Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 25

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 25
 ÞEGAR blaðakóngurinn Hearst var heima stýrði hann útgáfuveldi sínu og öðrum viðskiptum úr gotnesku bókastofunni á þriðju hæð. Blöð sín, frá ýmsum borgum Bandaríkjanna, fékk hann send þangað og lét dreifa þeim á gólfið. WILLIAM Randolph Hearst. Blaðakóngurinn eyddi drjúgum tíma dagsins í símanum. BÓKASTOFA, ætluð gestum, er á annarri hæð í Casa Grande - Aðalhúsinu. Ofan við bóka- HEARST hafði mikilfengleg boð í kastaia sínum og borðstofan er engin smásmíði og sæmi- skápana er röð af forngrískum keramikvösum, ómetanleg verðmæti. Vasarnir eru tryggilega lega hátt undir loft. Dýrindis veggteppi skreyta veggi, kappreiðafánar fyrir ofan, en stjakar og festir með tilliti til jarðskjálfta. annar borðbúnaður er allur úr silfri. aðalsmanna, enda ekki á annarra færi. George Hearst, heimilisfaðirinn, stóð auðvitað straum af ferðakostnaði konu sinnar og einkasonar. Hvað ragaði þennan dugnaðarfork eiginlega um það? Hann var sannarlega karl í krapinu, sem græddi á tá og fingri og kunni allra manna best að mata krókinn. I Verona á Ítalíu keypti Phoebe Hearst fornan og fagran marmara- brunn handa syni sínum og stendrn- hann nú uppi á Töfrahæðum og var hann reyndar fyrsta listaverkið sem hann eignaðist, en ekki það síðasta. Síðar gerðist W.R. Hearst ákaf- lega mikill safnari. Hann safnaði gömlum ger- semum, jafnt málverkum sem myndastyttum, jafnt glitvefnaði sem fornum grískum vösum svo eitthvað sé nefnt og óhætt er að fullyrða að hann gerði það af ótrúlegu kappi og blindri ástríðu. Þegar fram liðu stundii- varð safn hans orðið svo mikið að vöxtum að það var ekkert rúm fyrir það í kastalanum og var því hluti þess geymdur í vöruskemmum. Þegar byggingaframkvæmdir hófust í San Simeon var W.R. Hearst 56 ára, en arkitektinn Júlía Morgan 47 ára og vann hún fyrir hann í 27 ár samfleytt, reyndar ekki hvern dag vik- unnar, heldur eingöngu um helgai-. Hún tók sér vanalega far með lest frá San Francisco til San Luis Obispo (322 km) eftir hádegi á hverj- um föstudegi og þaðan ók henni alltaf sami leigubílstjórinn 80 km norður til San Simeon. Frá 1919 til 1939 fór hún alls 558 ferðir. Þótt W.R. Hearst setti Júlíu iðulega í mikinn vanda með sérviskulegum og síbreytilegum kröfum sínum og duttlungum, þá kunni hún jafnan að ráða fram úr honum. Það var t.d. ekki heiglum hent að flytja bæði byggingarefni og listmuni eins og t.d. þungar marmarasúlur og myndastyttur upp snarbratta fjallshlíðina, en Júlíu hugkvæmdist þá það ráð að setja skriðbelti undir vörubílana og spenna dráttar- hesta fyrir vagna þar sem öðru var ekki við komið. Þetta var tafsamt og tímafrekt verk. Þar sem Islendingar kannast áreiðanlga lítið við þann mæta arkitekt sem Júlía Morgan var þykir mér full ástæða til að gera ævi hennar en þó einkum námsferli nokkur skil. Hún fæddist árið 1872 í Oakland, næstu borg við Berkeley og var komin af velefnuðu fólki, sem vildi allt fyrir börn sín gera og var t.d. sérstaklega um- hugað um að setja þau til mennta. Þar sem áhugi Júlíu beindist allur að stærðfræði og raungreinum þá innritaðist hún í verkfræði- deild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Það var af- ar fátítt að konur legðu stund á slík fræði í