Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 18. október 1986
Ávarp Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ, á flokksþingi Alþýöuflokksins:
Verkalýðshreyfingin hlýt-
ur aö beita sér pólitískt
í dag er sóknarfæri fyrir Alþýðuflokk og Alþýðubandalag
Góðir Alþýðuflokksmenn!
Á þessu ári eru 70 ár liðin frá því
Alþýðusambandið var stofnað.
Verkalýðsfélög höfðu þá um
nokkra hríð verið að ryðja sér til
rúms í íslensku þjóðfélagi oft við
þungan andbyr.
Baráttan fyrir samtakaréttinum
var ekki auðveld, ekki aðeins þeir
sem fyrir fóru heldur einnig hinir
almennu félagsmenn máttu víða
sæta ofsóknum, atvinnumissi og
jafnvel líkamlegu ofbeldi. Sterk
samstaða og draumsýn um betra
þjóðfélag gáfu fólki kjark og út-
hald til að sækja sinn rétt. Það sem
einum og einum var um megn tókst
með samtakamættinum.
Barátta hinna allslausu
Vinnutími var óreglulegur, kjör-
in voru rýr, húsakostur lélegur,
fatnaður af skornum skammti og
kostur fábrotinn. Tryggingakerfið
var I frumbernsku og þeir sem þáðu
af sveit misstu hin almennu lýðrétt-
indi. Hinn allslausi og réttindalausi
verkalýður ákvað að brjóta sér leið
til betra lífs. Verkalýðsfélögin voru
ekki aðeins vettvangur baráttunnar
fyrir styttri vinnutíma og hærra
kaupi heldur einnig vettvangur
hinnar stjórnmálalegu baráttu fyrir
bættum tryggingum öflugri at-
vinnuuppbyggingu og auknum rétt-
indum. Verkalýðsfélögin töldu jafn
sjálfsagt að taka þátt i kosninga-
baráttu vegna sveitarstjórna og Ál-
þingis og kljást við atvinnurekend-
ur í samningunum. Starfið í sveitar-
stjórnum og á þingi skipti sköpum
fyrir afkomu fólks og öryggi ekki
síður en áfangar í samningum.. Það
var eðlilegt að Alþýðusambandið
væri hvort tveggja í senn, samtök
verkalýðsfélaga, sameiningarafl í
hinni faglegu baráttu og stjórn-
málaflokkur, pólitískt baráttutæki
verkafólks. Það var eðlilegt að saga
Alþýðusambandsins og Alþýðu-
flokksins ætti sér sameiginlegt upp-
haf.
Vinstri hreyfingin
sundrast
Á fjórða áratugnum verða ýmsar
sviptingar í íslenskum stjórnmál-
um. Vinstri hreyfingin sundrast
með stofnun kommúnistaflokksins
og síðar klofningi Alþýðuflokksins
og stofnun Sósialistaflokksins. Á
sama tíma fjölgar ört félagsmönn-
um verkalýðsfélaganna, ný félög
verða til og eldri félög styrkja stöðu
sína. Því fór fjarri að allir félags-
menn fylgdu vinstri flokkunum og
sundrung vinstri hreyfingarinnar
svipti Alþýðuflokkinn aðstöðunni
til þess að tala einn fyrir verkalýðs-
hreyfinguna. Sú regla að ekki ættu
rétt til setu á þingi ASÍ aðrir en þeir
sem væru arwað hvort flokks-
bundnir Alþýðuflokksmenn eða
undirrituðu stuðningsyfirlýsingu
við stefnu hans var ekki til þess fall-
in að treysta samstöðuna í verka-
lýðshreyfingunni. Til þess að
hindra að klofningurinn i hinni
pólitísku hreyfingu ylli varanlegum
klofningi í faglegu hreyfingunni var
óhjákvæmilegt að skilja á milli.
Á þingi Alþýðusambandsins
1940 tóku Alþýðuflokksmennirnir í
Alþýðusambandinu, aðrir voru
ekki á þinginu, ákvörðun um skiln-
aðinn.
Á þingi Alþýðusambandsins
1942 sátu því allra flokka kvikindi
og svo hefur verið siðan.
Þrátt fyrir þau formlegu slit sem
urðu á milli ÁSÍ og Alþýðuflokks-
ins var ekki skorið á öll samskipti.
