Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Page 24

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Page 24
KALIFORNÍA í NÝJU OG GÖMLU LJÓSI II William Randolph Hearst *varð ókrýndur blaðakóng- ur Bandaríkianna og safn- aði feikilegum auði ÞaW auð notaði hann m.a. til þess að byggjg kastalg uppi í fjöllum Santa Luciu. Þar voru 115 vistarverur, 4iar gf 32 baðherbergi og í þessi húsakynni sankaði hann saman ótal gersem- um og listaverkum úr víðri veröld, sem sum voru allt fró 8. öld f. Kr. HEARST-kastalinn á Töfra- hæðum var reistur á hæstu brún Santa Luciu-fjalla í stærðar landareign, sem Ge- orge Hearst, faðir Williams Randolphs Hearsts, hafði á sinum tíma keypt af Mexik- ana nokkrum fyrir lygilega lítinn pening, enda var hann iðulega orðaður við reyfarakaup jafnt á námum sem búgörðum. Menn hafa t.d. heyrt því fleygt að hann hafi að- eins greitt tæpa tvo dali fyrir hvern hektara í ofangreindri jarðeign, sem kennd er við San Simeon, en hún er yfir 55 hektara alls, ekkert smá landflæmi. Hearst-höllin er um það bil 80 km fyrir norð- an borgina San Luis Obispo (Lúðvík biskup helga) eða um það bil miðja vegu á milli Los *Angeles og San Fransisco. I stærstu tvítymdu byggingunni (La Casa Grande) eru 115 vistar- verur, 26 svefnherbergi, 32 baðherbergi, 14 setustofur, tvö bókaherbergi, 68 m2 borðsalur, 30 amar, biljarðstofa, snyrtistofa, kvikmynda- salur, nokkur eldhús og hýbýli fyrir þjónustu- liðið. Auk stórhýsisins (La Casa Grande) em 3 gestahús, inni- og útilaug, skrúðgarðar, tennis- vellir og dýragarður. Það yrði of langt mál að lýsa hverjum krók og kima í höllinni og gestahúsunum og þeim ótal listmunum og gersemum allt frá grískum vösum frá áttundu öld fyrir Kristsburð til seinni alda listaverka, sem þar era geymd, en hins vegar sakar ef til vill ekki að minnast á eitt og annað, sem helst vekur athygli manna og aðdáun eins og t.d. samkomu- eða þingsal- urinn í aðalbyggingunni (La Casa Grande) með ^timburlofti frá sextándu öld og dásamlegum ítölskum glitvefnaði á veggjunum eða þá borð- salnum, þar sem 30 gestir gátu snætt við gam- alt ítalskt borðstofuborð frá sautjándu öld. Níu metram ofar hafa verið festir á vegginn ítalskir burtreiðarfánar, sennilega frá Siena og upp við vegginn á móti hefur verið stillt langri röð af 500 ára gömlum kórstólum frá Spáni og era þeir allir fagurlega útskomir. Loks er það marmaralögð útilaug, sem kennd er við sjávar- guðinn, Neptúnus, okkar Njörð. Á laugarbrún- inni við annan enda laugarinnar rís framhlið af fomu rómversku hofí með granítsúhim. Að dómi margra arkitekta er þetta stórfengleg- asta og íburðarmesta sundlaug á jarðríki. Margir miklir og víðfrægir menn hafa synt, svamlað eða buslað í þessari laug, sumir hverj- ir með heldur litlum tilþrifum eins og t.d. hjartaknosarinn eftirsótti, Clark Gable, sem *kunni ekki einu sinni sundtökin, allt öðra máli gegndi vitanlega um tök hans á konum, þar vai- hvorki fát né hálfkák. Þetta var í rauninni ekk- ert einsdæmi af því að fyrir 70 áram var fjöld- inn allur af mönnum ósyndur víða um heim. Árið 1919 fól W.R. Hearst arkitektinum Júl- íu Morgan það verkefni að hanna fyrir sig aðal- bygginguna og gestahúsin í San Simeon. Þá um vorið hafði móðir hans, Phoebe Hearst lát- ist úr spænsku veikinni og hann, einkasonur- inn, hafði m.a. fengið í arf þessa stóra jörð í San Simeon ásamt fleiri verðmiklum fasteign- um, listaverka- og bókasafn móður sinnar og loks á að giska 11 milljónir í reiðufé. Mikill fengur þótti honum einkum í myndlistarsafn- >inu, enda átti hann það sammerkt með móður sinni að unna fógram listum. Kviknaði sá áhugi hans fyrst þegar hann var aðeins 10 ára gamall og lagði upp í 18 mánaða langa menningarreisu með móður sinni um meginland Evrópu árin 1873-74. Slíkar ferðir vora mjög algengar í þá daga einkum og sér í lagi meðal efnafólks og KASTALI BLAÐAKÓNGSINS Á TÖFRAHÆÐUM EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON KASTALI BLAÐAKÓNGSINS stendur á fallegum útsýnisstað uppi í Santa Luciu-fjöllum í Kaliforníu. Á myndinni sést aðaiinngangurinn. % W ' i 4r 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.