Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 31
ekki við heldur beið þar til Larry hafði lokið máli sínu. Bergman steinþagði svo í heila mín- útu og enginn þekkir mátt þagnarinnar betur en Ingmar Bergman, það get ég sagt þér. Síð- an hélt hann áfram að leikstýra og virti Larry ekki viðlits. Morguninn eftir var ungur piltur sestur í sæti Larrys og skrifaði samviskusam- lega niður hvert orð sem féll af vörum Berg- mans. Larry sást hvergi. Þegar ég þurfti stuttu seinna að bregða mér á klósettið beið Larry á ganginum, hann greip í mig og spurði hvernig gengi. Eg sagði að allt væri í góðu lagi en kunni ekki við spyrja hvað hann væri gera þarna. Seinna komst ég að því að Bergman hafði hótað að fara með fyrstu flugvél aftur til Svíþjóðar ef Laurence Olivier kæmi svo mikið sem nálægt æfingasalnum aftur. Ovild þeirra gekk svo langt að þegar Bergman boðaði leik- hópinn og starfsmenn leikhússins til kveðju- hófs í búningsherbergi Maggie Smith eftir að- alæfinguna - hann var ekki viðstaddur frum- sýninguna - bannaði hann Olivier að koma inn í herbergið. Og við það sat. Mér fannst þetta alltof langt gengið og kunni satt að segja ekki vel við Ingmar Bergman. En leikararnir elsk- uðu hann og snilld hans fer ekki á milli mála. Hann hefur þó miklu betri skilning á Strind- berg en Ibsen og mér hefur ekki þótt jafn mikið til um uppsetningar hans á verkum Ib- sen og mér þykir um meðhöndlun hans á Strindberg." Kunni hvorki seensku né norsku Michael Meyer er fæddur 1921 og lauk prófi í enskum bókmenntum frá Oxford-háskóla. Hann segist þó ekki líta á sig sem háskóla- mann, ekki fræðimann í ströngum akademísk- um skilningi, ..til þess þyrfti ég að vera doktor". Ekki löngu eftir að háskólanáminu lauk réðst hann sem kennari í ensku til háskól- ans í Uppsölum í Svíþjóð og þannig hófust kynni hans af skandinavísku leikskáldunum tveimur, fyrst hinum sænska August Strind- berg og síðar, löngu síðar, hinum norska Hen- rik Ibsen. „Eg kunni ekki stakt orð í sænsku þegar ég kom til Uppsala en ég var svo hepp- inn að verða ástfanginn af einu stúlkunni í borginni sem kunni ekki stakt orð í ensku! Mér var því nauðugur einn kostur að læra sænsku. Annars hef ég aldrei verið sérstak- lega mikill tungumálamaður." Ibsen og Strindberg voru í flestu mjög ólík- ir menn. Þeir hittust aldrei og þekktu hvor annan einungis af afspurn. Strindberg var 20 árum yngri, fæddur 1849, en Ibsen 1828. Að- ferðir þeirra við skriftir voru vægast sagt mjög ólíkar. „Ibsen vann mjög kerfisbundið og skrifaði flestöll leikrit sín á jafnlöngum tíma, tveimur árum, fyrra árið gekk hann með hugmyndina í maganum og punktaði hjá sér, en yfirleitt byrjaði hann ekki að skrifa fyrr en undir vor seinna ársins og skrifaði þá leikritið þrisvar í gegn og lauk síðustu umskrift síðla hausts. Hann lýsti þessu þannig að eftir fyrstu umferð þekkti hann persónurnar ámóta vel og maður þekkir ferðafélaga í lestarvagni. Efth- aðra umskrift sagði hann persónumar orðnar jafn kunnugar og gistifélaga á hóteli til nokkurra vikna. „Eftir þriðju umskrift þekki ég persón- urnar mínar út í gegn, ekkert kemur mér lengur á óvart“, sagði hann. Strindberg Ifitt geðfelldur „Strindberg var algjör andstæða Ibsens varðandi skriftirnar. Hann trúði í blindni á innblástur augnabliksins og vildi ekki einu sinni fara yfir það sem hann skrifaði. Hann skrifaði frá því snemma á morgnana og fram að hádegi. Blöðunum henti hann frá sér á gólf- ið, allt um kring, jafnóðum og þau voru full- skrifuð. Síðan leit hann ekki á þau aftur og lét aðra um að tína þau upp og koma þeim í prent- smiðju. Hann las ekki heldur prófarkir en vildi samt sjá fyrstu textasíðu hverrar bókar til að samþykkja útlitið." - Þú hefur ekki farið leynt með andúð þína á manninum August Strindberg. Hvað veldur? „Ég er mjög klofinn í