Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. október 1986
3
Ávarp Guðmundar Einarssonar, alþingismanns,
á flokksþingi Alþýðuflokksins:
Hvernig tekur velferðar-
ríkið á móti þeim ungu?
Hverjar eru hamingjulíkur þeirra?
Guðmundur Einarsson ásamt Gylfa Þ Gislasyni, fyrrverandi formanni Alþýðu-
flokksins.
Kæru félagar.
Ameríski heimspekingurinn
John Rawls telur sjálfsvirðinguna
til mannréttinda. Það er hægt að
skilgreina sjálfsvirðinguna á ýmsan
hátt. Ein leiðin er sú að sjálfsvirð-
ingin sé fullvissa einstaklingsins um
að hann sé að láta drauma sína ræt-
ast og samferðamennirnir meti
hann að verðleikum.
Að draumarnir rætist og verð-
leikarnir séu metnir.
Oft mælum við velferðarríkið
með því að meta lífslíkur. En líf
þarf ekki að veita hamingju. E.t.v.
væri fróðlegra að meta velferðar-
ríkið í líkindum þess að sérhver
komist þar í gegn með óskerta
sjálfsvirðingu.
„Hamingjulíkurnar“
Næsta vor munu 20 þúsund ungir
íslendingar kjósa í fyrsta sinn. Þá
eru þeir líka að hefja sjálfstæða
göngu sina í þessu samfélagi.
Hvernig tekur velferðarríkið þeim?
Hverjar eru „hamingjulíkur"
þeirra? Hverjar eru líkur á því að
þeir haldi óskertri sjálfsvirðingu
sinni? Hverjar eru Iíkur á að
draumar þeirra rætist og verðleikar
þeirra verði metnir?
* Eiga draumar þeirra um mennt-
un að eiga allt undir umhleyp-
ingasömum skapsmunum og
skyndiákvörðunum stjórnvalda í
menntamálaráðuneyti?
* Eiga draumar þeirra um fjöl-
skyldulíf að eiga allt undir árlegu
reiptogi stjórnmálaflokka og að-
ila vinnumarkaðarins um hús-
næðismál?
* Munu verðleikar þeirra verða
metnir á sama hátt og rikisvaldið
hefur metið kennara og sjúkra-
liða að undanförnu?
Þessum spurningum um ham-
ingjulíkur verður stjórnmálaflokk-
ur framtíðar að svara.
Sjálfsvirðingin
Vaxandi spurningar landsbyggð-
arfólks um sjálfsstjórn eru um
sjálfsvirðingu. Það eru spurningar
fólks sem ekki vill lifa á því að gera
út þingmenn sem fiska i fjárhags-
nefndum eða eru á beit á fram-
kvæmdasjóðum í Reykjavík.
Það eru spurningar fólks sem vill
að þingmenn gæti þess að fólkið fái
sjálft að gera út og beita á auðlindir
sínar í krafti hugar síns og handa.
Spurningar þéttbýlisfólks eru
einnig um sjálfsvirðingu. Einstakl-
ingurinn þar unir ekki því mati á
verðleikum sínum að hann skuli
„Kennileitin við mótun
nýrrar pólitíkur eiga
að vera þessar spurn-
ingar en ekki hillingar
um hœgri og vinstri
eða hin sífellda við-
miðun við Sjálfstœðis-
flokkinn, sem hefur
drepið flestar frjóar
hugsanir í öðrum
flokkum.“
hafa minni áhrif á samsetningu lög-
gjafarþingsins vegna búsetu sinnar.
Það er grundvallaratriði að
stjórnmálaflokkar skilji spurning-
arnar rétt.
Máttur þess sem skilur
Robert Kennedy hafði gífurlega
sterk áhrif á samtíð sína og ungt
fólk. Schlesingeer ævisöguritari
hans segir einhvers staðar: Hann
var ekki búinn að finna svörin — en
hann skildi spurningarnar.
Slíkur er máttur þess sem skilur.
Stjórnmálaflokkur framtíðar
sest ekki við að semja lausnir fyrr
en hann er alveg viss um að hann
hafi skilið spurningarnar rétt.
* Beinast spurningar landsbyggð-
arfólks að því einu að bera meira
úr býtum við núverandi kerfi —
eða að því að sundra og breyta í
grundvallaratriðum kerfi forsjár-
hyggju og miðstýringar?
* Verður þeim spurningum svarað
með gleggri línum um samskipti
ríkis og sveitarfélaga og samruna
þeirra smæstu eða þarf róttækari
lausnir, gjörbyltingu á aðferðun-
um?
* Beinast spurningar fólksins um
laun að því að bera meira úr být-
um í heildarsamningum eða vill
fólkið sjálfræði um samninga-
málin, gjörbreyttar aðferðir og
semja t.d. um að 10—20% launa
verði beint tengd ágóða fyrir-
tækja?
