Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 18
Hafnarstræti á ísafirói árið 1924. í öðru húsinu frá hægri bjó Sveinbjörn Halldórsson, bakara- meistari, og þar átti Sólon vísan samastað, ef þannig bar undir. ísafjörður um 1925. Krókurinn í forgrunni og ef vel er að gáð, má sjá Slunkaríki nálægt hægra, neðra horninu á túninu, sem sést fremst á myndinni. Slunkaríki séð ofan úr brekkunni. komið fyrir hjá Illuga Ömólfssyni, bónda á Múla í Nauteyrarhreppi, og var þar uns hann kvaddi sveitina fullvaxta maður. Fátt er til frá- sagnar um fyrstu tíu árin í lífi Sólons, en líf sveitarómaga var oftar en ekki ömurlegt þótt sumir væru svo lánsamir að vistast hjá góðum húsbændum. Meira er vitað um æsku Sólons eftir að hann kom til Illuga bónda á Múla, eink- um vegna þess að bóndinn sá þótti einkennileg- ur um margt. Gengu lengi sagnir um uppeldis- aðferðir hans en honum þótti takast betur en öðrum að laða fram hina skárri eiginleika í fari unglinga, enda var oft komið til hans óstýrilát- um strákum. Á Múla voru þannig samtíða Sól- oni þrír aðrir piltar vandalausir. En látum nú Þórberg hafa orðið um uppeldisaðferðir Illuga bónda: Ef unglingur varð ber að leti eða hirðuleysi eða sýndi af sér dugnað eða skyldurækni, var það siður Illuga að taka hann með sér niður í hjall sinn og loka að þeim hjalldyrunum. Að því búnu tók hann fram alls konar lostæti, sem geymt var í hjallinum, svo sem hangikjöt, ma- gála, bringukolla, svið, lundabagga og þar á eftir brotið árarblað. Þessu raðaði hann öllu kirfilega fyrir framan unglinginn og hóf síðan að útskýra fyrir honum þýðingu þessara gæða. Hérna sérðu nú dyggðina, heillin mín, og benti um leið á matinn. Og þama sérðu svikin og ótrúmennskuna, og brá upp brotna árarblað- inu. Þeir, sem eru dyggir og ólatir, fá að laun- um velþóknun og umbun húsbónda síns, svona traktiment, og benti þá unglingnum á hvem bita fyrir sig. En þeir, sem latir eru, ódyggir og kærulausir, þeir hljóta líka sín laun. Þau laun sérðu nú héma, og hóf um leið á loft árarblaðið. Ef strákurinn var úr hópi hinna ólötu og dyggðugu, gaf hann honum vel að éta af góð- gætinu. En ætti hann heima í söfnuði hinna lötu og kærulausu, þreif Illugi til hans og af- hýddi hann með árarblaðinu. (íslenzkur aðall, 57-58.) Taldi Þórbergur líklegt að Sólon hefði ætíð borið menjar þessa uppeldis og verið viðbrugð- ið fyrir greiðvikni og trúmennsku. Nokkuð var Illugi tekinn að eldast þegar Sóloni var komið fyrir hjá honum og á ungl- ingsárunum segja kirkjubækur hann vera vinnupilt hjá syni Illuga, Elíasi, og konu hans, Rósu Gideonsdóttur. Á hvítasunnu árið 1875 var Sólon fermdur og þótti kunna fræðin dável og lesa vel. Þá hegðaði hann sér dável og hafði verið bólusettur. Við önnur fermingarböm skráði prestur hverjir væm þeirra foreldrar en ekkert slíkt er nefnt hjá Sóloni, aðeins sagt að húsbóndi hans sé Elías Illugason. Á lúðuveiðum með Könum I sálnaregistur Kirkjubólssóknar er Sólon síðast skráður árið 1878, þá 17 ára vinnupiltur í Múla. Eftir það hverfur hann úr sókninni og er lítið vitað um ferðir hans fram yfir tvítugsa- ldurinn. Þórbergur segir hins vegar frá því að Sólon hafi stundað sjómennsku lengi ævi sinn- ar og er líklegt að úr sveitinni hafi leið hans legið á sjóinn eins og altítt var með