Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 25

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 25
Konan sem kyndir ofninn...“ eða öllu heldur Óvinurinn sem velgir fordæmdum undir uggum. Kerlingin biður erkiengilinn Mikjál ásjár. OVINURINN ER KVENKYNS Morgu nblaðið/Kristínn Óvinurinn veit hvar Jón er veikastur fyrir. Kerlingin, Jón bóndi og óvinurinn eru sannarlega í góðum höndum. „ÞETTA er auðvitað saga um skilyrðislausa ást þessarar seigu kerlingar og hvemig hún leggur allt í sölumar til að tryggja sál mannsins síns ei- lífa himnavist," segir Edda Heiðrún Backman sem ljær Kerlingunni hugsun, rödd og líkama. ,Á nútímamáli heitir þetta meðvirkni og kerl- ingin er skólabókardæmi um slíkt,“ bætir Edda við og segir hana ekkert verri fyrir það. „Hún hefur elskað þennan karl sinn og alið honum tíu böm og þurft að þola honum ýmislegt.“ „Jón hefur auðvitað verið bullandi sjarmör, heillað allt kvenfólk upp úr skónum og ekki látið neitt á móti sér í þeim efnum,“ segir Pálmi Gestsson sem hefur greinilega gaman af öllu saman enda leggur hann sálinni hans Jóns til efnið í viðbót við andann. „Svo hefúr hann verið sauðaþjófur og fyllibytta, og iðrast í þokkabót einskis svo ekki er nema von að Lyída-Pétur vilji ekki sjá hann í himnaríki.“ „Þetta leikrit lýsir aðstæðum sem enginn þekkú af eigin raun í dag,“ segir Edda. „Myrkr- ið, kuldinn, fátæktin, örbirgðin, hjátrúin, bama- dauðinn em þær aðstæður sem þessar persónur spretta úr. Draumurinn um betra líf hinum megin er sprottinn úr þessum jarðvegi. Átökin milli góðs og ills, himnaríkis og helvítis, era byggð á einföldum trúarhugmyndum fólks. Davíð þekkti þennan hugsunarhátt út í hörgul.“ Hvemig hugmyndir við geram okkur í dag um himnaríki getur verið spumingin sem leikr- itið kveikir. „Ég veit það ekki en atburðir á þessari öld og á undanfömum áram í veröldinni fá mann til að hugsa um hvort hægt sé að komast á miklu verri stað,“ segir Edda. ,Að við séum þegar lent í helvíti,“ segir Pálmi og kinkar kolli. „Já, er nema von að manni detti það í hug þegar horft er á hversu mikil grimmd og mannvonska virðist þrífast í veröldinni,“ seg- ir Edda. Óvinurinn kvenkyns Guðrún Gísladóttir hefur það vandasama hlutverk með höndum að túlka Ovininn, hinn vonda. „Það er rétt að erfitt væri að sannfæra áhorfendur um að til væri verri staður handan þessa lífs en sumstaðar í veröldinni í dag. Ég held reyndar að hlutverk skrattans í þessu leikriti sé ekki endilega fólgið í því. Hann er fyrst og fremst tákn um freistingarnar sem liggja alls staðar í leyni.“ Guðrún segir að sér hafi alltaf þótt vænt um þetta leikrit. „Það hafði reyndar aldrei hvarflað að mér að ég ætti eftir að leika Óvininn, en mér þykir vænt um leikritið og vil endilega að það sé sviðsett reglulcga." -En er ekki djarft að hafa Óvininn kvenkyns? „Ég er ekki viss um það. Hann birtist í því líki sem hentar best hverju sinni. Gagnvart Jóni er mjög rökrétt að freistarinn sé kvenkyns. Þetta er líka hugsað af okkar hálfu sem eins konar spegilmynd kerlingarinnar, hún á líka til þessa hlið og aðdráttaraflið á milli þeina Jóns hefur ekki hvað síst verið á þessu sviði,“ segir Guðrún Gísladóttir sem nýtur þess greinilega að hafa slík töfrabrögð á valdi sínu að kveikja eld með því að smella fingram og senda fordæmdar sálir til eilífrar útskúfunai' með höfuðhnykk. Davíð Stefánsson varð sextugur en 1966 þegar Lárus tók í fjórða sinn að sér leik- stjórn verksins fóru þau Guðbjörg Þorbj- arnardóttir og Rúrik Haraldsson með hlut- verkin tvö og Gunnar Eyjólfsson lék Óvininn. Þá fór Lárus með Prologus svo hann lék í öllum uppfærslum sínum á verk- inu. Friðarmerkið umdeilt Með nokkrum rökum má segja að ein túlkun verksins hafi ráðið ferðinni allt til þess að Leikfélag Akureyrar sviðsetti verk- ið í umdeildri sýningu Sigmundar Arnar Arngrímssonar í janúar 1970. Var þar vikið frá þeirri hefð sem Lárus hafði skapað í nánu samráði við höfundinn sem fylgdist grannt með æfingum í Iðnó í nóvember og desember 1941. pavíð hafði sjálfur lagt til lýsingu á útliti Óvinarins en í Akureyrar- sýningunni var farin önnur leið og dró gervi óvinarins (Arnar Jónsson) dám af lýs- ingum trúarrita á hinum fallna engli Lúsií- fer. Sérstaklega virtist þó fara fyrir brjóst- ið á mörgum að hurðarhúnar Gullna hliðsins voru í lögun eins og friðarmerkið fræga!