Alþýðuflokkurinn —
Verkalýðsflokkur
Margir forystumenn Alþýðusam-
bandsins hafa stutt við Alþýðu-
flokkinn, þar á meðal nokkrir for-
setar sambandsins þó það eigi ekki
við um þann sem hér talar. Alþýðu-
flokkurinn hefur einnig í stjórn-
málabaráttunni lagt áherslu á að
mörg þau mál sem efst hafa staðið
á verkefnaskrá verkalýðshreyfing-
arinnar á hverjum tíma. Alþýðu-
flokkurinn hefur talið sig verka-
lýðsflokk og gerir enn.
í kjölfar hins formlega skilnaðar
ASÍ og Alþýðuflokksins hófst mik-
ið innra stríð í verkalýðshreyfing-
unni. Þar sem stuðningsmenn
stjórnmálaflokkanna tókust á og
mældu fylgi sitt í kosningum í
hverju verkalýðsfélagi og auðvitað
einnig í heildarsamtökunum.
Meðaltalskvarðinn
í áranna rás hefur mikið áunnist
í kjörum. Það dylst engum sem
virðir fyrir sér íslenskt þjóðfélag,
að velmegun er mikil í landinu.
En eins og ég hef sagt áður er
ótraust að meta afkomuna með
meðaltalskvarða. Sú fræðigrein
sem segir mann með annan fót í ís
og hinn í sjóðandi potti hafa það að
meðaltali ágætt, gefur óraunhæfa
mynd af ástandinu.
Þeir sem erfiðast eiga eru ekki
hávaðasamur hópur í þjóðfélaginu
eins og skýrast birtist í þeirri miklu
undrun sem einkenndi viðbrögðin
við fátæktarráðstefnunni á liðnum
vetri. Það er ljóst að aðgreining
stéttanna er orðin svo rótgróin að
fjöldi fólks með fjölskyldutekjur á
bilinu 60—100 þúsund krónur á
mánuði umgengst bara fólk með
svipaða afkomu og gerir sér enga
grein fyrir því að þau fjárhagsvand-
ræði sem það á sjálft við að stríða
séu annars eðlis en fjárhagsvand-
ræði þeirra sem hafa framfæri sitt
af 20—30 þúsund króna tekjum.
Það er misskilningur að fjöldi fólks
hafi skyndilega orðið fátækur í til-
efni af ráðstefnu um fátækt. Fá-
tæktin hefur aldrei horfið úr ís-
lensku þjóðfélagi. En aukin mis-
skipting hefur e.t.v. gert hana sýni-
legri en áður.
Ólík kjör
Launaskrið, bónusgreiðslur og
yfirvinna valda því að fullvinnandi
fólk í sama starfi býr við ólík kjör.
Fólkið sem býr við taxtana bera sit-
ur illa eftir í samningum. Síðustu
árin höfum við ekki megnað að
bæta úr þessum vanda, þvert á móti
hefur hann aukist.
Þó verkalýðsheyfingin hafi engin
formleg tengsl við einn stjórnmála-
flokk fremur en annan hlýtur hún
óhjákvæmilega að beita sér póli-
tískt, beita sér fyrir framgangi mála
á vettvangi stjórnmálanna. Til þess
að ná árangri í hinni faglegu baráttu
verðum við einnig að sækja fram á
pólitíska sviðinu. Það er svo margt
samtengt á þessum sviðum báðum,
of margt sem aldrei verður ráðið
endanlega til lykta í afmörkuðum
samskiptum við atvinnurekendur.
Vandi einstæðra foreldra, barn-
margra fjölskyldna, öryrkja, aldr-
aðra, verðbólguvandinn eða hús-
næðismálin verða trauðla leyst.án
samstarfs við stjórnvöld. í baráttu
okkar fyrir bættum kjörum, auknu
jafnrétti og öryggi hljótum við að
leita allra leiða.
I íslensku þjóðfélagi hafa grund-
vallarviðhorf verkalýðshreyfingar-
innar um samstöðu og gagnkvæma
ábyrgð átt hljómgrunn.
