Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 13
JOLAMINNING EG STEND á hlaðinu heima og horfi út í rökkrið, sem sígur yfir hægt og hægt. Vesturfjöllin hafa lagt yfir sig reykbláa möttulinn sinn og komin með blóm í hárið. Yfir eru rekkjutjöld dvínandi dags. Það er aðfangadagur jóla. Máninn er nýkominn á fætur eftir miðdegislúrinn sinn, góðglaður að vísu, þó ör- lítið fölur fyrst í stað en mun brátt hressast og brosa breitt sigursæll og sjálfumglaður eftir afrétting með vaxandi rökkri. Eg er heldur ekkert óánægður með sjálfan mig þar sem ég stend í mórauðum vaðmáls- buxum, hnepptum með þrem tölum fyrir neðan hné, og horfi með velþókn- un verðandi búmanns á lömbin, sem tínast heim úr beitinni og safnast í hnapp fyrir framan fjárhúsið. Á þess- um tíma árs er fjármennskan aðal- starf karla í sveit, og svo vill til að í dag er ég fjármaðurinn á heimilinu. Pabbi fór í morgun í leit fram í Reita, svo að það sem.vantar af fé þurfi ekki að halda jólin úti í snjónum og óbyggð- inni. Allt minnir á jólin. Mamma og Freyja fóstursystir mín eru búnar að skúra baðstofuna hátt og lágt, skelli- hurðirnar í göngunum, meira að segja þröskuldana alla leið út úr dyrum. Hangiketsilminn leggur móti manni út á stétt, Búið er að baka jólaköku, tertu, hálfmána og kanelsnúða, kannski fleira og búrið er tjaldað með nýjum bréfum. Varla þarf að minna á að inni í húsi bíður stafli af listilega út- skornu laufabrauði og er raunar það eina sem minnir á list. Jólaskreyting úr marglitum pappír eða glitrandi kúl- m- hefur ekki heyrst nefnt á mínum bæ, hvað þá heldur ilmandi og grænt jólatré með tilheyrandi skarti. Þvílíkar lystisemdir sváfu Þyrnirósarsvefni í móðurskauti framtíðar. Jól. í einfaldleika sínum eru þó slíkir dagar ólýsanlegt ævintýri, raunar á mörkum veruleika og drauma, breytir jafnvel öllu gildismati með skjótum hætti. Meira að segja víkingur, sem hefur fellt hund í glímu og barist við snjókerlingu, ógurlegt flagð, og haft sigur, hann hefur ekki talið eftir sér að elta mömmu milli búrs og eldhúss undanfarna daga og sníkja ýmislegt góðgæti, meðal annars innbyrt kúf- fulla skeið af ómengaðri sveskjusultu og laumast í dísætt kökudeig fyrir ut- an öll lög og reglur. Já, breytingin er ná- frænka tímans. Því er það, að sá sem í gær trítlaði milli búrs og eldhúss og andaði sæll að sér ilmi af nýsoðnu hangiketi og heillandi bakkelsi, hann er enginn sætabrauðsdrengur í dag. Ég er allt í einu orðinn ráðsmaður, hér um bil bóndi. Svona er nú tíminn snar í snún- ingum og fljótur að venda sínu kvæði í kross. Á einni dagstund hefur tíminn fengið strák- patta á dalabæ hlutverk, og að finna sig hafa hlutverk er hreint ekki svo lítið. Líklega eru öll lömbin komin heim úr beit- inni, hugsa ég með ábyrgðartilfinningu og huga út í rökkrið. Mál að láta inn, hugsa ég og skoppa skeið út og ofan að húsunum. Eins og hver annar fjáimaður stend ég við dyrnar og ætla að telja inn. Það er pabbi vanur að gera og húsvön lömbin að koma fúslega eitt af öðru, taka gjarna tilhlaup og lyfta sér svolítið um leið og þau vippa sér inn um dyrnar. En nú er þessu á annan veg farið. Nú standa þau bara á fjárhúsvarpanum og stara stóreyg á þennan nýja fjármann með tortryggni skepn- unnar í gulum sauðaraugum. Veður er fagurt og logn en talsvert frost, alstirndur vetrar- himinn. Kannski eru lömb kvöldgóð og róm- antísk eins og annað ungviði. En fjármaður er einnig ungur og fullur gáska, og hér er kjörið tækifæri til leiks. Svo fer líka að úr þessu verða eltingar og galsi, og má vera að báðir málspartar hafi haft nokkra skemmtun. Loks eru þó flest lömbin komin í hús. En í þau sem eftir eru er hlaupinn talsverður æsingur. Trú- lega hefði þó allt gengið samkvæmt áætlun, ef fjármanni hefði ekki sýnst ráð að framlengja leikinn. Fjárréttin er við húsvegg og skammt milli dyra. Nú dettur mér það snjallræði í hug að reka lömbin í réttina og handsama þar og tína þannig inn í húsið. Enn er naumast hálfrokkið og því nógur tími. Þetta hlaut að verða skemmtilegt og auk þess karlmannlegt að EFTIR GUÐMUND