Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 2
JÓLATÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR
OG GESTA í HÁSKÓLABÍÓI
JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar
íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag kl.
15. Gestir hljómsveitarinnar verða einsöngv-
aramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, Níels
Bjamason, Rúnar Pétursson, Steinn Einar
Jónsson og Þorkell Gunnar Sigurbjömsson,
Drengjakór Laugarneskirkju og Skólakór
Garðabæjar, auk fíðlunemenda Lilju Hjalta-
dóttur sem leika munu einleik. Kynnir verð-
ur Margi-ét Ömólfsdóttir, sem jafnframt
mun lesa jólaguðspjallið, og hljómsveitar-
stjóri Bernharður Wilkinson.
Á efnisskrá em lög sem tengjast jólunum
á einn eða annan hátt. Fyrst verður leikinn
jólaforleikur eftir bandaríska tónskáldið
Leroy Anderson en hann á jafnframt annað
verk á efnisskránni, lagið Sleðaferðina. Á
milli verka Andersons leikur hljómsveitin
jólasálminn I dag er glatt í döpmm hjörtum
sem hvergi er sunginn á jólum nema hér á
íslandi svo vitað sé. Ljóðið er eftir Valdimar
Briem en lagið er úr Töfraflautunni eftir
Mozart. Því næst leika fíðluleikararnir ungu
lagið Bjart er yfír Betlehem. Þá leikur
hljómsveitin lag eftir valsakónginn Jóhann
Strauss, Perpetuum Mobile, sem þýðir Það
sem hreyfíst eilíflega.
Úr Sálumessu Andrews Lloyds Webbers
verður flutt lagið Pie Jesu og lagið Dans
veltikarlanna úr óperu Rimskíjs-Korsakovs,
Snædrottningunni, sem byggð er á ævintýr-
inu með sama nafni. Slá þú hjartans hörpu
strengi, lag úr kantötu sem Johann Sebasti-
an Bach samdi til flutnings á aðventu fyrir
bráðum þrjú hundruð árum, er einnig á efn-
isskránni og verður flutt eins og það kom
upphaflega frá hendi höfundar. Ennfremur
verður leikið gamalt lag við sálminn Nú
gjaldi Guði þökk sem dr. Róbert A. Ottós-
son útsetti og stjórnaði flutningi á þegar
Skálholtskirkja var vígð. Þorkell Sigur-
björnsson bjó lagið til flutnings fyrir tón-
leikana í dag.
Að iokum leikur hljómsveitin þátt úr ball-
ettinum Hnotubrjótnum eftir Piotr Tsjajkov-
skíj. Þess má geta að auk jólaguðspjallsins
verða sungnir sálmarnir Nóttin var sú ágæt
ein og Frá ljósanna hásal og tónleikagestir
beðnir um að taka undir. Tónleikunum lýkur
á því að flytjendur og áheyrendur sameinast
og syngja Heims um ból.
í ‘jifl Y > - /}/ fm ,
HLUTI kórsins unga sem kemur fram á sinfóníutónleikunum í Háskólabíói í dag.
Morgunblaðið/Golli
KRISTINN
SYNGUR
í FAUST
KRISTINN Sigmundsson syngur á nýj-
um geísladiski frá Harmonia Mundi sem
inniheldur þætti Schumanns við leikritið
Faust eftir Göthe.
Meðal annarra söngv-
ara í útgáfunni má
nefna William Dazeley
og Camillu Nylund.
Stjórnandi er Philippe
Herreweghe.
Þættir Schumanns
við Faust eru taldir
með helstu meistara-
verkum rómantískrar
tónlistar og ná há-
punkti í lokaþætti verksins, Chorus myst-
icus. Kristinn syngur hlutverk Mefístótel-
esar, gestsins illa og Pater Profundus.
Franska útgáfan Harmonia Mundi gefur
diskinn út, en fyrirtækið er meðal helstu
útgáfufyrirtækja heims á sígildri tónlist. í
kynningu á Kristni í bæklingi kemur fram
að hann hefur einnig sungið inn á plötur í
Jóhannesarpassíu Bachs og Sarastro í
Töfraflautu Mozarts, en báðar útgáfurnar
voru á vegum stórfyrirtækja og hlutu al-
þjóðlega dreifingu.
MADAME SANS GENE
MYND af málverki Braga Ás-
geirssonar; Madame Sans Géne
frá 1974, er í nýútkomnu dagatali
listasafna, sem Listasafn Islands
á aðild að, en málverkið er í eigu
þess.
