifandi
landið og ólík viðhorf til þess. Matthías fluttí
ljóð úr safninu Vötn þín og vængur sem einnig
vom flutt í sænskri þýðingu eftír John Sweden-
mark.
Þýðandi Árna Bergmanns er Inge Knutson.
Á bekkjum áheyrenda máttí greina þekkt and-
lit, þar sat m.a. frú Vigdís Finnbogadóttir sem
og sendiherra íslands Hörður H. Bjarnason og
frú sem sóttu stefnuna, frá og með fyrsta degi.
Hreinn unaður
Meðal sænskra áheyrenda var Ulf Ömkloo,
vel þekktur menningarpenni og dagskrágerðar-
maður. Aðspurður sagði hann að sér hefði þótt
„hreinn unaður að
hlýða á tvo ritstjóra
frá svo ólíkum póli-
tískum málgögnum,
annarsvegar mál-
gagni vinstri manna
og hinsvegar sjálf-
stæðismanna, hitt-
ast í samtali og vera
svo elskulegir gagn-
vart hvor öðrum
sem raun bar vitni.
Þeir lyftu hvor öðr-
um upp af leikni og
lausir við þann
kulda sem hefði eins
mátt búast við. Það
er líka athyglisvert í
sjálfu sér þegar for-
ystupennar blaða skrifa bókmenntír og mér
fannst afskaplega heillandi Ijóðin sem Matthías
fluttí, Ég hef átt land að vini, og Stríðið kom það
var 10 maí.“ (Úr kaflanum Hið eilífa þroskar
djúpin sín.) „Þau náðu vel til mín í þýðingunni.“
Úlf Ömkloo hefur raunar tekið virkan þátt í að
kynna íslenska höfunda í Svíþjóð, meðal annars
stjómað umræðum þeirra á bókastefnu oftar en
einu sinni og gert útvai-psþætti m.a. með Matth-
íasi. Árna Bergmann kvaðst hann hafa haft
ánægju af að hitta í eigin persónu: „Ég tók einu
sinni viðtal við hann fyrir blað Norræna félags-
ins, en það var símaviðtal svo við sáumst ekki
þá.“
Ömkloo sagðist
einnig hafa hlustað
á hina tvo yngri höf-
unda á fimmtudeg-
inum, þá Ólaf og
Hallgrím og einkum
haft gaman af að
heyra um afstöðu
þeirra til Halldórs
Laxness, annars-
vegar sem hvetjandi
og hinsvegar sem
kúgandi afli í með-
vitundinni. „Og kafl-
inn sem Hallgrímur
las úr 101 Reykjavík
kom á óvart, hann
Árni Bergmann var drepfyndinn."
Verkefni Ulfs
Öi'nkloo á stefnunni í ár var m.a. að stjóma um-
ræðum um norrænar bamabókmenntir þar sem
leitað var svara við hvað hægt væri að gera til
að örva þýðingarstarfsemina á barnabókum
Norðurlandahöfundanna. Um stefnuna almennt
hvað hann það gleðja sig að hún væri enn í dag
norræn stefna þar sem bæði nútíma bókmenntir
og sígildar bókmenntir frá öllum Norðurlöndun-
um er haldið á lofti. „Hún er eina samnorræna
stefnan og hefur haldið því markmiði sem hún
skapaði sér fyrir fjórtán ámm, þrátt fyrir það
að bæði Danir og Norðmenn hafa haldið sínar
eigin bókastefnur á þessum ámm.“
Islenski sýningarbásinn, með fallegu úrvali af
íslenskum bókum frá einum 10 útgefendum til
sýnis og sölu, reyndist ómissandi áningar- og
fundarstaður margra. Vel virtíst staðið að því að
kynna land og þjóð, einnig með tillití til þeirra
sem ekki era læsir á íslenska tungu.