L. FRIÐFINNSSON Loks eru öll lömbin komin í hús utan svartbotnóttur geldingur. Þetta er fallegt lamb með athugul augu og ó að verða forustusauður í fyllingu tímans, enda léttur ó fótinn. Og nú stöndum við þarna tveir, ég og Botni, annar í sóknarhug, hinn albúinn að verjast. handsama ljónstygg lömbin og draga í hús eins og fullorðnu mennirnir. Talsvert laus- fenni var í réttinni og skafl við suðurvegg. Þangað rak ég nú lömbin og handsamaði eitt og eitt. Nú get ég sýnt vald mitt yfir skepn- unni og jafnframt endurheimt karlmannsheið- ur minn. Eftir allt saman er það þó ég sem hef sigurinn. Loks eru öll lömbin komin í hús utan svartbotnóttur geldingur, sem pabbi hefur keypt af góðvini okkar Jóhannesi bónda á Þorleifsstöðum. Þetta er fallegt lamb með at- hugul augu og á að verða forustusauður í fyll- ingu tímans, enda léttur á fótinn. Og nú stöndum við þarna tveir, ég og Botni, annar í sóknarhug, hinn albúinn að verjast. Snjóskafl- inn forðast forustusauðurinn svo sem framast er unnt. Þetta er barátta um færni og báðir leggja sig fram til hins ýtrasta. Hvað eftir annað er ég rétt að því kominn að sigra, en alltaf smýgur Botni úr greipum mér fimur sem köttur. Enn einu sinni geri ég áhlaup og hyggst höndla andstæðinginn í einu horni réttarinnar. En það fer sem fyrr. Eins og ör- skot er hann kominn að öndverðum vegg, tek- ur undir sig stökk meira en nokkru sinni fyrr upp á réttarvegginn og út. Þarna stendur hann í brekku túnsins og horfir á mig stork- andi með sigurglampa í grágulum sauðaraug- um. Ef mér skjátlast ekki, þá er hann beinlín- is að hlæja. Mér sárnar, enda enn fullur af baráttuþreki. Sá hlær best sem síðast hlær, hugsa ég, og í stað þess að láta út nokkur lömb og reyna að reka aftur inn, eins og reyndur fjármaður hefði gert, hleyp ég út og reyni að komast á svig við sauðarefnið. En brátt verður mér ijóst að hér er háður ójafn leikur. Nú er Botni sá sterkari. Hann hoppar þúfu af þúfu og lætur sér ekki ótt, gefur sér meira að segja góðan tíma til að staldra við og sýna þannig yfirburði sína en gætir þess jafn- framt, að aldrei komist ég uppfyrir. Þannig færist leikurinn sífellt ofar og fjær. Túnið er Myndlýsing: Freydís. ógirt og íyrr en varir erum við komnir upp í brekkuna að bæjarbaki. Öndvert við ósigur minn hefur mánanum miðað allvel í baráttu sinni við daginn. Bros hans er breiðara en fyrr, og hann er byrjaður að kveikja á kertum sínum í snjónum. Færið er gott, ekki mikill snjór, mátulega þéttur. Steinar og hávaðar standa upp úr og gefa landinu svip. Yfir hvelfist blár himinn, prýdd- ur stjörnum og norðurljós halda leiksýningar án yfirlætis og upphrópana. Allt er hljótt utan niður árinnar milli skara. Síðar á ævinni hefur mér oft fundist slíkur möttull verða með öðr- um og hátíðlegri blæ um jól, jafnvel milt rökkrið gefa þessari miklu hátíð það andlit, sem við á, æðra öllum skrautsýningum mannsins. En á þessari stundu er mér annað í hug. Nú er það baráttan sem á hug minn allan og þessi voðalegi ósigur, sem ég hef beðið. Botni heldur uppteknum hætti, nemur stað- ar af og til og gefur mér gætur, tekur á rás þess í milli. Við nálgumst brúnir. Ég er farinn að finna til þreytu. En allt í einu man ég eftir því sem mamma hefur sagt, að aldrei megi maður gleyma því að biðja Guð. „Á hverjum degi áttu að biðja Guð, vinur minn,“ segir mamma. „Hann er með okkur jafnt í blíðu sem stríðu, þekkir hugsanir okkar, vonir og þrár og bænheyrir okkur samkvæmt vísdómi sín- um. Hann veit ætið hvað best hentar." Kannski hef ég gleymt að signa mig í morgun. Stundum gleymi ég því, ef mér er óskaplega brátt að pissa. Einnig hendir, að ég segi við mömmu á kvöldin, að mér leiðist þetta faðir- vorastagl og heimta að fá sögu. Þrátt fyrir þessar voðalegu syndir fer ég nú að biðja Guð. „Góði Guð, hjálpaðu mér að ná’onum Botna, bara núna. Ég skal alla tíð muna að signa mig og lesa bænirnar mínar bæði á kvöldin og morgnana," hvisla ég út í rökkrið. Ég reyni að gera Guði skiijanlegt að Botni sé bara saklaus, blessuð skepna og óviti og þurfi að komast í hlýtt húsið