* Beinast spurningar fólksins um
húsnæðismálin að því að láta
semja sig inn í einhvern tiltekinn
forgangshóp og eiga síðan á
hættu að verða útileguhópur
nokkrum árum síðar, þegar sam-
ið hefur verið fyrir nýjan for-
gangshóp
— eða
er fólk að spyrja: Af hverju er
ekki hægt að leysa húsnæðismál
á íslandi fyrir alla eins og í öðrum
löndum?
Ný landamæri
Svörin við öllum þessum spurn-
ingum um sjálfsvirðinguna munu
marka ný landamæri í íslenskum
stjórnmálum. Kennileitin við mót-
un nýrrar pólitíkur eiga að vera
þessar spurningar en ekki hillingar
um hægri og vinstri eða hin sífellda
viðmiðun við Sjálfstæðisflokkinn,
viðmiðun sem hefur drepið flestar
frjóar hugsanir í öðrum flokkum.
Að beisla þennan kraft og þessi við-
horf og finna þeim sameiginlegan
farveg er næsta stórvirkjun á ís-
landi.
Hún verður ekki mæld í gíga-
wattsstundum, heldur árum og ára-
tugum.
Stefnumál okkar Bandalags-
manna, sem höfum gengið til liðs
við Alþýðuflokkinn, eru tilraun til
að svara þessum spurningum.
Tillögur um þjóðfund, beint kjör
forsætisráðherra, jöfnun atkvæðis-
réttar, fylkisstjórnir, reglur gegn
„Við erum hins vegar
þeirrar skoðunar að
það sé ekki rétt að láta
áherslur á einstök mál
skipta íslenskum jafn-
aðarmönnum upp í
flokka. Það er jafn
hryggilegt og að sögu-
legar ástœður valda
því að enn ganga þeir
skiptir til leiks.“
hagsmunaárekstrum og tillögur um
vinnustaðasamninga í höndum
starfsfólks eru svör við spurningum
um lýðræði.
, Án lýðræðis er engin sjálfsvirð-
ing.
Áhrif fólksins
Þetta eru tillögur um áhrif fólks-
ins, um lýðræðislega uppbyggingu
og starfshætti þess stjórnkerfis sem
þjóðin kemur sér upp til að gæta
sameiginlegra hagsmuna sinna og
leysa sameiginleg vandamál. Þessar
tillögur eru um áhrif fólks á lands-
stjórn, heimaslóðir og atvinnu.
Tillögur um frjálst fiskverð og
gjaldeyrissölu, um vinnustaða-
samninga og ágóðahluti starfsfólks
af rekstri fyrirtækja eru einnig svör
við spurningum um möguleika
fólks til að lifa af launum sínum. Er
hægt að vega meir að sjálfsvirðingu
vinnandi fólks en að gera því ill-
mögulegt að lifa af launum sinum?
Við erum enn þá þeirrar skoðun-
ar að þetta séu bestu leiðirnar til að
tryggja lýðræði og lífskjör. Þetta
eru leiðir til að tryggja einstaklingn-
um áhrif á umhverfi sitt, ítreka réit
hans til eigin frumkvæðis og létta af
honum oki forræðis og forsjár-
hyggju.
Við erum hins vegar þeirrar skoð-
unar að það sé ekki rétt að láta
áherslur á einstök mál skipta ís-
lenskum jafnaðarmönnum upp í
flokka. Það er jafnhryggilegt og að
sögulegar ástæður valda því að enn
ganga þeir skiptir til leiks.
Við viljum því nú ganga til sam-
starfs við fólk sem vill og getur gert
þær róttæku breytingar á íslensku
samfélagi sem eru nauðsynlegar.
Með þeirri nýjung sem verður
með inngöngu Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna í Alþýðuflokkinn
er verið að þróa nýtt samstarfs-
form, verið að breyta flokknum í átt
til nýrra starfshátta, umburðar-
lyndis og víðsýni.
Jafnaðarstefna er ekkert af-
markað, endanlegt hugtak. Hún er
í mótun. Hún á að vera í sífelldri
endurskoðun. Innan flokksins á að
ríkja jákvæð samkeppni um hug-
myndir. Á jafnaðarstefnunni eiga
að verða róttækar breytingar til að
svara spurningum fólksins, því að
með fólkinu og fyrir fólkið á þessi
flokkur stórkostlega möguleika.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
María Kjartansdóttir,; formaður SUJ, á flokksþingi:
„Frjálshyggjufrík"
munu fá skýr svör
Fundarstjóri, formaður, félagar
og góðir gestir.