unga menn. Hvar Sólon bar niður á þessum áram er ekki vitað en sögur herma að snemma hafi hann þótt mikið hraustmenni og hefur því án efa get- að gengið í hvaða skipsrúm sem var. Það sýndi sig fljótt að hann var afbragðs sjómaður og rétt yfir tvítugt var hann kominn í það skipsrúm sem þótti hvað eftirsóknarverðast og einungis hinir bestu meðal vestfirska sjómanna áttu völ á. Vestur á Þingeyri í Dýrafirði höfðu banda- rískir lúðusjómenn komið sér upp bækistöð ár- ið 1885 enda lá fjörðurinn vel við lúðumiðunum sem vora um 20 mílur út af Vestfjörðum. Skip- in, sem flest komu frá Gloucester í Massachus- etts, vora þama á veiðum frá því snemma á sumrin og fram á haust. Lúðuveiðamar vora erfiðar og fengu aðeins úrvalssjómenn pláss á þessum skútum sem vora um 80-100 tonn að stærð og með 16 manna áhöfn. Nokkuð var um að Islendingar fengju vinnu hjá Bandaríkja- mönnum og vora góð laun í boði. Það var þó ekki hlaupið að því að komast á bandarísku skútumar og algengt að sömu menn væra ráðnir ár eftir ár. Þannig mun Sólon hafa verið til sjós með Könum, eins og þeir vora nefndir, um margra ára skeið og að öllum líkindum þar til veiðarnar fóra að dragast saman en síðast var gert út skip frá Gloucester til lúðuveiða við ísland árið 1897. Hálfsmánaðarlega komu skútumar í land á Þingeyri til að taka vatn og vistir. Væra allar skútur í höfn gat orðið róstusamt í þorpinu og fyrir kom að íbúamir væra í hættu vegna ofur- ölvaðra bandarískra sjómanna sem fóra í hóp- um um staðinn, reyndu að brjóta upp glugga og hurðir að næturlagi, grýttu hús og höfðu í frammi önnur skrílslæti. Við þessar aðstæður gat allt gerst og vei þeim sem bauð hinum er- lendu sjómönnum birginn þegar þeir vora í slíkum bardagaham. A seinni áram átti Sólon það til að segja frá þessu viðburðaríka tímabili í lífi sínu og komst gjaman svo að orði, að þetta eða hitt hefði gerzt eða verið svo og svo, þegar hann hefði verið með Könum, eða svo og svo mörgum áram eftir að hann var með þeim kan- versku.“ Sjálfur komst Sólon nokkram sinnum í kast við hina erlendu sjómenn en slapp yfir- leitt nokkuð heill frá þeim viðskiptum utan eitt sinn er hann var nær dauða en lífi eftir að sjö þeirra réðust á hann með hnífum þannig að hann hlaut mikil sár af. Ekki er vitað hvar Sólon hélt sig yfir vetrar- tímann þessi viðburðaríku ár en hann hefur ef- laust ekki átt erfitt með að komast í góð skips- rúm á vertíðum, ef til vill á Isafirði eða í næsta nágrenni. Nokkram árum eftir að lúðuveiðun- um lauk fyrir fullt og allt breytti hann hins veg- ar um lífsstíl og lagði sjómennskuna að mestu á hilluna. Settist hann að á Isafirði og vann þar hin ýmsu störf er til féllu. Meðan Sólon hélt fullri heilsu var hann ann- álaður verkmaður og svo mikil hamhleypa til vinnu, að þar sýndust margar hendur á lofti er hann stóð að verki. Hann átti það til að vinna sleitulaust frá morgni og út næstu nótt. Hins vegar vann hann bara þegar honum sjálfum sýndist og aðeins fyrir þá sem féllu í kramið hjá honum. En það kom oft fyrir að Sóloni þótti vinnuafköst sín ekki metin að verðleikum og era ýmsar sögur af deilum hans við vinnuveitendur af þeim sökum. Þannig lifir t.d. ein lítil saga frá þeim tíma þegar séra Sigurgeir Sig- urðsson, sjðar biskup, þjónaði ísfirðingum. Bjó hann