afstöðu minni til Strindbergs því mér þykir mikið til um mörg leikrita hans, þó mér þyki lítið til mannsins koma. í fyrsta lagi kemur fram í skrifum hans mjög sterk andúð á gyðingum og fyi'ir mig sem gyðing var þetta nóg til að nálgast hann með varúð. Kvenhatur hans var alþekkt og yf- irgengilegt." - Hvers vegna eyddirðu þá fimm árum í að skrifa ævisögu hans? „Það er ákveðin ástæða fyrir því. Þegar ævisaga Strindbergs eftir Olof Lagerkrantz lcorn út, þótti mér sú bók afskaplega slæm, því þar er dregið úr staðreyndum um skoðanir hans, ýmislegt lagfært og fegi’að og almennt gefin röng mynd af persónu mannsins. Mér þótti hreinlega ekki hægt að láta þessa bók standa sem endanlega niðurstöðu um ævi og störf Strindbergs og tók mig til að skrifaði sjálfur ævisögu hans. Mér reyndist það hins vegar erfitt og hafði alls ekki jafn mikia ánægju af þeirri vinnu og við ævisögu Ibsens nokkru fyrr.“ Að þýða á samtimamál - Þá skulum við eyða meira púðri á Ibsen. Þú komst ekki í kynni við verk hans fyrr en á eftir Strindberg. „Já, og hvernig það bar til lýsir reyndar í leiðinni mjög vel hversu óljósar hugmyndir Englendingar hafa um Skandinavíu. Aimennt gerir fólk lítinn greinarmun á Svíþjóð, Noregi og Danmörku og fæstir átta sig á því að þar eru töluð þrjú tungumál. Það var ástæðan fyr- ir því að þegar BBC-sjónvarpið ákvað að taka upp Brúðuheimilið á 6. áratugnum var leitað til mín um þýðinguna af því ég var þá orðinn nokkuð þekktur fyrir Strindberg-þýðingar. Að þeir skrifuðu á sitt hvoru tungumálinu hvarflaði greinilega ekki að neinum hjá BBC í þá daga. Eg kunni ekkert í norsku, en rífleg greiðsla var í boði svo ég sló til alveg kaldur. Þetta reyndist hið mesta happ fyrir mig, því leikstjórinn, hinn sænski Kaspar Wrede, sem hafði starfað um árabil í Bretlandi, reyndist mér sá allra besti kennari við leikritaþýðingar sem hægt var að hugsa sér. Wrede var ágæt- ur í norsku og við hittumst á hverju kvöldi í þrjár vikur og hann fór yfir afrakstur dagsins með mér, benti mér á hvað betur mætti fara, hvernig frumtextinn væri hugsaður, hvar áherslurnar lægju, hvar ég væri að nota of mörg orð, hvar of fá, hve húmor væri mikil- vægur í leikritinu - reyndar í öllum leikritum Ibsens - Wrede kenndi mér að þýða leikrit. Ég hef t.d. alltaf fylgt þeirri reglu að nota ekki í þýðingum mínum önnur orð en þau sem voru til í ensku þegar frumtextinn var skrif- aður. Ég þýði undantekningarlaust alltaf á samtímamál frumtextans. Þannig eiga þýð- ingar að geta lifað til jafns við frumtextann og ég er alveg mótfallinn því að leikrit eigi að þýða á nokkurra ára fresti á tungutak hvers tíma. Frumtextinn er alltaf sá sami, svo hvers vegna ætti þýðing ekki að vera það líka? Við megum ekki gleyma því að frumtexti Ibsens er í dag orðinn nokkuð gamaldags. En hann er samt ekki skrifaður upp á nútímamál. Frumskylda þýðandans er að vera trúr frum- textanum." Hataði Noreg og leikhús - Ibsen er óumdeilanlega eitt af áhrifa- mestu leikskáldum þessarar aldar. í hverju liggja áhrif hans? Hverju breytti hann? „Áhrif hans eru margvísleg, djúpstæð og verða seint metin til fulls. Ég hef sett fram ýmsar fullyrðingar um þetta efni sem ég skal rekja fyrir þér. Það fyrsta sem skiptir máli liggur í persónulegri sögu Ibsens sjálfs. Þrjá- tíu og sex ára gamall yfirgefur hann Noreg og snýr ekki þangað aftur til lengri dvalar fyrr en eftir 27 ár. Hann fór frá Noregi fullur von- brigða með eigið líf, hann hafði skrifað 9 leik- rit, sem öll höfðu fengið háðulega útreið nema hið síðasta, Konungsefnin, og út á það fékk hann styrk til utanfararinnar. Hann var einnig á þessum tíma þekktur fyrir drykkjuskap og óreglu. Hann hataði tvennt meira en allt ann- að, að eigin sögn, Noreg og leikhús. Samt hélt hann áfram að skrifa leikrit um norskt fólk. „Það er eina fólkið sem ég þekki,“ sagði hann. Hafa verður í huga, þegar aðferð Ibsens er skoðuð, að eftir að hann flutti frá Noregi skrif- aði hann leikrit sín ekki fyrir leikhús, heldur til útgáfu. Þau eru skrifuð til að vera lesin en ekki til að vera leikin. Reynsla Ibsens af leik- húsi í Noregi var slík að hann hafði satt að segja lítinn áhuga á leikhúsi eftir það. Hann gat því leyft sér að skiáfa leikritin sín án um- hugsunar um tæknilega möguleika leikhússins eða hvort til væru leikarar sem gætu leikið hlutverkin sem hann skapaði. Þetta verður að hafa hugfast þegar leitað er skýringa á því hvernig einum manni, norðan úr Skandinavíu, tókst að breyta hugsun manna um leikritun og leikhús nánast alveg upp á eigin spýtur. Þetta tók auðvitað dálítinn tíma og það tafði fyiár út- breiðslu leikritanna að þau voru skrifuð á tungumáli sem enginn skildi utan heimalands- ins. Leikstíll í leikhúsum á seinni hluta nítj- ándu aldar hentaði leikritum Ibsens mjög illa. Leikritin hans kalla á mjög agaðan samleik, en ieikstíl 19. aldarinnar verður best lýst sem skipulögðum einleik. Margir þekktustu leikar- ar þess tíma gátu ekki með ncikkru móti leikið verk hans svo lag væri á. í Bretlandi fóru menn ekki að leika Ibsen af viti fyrr en tals- vert var komið fram á þessa öld, þegar hug- myndir Stanislavskis voru farnar að skila sér inn í leikstílinn." Bylting i persónusköpun A þeim tíma sem Ibsen byi-jar að skrifa er leikritun tæplega tekin alvarlega sem bók- menntaform. Seinni hluti nítjándu aldarinnar er tími stóru skáldsagnanna. „Ibsen breytti þessari hugsun nánast upp á eigin spýtur. Hann skrifaði þekktustu leikritin á venjulegu talmáli, þó var hann gott skáld og hafði mikið vald á ljóðforminu eins og sést á Pétri Gaut og Brandi. En þekktustu leikrit sín skrifaði hann á hversdagsmáli, máli sem þó leynir á sér, því þar er nánast ekki einu orði ofaukið; nákvæmni hans er slík að við þýðing- ar á verkum hans verður að gæta sín vel. Per- sónusköpunin var einnig gjörólík því sem fólk átti að venjast í leikritum. Menn voi-u vanir því að persónusköpun væri einfóld, annaðhvort var persónan vond eða góð. Persónur Ibsens voru flóknar og margbrotnar, blanda af góðu og illu, raunverulegar, getum við sagt. Þetta hljómar kannski einfalt í dag en var hrein bylting á tímurn Ibsens. Með leikritum sínum breytti hann ásýnd leikhússins úr því að vera staður skemmtunar og afþreyingar í vettvang alvarlegrar samfélagsumræðu. Leikrit eins og Brúðuheimilið, Afturgöngur, Þjóðníðingur, Máttarstólpar þjóðfélagsins og Hedda Gabler voru ótrúlega einstök á sínum tíma. Til þess að trúa því hversu einstök þau voru, verður mað- ur að skoða önnur leikrit frá sama tíma og átta sig á því að það var enginn að skrifa eins og Ibsen. Það er ekkert svar að segja að hann hafi verið snillingur, en kannski er ein af ástæðunum sú að hann var nokkuð einangrað- ur, fylgdist fremur lítið með hvað aðrir voru að gera og skrifaði eins og honum sýndist." Brúðuheimilið var sprengja - Ibsen var einkar lagið að skapa sterkar kvenpersónur, ekki satt? „Jú, og þar ruddi hann nýja braut. Nóra í Brúðuheimilinu, Frú Alving í Afturgöngum og * Hedda Gabler eru vafalaust þeirra þekktastar, en þó eru í flestum leikritum hans mjög sterk- ar kvenpersónur. Þetta var nýtt fyrir áhorf- endur á tímum Ibsens og ekki vora allir jafn ánægðh’. Nóra í Brúðuheimilinu hefur líklega valdið meiri umræðum og deilum en nokkur önnur persóna í öllum leikbókmenntunum. í dag er mjög erfitt að gera sér fulla grein fyrir áhrifum Brúðuheimilisins á samtíma Ibsens, lokaþáttur verksins var hrein sprengja inn í hið borgaralega samfélag í lok nítjándu aldar- innar og ég leyfi mér að fullyrða að Brúðu- heimilið sé mikilvægasta og áhrifamesta leikrit sem nokkurn tíma hefur verið skrifað. Mér -* finnst það reyndar ekki besta leikrit Ibsens, en óumdeilanlega áhrifamest. Um Heddu Gabler var sagt að hún væri Ibsen í pilsi. Mönnum fannst svona kvenpersóna nánast óhugsandi, hún var of sjálfstæð í hugsun til að menn gætu fallist á að svona mætti kvenpersóna vera.