þann tíð, enda var hún oftast eina konan í bekk með eintómum karlmönnum, sem undantekn- ingalítið litu hana hornauga, en hún lét samt engan bilbug á sér finna. A háskólaárum sínum í Berkeley kynntist hún Bernhard Maybeck, arkitekt nokkrum, sem hafði verið ráðinn tO að kenna verkfræði- nemum rúmfræði. Auk rúmfræðikennslunnar í háskólanum veitti hann einnig nokkrum nem- endum og þeirra meðal Júlíu undirstöðu- fræðslu í byggingarlist heima hjá sér. Hún dáðist ákaflega mikið að timburhúsunum úr risafuru, sem hann hafði teiknað. Það var engu líkara en þau væru að lesa sig upp hlíðarnai- í Berkeley. Samkvæmt kenningum hans, sem Júlía síðar aðhylltist áttu húsbyggingar að líta út eins og þær væru óaðskiljanlegur hluti af landslaginu eða náttúrunni, ekki ósvipaðar torfbæjunum okkar í vissum skilningi. Þar sem Bernhard Maybeck sá fljótt að Júlía vai- mikið efni í byggingarlistamann, hvatti hann hana óspart til dáða og benti henni á gamla skólann sinn Ecole Des Beaux Arts (Skóla fagurra lista) í París. Berkeley kom ekki til greina af þeiri’i einföldu ástæðu að þar var enginn ai’ki- tektaskóli. Árið 1894 var Júha Morgan eina konan, sem vai’ brautskráð úr verkfræðideiid Kaliforníuhá- skóla í Berkeley. Tveimur ái-um síðar lét hún draum sinn rætast og sigldi til Frakklands en draumar manns rætast ekki alltaf eftir pöntun, það átti Júlía eftir að sannreyna. Það væri kannske fulldjúpt í árinni tekið að segja að út- lendingum væri meinaður aðgangur að skólan- um, en hitt er víst að mjög var amast við þeim af gamalgrónum frönskum þvergirðingshætti og þjóðrembu. Fyrir konu var það vitanlega þrautin þyngri að brjótast inn í þetta gamla, rammgerða og helga vé karla. Skólayfirvöldin voru ekkert á þeim buxunum að hleypa þar inn fyrir dyr pilsklæddum kvenpeningi og það úr annarri álfu inn í sína 250 ára gömlu stofnun. Hvaða erindi áttu konur eiginlega í skóla? Var ekki þeirra hlutverk að gæta bús og barna og annast rekstur heimilisins? Þannig var þanka- gangurinn í þá daga og Júlía fékk að súpa seyðið af þvi þótt hún legði fram fyrir þessa karldm’ga bæði prófskírteini og meðmælabréf frá kennurum og prófessorum var henni mein- uð skólavist og miskunnarlaust vísað á dyr, en það gerðu þeir í algjöru heimildarleysi, þar sem ekki voru til nein lög, sem bönnuðu konum aðgang að skólum. Vegna þrýstings voru skólayfirvöldin til- ■ neydd til að heimila konum að þreyta inntöku- próf 1897. Fyrsta próftilraun Júlíu mistókst. Hún var númer 42 af 376 nemendum en það nægði henni ekki, þar sem aðeins 30 fengu inn- göngji. Hún spreytti sig aftur í apríl 1898 og féll. í þriðju tilraun náði hún þrettánda sæti og þá var björninn unninn eða öllu heldur gallíski haninn (þjóðartákn Frakka) felldur. Júlía tók þátt í keppni meðal nemendanna sem var falið það verkefni að hanna hallarleik- hús. Hún bar sigurorð af félögum sínum og voru henni veitt fyrstu verðlaun. Júlía Morgan var fyrsta konan sem lauk prófi frá Skóla fag- urra lista í París og gerði hún það með glæsi- brag. I beinu framhaldi af þessu mætti vel minnast annai’rar konu sem hóf nám í sama skóla hálfri öld síðai’. Hún þurfti sem betur fer ekki að ganga neina þrautagöngu til að fá inngöngu í hann eins og Júlía forðum og svo náði hún ekki LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.