Vel sótt stefna
Bertil Falck, framkvæmdastjóri bókastefti-
unnar sem einnig er ræðismaður íslendinga ^
Gautaborg, bauð blaðamönnum á sinn fund í lok
stefnunnar sunnudaginn 25. október. Hann
kvaðst ánægður með samvinnuna við söfnin sem
héldu sína stefnu undir sama þaki og áttu sinn
þátt í að „gefa sögunni líf‘, sem var markmiðið
þegar „menningararfurinn" var valinn sem
þema. „Þetta er tílraun sem byrjaði fyrir tveim
ámm, söfrún sýna annað hvert ár og þeirra
steftia er enn á byrjunarstígi. Mörgum kann að
þykja sýning þeirra falla í skuggann, þegar
flestir sem koma era að forvitnast um bækur,
svo hvort aftur megi sjá árangur af samvinn-
unni að tveim áram liðnum er eftir að ræða.“ Og
hann var ánægður yfir að stóra forlögin sem
ekki sáust í fyrra vora komin aftur, „það hlýtuj^
að vera skemmtilegra fyrir gestí stefnunnar yf-
irleitt og ekki síst fyrir þá höfunda sem koma út
hjá stóra forlögunum, þeir era dæmdir úr leik
ef útgefendurnir era ekki á staðnum, taka ekki
þátt í pallborðsumræðum og öðram kynning-
um.“ Að hvorki Bonniers, né Nordstedt beinh'n-
is breiddu úr sér á sýningarsvæðinu, var hann
fáorður um. Ekki síst var hann ánægður með
aðsókn, fleiri en nokkumtíma höfðu sótt pall-
borðsumræður og fyrh’lestra og á síðasta degi
virtust heimsóknir á sýningarsvæðið vera yfir
100 þúsund. „Ekki 100 þúsund gestfr heldur
heimsóknir, margir koma dag eftir dag og þá
era þeir einn og sami gesturinn með fleiri heim-
sóknir," útskýrði framkvæmdastjórinn til að
vera ekki sakaður um ýkjur.
Þá kom fram að næstu þrjú árin verður stefn-
an haldin um miðjan september og í samvinnu
við bókastefnuna í Frankfurt og túlka sænskiU
blaðamenn það gjama sem svo að þegar sam-
vinnan við stóra sænsku forlögin reynist treg,
þá nái Bertíl sér bara í aðra samvinnufélaga.
Viðskiptí og samtöl sem varða útgáfúrétt er
vaxandi þáttur á stefnunni, en þar hittast eink-
um litlu forlögin í svonefndri „ráttighetssalong",
fyrst og fremst norræn forlög en í ár komu
einnig útgefendur frá Spáni og Hollandi og
sýndu áhuga, að sögn Kerstin Aronsson ffam-
kvæmdastjóra forlagsins Anamma og fulltrúa
NOFF, (samtök lítílla norrænna úgefenda) sem
um eitt hundrað norræn útgáfufyrirtæki era nú
orðnir félagar í.
Matthías Johannessen
LEIKHUSUONIN I
BREZKU
TðNLIST
Sfgildlr diskar
SULLIVAN
Arthur Sullivan: Gilbert og SuIIivan forleik-
irnir (Cox and Box, The Sorcerer, HMS Pina-
fore, The Pirates of Penzance, Patience,
Iolanthe, Princess Ida, The Mikado, Ruddi-
gore, The Yeomen of the Guard, The Gondoli-
ers & The Grand Duke.) Royal Ballet Sinfonia
u. stj. Andrews Penny. NAXOS, 8.554165.
Upptaka: DDD, London 1/1997. Útgáfuár:
1998. Lengd: 69:41. Verð (Japis): 699 kr.
POPPIÐNAÐUR vorra tíma á sér lengri
upphafsferil en margur hyggur. Hann má
m.a. rekja tíl danstónleika Lanners og Jó-
hanns Strauss í Vín, en ekki síður tíl gam-
anóperannar. Ef lýðhylli er höfð til viðmiðun-
ar, vegur óperettan líklega þyngst á metun-
um. Þessi léttlyndi arftaki þýzka Singspiels-
ins og undanfari Broadwaysöngleiksins náði
fyrst blóma í París um miðja 19. öld með
verkum Offenbachs. Vinsældir þeirra líktust
engu sem áður hafði þekkzt, og heimssýning-
amar 1855 og 1867 í frönsku höfuðborginni
breiddu greinina út um alla álfu. Vínarborg
fylgdi í kjölfarið með Jóhann Strauss yngri í
broddi fylkingar.
