Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS ~ MENMNG LISTIR 49. TÖLUBLAD- 74. ÁRGANGUR JÓLABLAÐ LESBÓKAR EFNI Náttúruperlan Skrúður og fuglalífið þar. Myndafrásögn eftir Snorra Snorrason. Hallgrímur Pétursson og heimsmyndin. Grein eftir Ingimar Brlend Sigurðsson. Gullna hliðið á fjölum Þjóðleikhússins á jól- unum. Júm'dagar í Jórvík. Grein: Kristín Pálsdóttir. Teikningar: Ragnar Lár. Alkort. Jón Aðalsteinn Jónsson dustar rykið af spili sem var vinsælt fyrr á öldinni. Kornbrúður. Smásaga eftir Þorvarð Helga- son. Goðsöguljóð eftir Helga Ingólfsson. Skriðuklaustur - eitt þriggja höfuðbóla í Fljótsdal. Grein eftir Helga Hallgrímsson. Verðlaunamyndagáta og verðlaunakross- gáta. Jólarabb: Hjörtur Magni Jóhannsson, Frí- kirkjuprestur. Ljóð eftir séra Einar í Eydölum, Nínu Björk Arnadóttur, Jóhann Hjálmarsson, Pétur Sig- urgeirsson, Elías Mar, Agústínu Jónsdóttur og Þóru Björk Benediktsdóttur. Elstu nafngreindu myndlistarmenn Islands. Grein eftir Þóru Kristjánsdóttur. Börnum líður hvergi betur en í kirkju. Viðtal Kristínar Einarsdóttur við Sigurbjörn Ein- arsson biskup. Húsin í Byggðasafninu í Skógum. Myndir og frásögn: Gísli Sigurðsson. Stefán Már Gunnlaugsson skrifar um séra Einar Sigurðsson í Heydölum. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir sagnfræðingur skrifar um sérkennilegan Isfirðing, Sólon í Slunkaríki. FORSÍÐUMYNDIN Nýja altaristaflan sem Kristín Gunnlaugsdóttir hefur mólað af Maríu með Jesúbarnið í íslenskri vetrarnótt fyrir kirkjuna í Stykkishólmi. Á bls. 37 gerir Kristín grein fyrir myndinni. EINAR SIGURÐSSON KVÆÐIAF STALLINUM CHRISTI, SEM KALLAST VÖGGUKVÆDI Emanúel heitir hann, herraim minn inn kæri. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Nóttín varsú ágæt ein, íallrí veröldu ljósið skein, það er nú heimsins þrautar mein aðþekkja hann ei sem bærí. Með vísnasöng eg vögguna þína hrærí. IBetlehem var það barnið fætt, sem bezt hefur andar sárin grætt, svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með vísnasöng eg vögguna þína hrærí. Fjármenn hrepptu fögnuðþann, þeir fundu bæði guðog mann, ílágan stall var lagður hann, þó lausnarínn heimsins værí. Með vísnasöng eg vögguna þína hrærí. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt, friðurájörðu ogfengin sátt, fagniþvímenn sem bærí. Með vísnasöng eg vögguna þína hræri. Umbúð verður engin hér, önnur en sú þú færðir mér, hreina trúna aðhöfðiþér fyrirhægan koddann færi. Með vísnasöng eg vögguna þína hræril [Brot] Einar Sigurðsson, 1538-1626, fræddist á Hrauni í Aöaldal, en var prestur aS Eydölum íBreiðdal frá 1590og jafnan kenndurviðþann stað. Nánarvísasttil greinar í blaðinu um Einar í Eydölum. RABB Kna fæðir barn. Það er hið mikla undur. Tilefni helg- ustu hátíðar kristninnar er ekki samþykkt einhvers merks kirkjuþings, vígsla kirkjuþyggingar, þylting, undirskrift samninga eða hernaðarsigur. Tilefni helg- ustu hátíðar kristninnar er þarnsþurður ung- rar gyðingastúlku sem hét María. Atburður- inn átti sér stað og stund í Júdeu við þotn Miðjarðarhafs fyrir 2000 árum. Aðstæður voru hrörlegar. Þegar að fæðingu kom var María þegar örmagna af þreytu eftir langt og strangt ferðalag. Barnið sem hún ól var rétt eins og hvert annað mannsbarn sem kemur úr móðurskauti, gersamlega ósjálfþjarga, skjálfandi af kulda, grátandi og