Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 9
trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Sr. Einari tekst á einstæðan hátt að lýsa þessum kærleika milli Guðs og manns. Myndin af Jesúbarninu í fanginu kemur einnig vel fram í viðlaginu „Með vísnasöng ég vögguna þína hræri“ og birtir þar eilíft gildi og boðskap jól- anna. Það kemur vel fram í sálmi sr. Einars að atburður hinna fyrstu jóla er ekki einstak- ur liðinn atburður, heldur gerist aftur og aft- ur, Guð er mitt á meðal okkar. Fyrir sr. Ein- ari er Guð hvorki fjarlægur né hátt upphafinn, hann er svo nálægur að hann má bera í fangi sér eins og hvert annað barn, geyma hann í hjartastað og gefa honum gjaf- ir, sem er trúin og bænin. Síðast en ekki síst getum við ávallt vaggað honum í fangi okkar með lof- og dýrðarsöngvum. Þegar hann not- ar myndina að hafa nýfætt barn í fangi sér er hann einnig að lýsa kærleiksríkum faðmi Guðs. Eins og við höldum á nýfæddu barni í faðmi okkar, heldur Guð okkur í umvefjandi faðmi sínum, þar sem hinn trúaði finnur fyrir nálægð og vernd Guðs: Síðasti hluti kvæðisins fjallar um tilgang og gildi fæðingar Jesús fyrir mannkynið. Sr. Einar tengir þar saman jólaatburðinn og páskaatburðinn, þannig minnir hann á að Jesús fæddist til þess að frelsa mennina, eins og kemur fram í Jóhannesarguðspjalli 3:16. Fyrir Jesú Krist á maðurinn von um eilíft líf og þessa von birtir sr. Einar oft í kvæðum sínum og kemur fram í síðasta erindi jóla- sálmsins: Sr. Einar virðist hafa átt mjög auðvelt með að yrkja og var hann mjög afkastamikið skáld, en aðeins lítið af kvæðum hans hefur birst á prenti. Helstu heimildir um ævi hans eru að finna í hans eigin kvæðabálki „Æfi- sagnaílokkur", líklega ortur þegar hann var 76 ára. Kvæðið er ævisaga sr. Einars og vafa- laust ein lengsta ævisaga Islendings í bundnu máli. Sr. Einar reyndi mikið á sinni löngu ævi, en honum tókst ávallt að komast í gegn- um þær þrengingar og alltaf sá hann Guð standa sér við hlið og styðja sig. Einn er sá atburður sem reyndist sr. Einari mjög erfið- ur, en það var þegar hann missir fyrri konu sína, Margréti. Sá missir varð honum afar sár, en öi-vaði um leið andlega íhugun hans um stöðu mannsins gagnvart Guði. Hér urðu þáttaskil í lífi sr. Einars, sem jafnvel má líkja við trúarlegt afturhvarf, hugur hans hneigist enn frekar til andlegrar og trúarlegrar íhug- unar. Varð þessi atburður líklega til þess að hann snéri sér alfarið að andlegum kveðskap. Hann segir á einum stað að hann hafi á hverj- um degi ort eitthvað gott eftir þrítugt, en um svipað leyti lést Margrét. Oft virðist hann hafa upplifað aðstæður þar sem maðurinn fær litlu ráðið og öll sund virtust lokuð, en fyrir fyrir aðstoð góðra vina eða á undursam- legan hátt komst hann á réttan kjöl. Það var sama á hverju dundi, hann sér ávallt Guð að verki og snúa öllu á réttan veg. Alltaf virðist hann geta horft fram á veginn og sagt; sól eftir skúrinn skín, hvort sem hann missir barn sitt, lendir í háska á sjó eða upp á öræf- um eða upplifir bjargleysi fátæktarinnar. Þrátt fyrir erfiða ævi má sjá af kvæðum sr. Einars að hann var bjartsýnn og trúr. Hjá honum gætir hvorki biturðar né reiði, hann er fullur sáttar og æðruleysis. Hann gerði litlar kröfur til veraldlegra gæða, þó hann hefði komist til nokkurs auðs. Hann er ávallt neikvæður í garð