Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 5
MIKLABÆJARKIRKJUGARÐUR. Myndin er tekin í suðausturhorni garðsins, en gröf Solveig- ar var í norðvesturhorni hans. Myndina tók séra Þorsteinn Ragnarsson. -—-- Í3< k, ~t k-*,n/S #9' — fi , ' y- ' -* - piigHiHjl . Sr. Björn jönsson BÓK Árna Þórarinssonar biskups skrifuð á dönsku. Áritun Hálfdánar er þessi: „Mági sínum elskulegum séra Oddi Gíslasyni presti að Miklabæ gefur kverið til befalingar. H. Einarss.“ BIBLÍA séra Odds, sem meistari Hálfdán gaf honum. Áritun á latínu hljóðar svo í íslenskri þýðingu: „Hinum göfuga og hálærða unga manni hr. Oddi Gíslasyni færi ég þessa bók að gjöf.“ vænlega áhorfa. Sigurð- ur var farinn og all- erfitt að ná til hans, þar sem hann var einn af fjárpestavörðunum við Héraðsvötn, og átti varð- svæði úti í Hegranesi. Hins- vegar leiði í garðinum óskipu- leg á þeim stað, er hann hafði bent til, og ekki gott að átta sig á, hvar helzt skyldi niður bera. Leið sVo ein nótt eða tvær. Þá dreymir Þorstein á Hrólfsstöðum, að til hans kemur maður hár og herðibreiður og var festa og ró yfir svipnum. Þykir honum maður- inn vera sr. Oddur á Miklabæ. Þorstemi finnst sr. Oddur segja við sig: „Eg sé á þér, að þú ætlar að gera þetta fyrir okkur.“ Þorsteini þótti sr. Oddur eiga við það, að hann legði lið sitt að því, að leita beina Solveigar. - Eftir draum þennan reið Þorsteinn til fundar við Sigurð í Stokkhólma og bað hann að leita með sér beinanna. Lét Sigurður til leiðast, og er skemmst frá að segja, að þeir Þorsteinn grófu á þeim stað, er Sigurður hafði áður á vísað, og gengu þar að öllu svo sem Sigurður hafði áður við skilið og frá sagt. Fjalirnar úr kistu Sol- veigar lágu hlið við hlið sunnan við kistu þá, er Sigurður taldi geyma leifar gömlu konunn- ar, sem grafin var 22. des. 1914. Skútinn var og ennþá sýnilegur, sá er fram kom, er kista Solveigar hafði verið upp tekin 22’/2 ári áður. Þar lágu og beinin, en mjög höfðu þau fúnað á þessu árabili. Stærstu og hörðustu beinin héldu sér samt vel. Mældum við Stefán á Höskuldsstöðum sum helztu beinin, svo sem höfuðkúpu og lærlegg. Af stærð höfuðkúpu virtist okkur hún vera sem svaraði af fremur litlu kvenmannshöfði, og af tönnum ályktuð- um við, að hún hefði verið á þrítugsaldri. Lengd lærleggs var 39 cm, og mun það vera stærð fremur lágvaxinnar konu. Þá var og enn auðvelt að ákveða lengd kistunnar og breidd, þar sem sumar fjalirnar höfðu fulla lengd. Hefir hún verið 147 cm löng og 42 cm breið. Járnhringur (úr ca. 8 mm járni) 5 cm í þvermál fannst í moldinni, og hafði hann verið í gafli kistunnar. Sáust og járnspengur í gafl- fjöl. Gat Stefán á Höskuldsstöðum til, að þetta hafi verið fatakista Solveigar, sem hún var grafin í, og þykir mér sú tilgáta mjög sennileg, enda munu sögusagnir til vera fyrir því, að svo hafi verið. - Auk þessa, sem nú hefir verið getið, fannst í moldinni innan um beinin ein silfurmilla og ofurlítil pjatla af mjög sterkum dúk. Var hvorugur sá hlutur grafinn með beinunum. - Pjötlunnar hafði sérstak- lega verið getið í miðilssambandinu. Tilgangur beinaflutningsins var a.m.k. tví- þættur. Annars vegar sá, að veita Solveigu þá blessun, sem kirkjan er vön að veita hverju barni sínu, jafnt breysku sem staðföstu. Hins- vegar sá að hafa áhrif á hugsunarhátt fólks- ins: að lægja óttann og andúðina, en skapa ör- yggi og samúð. I miðilssambandinu var mikil áherzla lögð á, að fá fyrirbæn og hana al- menna.