Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 18. október 1986 ! " ar H alþýðu- Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 LlLEIlITlB RITSTJpRNARGREINi Baráttan stendur milli jafnaðar- stefnunnar og nýfrjálshyggjunnar Alþýöublaðið í dag er helgað 43. flokksþingi Alþýðuflokksins, sem jafnframt var 70 ára afmælisþing. Þessa þings verður lengi minnst sem eins glæsilegasta og fjölmennasta flokksþings Alþýðuflokksins, og vegna þeirrar miklu samstöðu og sóknarvilja, sem þar ríkti. Þetta var einnig þing sögulegra sátta. Stór hópur jafnaðarmanna úr öðrum stjórnmála- flokki gekk til liðs við Alþýöuflokkinn og þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson innsigluðu endalok sundrungar og upphaf samstöðu með þéttu handtaki. Þávoru það umtalsverð tíðindi, að forseti Al- þýðusambands íslands ávarpaði þingið og hvatti til samstöðu þeirra pólitísku afla, sem styðja baráttu launþegahreyfinganna og vilja efla og styrkja velferðarkerfið. Þessa sam- stöðu og þessa baráttu skilgreindi Jón Baldvin Hannibalsson á eftirfarandi hátt: „Við þurfum ekki nema bregða upp samtíðar- spegli okkar þjóðfélags I dag til að sjá hversu skarpskyggnir á eðli máls og framsýnir braut- ryðjendur Alþýðusambandsins og Alþýðu- flokksins voru. En í dag er einmitt þetta kjarni málsins: Ef við ætlum okkur ekki aðeins að verja — heldur að endurreisa velferðarkerfi hins vinnandi fólks — verða þessar tvær syst- urhreyfingar að stilla saman strengi; að sam- ræma vinnubrögð sfn og einbeita kröftum sín- um að sameiginlegu markmiði. Til þess að rétta hlut vinnandi fólks frammi fyrir valdi fjár- magns og forréttinda í þessu þjóðfélagi.“ I beinu framhaldi af þessum orðum Jóns Baldvins er rétt að vitna í ræðu Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, á þinginu: „Við skulum hins vegar gera okkur Ijóst að frá hægri blása nú kaldir vindar nýfrjálshyggj- unnar, sem gefur einfalt svar við öllum vanda: Látum markaðinn ráða. Nýfrjálshyggjan boðar einræði markaðarins. Undireinræði markaðar- ins er ekkert rúm fyrir opinber afskipti. Ný- frjálshyggjan boðar að einstaklingurinn sé minnavirði en kerfið og því sé óábyrgt að trufla frelsi kerfisins í þeim tilgangi að verja ein- staklinginn." Og Ásmundur sagði, að mat nýfrjálshyggj- unnarværi það, að þeirsem yrðu undir I þjóðfé- laginu væru ekki órétti beittir, þeir hefðu verið óheppnir. Einræði markaðarins og fyrirlitning- in á einstaklingnum gæfi ekkert rúm fyrir sam- stöðu né félagslegasamábyrgð. Nýfrjálshyggj- an segir: „Hver og einn skal hugsa um eigin hag. Það er ekki hans vandamál hvort öðrum líður vel eða illa.“ I þessum orðum Jóns Baldvins og Ásmundar felst þungamiðja þeirrar baráttu, sem nú er hvarvetna háð á milli jafnaðarmanna og full- trúa nýfrjálshyggjunnar, hins óhefta markaðs- kerfis. Þessi barátta kristallast æ betur hér á landi og næstu kosningar munu snúast um þaðhvort þjóðin vill feta veg jafnaðarstefnunn- ar eða nýfrjálshyggjunnar. En hvers vegna veg jafnaðarstefnunnar. Gylfi Þ. Gíslason forystumaður Alþýðuflokksins um áratuga skeið og einn merkasti stjórnmála- maður þessa lands, svaraði þessari spurningu á flokksþinginu. Hann sagði: „Jafnframt vakn- aði I brjósti mér eldheit og sterk samúð með þeim, sem urðu undir í lífsbaráttunni... Snar þáttur I skoðunum mínum sem ungs jafnaðar- manns var bjargföst trú á nauðsyn frelsis og lýðræðis í þjóðfélagi, sem ætti að geta kallast gott og réttlátt." H inn aldni stjórnmálaleiðtogi Hannibal Valdi- marsson hnykkti á og sagði: „Unga fólkið verð- ur umfram allt að fylkja liði undir merkjum lýð- ræðis og