Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 30

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 30
ar hafa þær bæði sínar góðu og slæmu hliðar og það var eitt af því sem gerði verk hans byltingarkennd á sínum tíma. Brúðuheimili olli straumhvörfum í nútimaleikritun því það var í fyrsta skipti sem harmleikur íjallaði um venjulegt fólk og var jafnframt á hversdags- legu máli. Vegna þess hve persónurnar eru 1 margbrotnar, er hægt að fara margar leiðir að túlkun og ég held að stundum hafí þau mis- tök verið gerð í sýningum á verkinu að það hafi einvörðungu verið túlkað sem kvenrétt- indaleikrit." Stefán segir að sjálfur hafi Ibsen lagst mjög gegn femínískri túlkun verksins og alla tíð svarið af sér þá sök að hafa verið að túlka sjónarmið kvenréttindahreyfmga, sem voru á bernskuskeiði í Evrópu á ritunartíma verksins. „Hann sagði hins vegar að hann hafí verið að skrifa um fólk og mannréttindi," seg- ir Stefán. „Verkið fjallar um fólk sem er fast í kynhlutverkum, sem þjóðfélagið hefur búið til og það er ekki síður karlmaðurinn sem er > fórnarlamb í þeim hlutverkaleik. Ibsen bregð- ur upp mjög sterkri mynd af stöðu konu (Nóru) í samfélagi, sem er mótað af lögum og reglum karlmannsins og þess vegna er mjög erfitt fyrir hana að taka þá ákvörðun, sem hún tekur.“ Ákvörðunin, sem Nóra tekur, reynist afdrifarík og ber með sér vott um gildismat, sem ekki er auðvelt að átta sig á hvort einkennist af fáheyrðum dómgreindar- skorti eða þrauthugsaðri sjálfsvitundarvakn- ingu. Hér er átt við það þegar hún varpar fyr- ir róða samfélagslegri stöðu sinni, sem sam- kvæmt uppdrætti höfundar einkennist af þægilegu öryggi og áreynsluleysi. „Harmleikur Þorvalds og Nóru felst í því að þau elska hvort annað en eiga ekki trúnað hvort annars og þegar hann skortir, deyr ást- in.“ Sjónarmið ailra persóna njóli sín Stefán, sem leikstýrði síðasta verki Ib- sens, Villiöndinni, sem Þjóðleikhúsið tók til sýninga árið 1996, segir það grundvallarat- riði, að í verkum Ibsens fái sjónarmið allra persóna að njóta sín þannig að leikstjórinn dragi ekki taum neinnar þeirra á kostnað annarrar. „Það sem er svo frábært við Ibsen er hvað hann semur mannlegar og breyskar persón- ur,“ segir Stefán og tekur sem dæmi persón- » una Krogstad, sem Pálmi Gestsson leikur. „Hann vofir yfir verkinu sem einskonar ógn- valdur en samt á hann samúð manns að mörgu leyti þegar maður fer að skoða hann.“ Klór kona, en illa wpplýst Elva Osk Ólafsdóttir segir Nóru vera klára og hyggna konu, en hennar helsti vandi sé hversu illa upplýst hún sé. „Hún er eins klár og hægt er að ætlast til af manneskju, sem hefur alist upp eins og hún,“ segir Elva Ósk og vísar til þess vemdaða umhverfis, sem Nóra er sprottin úr. „Hún hefur ekki bara leikið dúkkuhlutverk á móti manninum sínum heldur kemur hún úr umhverfi þar sem hún lék sama hlutverk á móti pabba sínum. Mun- urinn er sá að nú er hún dúkkukona í stað t dúkkubams áður.“ A EIvu Ósk er að heyra að leikritið sé frá- leitt barn síns tíma, enda má það til sanns vegar færa, að vandamál hjóna á okkar tím- um séu ekki eðlisólík raunum þeirra Þorvald- ar og Nóm. Og enn í dag þykir það fréttaefni ef kona yfirgefur heimili sitt og mann ef henni líður illa í hjónabandi. „Þetta er fyrst og fremst leikrit um mannréttindabaráttu,“ segir hún og tekur undir staðhæfingu um rétt fólks til að spyrja spurninga um velferð sína og hvernig það leitar svara við þeim eftir leið- um sem j)ví sjálfu þykir vera réttar. Elva Ósk segir ekki nokkurn vafa leika á að fólk geti lært mikið af Brúðuheimili Ibsens og styður það með eftirfarandi rökum: „Ég held að leikritið geti sagt fólki heilmikið, því maður er aldrei nógu duglegur að taka sjálfan sig í * gegn og horfa á sjálfan sig utan frá. Það er oft