til hinna lambanna, annars getur hann dáið, og það eru að koma jól. „Þú veist það, Guð minn, að það eru að koma jól,“ bæti ég við grátklökkur. Ég lít til himins og á hálf- partinn von á að sjá hóp engla svífa niður hjá hádegisvörðunni að hjálpa mér að eltast við Botna. En það eru engir englar, bara stjörnur, sem blikka köldum augum til lítils drengs, sem hefur beðið voðalegan ósigur fyrir sjálfum sér. Kannski sé ég ekki englana af því ég hef hag- að mér svo heimskulega. Kannski eru stjörnu- rnar mér reiðar. Snjórinn logar í ofanljósinu. í nokkurri fjarlægð sé ég bæinn varpa reykbláum skugg- um á fannbreiðuna. Hreinleiki og feg- urð á himni og jörð - en köld. And- stætt þvi sem á undan er gengið finn ég nú til smæðar minnar, vangetu og einmanaleika, sem kemur út á mér tárum. Gegnum móðu táranna sé ég hvar Botni hefur staðnæmst á skaflinum og horftr í átt til mín. Sauðaraugun blika eins og smáljós. Jólakerti sakleysingj- ans, hugsa ég. Blessuð skepnan. Kannski sér hann nú eftir öllu saman eins og ég og langar heim í húsið sitt til hinna lambanna. Mér þykir allt í einu svo vænt um Botna rétt eins og hann væri bróðir minn. Og nú fer ég að tala við sauðarefnið: „Elsku besti Botni minn!“ segi ég blíður. „Vertu nú þægur og lofaðu mér að reka þig heim. Þú veist ég vil þér ekkert nema gott. Þú skal fá ilmandi hey að borða og mikla sýru í brynningarstampinn ykkar á morgun. Ég skal auk heldur gefa þér helminginn af laufabrauð- skökunni minni, ef þú verður nú þæg- ur og gerir þetta fyrir mig.“ Svona góður er ég allt í einu orðinn. Þetta gefur mér nýjan kraft. Enn einu sinni tek ég á sprett og reyni að komast fyrir Botna. En þetta verðm’ einungis til þess að hann herðir hlaup- in því meir. Hann er jafnvel hættur að líta við, kominn upp á brúnir og ber við loft. Nú er mér loks ljóst að taflið er tapað. Botni hefur haft sigurinn. Ég er bæði þreyttur og móður. Það blossar upp í mér vanmegna heift. „Bölvaður fanturinn,“ öskra ég og liggur við gráti. „Farðu þá bara til hel...“ Ég lýk ekki við orðið, þetta voðalega orð. Mér er ljóst, að dagur er af lofti, og þá eru komin jól. Og ég... ég hef drýgt þá voðalegu synd að blóta á sjálfum jólun- um. Það er ægileg synd og gera ekki aðrir en forfallnir glæpamenn og stór- syndarar. Allt í einu fer ég að hugsa um pabba. Enn er pabbi ekki kominn heim. Ég veit að það er langt upp í Reita og bratt, líka klettar. Kannski hefur pabbi hrapað eða lent í snjóflóði. „Ó, pabbi, pabbi minn, ó, Guð,“ styn ég í skilyrðislausri uppgjöf. Allt er þetta refs- ing fyrir mínar voðalegu syndir, dramb og mikillæti. Botni er horfinn, aðeins slóð örlítinn spöl. Ég kasta mér niður í snjóinn og græt. „Ó, góði Guð, fyrirgefðu mér allar mínar stór- kostlegu syndir.“ En allt í einu rennur það upp fyrir mér, að ég er aðeins að biðja fyrir sjálf- um mér, hvorki pabba né Botna. En mamma hefur sagt mér, að það eigi maður ekki að gera. „Þú átt að biðja fyrir öllum sem eiga bágt, jafnt og sjálfum þér,“ segir mamma. „Góði Guð, hjálpaðu honum pabba mínum og Botna,“ styn ég og græt með óstöðvandi ekka. Ég segi Guði að pabbi minn sé besti pabbi í heimi og hafi margsinnis sagt mér, að aldrei eigi maður að ofmetnast, það sé heimslu-a manna háttur. Loks er ég hættur að biðja. Ég ligg bara örmagna og græt niður í snjóinn og allt er kyn-t. Gegnum kyrrðina heyii ég rödd. Það er kallað. Samstundis þekki ég þessa rödd. Það er hún mamma. Ég lít upp og sé ljós. Mamma stendur sunnanundir bænum með ljós og er að kalla á mig - hún mamma. Stirður og snjóugur sprett ég á fætur og svara: „Mamma, mamma, ég kem.“ Ég tek á sprett og stefni á ljósið hennar mömmu. Þegar ég stend á sandskúruðu baðstofu- gólfinu heima og horfi á fallega jólakertið mitt, sem logar svo skært, og hef fengið þær fréttir frá pabba sjálfum að Botni hafi komið samanvið kindurnar, sem pabbi fann, og sé kominn í hús. Þá eru jólin komin með ilmi sín- um og fögnuði. - Heilög jól - jólanótt. Höfundurinn er rithöfundur og bóndi á Egilsá í Skagafirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.