á Sjónarhæð og hafði þar m.a. fjós og nokkrar kýr. Nú bar svo við að á túninu vora haugar af mykju sem þurfti að moka úr og datt prestfrúnni í hug að spyrja Sólon hvort hann gæti tekið verkið að sér, einkum og sér í lagi þar sem það hafði verið í hans höndum árið áður. Sólon tók því ekki fjarri en sagði að það mundi kosta. Innti hún hann eftir því hvað það myndi kosta og nefndi hann upp- hæð sem henni fannst h'eldur há og spurði hvort hann vissi um einhvem sem gæti gert þetta fyrir minni pening. Jú, - Sólon kvaðst vita um einn sem hefði þótt hann fá of mikið greitt fyrir verkið í fyrra og sá væri eflaust tilbúinn að gera það fyrir minni pening. „Og hver er það?“ spurði prestfrúin. „Jú, það er hann séra Sigurgeir" svaraði Sólon. Hafði þá presturinn haft orð á því árið áður að honum þætti mykjumoksturinn dýr og fór það eitthvað fyrir brjóstið á Sóloni sem fannst presturinn ekki meta afköstin að verðleikum. Söng hver rella með sinum per- sónulegu trillum og tónbrigðum Þegar aldurinn færðist yfir Sólon söðlaði hann um og reisti sér þak yfi hlíðinni upp af Eyrinni í Skutulsfirði. Á þessum tíma vora húsakynni margra fátæklinga hrörleg og gerð af vanefnum en Slúnkaríki Sólons skar sig þó úr um flest. í fljótu bragði virtist þetta vera hið mesta hreysi en þegar nánar var að gáð, kom í ljós að um mjög óhefðbundinn byggingarstíl var að ræða og vakti hið sérkennilega bygging- arlag hússins nokkra athygli. Að neðan vora veggimir úr torfi og grjóti en efri hlutinn var úr timbri. Efniviðurinn var ekki upp á marga fiska en nokkrar lélegar spýtur höfðu þó dugað til að reisa timburgrind sem var síðan klædd með afgöngum af þakjárni sem einhver smið- urinn hafði leyft honum að hirða. Vísast var kofinn ekki alveg hornréttur en Sólon setti slíka smámuni ekki fyrir sig, fjögur vora horn- in þó svo að ókunnugir teldu stundum fleiri vegna misstórra útskota sem sprattu hér og þar út úr byggingunni. Á suðurvegg hússins var mikill stormfleygur úr greniviði er hafði það hlutverk að kljúfa veðrin af húsinu. Þar skammt frá gnæfði geysimikil járnsúla upp úr vegg og ofan á hana var festur trékross er sýndi höfuðáttimar fjórar. Giskuðu sumir á að hlutverk þessa áttavita væri ,að gera gestvin- um húsbóndans hægara fyrir um nákvæma miðun áttanna, meður því að nokkur ástæða hefði verið til að ætla, að þeir væru ekki allir ævinlega rétt orinteraðir í kompássins direkt- ionum.“ Það var ýmislegt við ytra útlit Slúnkaríkis sem sýndi að húsráðandinn var mikill andans maður og eftir því sem Þórbergur segir, þá munu samvistir Sólons með Könunum hafa orðið til þess að hann fékk ,mikla náttúru til omamentationa eður skreytinga, svo og til ýmsra vísindalegra instramenta, áhrærandi kosmiskar mælingar og veðranna háskalegu hreyfingar...“. Utan á veggjum hússins gat að líta litskrúðug málverk af undarlegum fiskum og öðram kynjaveram er þar busluðu í lausu lofti en það vora þó rellurnar sem Sólon setti á hvert hom kofans sem vöktu án efa mesta at- hygli. Þar snerust þær með syngjandi glymj- anda eftir hreyfingum vindanna og söng hver rella með sínum persónulegu trillum og tón- brigðum. Að sögn Sólons vora þetta púkafælur og til að halda slíkum veram frá sínum húsum lét hann rellurnar snúast dag og nótt, árið um kring. í hvassviðram