sóslalisma, undir merkjum Alþýðu- flokksins. Og hvert skyldi ungt fólk með sína sterku réttlætiskennd, ólgandi starfsorku og umbótaþrá leita, ef ekki til liðs við jafnaðar- stefnuna." * I Alþýðublaðinu ( dag eru birt þau ávörp og ræður, sem fluttar voru á flokksþinginu. Allar þær umræður snúast um nauðsyn þess að koma á kné þeim stjórnmálaöflum, sem leynt og Ijóst reyna að tvlstra og að engu gera hreyf- ingar karla og kvenna, sem hafa manngildi, réttlæti og samstöðu að leiðarljósi. Þessum öflum var sagt stríð á hendur á 43. flokksþingi Alþýðuflokksins. Guðjón V Guðmundsson: Skýringa krafist vegna heimsóknar ísraelskra þingmanna Alþýðublaðinu hefur borist eftir- farandi bréf frá Guðjóni V. Guð- mundssyni með ósk um birtingu. Skýringa krafist Vart hefði mér brugðið meir þó að ég hefði verið sleginn í andlitið með kreptum hnefa, þegar ég las í málgagni okkar jafnaðarmanna að hingað til lands væri von ísraelskra þingmanna og myndi Alþýðuflokk- urinn greiða götu þeirra, að mér skilst. Hvernig í ósköpunum má það vera, að flokkur sem kennir sig við mannúð og réttlæti skuli ætla að taka á móti þessum mönnum sem „góðum“ gestum, þessum fulltrú- um miskunnarlausra ofbeldisafla. Palestínufólkið hefur orðið að þola ólýsanlegar hörmungar af völdum djöfullegrar grimmdar ísraels- manna og ekkert lát virðist vera á nema síður sé. Fara verður allt aftur til daga þýsku nasistanna til að finna hliðstæður; slík er grimmdin. Nægir að nefna þegar þeir sendu skósveina sína í Líbanon hina svo- kölluðu ,kristnu“ hægri menn inn í flóttamannabúðirnar í Shatilla og Shabra og hundruð manna/kvenna og barna voru drepin á hinn sví- virðilegasta hátt, misþyrmingarnar á fólkinu í þorpinu Shakra í S- Líbanon í febrúar sl. ísraelsmenn hafa að minnsta kosti í tvígang skotið niður farþega- flugvélar fullar af fólki. Svona er vitanlega hægt að halda áfram að telja upp í það óendanlega. Það er alveg með ólíkindum hve lítið hefur verið fjallað um það gífurlega óréttlæti og það algera miskunnar- leysi sem arabar í Palestínu hafa orðið að þola. Þetta byrjaði fljótlega eftir að gyðingar tóku að nema land í Pal--: estínu um aldamótin 1900 og hefur svo aukist jafnt og þétt með fjölgun gyðinga í landinu og nú er svo kom-; ið að tugir þúsunda hafa verið drep- in, ótölulegur fjöldi örkumlaður, hundruð þúsunda lifa sem flótta- menn, flestir í Líbanon og við að- stæður sem skepnum yrði ekki boð- ið upp á í okkar landi. Flóttamönn- unum fjölgar stöðugt þar eð ísra- elsmenn ætla sér að losna við alla Palestínumenn úr landinu, þessu landi sem Palestínumenn eiga. Þetta er þeirra land þar sem forfeð- urnir hafa búið frá ómuna tíð. Ég endurtek hvernig má það vera að stjórnmálaflokkur sem er full- trúi lítilmagnans hins kúgaða og þjáða skuli dirfast að taka afstöðu með ójafnaðarmönnunum, þeim öflum sem fjærst eru hinum háleitu hugsjónum jafnaðarstefnunnar, eða hvað er þetta annað? Undirrit- uðum sem er flokksbundinn Al- þýðuflokksmaður hefur verið gróf- lega misboðið og krefst ég tafar- lausrar skýringar á þessum hörmu- legu mistökum. Guðjón V. Guðmundsson. Frá ritstjóra: Alþýðuflokknum barst beiðni frá Verkamannaflokki ísraels um að greiða fyrir för tveggja ísraelskra þingmanna, sem komu hingað til lands vegna Reykjavíkurfundarins. Þessir þing- menn hafa verið í forystu hóps þingmanna, sem barist hafa fyrir málefnum gyðinga í Sovétríkjun- um. Þeir höfðu meðferðis bréf frá 200 mæðrum í ísrael, sem eiga börn í Sovétríkjunum, sem ekki fá að fara úr landi. Sumar þessara mæðra hafa ekki séð börn sín í allt að 15 ár. Þessu bréfi átti að koma til