Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 12
Haukadalur væri ekki nægilega öruggur
staður; að minnsta kosti ekki þegar kom fram
á 13. öldina.
Þorvaldur Gissurarson var orðinn goðorðs-
maður ekki síðar en 1190 og má telja líklegt
að hann hafí fljótlega eftir það flutt að Hruna
og ekki síðar en 1196. Þá gáfu Haukdælir í
bili upp á bátinn sitt gamla höfðingjasetm-,
segir Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor í
ítarlegri ritgerð um Hruna og mikilvægi stað-
arins fyrir samgöngur, völd og kirkjulegt
starf á þjóðveldisöld.
Gissur sonur Þorvaldar, sem síðar átti eft-
ir að verða jarl yfir íslandi, ólst upp í Hruna.
Skemmtileg frásögn er af því í íslend-
ingasögu Sturlungu þegar höfðinginn Sig-
hvatur Sturluson ríður ásamt Halldóru konu
sinni, Sturlu syni þeiiTa og fylgdariiði suður
yfir heiðar, en förinni var heitið að Hruna
þar sem gengið var frá bónorði og brúðkaupi
Sturlu og Sólveigar dóttur Valgerðar á Keld-
um.
Brúðkaupið fór fram í Hruna og leiddi þá
Þorvaldur börn sín fram fyrir Sighvat. Hann
virðist hafa verið afar stoltur af þeim og vildi
fá álit Sighvatar; kvað sér þykja miklu skipta
að honum litist vel á börnin. Þótti Sighvati
börn Þorvaldar frá fyrra hjónabandi menni-
leg og gengu þá fram börn Þorvaldar og
Þóru húsfreyju í Hruna: „...stóð Gissur fyrir
þeim frammi, og hélt Þorvaldur í hendur
honum og mælti: „Hér er nú ástin mín, Sig-
hvatur bóndi, og það þætti mér allmiklu máli
skipta, að þér litist giftusamlega á þenna
mann.“ Sighvatur var fár og horfði á hann
langa stund. En Gizurr stóð kyrr og horfði
einarðlega á móti Sighvati. Sighvatur tók þá
til orða og heldur stutt: „Ekki er mér um
ygglibrún þá.“
Var veitt með miklum kostnaði, segir þar
einnig, og skildu allir með blíðu.
VI
Lítum betur á þjóðleiðir á þessum tíma.
Þeir sem fóru norður Kjöl úr Arnesþingi og
einkum þá frá Skálholti, gátu valið um þrjár
leiðir. Þar af er ein sem vafasamt verður að
telja hvort nokkru sinni var farin og sýnist
vera ófær; leiðin yfir Skálpanes og meðfram
Hvítárvatni undir Skriðufelli. Hafi einhverjir
menn brotizt þeim megin til að losna við
Hvítá, lokaðist sú leið þegar syðri skriðjökull-
inn hljóp fram árið 1800. Aðalleiðin vestan
Hvítár lá austan við Bláfell og yfir Hvítá á al-
þekktu vaði norðan við Lambafell. Þriðja leið-
in, segjum frá Skálholti, var sú að fara yfir
Hvítá á ferju hjá Auðsholti, síðan upp Hruna-
mannahrepp hjá Tungufelli og yfir Jökul-
kvíslina (Jökulfallið) norðan við Bláfell og síð-
an á Kjalveg. Þá leið fóru Reynistaðarbræður
1780 með fjárrekstur sinn.
Nautavað á Þjórsá, gegnt Þjórsárholti, var
langbezti kosturinn þegar komið var að aust-
an og stefnt á vöðin á Hvítá, eða þá að leiðin
lá norður. Frá Nautavaði lágu reiðgötur, trú-
lega upp hjá Skáldabúðum að Laxárdal og að
vaðinu á Stóru-Laxá sunnan við Bláhyls-
hnjúk, en önnur leið var framar, framhjá
Hæli og Hlíð og yfir Laxá á eyrum sem heita
Heljarþrem eða þröm, en síðan þjóðleið um
kirkjuveg að Hruna.
Algeng leið frá Hruna og norður á bóginn
lá ekki sömu slóð og núverandi þjóðvegur því
blautt mýrarsund eða svakki, sem nefnt var
Lokaflóð, var norðvestan við bæinn. Þess-
vegna var farið austur fyrir Hrunann og síðan
um Leynisása niður á Hrunavöll og yfir Litlu-
Laxá hjá Berghyl og annaðhvort um Gyldar-
haga eða vestar, um Kirkjuskarð, og framhjá
Skipholti og Tungufelli ef leiðin lá norður.