umkomulítið. Það var síðan vafíð reifum og lagt í jötu sem var í fjárhúsinu til að María gæti hvílt sig eft- ir erfiði næturinnar. Síðar var drengnum gefið nafnið Jesú eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móðurlífi. María nærði drenginn með mjólk úr hrjóst- um sínum, hlúði að honum í faðmi sínum, kenndi honum að segja fyrstu orðin. Og sag- an er ekki öll sögð. í þessum holdlega en þó dýrðlega athurði sameinuðust himinn og jörð. Slíkur er leynd- ardómur þessa atburðar sem allir aðrir leyndardómar þlikna í samanþurði við. Snertipunkt himins og jarðar er ekki að finna á kyrrlátu heiðskíru vetrarkvöldi þar sem sjórinn virðist renna saman við himininn út við ysta sjóndeildarhring. Sameiningu him- ins og jarðar er að finna í fæðingunni í Betlehem forðum. Fjármenn hrepptu fógnuð þann, þeir fundu bæði Guð og mann. (Sb. Sálm. 72. Ein. Sig.) Nú birtist sá, er hjálp oss fann og frelsi vann. Mærin helga heimi fæddi Guð og mann. (Sb.Sálm.79.Sbj.E.) Holdtekja Jesú Krists heitir það á máli guðfræðinnar. Kenningin segir að í þessum atburði hafi Guð gerst maður. Sjálfur Guð, ómælisdjúpið, kærleikskrafturinn, tók á sig 2000 ARA VEGFERÐ manns mynd. Himnafaðirinn sendi son sinn og setti hann undir þau mörk og mæri sem tími og rúm setja mannlegri tilveru til þess að við gætum öll orðið þræður hans og syst- ur: ídagerheimifrelsifætt, er fær vor mein og harma bætt, það bamið þekkjum blessað vér, vor bróðir Jesús Kristur er. (Sb.Sálm.85.Stef.Thor) Það að í Jesú Kristi sameinast hæði Guð og maður, himinn og jörð, er leyndardómur sem orð fá ekki lýst. Allt frá örófi alda hefur maðurinn skynjað að til er annað svið tilverunnar en það sem hann skynjar með skilningarvitunum. Þetta annað svið er jafn raunverulegt fyrir þeim sem reynir, eins og allt annað sem er skynj- að. Þegar þetta svið upplýkst og opinberast vitundinni verður það jafnvel enn mikilvæg- ara en hversdagsskynjun okkar. Það verður hið eina sem skiptir máli. Allt annað hverfur í skugga þess. Hér erum við að tala um hinstu rök, merk- ingu lífsins og tilgang þess. „Jesús Kristur sannur Guð og sannur maður" er nokkuð sem þrýst út yfir ystu mörk þess sem við skynjum dags daglega. Það er það svið tilver- unnar sem liggur dýpra og er nær hjartarót- um veruleikans en nokkuð það sem við get- um skilgreint eða höndlað. Þegar lýsa á því sem orð fá ekki lýst er gripið til málfars mynda, líkinga og tóna. Samt sem áður grundvallast gyðing- kristin trúarhefð á opinherun Guðs í sögunni. Hann er Guð tímanlegrar opinþerunar frek- ar en að hann sé Guð sérstakra helgra staða í umhverfi okkar, landsvæða eða þjóðríkja. Allt frá tímum spámanna Gamla testamentis- ins sem sögðu fyrir um fæðingu þarnsins í Betlehem hefur Guð opinherast í sögunni. Spámennirnir kenndu að Guð væri í sögunni og að sagan yrði að lúta dómi réttlætisins sem mun þirtast á efsta degi. Samkvæmt gyðing-kristnum skilningi hefur sagan ákveðinn tilgang og hún stefnir að ákveðnu markmiði, sem er kærleiksríki Guðs á jörðu. Guð hirtist í sögunni. Fæðing Jesú Krists er miðlægur atþurður í þeirri sögu. Jesús Krist- ur er mikla undrið í sögu mannanna því að í honum sameinast Guð og maður. Koma hans í heiminn er því leyndardómur. Fæðing hans af jarðneskri móður er leyndardómur sem við fáum ekki skilið, aðeins tjáð í lofsöng og