„Tónlistarlausa" landið norðan Ermar-
sunds, eins og haft var að orði sunnar í álfu,
var í flestri tónsköpun eftirbátur meginlands-
ins á tómaskeiðinu milli Ames og Elgars, en
einmitt á óperettusviðinu lánaðist Bretum að
verða stórveldi á síðasta fjórðungi 19. aldar -
þökk sé samstarfi líbrettístans W.S. Gilberts
og tónskáldsins Arthurs Sullivans. Og and-
stætt mörgu öðru leikhúsléttmetí frá sama
tíma standa vinsældir flestra afurða þeirra
óhaggaðar enn í dag, og jafnvel langt utan
hins enskumælandi heims.
Arthur Sullivan fellur illa að hefðbundinni
bóhemsk-rómantískri klisju 19. aldar um
dapra ævi og örlög tónsnilÚnga. Honum gekk
þvert á móti flest í haginn um ævina, hvort
heldur í formi viðurkenningar eða fjárhags-
legrar umbunar. Hæfileikar hans uppgötvuð-
ust þegar á 8 ára aldri, þegar hann var farinn
að leika á flest hljóðfærin í lúðrasveit fóður
síns. Hann söng í Konungskapellukómum,
sótti nám í Royal Academy og eftír það í tón-
menntahöfuðborg þeirra tíma, Leipzig, þar
sem andi Mendelssohns sveif yfir vötnum,
uppáhaldstónskálds Breta á Viktoríutíman-
um. Heimkominn 1862 samdi hann Forleik að
Stormi Shakespeares sem sló strax í gegn.
„írska“ sinfónía Sullivans í Es-dúr var samin
ári síðar eftír heimsókn til
eyjarinnar grænu, og fleiri
hljómsveitarverk eins og for-
leikurinn Marmion og
óratórían Glataði sonurinn
(1870), auk stuttra söng- og
sálmalaga; þekktast þeirra er
Afram Kristsmenn kross-
menn.
En Sullivan átti ekki eftir
að setja mark sitt á tónlistar-
söguna sem sinfónískt tón-
skáld, heldur sem óperettu-
höfundur. 1871 kynntist hann
William Schwenk Gilbert
(1836-1911), og varð það upp-
haf yfir tuttugu ára sam-
felldrar sigurgöngu er hófst
með Trial by Jury og lauk
með Stórhertoganum, eða 12
óperettum alls. Sú er hleypti
Gilbert & Sullivan „æðinu“ af stað var HMS
Pinafore (1878). Vegna höfundarréttarmála
fóra þeir félagar tíl New York, þar sem
Sjóræningarnir á Penzance (1880) lagði borg-
ina að velli.
Um það leyti lágu þegar sjö óperettur að
baki. Framleiðslan gekk eins og af færibandi,
og talað var um hina óstöðvandi „Savoy-óp-
eravél“ í samnefndu leikhúsi sem byggt var
utan um sviðsverkin í London. Eitthvað hefur
þó tímapressan verið farin að ganga nærri
frjóleika líbrettístans, því sagan segir, að eftir
uppfærslu Princess Ida (1884) hafi Gilbert
verið gjörsamlega uppiskroppa með hug-
myndir um næsta viðfangsefni. Leið og beið
við algjöra ördeyðu andans, þar til japanskt
samúræ-bjúgsverð, sem Gilbert hafði fest
upp á vegg til skrauts í vinnustofu sinni,
hrandi fyrirvaralaust á gólfið með látum.
Þá kveikti loks á Gilbert. Útkoman varð ein
vinsælasta óperetta þeirra félaga, The
Mikado (1885), sem hratt af stað íjölda ann-
arra ,japanskra“ eftirlíkinga á evrópskum
söngleikjafjölum - nærri 20 áram fyrir
Madama Butterfly Puccinis.
Forleikirnir á þessum diski era í tímaröð
og allir úr samstarfi Sullivans við Gilbert
nema Box og Cox, sem er lát-
inn koma í stað Trial by Jury.
Andi þeirra er afar fjöl-
breyttur, en ávallt ekta brezk
leikhúsmúsík inn við beinið.