auðs og valda, sem spilla og afvegaleiða frá sannri trú á Guð. Bjartsýni hans kemur fram í jákvæðni hans, einfald- leika og hinum létta stíl, sem einkennir hann. Kemur það m.a. vel fram í kvæðinu „Islands gæði“, sem er landlýsingarkvæði og e.t.v. fyrsti vísirinn að ættjarðarkvæði hérlendis. Þar segir hann í fyrstu erindum kvæðisins að það sé slæmt hve margir fjalli um lesti og galla landsins, en gleymi kostum og gæðum þess. Á efri árum kom skýrt í ljós hve sr. Ein- ar var þakklátur Guði fyrir vernd hans og forsjón. Þá fékk hann að reyna, að hand- leiðsla Guðs hafði umvafið allt hans líf. Guð hafði snúið öllu honum til hags án þess að hann hafi þurft að leggja þar mikið að mörk- um sjálfur. Þessu viðhorfi lýsir sr. Einar oft í kvæðum sínum. Hann á mjög auðvelt með að koma tilfinningum í orð og lýsa trú sinni, von og gleði. Þetta kemur einkum fram í því hve áheyrandinn á auðvelt með að setja sér fyrir hugskotsjónir það sem lýst er í kvæðinu. Þetta kemur vel fram í sálminum góða „Nótt- in var sú ágæt ein“, því þótt sálmurinn sé gamall, þá miðlar hann sem fyrr mikilli ein- lægni, kærleika og tilfinningum. Sr. Einar Sigurðsson var sannkallað alþýðuskáld og einkum er hans minnst fyrir það, en þó hefur hann einnig notið nokkurrar athygli fyrir kynsæld sína. Þegar hann lést átti hann yfir hundrað afkomendur og er talið að yfir helm- ingur allra íslendinga geti rakið ættir sínar til hans. Erfitt er að fullyrða hvernig skáld- skapur hans var metinn af samtíð hans. Þó eru til nokkrar lofsamlegar lýsingar á skáld- inu sr. Einari og einnig hafa mörg kvæði hans varðveist í mörgum afskriftum. Hægt er að leiða að því líkur að vinsældir hans og Jólamynd eftir Álfrúnu Perlu Baldursdóttur, Sólvallagötu 21, Reykjavík. Hún er 7 ára nemandi í Vesturbæjarskólanum. María með Jesúbarnið. Jólamynd eftir Ragnhildi Melot, Vesturgötu 20. Hún er 7 ára og nemandí í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík. i 1 r i kvæðanna hafi valdið því að fólk lagði sig fram við leggja þau á minnið eða að skrifa kvæði hans sér til gagns og ánægju, en nokk- uð af kvæðunum hefur varðveist í mörgum af- skriftum. Einkum er það boðskapur kvæða sr. Einar sem heillar, hann lýsir aðstæðum fólksins, einkum tilfinningum og finnur gjarn- an til samkenndar með fólki. Kvæði hans ein- kennast af huggunarboðskap, honum er í mun að miðla fólki von og trú. Að horfa fram ú veg- inn í bjartsýni og trú, en í þeirri viðleitni sinni dregur hann upp fagrar myndir, einkum af lífinu á himnum, sannri trú og gefandi kær- leika. Engum vafa er undirorpið að sr. Einar hefur haft mikil áhrif á andlegan kveðskap á Islandi. Hann var ft-umkvöðull að því að setja andlegan skáldskap undir íslenska skáldskap- arhefð. Þó að það sé erfitt að meta hver áhrif hans hafa verið á trúarmótun almennings, þá má leiða að því sterkar líkur að fólk hefur í hans tíð hrifist af mildi og fegurð kvæða hans eins og við gerum enn í dag. Æviágrip Sr. Einar er fæddur að Hrauni í Aðaldal, líklega árið 1538. Foreldrar Einars, sr. Sig- urður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadótt- ir, voru mjög fátæk, en faðir hans var aðstoð- arprestur hjá sr. Sigurði Jónssyni á Grenjaðarstað, sonar Jóns Arasonar, biskups. Foreldrar Einars lögðu áherslu á að hann kæmist til mennta og frama. Þegar latínu- skólinn á Hólum var