tilheiðslu. Fæðingarhátíð frelsarans er framundan. Há-tíð merkir að menn flytjast upp í aðra tíð en hversdags. Sá tími, tíð hátíðar, lýtur öðrum lögum en hversdagstíminn. Við lyftumst upp í æðri víddir, æðri veröld þar sem hversdagslegt orðfæri dugar ekki eða missir marks. Til að tjá hið ósegjanlega er leitað til myndmáls, tónlistar, líkinga og þarnalegra mynda. Vitr- ingar frá Austurlöndum koma við sögu, sjá stjörnu á himni og færa barninu gjafir. Engl- ar fá mikilvægt hlutverk, flytja mikilvæg skilahoð og þirtast fjárhirðum úti í haga: „Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himn- eskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á." Og jólin eru sungin inn. I jólasöng kemur andblær jólanna sterklega fram og lyftir hug og hjarta upp yfir stund og stað. Maður flyst upp í æðri veröld þar sem birta og fegurð lífs- ins, kærleikur Guðs og manna ríkir og gjafir og gnótt góðra fanga bera því glöggt vitni. Atþurðir fyrstu jólanæturinnar gerðust í tíma og rúmi en tilheyra einnig veröld sem er ofar stað og stundu. Allir sem eitt sinn hafa fæðst inn í þennan heim eiga hlutdeild í þess- um atþurði óháð tíma og rúmi. Hinn himn- eski Kristur, sem hefur verið kristnum mönnum lifandi reynsla og veruleiki í 2000 ár, er með okkur á vegferðinni. Hann mætir okkur einnig í helgihaldi kirkjunnar á hverj- um helgum degi. Sérhver guðsþjónusta er hátíð þar sem fortíð og nútíð sameinast og vísa til vonarríkrar framtíðar. Með þátttöku í helgihaldinu endurtökum við og endurupp- lifum leynardóma fortíðar. Á 2000 ára vegferð hefur kirkjan sann- reynt orð Krists sem segir: „Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal." Þannig er leyndardómur trúarlífsins. Fortíð vísar fram á við, og verð- ur að síkvikri og lifandi nútíð sem gefur þrótt og djörfung til að takast á við það sem fram- undan er. Löngu liðinn atþurður verður tímalaus, sprengir af sér fjötra tímans, hinn upprisni Kristur er hæði að verki hér og nú en er einnig væntanlegur, á jólum og í lok al- danna þegar hann kemur aftur í mætti og mikilli dýrð með miskunn og réttlæti hvort í sinni hendi. Að lokum, aftur til móðurímynd- arinnar í Biblíunni. Aðventan kallar okkur til að huga að hin- um efsta degi. Ritningarnar eru ríkar að hríf- andi myndmáli og þá ekki síst í því er varðar enda tímanna. í lokakafla spádómsbókar Jesaja er að finna vonar- og hughreystingar- orð. Þau eru í formi myndrænnar lýsingar þar sem fjallað er um hina nýju Jerúsalem á hinum efsta degi. Þar er hinni nýju Jerúsa- lem líkt við konu sem hefur alið þarn: „Gleðjist með Jerúsalem og fagnið yfir henni, allir þér sem elskið hana! Kætist með henni, allir þér sem nú hryggist yfir henni, svo að þér megið sjúga og saddir verða við hugsvalandi hrjóst hennar, svo að þér megið teyga og gæða yður við dýrðargnótt hennar. Því að svo segir Drottinn: Sjá ég veiti vel- sæld til hennar eins og fljóti, og auðæfum þjóðanna eins og bakkafullum læk. Þér skul- uð liggja á brjóstum hennar og skuluð bornir verða á mjöðminni og yður skal hossað verða á hnjánum. Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður. í Jerúsalem skuluð þér huggaðir verða. Þér munuð sjá það, og hjarta yðar mun fagna." (Jesaja 66:10-14.a.) HJÖRTUR MAGNIJÓHANNSSON prestur Fríkirkjusarnaoarins í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.