“ Hin frægu orð Ibsens sem hann ritaði hjá sér vorið 1878, þegar hann var að hefja samn- ingu B.úðuheimilisins, eru svohljóðandi: „Það gilda tvö siðalögmál, tvær gerðir af samvisku, önnur í karlmanninum og hin gjörólík í kon- unni. Þau skilja ekki hvort annað, en í öilum praktískum skilningi er konan dæmd af lög- máli karlmannsins, sem væri hún karl en ekki kon a.“ Kvenréttindi eða mannréttindi - Var Brúðuheimilið innlegg hans í rétt- indabaráttu kvenna, sem hafði náð nokkru fylgi á þessum tíma? „Hann sagði sjálfur bæði í ræðu og riti að Brúðuheimilið væri mannlegur harmleikur. Hann sagðist ekki einu sinni vera viss um hvað kvenréttindi væru. Hann kvaðst vera meira skáld og minni siðaprédikari en menn vildu al- mennt hafa hann. Hann hafði þær hugmyndir um kveneðlið að það væri náttúrulegt en eðli karlsins væri áskapað. Togstreitan í Bráðu- heimilinu samkvæmt þessum skilningi stafar af því að Nóra missir trúna á eðlilega hæfi- leika sína til að vera eiginkona og móðir. Hún fremur glæp vegna ástar sinnar á eiginmann- * inum og þegar hann fordæmir hana fyrir verknaðinn hrynur veröld hennar. Hún fer af því henni finnst hún ekki verð þess að vera eiginkona og móðir. Þennan skilning hafa fæstir lagt í verkið frá því það kom fyrst fyrir manna sjónir, heldur hefur það verið túlkað sem höfnun Nóru á eiginmanninum og börn- unum, að hún hafni hefðbundnu kynhlutverki sínu, geri uppreisn. Hvor túlkunarleiðin er farin skiptir að mínu mati meginmáli, því hin fyrrnefnda gerir verkið að harmleik en hin síð- arnefnda að vandamálaleikriti. Það sýnir svo aftur styi’k verksins og dýpt, að báðar leiðir eru færar, þó hin síðari sé nánast orðin að hefð. Það breytir heldur ekki þeirri staðreynd að þegar hurðin féll að stöfum á hæla Nóru er það líklega einn áhrifamesti hurðarskellur leiklistarsögunnar." % Fullkomnar andstæður - Þú hefur lagt nokkra áherslu á andstæð- urnar sem birtast í einu verki Ibsens til hins næsta? Já, enda var hann sjálfur vel meðvitaður um þær. Agætt dæmi eru ljóðleikirnir Brandur og Pétur Gautur, en þar skrifar hann fyrst um hugsjónamanninn Brand (1866), sem lætur ekkert hindra sig í að ná settu marki. Síðan skrifar hann ljóðleikinn um lífsnautna- og efn- ishyggjumanninn Pétur Gaut (1867) og sýnir þar hina fullkomnu andstæðu við Brand. Hið sama má segja um fleiri verk, t.d. er hægt að líta á Þjóðníðing (1882) sem svar hans við Máttarstólpum þjóðfélagsins (1877). Frú Alv- ing í Afturgöngum (1881) er konan sem var kyrr í hjónabandinu sem Nóra í Brúðuheimil- v inu (1879) yfirgaf. „Eftir Nóru var nauðsyn- legt að Fiv Alving kæmi fram,“ sagði Ibsen sjálfur. Þannig vann hann markvisst með hug- myndir sínar, hann skoðaði og krufði, en stendur sjálfur utan og ofan við atburðarásina. Persónulegt líf hans sjálfs kemur tæpast nokkurn tíma við sögu eða verður honum bein- línis að yrkisefni. Strindberg var algjör andstæða þessa, hann sópaði öllu sem fyrir hann kom inn í verkin sín. Ef honum vai’ð uppsigað við einhvern gat sá hinn sami átt von á að fá háðulega útreið í sögu eða leikriti. Hjónabönd Strindbergs og sam- skipti hans við konur urðu honum endalaust yrkisefni. Það er hægt að lesa líf hans í gegnum * verkin. Það er ekki hægt við leikrit Henriks Ib- sen,“ segh’ Michael Meyer, sem helgað hefur líf sitt tveimur stærstu leikskáldum Norðurlanda. Annai- hvílir við brjóst hans, hinum heldur hann í ákveðinni fjarlægð. „Þeir vora báðir snillingar en jafnólíkir og hvítt og svart.“ HENRIK Ibsen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 31 V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.