gerðist það stundum að gestum hans gekk erfiðlega að festa svefn meðan rellurnar snarsnerast með miklum lát- um og tók Sólon þær þá niður. En í býtið næsta morgun vora þær aftur teknar til óspilltra mál- anna. Ekki er erfitt að ímynda sér að þeir, sem af einhverjum ástæðum áttu leið framhjá Slúnkaríki á myrkum vetrarkvöldum, hafi þurft að berjast við myrkfælnina þegar rell- urnar hvinu eins og allir púkar helvítis léku lausum hala. Eflaust var þá sporið greikkað og léttirinn mikill þegar Krókurinn var að baki. Innandyra voru salarkynni Slúnkaríkis eig- inlega lítið meira en ein vistarvera og helsta gersemin þar líklega kabyssan sem stóð á gólf- inu og yljaði Sóloni og kunningjum hans þegar kuldinn beit sem fastast, ef húsráðandi átti þá eldsmat. Uppi á lofti var að finna dyr, varla hærri en meðalmanni í bijóst, að lítilli vistar- veru sem þjónaði hlutverki gestastofu. Til prýðis var hún fóðruð með kóngablöðum en svo nefndi Sólon dönsku blöðin Hjemmet og Fam- ilie-Journal. Ekki var gestastofa þessi þó stærri en svo, að nokkuð vantaði á að þar yrði komið fyrir fullri rúmlengd. Gestarúmið, sem stóð uppi við eitt þilið, var þess vegna stutt en svo djúpt að það náði meðalmanni í mjaðmir. Botn þess nam við gólf þannig að gestirnir stóðu að hálfu leyti upp á endann þegar þeir vora lagstir til hvfldar. Væri Sólon spurður hvar gestirnir svæfu vingsaði hann hendinni í áttina að þilinu, þar sem kistulíkið stóð, og sagði: Þeir kúra nú þarna, elska. Léti komu- maður á sér heyra undran yfir því, að fullorðn- ir menn, ekki síst aðrir eins beljakar og Jón Strandfjeld, gætu komizt fyrir í svona stuttu rúmi, yfirgekk Sólon alla hugvitssemi með þessu óbrotna svari: Það er bætt upp með dýptinni, elska. (Islenskur aðall, 66.) Nótt eina urðu þau tíðindi í Slunkaríki, að byssukúlu var skotið inn um framstafn húss- ins, er var úr timbri og sneri niður að alfara- vegi. Flaug kúlan gegnum herbergið og nam þar staðar í þili andspænis. Ekki olli hún frek- ara tjóni, en Sóloni, sem vaknaði við vondan draum, var mjög bragðið. Töldu flestir að um voðaskot hefði verið að ræða en Sólon var ekki í vafa um að einhver hefði viljað hann feigan og gerðist hræddur um líf sitt. Hlóð hann virki úr torfi og grjóti upp með norðurvegg hússins og var það jafnhátt húsveggnum en slétt eins og pallur að ofan og rammlega girt á allar hliðar með járnpípum. Út á pallinn var gengt um litl- ar dyr, sem vora á húsþakinu og þannig mátti snarast út í einu vetfangi til varnar, ef óvin bæri skyndilega að garði. Segir Þórbergur að þetta vígi sitt hafi Sólon kallað Bastilluna. Sólon hafði löngum þótt sérkennilegur um margt, en almennt var talið að þarna hefði karlinn truflast á geðsmunum enda þjáðist hann upp frá þessu af miklu ofsóknaræði. Taldi hann að samsæri hefði verið myndað gegn sér og setið væri um líf hans, ekki aðeins með byssuskotum, heldur og lævíslegum eiturbyi-1- unum. „Blessuð, blessuð frú Margrét" Nokkuð var um að kunningjar Sólons sett- ust upp hjá honum til lengri eða skemmri tíma. Oft á tíðum voru þetta menn sem áttu ekki í önnur hús að venda og þótt lítið væri kotið, þá hafði húsráðandi nóg hjartarúm og gát ævin- lega skotið skjóli yfir þá sem þurftu á þvi að 1 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.