_ Spunnust af þessu ýmis konar blaða- skrif. í hlutverkum Jóns og kerlingar voru Jón Kristinsson og Þórhalla Þorsteinsdótt- ir. Leikfélagið á Akureyri hafði að sjálf- sögðu sviðsett Gullna hliðið áður undir stjórn Jóns Norðfjörð; í fyrra sinnið á jól- um 1943 og þá kom Arndís Björnsdóttir norður og lék kerlinguna. Jón bónda lék Björn Sigmundsson, Jón Ögmundsson iék Lykla-Pétur og Jón Norðfjörð lék sjálfur Óvininn. Jón stýrði einnig næstu sýningu á Gullna hliðinu á Akureyri á jólum 1956. Þá lék Matthildur Sveinsdóttir kerlingu, Björn Sigmundsson Jón bónda, Jón Ögmundsson Lykla-Pétur og Árni Jónsson lék Óvininn. Munu þessar sýningar hafa fylgt þeirri for- skrift sem Lárus Pálsson lagði með frum- uppfærslu sinni. Sveinn Einarsson stýrði sýningu Þjóðleik- hússins á jólum 1976. Þar birtist himnaríki sem glæsilegur burstabær. í hlutverkum Jóns og kerlingar voru Helgi Skúlason og Guðrún Stephensen og Erlingur Gislason lék Óvininn. Einn leikari náði þeim áfanga á löngum ferli sínum að leika í öllum upp- færslum Leikfélags Reykjavíkur og Þjóð- leikhússins. Það var Valur Gfslason sem lék Lykla-Pétur í öllum sýningunum nema þeirri sfðustu, þar lék hann bónda en Árni Tryggvason tók við hlutverki Péturs. Tónl- ist Páls ísólfssonar sem hann samdi fyrir frumuppfærsluna hefur einnig fylgt öllum sýningum verksins og þykir vafalaust mörgum sem þetta tvennt sé óaðskiljanlegt. Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri stjórnaði mynd Sjónvarpsins af Gullna hlið- inu 1984 og voru Guðrún Stephensen, Jón Sigurbjörnsson og Arnar Jónsson í hlut- verkum kerlingar, Jóns og Óvinarins. Ró- bert Arnfinnsson lék Lykla-Pétur. Sú inynd vakti einnig athygli fyrir nýstárlega mynd- vinnslu á þeim tíma en öll umgjörð hennar var unnin í svokallaðri krómatækni þar sem myndverk Snorra Sveins Friðrikssonar gegndu lykillhlutverki. Þá var Gullna hliðið flutt í Ríkisútvar- pinu 1950 og endurflutt 1963 í leikstjórn Lárusar Pálssonar. Sýningar áhugaleikfélaga Áhugaleikfélögin hafa verið iðin við að færa upp Gullna hliðið og fer hér á eftir listi yfir þær uppfærslur sem Bandalag ís- lenskra leikfélaga hefur undir höndum. Leikfélag Sauðárkróksl946-47. Leik- sljóri: Eyþór Stefánsson. Leikfélag Selfossl956-57. Leikfélag Sauðárkróks 1964-65. Leik- sljóri: Guðjón Sigurðarson. Leikfélag Hornafjarðar 1971-72. Leik- stjóri: Kristján Jónsson. Leikfélag Fljótsdalshéraðsl973-74. Leik- stjóri: Erlingur E. Halldórsson. Litli leikklúbburinn fsafirði 1973-74. Leikfélag DaIvíkurl973-74. Leikstjóri: Jóhann Ögmundsson. Litla leikfélagið, Garði 1981-82. Leik- stjóri: Jón Júlíusson. Leikfélag Húsavíkur 1982-83. Leikstjóri: Einar Þorbergsson. Leikfélag Seyðisfjarðar 1982-83. Leik- stjóri: Auður Jónsdóttir. Leikfélagið á Hvammstanga 1983-84. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Freyvangsleikliúsið 1992-93 (Aðeins hluti) Leikstjórn: 3 félagar í leikfélaginu. Halaleikhópurinnl996-97. Leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir. Nafnlausi leikhópurinn 1996-97. Leik- stjóri: Þórir Steingrímsson. Umf. Hrunamannannal997-98. Leik- stjóri: Halla Guðmundsdóttir. Sýningar á erlendri grund 1946 Det Norske Teater í Ósló. 1948 Gestaleikur LR í Svenska Teatern í Helsingfors. 1948 Gateway Theatre í Edinborg. 1949 Turun Kaupunginteatteri i' Turku (Ábo). 1949 Vallgárd-teater í Helsingfors. 1949 Jesus College Dramatic Society í Oxford. 1950 Gateway Theatre, á Edinborgar- hátíð. 1952 Den Nasjonale Scene í Bergen. 1955 Leikfélag landans í Winnipeg, (þættir). 1956 Rogaland Teater í Stavanger. 1956 Tampereen Työvaen Teatteri í Tampere. 1957 Folketeatret í Kaupinannahöfn, gestaleikur Þjóðleikhússins. 1957 Nasjonalteatret í Ósló, gestaleikur Þjóðleikhússins. 1972 New Icelandic Drama Society, á ís- lendingadegi í Winnipeg. 1973 Dansk Amator Teater Samvirkes Landsstevne í Askov, geslaleikur Leikfé- lags Húsavíkur. Einnig hefur Gullna hliðið verið flutt í útvarpi í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Gullna hliðið hefur verið prentað á enskif' (The Golden Gate), færeysku (Gyltalið) og sænsku (Den gyllene porten), en einnig þýtt yfir á dönsku (Den gyldne port), finnsku (Kultainen portti) og norsku (Den gyllte porten). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.