Væri ferðinni heitið að Haukadal var riðið yf-
ir Hvítá á Steypu (Steypuvaði) gegnt
Drumboddstöðum.
Af Hrunavelli hafa legið reiðgötur vestur á
vöðin á Hvítá og þá farið yfir Högnastaðaása
þar sem heitir Ljónastígur. Fyrir löngu lá sú
reiðleið yfir Hvítá á vaði við Grámel suðaust-
an við Bræðratungu. Gamlar götur, F'losa-
traðir, sem getið var um í grein í Lesbók sl.
haust um Bræðratungu, voru alþekktar frá
Grámel og heim að Tungu. Grámelsvað var
notað snemma á 19. öld eftir því sem
Brynjólfur frá Minna-Núpi segir. Aðalvaðið á
Hvítá var þó og er enn á Kópsvatnseyrum,
lítið eitt ofar. Götur sem lágu frá þessum
vöðum að Hruna eru þó fyrir löngu horfnar
undir svörðinn, en þær lágu austur yfir
Högnastaðaása og Litlu-Laxá. Helgi Þor-
láksson telur að ef til vill hafi verið fjórar
mismunandi leiðir milli Hruna og vaðanna á
Hvítá.
A leið í Skálholt austan frá hafa menn hins-
vegar riðið Tungufljót á vaði hjá Torfastaða-
hólma og síðan upp fyrir Hrosshagavík og
Torfastaðaengjar. Væri ferðinni heitið á
Þingvöll hafa menn riðið áfram vestur hjá
Torfastöðum og Miklaholti, meðfram hinum
forna Hagagarði (Þrælagarði) út að Brúará
og yfir hana á vaði hjá Böðmóðsstöðum.
talið að með búsetu í Hruna hafi Þorvaldur
Gissurarson fremur verið að styrkja stöðu
sína í Arnesþingi en að seilast til áhrifa á
valdasvæði Oddaverja í Rangárþingi.
Samkvæmt máldaga frá 1331 var Hruni
staður; átti þá allt heimaland svo og Kaldbak
og hafði líklega forsjá Þórarinsstaða. Svo er
að sjá að Arnsteinn nokkm' hafi stofnað til
staðar í Hruna með gjöf. Samt var jörðin lítil;
aðeins 20 hundruð í jarðabók Árna og Páls,
en aðrar jarðir í nági'enninu voru þrefalt
stærri, Miðfell 60 og Efra-Langholt 60 hund-
ruð. En þar voru ekki krossgötur eins og í
Hruna.
Landnámsbæir í Hrunamannahreppi voru
Berghylur og Másstaðir. Að líkindum hafa
Másstaðir ekki haldizt lengi í byggð; að
minnsta kosti hefur alveg fyrnst yfir vit-
neskju um staðinn. Sumir fræðimenn hafa
bent á Hvítárhoit, en aðrir á Hrunakrók inn-
undir mynni Laxárgljúfiirs. Brynjólfur frá
Minna-Núpi taldi sig hafa fundið líklegan stað
þar sem heitir Árfellsstekkatún við Stóru-
Laxá; þar voru fornar tóftir.
I Jarðabókinni segir að Forni-Hruni hafi
áður staðið í Hrunaki'ók, en jafnframt að
munnmælin séu óviss. I gi'ein í Ái’nesingi
1990 bendir Sigurjón Helgason verkfræðing-
ur á að meginhluti jarðeignar Hrunastaðar sé
fyrir norðan Hörgsholt, þ.e. Kaldbaksland,
Hrunakrókur og Hrunaheiðar þar fyi’h' norð-
an. Jarðeignin er tvískipt því land Hörgsholts
klýfur hana.
í Hrunakrók markar fyrir bæjarhúsi sem
Sigurjón telur að hafi verið 15 m langt og 5,5
m á breidd, eða svipað að stærð og skálinn að
Stöng. Samkvæmt mælingum á tóftinni fór
þessi jörð í eyði fyrir 1104 og Sigurjón telur
að þá hafi bærinn verið fluttur fram á núver-
andi stað. Hann telur að bærinn hafi heitið
Hruni á sínum upprunalega stað; þar er hæð
sem heitir Hruni og hefur hrunið úr henni.
Hrun vh'ðist hinsvegar ekki hafa átt sér stað
úr klapparhólnum ofan við bæinn í Hruna,
enda hafi nafnið flutzt þangað með bænum.
Bent hefur veri á að hrun hafi löngum verið í
brattri hlíð lítið eitt austan við bæinn þar sem
heitir Seljadalur og Seljadalsklauf. Fremur
er þó ólíklegt að nafngiftin sé sótt þangað.