“ Flutningur beinanna að Glaumbæ „Sjálfur beinaflutningurinn fór fram sunnu- daginn 11. júlí. Flutti eg guðsþjónustu á báð- um kirkjum, Miklabæ og Glaumbæ, og jafn- framt fyrirbæn fyrir Solveigu. Margt manna var viðstatt á báðum stöðum. Kista hafði verið smíðuð og beinin kistulögð nokkrum dögum áður. Til eru þeir, sem telja það furðu gegna, að prestur skuli hafa fengizt til að leggja lið slíkri athöfn, sem þeirri er hér var lýst. Eg gekk þess aldrei dulinn, að svo mundi vera. Lífið er alvara en ekki fordild - líftaug þess er samúð, en ekki dómsýki og lítilsvirðing á kjör- um annarra, þroskaleiðin sjálfsafneitun og þjónusta, en ekki sjálfbirgingsháttur og hroki. - Mér dylst ekki, að sumir þeir, er vilja kall- ast trúmenn, telji að mikil hjátrú komi fram í því að taka slíka hluti hátíðlega. En það er máske meira vandaverk en þessir sömu menn ætla: að draga hreinar línur milli trúar og hjá- trúar, og slysalegt mætti það teljast, ef „trú- manni“ yrði það á að telja t.d. fyi-irbæn til hjá- trúar. Og þá er það ekki síður slysalegt, er menn, er vilja vera kristnir, líta með lítilsvirð- ingu á þá viðleitni að hjálpa þeim, sem í raun- ir hafa ratað, hversu mikill hluti þeirra rauna sem kann að vera sjálfskaparvíti. Það er þó ekki svo lítið af orðum, sem meistarinn mildi hefir látið til vor berast, er varðað geti veginn í því efni. A vörum hans liggur blessunarorð til þeirra, sem eru miskunnsamir, jafnvel heil saga til- þess sögð að leggja áherslu á samúð- ina og víkka og dýpka farveguna, sem liggja frá sál til sálar. Og fyrst hann gat sjálfur auð- kennt hlutverk sitt með orðunum „að leita að hinu týnda til að frelsa það“, þá ættum vér, sem viljum vera þjónar hans, ekki að telja neðan við virðingu vora að leggja lið að því, að leysa þann bundna, þegar hann kemur sjálfur til vor með beiðni um hjálp. „I fangelsi og þér vitjuðuð mín.“ ... Og: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessum minnstu bræðrum mínum, þá hafið þér gjört mér það.“„ Lok útfararræðu yfir Solveigu Ég hefi undir höndum ræðu þá er faðir minn flutti við þessa athöfn, andi hennar hefir að nokkru komið fram í frásögn hans, en loka- orð hennar eru þessi: „Verum elskandi og miskunnsöm, verum skilningsfull og samúðar- rík. Látum þá líka hugsunina um þjáningar Solveigar og langt, dapurt stríð byggja upp samúð í brjóstum vorum henni til blessunar og þroska. Gleymum augnablik sjálfum oss. Festum sjónar á náunganum, sjáum bróður og systur í hverju mannsbarni, í hverjum bróður og systur elskað barn Guðs. Stefnum öll á hans háleita mark, og munum sannleika hins forna spakmælis: „að vegurinn til Guðs liggur um hlaðið hjá náunganum." Og gleym- um ekki þeim mættinum sem vér eigum dýr- legastan yfir að ráða, bænarmættinum. Iðk- um fyrirbæn, temjum oss að biðja fyrir öllum þeim sem eiga bágt og venjum böm vor snemma við hið sama. Sáum blessunarríku sæði samúðarinnar í hin ungu og vaxandi hjörtu, samúðina til alls sem lifir og finnur til, til allrar tilverunnar. Amen.“ Ég man vel litlu hvítu líkkistuna, sem stóð í kór Miklabæjarkirkju undir altaristöflunni, sem sr. Oddur hafði gefið kirkjunni árið 1775 en nafn hans og ártal stóð neðst á töflunni. Þessi tafla brann með kirkjunni árið 1973. Við börnin fengum að sjá kistuna eftir að beinunum hafði verið raðað í hana og henni lokað og okkur var sagt að óhamingjusöm kona ætti þessi bein og að við ættum að biðja fyrir sál hennar. Síðan signdum við yfir kist- una, og nokkrum dögum síðar var hún svo flutt á þann stað sem henni var ætlaður, eins og áður er sagt. Þessir atburðir höfðu djúp áhrif á barnssál- ina og ef til vill varð það til þess að við fórum að hugsa um þá sem bágt eiga og litum nú öðrum augum til Solveigar en við höfðum áð- ur gert. Af Solveigu Víkjum nú að nokki-um staðreyndum þessa máls. Um Solveigu eru mjög fáar áreiðanleg- ar heimildir. Ekki er einu sinni vitað með fullri vissu hvers dóttir hún var og ekki held- ur hvaðan hún kom. En hún mun ung hafa gerst ráðskona hjá Oddi presti, sem á fyrri prestskapsárum sínum á Miklabæ var ókvæntur. Jón Jóhannesson fræðimaður segir í þætti sínum af sr. Oddi: „Til hans réðst ung stúlka utan úr Sléttuhlíð (sumir segja úr Fljótum) er Solveig hét. Hrólfur Einarsson er var háaldraður í Lónkoti í Sléttuhlíð á upp- vaxtarárum mínum sagði mér, að sig minnti að hann hefði heyrt að hún hefði verið úr Hrollleifsdal og Þorleifsdóttir." Og hann held- ur áfram: „Solveig var lítillar ættar, en vel að sér ger og hin sjálegasta. Nokkuð þótti hún lundstór, en stillti þó vel í hóf, var ágætlega verki farin og stundaði bú prests mæta vel.