Kaldir hægri vindar
Þó ekki sé allt sem skyldi er vilji
til staðar til úrbóta. Við skulum
hinsvegar gera okkur Ijóst að frá
hægri blæs nú köldum vindum ný-
frjálshyggjunnar, sem gefur einfalt
svar við öllum vanda: Látum mark-
aðinn ráða. Nýfrjálshyggjan boðar
einræði markaðarins. Undir ein-
ræði markaðarins er ekkert rúm
fyrir opinber afskipti. Nýfrjáls-
hyggjan boðar að einstaklingurinn
sé minna virði en kerfið og því sé
óábyrgt að trufla frelsi kerfisins í
þeim tilgangi að verja einstakling-
inn. Þeir sem verða undir í þjóðfé-
Iaginu eru ekki órétti beittir, þeir
hafa verið óheppnir. Einræði mark-
aðarins og fyrirlitningin á einstakl-
ingunum gefa ekkert rúm fyrir sam-
stöðu né félagslega samábyrgð.
Hver og einn skal hugsa um eigin
hag. Það er ekki hans vandamál,
hvort öðrum líður vel eða illa.
Trúin á miðstýringu
dvínað
Verkalýðshreyfingin hefur enga
patentlausn á vanda þjóðfélagsins.
Ef til vill er þar fundin ein ástæða
þess að félagsleg viðhorf hafa átt
nokkuð undir högg að sækja í áróð-
urshríð frjálshyggjunnar. Fyrr á
tímum höfðu margir innan verka-
lýðshreyfingarinnar trú á því að
þjóðnýting og miðstýrð áætlana-
gerð mundu leysa allan vanda. Trú-
in á þá lausn hefur dvínað og við
stöndum eftir með þá ruglingslegu
lausn sem hið blandaða hagkerfi
býður upp á. Við gerum okkur grein
fyrir því að sjálfvirkni markaðarins
leysir engan veginn öll mál og er
beinlínis óæskileg á ýmsum svið-
um. Félagsleg stjórn og opinber
rekstur eru því nauðsyn.
Opinber þjónusta er mikilvæg
ekki bara til þess að tryggja og bæta
aðbúnað að fólki heldur einnig til
að bæta aðbúnað fyrirtækja og
örva frumkvæði og framvindu í at-
vinnulífinu.
Gagnkvæm ábyrgð er auðskilið
mál í hinu smáa íslenska þjóðfélagi.
En engu að síður hefur nýfrjáls-
hyggjan sótt á og henni ekki verið
nægilega svarað.
Gegn mannfyrirlitningu
Verkalýðshreyfingin hefur ekki
staðið sig í þessu efni og það sama
á við um þá stjórnmálaflokka sem
telja sig standa henni næst. Við
verðum að berjast gegn mannfyrir-
litningu frjálshyggjunnar og sýna
fram á mótsagnir hennar en við
verðum einnig að draga fram skýrar
lausnir á þeim vandamálum ís-
lensks þjóðfélags sem mest stinga í
augum.
Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á
19 þúsund króna mánaðarkaupi,
kaupi sem ekki nægir til mannsæm-
andi framfærslu. Þann blett þurf-
um við að þvo af okkur. Lægsta
kaupið verður að hækka og þeir
sem náð hafa lengra verða að veita
því beinan stuðning að það kaup
hækki meira en þeirra eigið. Verka-
lýðshreyfingin ber ábyrgð á kaup-
töxtum sem atvinnurekendur hver
fyrir sig hafa gert ómerka með per-
sónubundnum yfirborgunum.
Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á
því að þetta úrelta taxtakerfi verði
FRYSTI-0G KÆUKLEFAR
tDbúnir á metUma
Úr Barkar einingum færð þú frysti- og kæli-
klefa af hentugri stærð, níðsterka, þægilega
að þrífa, auðvelda í
uppsetningu og einangr-
aða með úreþan,
-besta einangrunarefni
sem völ er á.
Hentug grunnstærð
á einingum margfaldar
notagildi klefanna
þannig að þeir reynast
frábær lausn fyrir verslanir, fiskvinnslur,
kjötvinnslur, mötuneyti, veitingahús, hótel,
heimahús og alls staðar þar sem þörf er á
vandaðri geymslu til
kælingar og frystingar.
Krókalæsingar,
einfaldar en sterkar
tryggja skjóta og
trausta uppsetningu.
Nfðsterk klæðning
meðplasthúðauðveldar
fullkomið hreinlæti.
Hringið eða skrifiö eftir frekari upplýsingum
Barkar frysti- og kæliklefar leysa vandann vfðar en þig grunar
*9bÖ
{ 9 HJALLAHR/
iRKUR hf.
HJALLAHRAUNf 2 ■ SIMI S375S • PÓSTHOLF 239 ' 220 HAFNARFIRÐI