Helgi Þorláksson telur að Már landnáms-
maður þurfi ekki að hafa eingöngu búið á
Másstöðum. Hann hafi væntanlega einnig
reist býli í Hörgsholti, sem hafi átt land norð-
an við Kaldbaksland og sé skiljanlegt þegar
litið sé til þess að Árfellsstekkatún, og þar
með Másstaðir, var í eigu Hörgsholts; þar
hafi landnámsbýlið verið. Hörgsholt hafi í
upphafi talizt eigulegasta jörðin á svæðinu; 30
hundraða jörð að fornu (ásamt Þverspyrnu)
og góð hlunnindi af laxveiði í báðum Laxán-
um. Ekki komi á óvart að þessari upphaflegu
landnámsjörð hafi fylgt mikil afréttarlönd
norðan við Kaldbaksland.
Núverandi Hruna hefur að mati Helga ver-
ið skipt út úr landi Hörgsholts, en heimaland
Hruna er lítið fyrir mikilvægan „stað“ sem
aðeins átti tíu kúgildi nauta (1331) og bendir
til takmarkaðra heimahaga.
Kirkja reis líklega í Hruna á 11. öld, helguð
Maríu guðsmóður og heilagri Katrinu í kaþ-
ólskum sið. Útkirkja hefur verið í Tungufelli
frá 1819 og í Hrepphólum frá 1974. Að líkind-
um var Hruni þingstaður og bendir nafnið
Hrunamannahreppur til þess að þar hafi ver-
ið elzti þingstaðurinn í hreppnum, líklega
þegar á 10. öld. Má vera að bað- og þvottaað-
staða við Hrunalaug, svo og þjóðleiðir hafi
upphaflega stuðlað að því að kirkja reis í
Hruna. Bendir Helgi Þorláksson á að ætla
megi að laug í Reykholti í Borgai'fii'ði hafi
haft áhrif á staðarval fyrir kirkjuna þar. Lík-
legast sé að bóndi í Hörgsholti hafi reist
kirkju í Hruna og gefið eigur til hennar í
þeim fróma tilgangi að bæta stöðu sína, bæði
í þessum heimi og öðrum. Ymsir gegnir menn
voru prestar í Hruna í aldanna rás, en vai'la
hægt að segja að þeir hafi verið þjóðkunnii’.
Það varð aftur á móti prestsonurinn Daði
Halldórsson sem fæddur er í Hruna um 1638
og varð ungur „smásveinn“ Brynjólfs biskups
Sveinssonar með afleiðingum sem allir
þekkja. Annar drengur, Valdimar Briem, sem
kom munaðarlaus að Hruna á síðustu öld og
ólst þar upp, varð síðar þjóðkunnur prestur
og sálmaskáld á Stóra-Núpi. Munnlegar
heimildir úr Hrunamannahreppi segja að
hann hafi á barnsaldri í Hruna ort söngtexta
sem ennþá lifir: Allir krakkar, allir krakkar/
eru í skessuleik, o.s.frv. Skáldskapurinn er
ekki meiri en við er að búast af ungum dreng,
en vísan varð húsgangur og sannar að það há-
fleyga lifir ekki alltaf lengst.
Helstu heimildir:
Hi’uni, ritgerð Helga Þorlákssonar.
Forni-Hruni eftir Sigurjón Helgason.
Byggðir og bú í Arnessýslu.
Islendingasaga Sturlungu.
Þjóðsögur Jóns Ámasonar.
DANSINN í Hruna, 2x2m, olía á striga. Myndin er eftir greinarhöfundinn og er nú í eigu
Hrunamannahrepps.
NÁLARAUGAÐ, náttúrusmíð uppi á Hrunanum.
NÝLEGT safnaðarheimili hefur risið austan við kirkjuna.
VII
Valdabaráttan á íslandi á árunum 1180;
1220 gerði greiðar samgöngur að lykilatriði. I
Hruna hefur Þorvaldi Gissurarsyni þótt auð-
veldara að stefna til sín bændum en í Hauka-
dal, hafi hann verið í þeim hugleiðingum að
stofna héraðsríki. Frá Hruna mátti fylgjast
með ferðum þein-a sem komu austan úr hér-
aðsríki Oddaverja og einnig þeim sem ætluðu
í Skálholt. Ætla má, segir Helgi Þorláksson í
ritgerð sinni, að Mosfellingai’ hafi ekki gefið
Skálholt til biskupsstóls án þess að hafa í
huga áhrif þess á valdabaráttuna. Það er þó
12 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998