Rakel Pétursdóttir hjá Lista-
safni íslands sagði að safnið hefði
sent ljósmyndir af málverkum í
þetta dagatal í nokkur ár. Að
dagatalinu standa listasöfn víða
um heim, en það er gefíð út af
Museums & Galleries Marketing
Ltd. í London. Það er jafnan
skreytt litmyndum af listaverkum
í eigu safnanna og í dagatalinu
1999 eru margar myndir af hönn-
un og fágæti á mörgum sviðum og
einnig myndverkum. Meðal lista-
mannanna má nefna: 0. Redon,
J.B.S. Chardin, T. Rowlandson,
C. Monet, D. Seghers, A. Zom,
Sir E. Bume Jones, J.v. Huysum
og Piet Mondrian
Rakel sagðist vita af öðru ís-
lenzku listaverki í norrænu daga-
tali, sem gefíð er út af samtökum,
sem standa að byggingu norræns
vatnslitasafns í Skerhamn, norð-
ur af Gautaborg. í því dagatali er
mynd af verki eftir Snorra Svein
Sigurðsson. Bragi Ásgeirsson: Madame Sans Géne 1974.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Fálkahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til ára-
móta.
Gallerí Bílar & list
Tolli. Til 24. des.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Jólasýning. Ýmsir listamenn.
Gallerí Horn
Steinn Sigurðsson. Til 30. des.
Hafnarborg
Úrval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23.
des.
Apótekið: Ljósmyndasýning Lárusar Karls
Ingasonar. Til 24. des.
Hallgrímskirkja
Myndir af Þorláki helga eftir Kristján Da-
víðsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Krist-
ínu Gunnlaugsdóttur, Jón Axel Björnsson,
Pál Guðmundsson og Gunnar Örn Gunn-
arsson.
Ingólfsstræti 8
Ólafur Elíasson. Til 10. jan.
Kjarvalsstaðir
Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíð-
arlist". Vestursalur: Nýjar kynslóðir í nor-
rænum arkitektúr. Miðsalur: Myndlist og
tónlist: Halldór Ásgeirsson og Snorii Sig-
fús Birgisson. Til 20. des.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðu-
holti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn aila daga.
Listasafn íslands
80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan.
Listaskálinn í Hveragerði:
Haustsýning. Til 20. des.
Listhús í Laugardal
Sjöfn Har. Til 22. des.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Þórður Hail. Til 24. des.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31.
des.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
Bjarni Jónsson. Til 19. jan.
Norræna húsið, Hringbraut
Aivar Aalto. Til 20. des.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v.
Suðurgötu
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til
14. maí.
SPRON, Mjódd
Jón Axel. Tii 19. feb.
TÓNLIST
Laugardagur
Neskirkja: Óperan Amal. Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna, Kammerkór Kópavogs,
nemendur úr Listdansskóla íslands. KI. 17.
Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Islands.
Jólataónleikar. Kl. 15.
Hásalir, Hafnarfjarðarkirkja: Útgáfutón-
leikar Kammerkórs Hafnarfjarðar. Kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja: Camerarctica. Kl. 21.
Langholtskirkja: Jólasöngvar. Kór- og
Gradualekór Langholtskirkju. Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Ólafur Kjartan Sig-
urðsson, Halldór Torfason og Regína Unn-
ur Ólafsdóttir. Kl. 23.
Sunnudagur
Áskirkja: Kammersveit Reykjavíkur. Kl.
17.
Langholtskirkja: Kl. 20.(S.já laugardag.)
Neskirkja: Óperan Amal .Kl. 20.30. Sjá
laugard.
Kópavogskirkja: Camerarctica. Kl. 21.
Dómkirkjan í Reykavík: Camerarctica. Kl.
21.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Brúðuheimilið, frums. lau. 26. des. Sun. 27.
des. Sun. 3. jan.
Tveir tvöfaldir, mið. 30., Lau. 2. jan.
Bróðir minn ljónshjarta, þrið. 29. des. Sun.
3.jan.
Abel Snorko býr einn, mið. 30. des. Lau 2.,
fös. 8. jan.
Maður í mislitum sokkum, þrið. 29., mið.
30. des. Lau. 2., sun. 3. des.
Borgarleikhúsið
Pétur Pan, frums. lau. 26. des. Sun. 27. des.
Lau. 2., sun. 3. jan.
Grease, sun. sun. 27., þrið. 29. des.
Sex í sveit, mið. 30. des. Fös. 8. jan.
íslenska Óperan
Hellisbúinn, mán. 28., þrið. 29., mið. 30.
des.
Ávaxtakarfan, sun. 27. des.
Iðnó
Rommí, sun. 27. des. Sun. 3. jan.
Þjónn í súpunni, mið. 30. des. Lau. 2. jan.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er
eftir að birtar verði í þessum dálki verða að
hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl.
16 á miðvikudögum merktar: Morgunblað-
ið, Menningdistir, Kringlunni 1, 103 Rvík.
Myndsendir: 5691222. Netfang: menn-
ing@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998