Raisu Gorbachev. Ekki er vitað hvort það tókst. Verkamannaflokkur ísraels er aðili að Alþjóðasambandi jafnað- armanna og það er Alþýðuflokkur- inn einnig. Innan þessa sambands hafa þær starfsreglur gilt, að aðild- arflokkarnir veiti hvorir öðrum alla þá aðstoð, sem þeim er unnt, sé þess óskað. Raunvísindastofnun Háskólans 20 ára I tilefni af tvitugsafmæli sínu hefur Raunvísindastofnun Háskól- ans gefið út veglegt kynningarrit. Er þar að finna ágætar upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar á þessu tímabili. Ritstjórn hafa ann- ast þeir Þorkell Helgason og Leó Kristjánsson, en Ævar Jóhannes- son hefur tekið flestar Ijósmyndirn- ar sem prýða ritið. í formála fyrir afmælisritinu seg- ir Þorkell Helgason, stjórnarfor- maður Raunvísindastofnunar Há- skólans: „Raunvísindastofnun Háskólans hóf starfsemi sína á árinu 1966. . Þetta rit er gefiðj út á tvítugsafmæli, stofnunarinuar árið 1986. í því er stuttlega rakin saga stofnunarinnar og raunar einnig saga rannsókna og kennslu í raunvísindum á íslandi. Þá er lýst starfi og starfsháttum stofnunarinnar. Meginefni ritsins er þó lýsing á verkefnum sem eru helst á döfinni um þessar mundir. Kennir þar margar grasa enda eru verkefnin fjölbreytt. Með því að koma Raunvísinda- stofnun Háskólans á fót var stigið stórt skref til eflingar grunnrann- sókna á landinu. Að sjálfsögðu átti stofnunin þó ýmsa forvera, einkum Eðlisfræðistofnun Háskólans sem Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor hafði veitt forstöðu frá upphafi árið 1958. Þá höfðu Atvinnudeild Há- skólans svo og Náttúrufræðistofn- un að nokkru sinnt grunnrann- sóknum á fræðasviðum stofnunar- innar. En fyrst með Raunvísindastofn- un verður til vettvangur þar sem keppt er að því að afla nýrrar undir- stöðuþekkingar í eðlis- og efna- fræði, jarðvísindum svo og stærð- og reiknifræði. Raunvísindastofn- un tók til starfa áður en full kennsla var hafin í umræddum fræðigrein- um við Háskólann. Er það í sam- ræmi við þá reynslu háskóla í víðri veröld að háskólakennsla er hjómið eitt ef hún styðst ekki við öflugar rannsóknir. Spyrja má hver sé hagur þjóðar- innar af ástundun rannsókna í raunvísindum. Beinast liggur við að svara með vísun til gagnsemi rann- sókna fyrir vöxt og viðgang at- vinnulífs. Sum af þeim viðfangs- efnum sem fengist er við á Raunvís- indastofnun koma atvinnuvegum og almenningi að beinum notum. Þannig hafa verið hannaðar nýjar framleiðsluvörur fyrir iðnað eða veitt ráðgjöf um bættar fram- leiðsluaðferðir. Þá má benda á að tæknivætt at- vinnulíf verður ekki til af sjálfu sér. Víðfeðm þekking þarf að vera til reiðu. Keðja kunnáttu og færni verður að spanna breitt bil, allt frá verkmennt til skilnings á lögmálum náttúrunnar en sá skilningur fæst ekki nema með rannsóknum. Tilvera grunnrannsókna verður þó einkum réttlætt á menningarleg- um forsendum. Við íslendingum viljum búa í nútímaþjóðfélagi þar sem lögð er stund á alla helstu þætti mennta og menningar. Þar má eng- an meginþátt vanta. Þess vegna rek- um við þjóðleikhús og sinfóníu- hljómsveit. En við viljum líka að fullnægt sé fróðleiksfýsn okkar um "^gerð eldfjalla og leitað að dýpstu rökum um eðli fágaðra flata í heimi stærðfræðinnar. Því er Raunvís- indastofnun Háskólans ómissandi þáttur í íslenskri menningu. Rit þetta er ætlað þeim sem fræð- ast vilja um viðfangsefni á Raunvís- indastofnun Háskólans. Opinber menningarstofnun á allt sitt undir virðingu og viðurkenningu fólksins í Iandinu. Því er það von höfunda að ritið auki ne efli tenesl stofnun-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.