erfitt að átta sig á erfiðleikum sem maður er að kljást við og stundum miklar maður hlut- ina fyrir sér og stundum vanmetur maður þá að sama skapi. Þriðji aðilinn sér oft hlutina í raunhæfu Ijósi og ég held að leikritið eigi eftir að setja af stað margar samræður." Hlutverk Nóru er stærsta hlutverk Elvu Óskar að því er varðar viðveru á sviði, þótt áð- ur hafí hún farið með viðlíka langan texta. ' „Brúðuheimili er mjög vel skrifað leikrit og hlutverk Nóru liggur mjög vel fyrir mér og ég hlakka til að sýna áhorfendum árangurinn af starfi okkar aðstandenda uppfærslunnar, sem hefur gengið stórvel frá því æfingar hófust,“ * segir hún að endingu. Leikmyndahöfundur í uppfærslunni er Þór- unn Sigríður Þorgrímsdóttir, sem jafnframt er búningahönnuður ásamt Margréti Sigurð- ardóttur og ljósahönnuður er Bjöm Berg- steinn Guðmundsson. Hann er lágvaxinn og gráhærður, breiðleitur og kíminn. Ekki allsendis ólíkur Henrik Ibsen, ef sett væru á hann viðeigandi gleraugu og hattur. Hann hefur óskaplega gaman af að segja frá, segja sögur úr leikhúsinu af frægu fólki og miklum lista- mönnum sem hann hefur umgengist á lífsleiðinni; sjálfur er hann listamaður á sínu sviði og frægur I íka, þó upphefðin hafi ekki stigið honum sýnilega til höfuðs. HAVAR SIGURJONSSON ræddi við Meyer þegar hann dvaldi hér við fyrirlestrahald í boði Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands. Morgunblaöið/Ámi Sæberg „BRÚÐUHEIMILIÐ hefur oftast verið túlkað sem félagslegt vandamálaleikrit en ekki sem mannlegur harmleikur," segir Michael Meyer, einn helsti þýðandi leikrita Henriks Ibsens og Augusts Strindbergs á enska tungu á þessari öld. ÁHRIFAMESTI HURÐARSKELLUR • • LEIKLISTARSOGU N N AR ICHAEL Meyer er mikilvirkasti þýðandi leikrita Henriks Ibsens og Augusts Strindbergs á enska tungu, hann hefur skrifað merkar ævisögur þeirra beggja og allt hans ævistarf hefur snúist um verk þessara ólíku leikskálda. Leikrit þeirra hafa fært hann í návígi við nokkra helstu leikhúsjöfra aldarinnar og hann tekur þannig til orða um suma þeirra að manni finnst nálgast helgispjöll. „Larry gat verið svo óttalega vitlaus stundum. Hann var alveg ómögulegur Ibsen-leikari, því hann var alltof mikill sólóisti á sviðinu. Hann var af gamla skólanum." Nefndur Larry er enginn annar en Lord Laurenee Olivier, þekktasti leikari Bretaveldis á þessari öld og fyrsti þjóðleikhús- stjórinn í Englandi. Olivier eg Bergman „Larry fékk Ingmar Bergman til að koma til London og setja upp Heddu Gabler með Maggie Smith í titilhlutverkinu. Ég var feng- inn til að þýða leikritið og sat æfingar í upp- hafi og í lokin. Bergman féllst á að gera þetta en með því skilyrði að hann æfði aðeins fyrstu vikuna og þá síðustu, hann væri of upptekinn til að vera allan tímann, leikhúsið yrði að leggja til aðstoðarleikstjóra sem æfði leikar- ana eftir fyrirmælum hans. Larry ákvað að verða sjálfur aðstoðarleikstjórinn og strax fyrsta daginn var ljóst að það voru slæm mis- tök. Bergman var kominn út á gólf og var að byggja upp sitt fræga samband við leikarana í hálfum hljóðum þegar Larry hóf upp raust sína, þar sem hann sat við borðið aftan við Bergman. „Ingmar! Ég var að velta fyrir mér hvort það væri ekki góð hugmynd ef hún kæmi inn um dyrnar og þegar hún sér hann þá stansar hún skyndilega..." og þannig hélt hann áfram góða stund og Bergman stóð og horfði á hann þar til Larry endaði með því að segja „... en þetta er auðvitað bara hugmynd og þú ræður þessu auðvitað.“ Bergman svar- aði kurteislega að hann skyldi taka þetta til at- hugunar og sneri sér aftur að leikurunum. Eftir diykklanga stund tók Larry til máls aft- ur. „Ingmar! Ég var að velta fyrir mér hvort“...“ I þetta skipti sneri Bergman sér 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.