Þótt farnar séu fremur
troðnar slóðir í lagferli,
hljómamáli og orkestrun,
heldur þessi tónlist ótrúlega
vel ferskleika sínum og
sjarma, og verður helzt jafh-
að til gjörólíkra afurða Gers-
hwinbræðra. Hér finnst varla
nokkur dauður punktur, og
hæfileiki Sullivans tíl að slá
hárréttan tón viðfangsefnis-
ins á örfáum sekúndum er
slíkur, að hann gæti vafalítíð
sýnt kvikmyndatónskáldum
eins og Horner og Williams í
tvo heimana, væri hann uppi í
dag. Spilamennska Sinfóníusveitar Konung-
lega ballettsins nær nákvæmlega réttu sam-
blandi af brezku „pompi“ og laufléttu fyrir-
hafnarleysi, og þó að deila megi um hvort
leikhúshljómburður hefði ekki verið meira
viðeigandi, gengur ómfyllingin úr St. James
hvergi út yfir skýrleikann.
Dæmigerður diskur sem maður er líklegur
tíl að grípa oft niður í eftir dagsins önn til að
bæta skap og meltingu.
CRUSELL
Bernhard Henrik Crusell: Klarínettkvartett-
arnir þrír. Osmo Vánskfi, klarinett; Pekka
Kauppinen, fiðla; Anu Airas, vfóla; Ikka PSIIi,
selló. BIS-CD-741. Upptaka: DDD, Kross-
kirkju Lahtiborgar, Finnlandi 10/1995.
SAVOY
Útgáfuár: 1997. Lengd: 70:10.
Verð (Japis): 1.490 kr.
Finnar og Svíar karpa enn í dag um hvor
þjóðin eigi stærstan part í Bemhard Crusell
(1775-1838), sem fæddist í Nystad (Uusi-
kaupunki) á sænskumælandi vesturströnd
Finnlands, en fluttíst ungur til Stokkhólms og
bjó þar síðan. Enda engin fúrða, þar sem tind-
amir í tónsköpun Norðurlanda vora fram á
miðja 19. öld mikið tíl innfluttir Þjóðverjar;
meðal innfæddra Norðurlandabúa á mótum
klassíkur og rómantfkur standa helzt upp úr
Franz Berwald og Crasell.
Bemhard Crasell varð einn af fremstu klar-
ínettsnillingum sinna tíma, og era kammerverk
hans og konsertar fyrir þessa fyrrum hirðingja-
skálmeiu, sem Mozart og Weber hófu til vegs
og virðingar, enn í hávegum meðal klarínettr
leikara um allan heim. Þess má geta, að Crasell
lærði komungur tónsmíðar hjá Abbé Vogler,
fyrram kunningja og keppinaut Mozarts, sem
þá hafði flutzt frá Vínarborg til Stokkhólms til
að gerast óperahljómsveitarstjóri, og hefur
ungi Finninn eflaust snemma kynnzt klarínett-
kvintett Mozarts, þótt áhöld séu um hversu
mikil áhrifin hafi orðið frá Weber.
En hvað sem því líður era kvartettamir þrír
frá fyrsta og öðram áratug 19. aldar heillandi
og áreynslulaus skemmtimúsík sem hittir beint
í mark við fyrstu heym. Kliðmýkt klarínettsins
nýtur sín til fullnustu í samleik við strengjatríó-
ið, enda án vafa samblendnast allra tréblásara-
hljóðfæra í kammerleik.
Hér má heyra hlið á Osmo Vánska sem fór að
líkindum fram hjá flestum tónleikagestum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, þegar hann sveiflaði
þai- sprota fyrr á þessum áratug. Það er ekki
mikið um heilsstarfshljómsveitarstjóra sem
þykja fúllgildir í alvörakammersamleik, sér-
staklega þegar píanistum sleppir. Blástur
Osmos er leikandi léttur og er ekki verið að
troða dýpra inntaki í tónlistina en fyrir er. Sam-
leikur allra er hrein nautn, og upptakan er skýr,
enda þótt sumum kunni að þykja Ki-osskirkju-
hjjómurinn í blautara lagi fyrir svona tónlist.
RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON
GILBERT og Sullivan: Á
blævængjum söngsins
á Savoy.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. OKTÓBER 1998 1