Hér um daginn hitti ég ungan
skólanema á Háskólalóðinni og
hann spurði mig hvort hann hefði
ekki tekið rétt eftir um kosningu
mína. Síðan bætti hann við: Hvað
er Samband ungra jafnaðarmanna
eiginlega? Sagðist svo bara ekki
hafa haft hugmynd um að slíkur fé-
lagsskapur væri til.
Ég held þvi miður að það sé allt
of margt ungt fólk í þessu landi sem
líkt er farið.
Kynnum starfið!
Innra starf okkar í SUJ hefur ver-
ið ágætt og ætla ég síður en svo að
draga úr nauðsyn þess að svo verði
áfram. Hitt er svo annað mál og má
meðal annars ráða það af framan-
greindu dæmi að kynningu á tilveru
okkar, starfsgrundvelli og málefn-
um hefur nánast vantað.
Því er það fyrsta verkefni nýkjör-
innar stjórnar að gangast fyrir öfl-
ugri og velskipulagðri kynningu í
framhaldsskólum landsins, á hug-
sjón okkar.
Takið afstöðu
Ég var spurð að því um daginn
hvort ég teldi að ungt fólk hefði
áhuga á stjórnmálum. Því miður
leiða jafnaldrar mínir pólitíkina allt
of oft hjá sér, segjast ekki skilja
hana, telja alla stjórnmálamenn
vera eins og þar fram eftir götun-
um. Þeir hafi því ekki áhuga á
henni.
Það er að mínu mati óheillavæn-
legt að hafa ekki áhuga á því hverjir
sitji við stjórnvölinn og hvernig á
málum er haldið. Láta sig eigin
framtíð þannig einu gilda. Ég tel
rangt að láta fólk komast upp með
að hunsa framtíðina á þessum for-
sendum. Gefum þeim nýjar for-
sendur og leyfum þeim síðan að
hugsa málið.
Við erum óhrædd við að láta
vega okkur og meta sem valkost.
Við þurfum ekki að fegra stefnu
okkar og sjónarmið, því stefnan
stendur fyrir sínu. Látum fólk taka
afstöðu sem grundvölluð er að
þeirra eigin skynsemi. Við ætlum
ekki að ginna tii okkar fólk með
gylliboðum, því Jafnaðarstefnan
sjálf, er hinn gullni kostur.
Sú kynning sem ég nefndi að yrði
fyrsta verkefni okkar, kostar (eins
og flest annað) peninga, en þá á
sambandið enga til. Forsenda starfs
okkar er því að okkur takist að afla
þeirra. Stjórnin ákvað því að gang-
María Kjartansdóttir flytur ávarp sitt.
ast fyrir happdrætti hér á þinginu
og er það á Iotteríformi. Ég kemst
ekki hjá því að nota þetta tækifæri
til þess að hvetja ykkur og biðja
góðir félagar að sýna hug ykkar í
verki og styðja þannig við bakið á
okkur með því að kaupa miða hér á
þinginu. Því góð áform verða að
engu ef peningana skortir. Styrkur
okkar er jafnframt styrkur ykkar.
„Frjálshyggjufrík“
Lýsingin sem ég brá upp áðan af
ungu fólki og áhugaleysi þeirra á
stjórnmálum er síður en svo algild.
Þeir eru margir sem hafa brennandi
áhuga. Augljósasta dæmið eru þeir
sem við köllum stundum frjáls-
hyggjufrík. Við skulum ekki undr-
ast þá bylgju. Það er nefnilega auð-
velt að gleypa hrátt það sem vel er
sett fram. Ef þú lærir utanað aðal-
atriðin úr kenningum þeirra Fried-
manns og Hayeks, geturðu slegið
um þig og þóst vera flott og klár.
En gott fólk, það eru margir fleiri
en við, sem eiga bágt með að þola
þessa steingeldu frasa. Við vitum að
við getum hrakið þá. Ég þarf ekki
að segja ykkur neitt um það, enda
var það ekki ætlunin. Þetta er allt
sáraeinfalt og augljóst fyrir okkur.
En hvað um þá sem standa varnar-
lausir frammi fyrir þeim, vilja en
geta ekki.
Það er hlutverk okkar ungkrata
og ætlun að gefa þessu fólki skýr
svör. Bylgja jafnaðarstefnu er jafnt
möguleg og nýfrjálshyggjubylgja,
en krefst e.t.v. meiri vinnu. Ég er
sannfærð um að vinna okkar mun
skila árangri og nýtast vel í barátt-
unni fyrir betra og' réttlátara þjóð-
félagi.
Góðir þingfulltrúar, ég flyt ykk-
ur kveðju félaga minna í Sambandi
ungra jafnaðarmanna með ósk um
árangursríkt og skemmtilegt
flokksþing.