stofnaður árið 1552 var Einar meðal fyrstu nemenda hans. Að loknu námi vígðist Einar til prests, aðeins átján ára gamall og segir hann að það hafi frekar verið af prestskorti í landinu en getu. í fyrstu var hann aðstoðarprestur hjá sr. Birni Gíslasyni að Möðruvallaklaustri, sem átti eftir að reyn- ast honum vel þegar fram liðu stundir. Kynntist hann þar fyrri konu sinni, Margréti Helgadóttur. Árið 1560 (1) var honum veitt Mývatnsþing, þar sem hann þjónaði næstu árin við kröpp kjör og oft við mikið hallæri, enda voru maí-gir í heimili hjá þeim hjónum. Fjölskyldan hafði í fyrstu engan fastan sama- stað eða þar til honum var veitt Nes í Aðaldal. Batnaði þá hagur sr. Einars lítillega, en þó var Nes rýrðarkot. Fátæktin var honum ekki aðeins fylgispök, heldur komust aðeins þrjú af þeim átta börnum sem þau eignuðust á legg. Um þrítugt missti sr. Einar eiginkonu sína. Sá atburður hafði mikil áhrif á hann og mótaði mjög afstöðu hans til Guð og lífsins, en það kemur fram í kvæðinu „Hugbót", sem er yfirbótarkvæði. Með kvæðinu verða þáttaskil hjá sr. Einari, hann helgar líf sitt og skáld- skapargáfu Guði. Rúmlega ári eftir andlát Margrétar kynntist hann seinni konu sinni, Olöfu Þórarinsdóttur. Saman eignuðust þau mörg börn og er talið að a.m.k. átta þeirra hafi náð fullorðinsaldri. Guðbrandur Þorláksson varð árið 1571 biskup, en hann var skólabróðir og góður vin- ur sr. Einars. Vænkaðist hagur sr. Einars nokkuð við það, því Guðbrandur reyndi að liðsinna vini sínum eftir megni og kom það sér vel í hörðum árum. Guðbrandur mælti með Oddi, syni sr. Einars, í biskupskjörinu í Skálholti, sem varð til þess að hann fékk emb- ættið. Eftir að Oddur varð biskup vænkaðist hagur sr. Einars og fjölskyldu mikið. Oddur var þekktur fyrir ættrækni sína og hafa fáir biskupar beitt valdi sínu ættmennum sínum til hags eins og hann. Oddur veitti föður sín- um Heydali árið 1590 og var hann þar allt til dauðadags við góð efni og naut virðingar. Sökum þess að sr. Einar missti sjónina á efri árum varð hann að láta af prestþjónustu sinni, þó hélt hann embættinu áfram. Allar þær frásagnir sem fjalla um síðustu æviár sr. Einars vitna um að hann hafi verið köllun sinni og þjónustu við Guð trúr. Fjórum dög- um fyrir andlát sitt þurfti hann að skilja á sæng við konuna sína, en það var í fyrsta skiptið í nær sextíu ára hjónabandi þeirra. Af því tilefni samdi hann kvæði í sextán erind- um, þar sem hann þakkar Guði fyrir góða konu og farsælt hjónaband. Talið er að sr. Einar hafi látist 15. júlí árið 1626,88 ára gam- all. Þó er einnig ýmislegt sem bendir til þess að hann hafi látist ári síðar og hafi verið lif- andi þegar Tyrkir gerðu strandhögg á Aust- fjörðum. Til er særingarkvæði ort gegn ræn- ingjum eftir sr. Einar, sem sumir telja að hafi verið ort gegn Tyrkjunum, þó hvergi komi fram í kvæðinu sjálfu að átt sé við Tyrki. í Betlehem vil ég nú víkja þá, vænan svein í stalli sjá, með báðum höndum honum að ná, hvar að ég kæmist í færi. Af kláru hjarta kyssi ég þig, komdu sæll að ieysa mig, faðmlög þín eru fýsileg, frelsari minn enn kæri. Þá sálin skilur við sjúkan búk, sé þín Jesús lækning mjúk, en fyrir henni upp þú ljúk, unaðarstaðnum hærri. Höfundurinn er guðfræðingur. Greinin er unnin upp úr lokaritgerð hans við guðfræðideild Hóskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.