“ Onnur heimild frá hendi sr. Páls á Brúar- landi segir svo: „Oddur þessi bjó fyrst fram í Skagafjarðardölum, með ráðskonu er Solveig hét. Þar eftir vígðist hann til Miklabæjar og Silfrastaða í Blönduhlíð og þangað fór ráðs- kona með honum. Hún vildi fegin eiga hann, en hann vildi ekki. Hún hafði verið stillt og skikkanleg stúlka og bar harm sinn í hljóði. Eftir þetta giftist séra Oddur stúlku er Guð- rún hét. Solveig var samt kyrr hjá þeim sem vinnukona.“ Þannig ber heimildum ekki saman um hvaðan Solveig kom að Miklabæ, utan úr Fljótum eða framan úr Skagafjarðardölum. Hvergi er nafn hennar skráð í kirkjubókum Miklabæjarprestakalls. Slíkt er ef til vill ekki að undra, þar sem prestar skráðu á þeim tím- um í kirkjubók aðeins prestsverk, skírnir, fermingar, hjónavígslur og greftranir, engin manntöl voru gerð nema stöku sinnum taln- ingar fólks hve margir voru á hverjum bæ, ein slík er til frá hendi sr. Odds frá árinu 1785. Misskilningur um nafn Solveigar í kirkjubók Sá misskilningur hefir komist á kreik að nafn Solveigar hafi verið klippt út úr kirkju- bókinni til að afmá nafn hennar þar. Það er að vísu rétt að ferhyrnt stykki hefir verið klippt úr, og það hefir prestur sjálfur gert, sjálfsagt vegna misskriftar, en það er ekki á því ári sem Solveig lést, heldur ári síðar, og ekki í dálknum um dána heldur í dálknum um skírða, og auk þess er á síðari hluta blaðsins beint framhald fyrir neðan úrklippuna og við það sem ofar er, svo að klippt er áður en skráð er aftan á þetta blað. Dauða Solveigar er ekki getið í kirkjubók vegna þess að hún framdi sjálfsvfg, en þeir sem tóku líf sitt með þeim hætti fengu ekki kirkjulegan yfirsöng eða útfor að kristnum sið. Slík harka er ótrú- leg og óskiljanleg og ekki í anda Frelsarans, sem sagði um hórseku konuna „Sá yður sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana“. Sama er að segja um nafn sr. Odds. Dauðsfall hans er hvergi skráð í þá kirkjubók er hann lét eft- ir sig, vegna þess að greftrun hans var aldrei gerð, þar sem lík hans fannst ekki svo fullvíst sé. Minningarathafnir um þá sem létust tíðk- uðust ekki í þá daga. Eins og fyrr segir vitum við sára fátt um Solveigu. Flest það sem um hana er ritað er skráð löngu eftir dauða hennar og ber flest með sér blæ þjóðsögunnar og draugatrúar- innar. En sjálfsagt hefir hún verið myndarleg og vel gerð alþýðustúlka, sem sómt hefði sér vel í hvaða sæti sem var, líka sem prestsfrú við hlið sr. Odds, sem var af fyrirfólki kominn, biskupssonur og átti annan biskup að afa. En eitt er þó nokkurn veginn víst, að Solveig fyr- irfór sér vegna sinnisveiki, um það ber annál- um saman. Ein elsta heimild um það er skráð af Hallgrími Jónssyni djákna f. 1780, d. 1836. Hann tók saman annál og er þar ítarleg frá- sögn af dauða Solveigar sem virðist „skrásett þegar eftir atburð þennan“ eins og Hannes þjóðskjalavörður segir. Hallgrímur skrifar: „1778. Laugardaginn fyrir pálmasunnud. (11. apríl) skar sig á háls ógipt stúlka á Miklabæ í Blönduhlíð í Skagafirði af sinnisveiki. Var prestinum tilsagt og var hún með lífsmarki, þá hann kom, og sem hann sá þessa skelfílegu sjón, féll hann í öngvit, en sem hann við rakn- aði var hún dáin. Hún hét Solveig. Meintu sumir að hún hefði viljað eiga prestinn, hafði hún áður ráðskona hjá honum verið.“ „Hall- grímur settist í Hólaskóla 1795 og hafði þvi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.