Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 23
23
Laugardagur 18. október 1986
Norræn rdðstefna:
Jarðskjálftar og
afleiðingar þeirra
Dagana 21. til 24. október nk. Reykjavík um áhrif jarðskjálfta á
verður haldin norræn ráðstefna í byggingarmannvirki. Á ráðstefn-
Ritgerðar-
samkeppni
um jafnaðarstefnuna
í tilefni 70 ára afmælis Alþýðuflokksins hef-
ur verið ákveðið, að efna til ritgerðarsam-
keppni um efnið „Jafnaðarstefnan“. Rétt til
þátttöku hafa allir á aldrinum 15 til 25 ára.
Skilafrestur er til 1. desember næst komandi,
og skal ritgerðin vera 6 vélritaðar síður.
Þrenn verðlaun verða veitt í ritgerðarsam-
képpninni. Fyrstu verðlaun er hálfs mánaðar
dvöl í Bommersvik í Svíþjóð, en þar er ráð-
stefnumiðstöð sænskra jafnaðarmanna og
verkalýðshreyfingarinnar. Önnur og þriðju
verðlaun eru bókaverðlaun.
í dómnefnd eru dr. Gylfi Þ. Gíslason, Helgi
Skúli Kjartansson og Jón Baldvin Hannibals-
son. — Frekari upplýsingar um samkeppnina
verðaveittarí skrifstofu Alþýðuflokksins, sími
29244.
unni, sem er hin fyrsta sinnar teg-
undar á Norðurlöndunum, verður
fjallað um eðli og áhrif jarðskjálfta
og afleiðingar þeirra. Einnig verður
fjallað ítarlega um það hvernig hús
og önnur mannvirki hegða sér i
jarðskjálfta. Ennfremur hvernig
megi hanna burðarvirki þeirra
þannig, að þau standist slíka áraun
eða tjón af völdum jarðskjálfta
verði sem minnsj.
Nokkrir þekktir erlendir fræði-
menn munu flytja fyrirlestra á ráð-
stefnunni, sem einkum er ætluð
fyrir byggingarverkfræðinga og
aðra tæknimenn frá öllum Norður-
löndunum, sem fást við hönnun
húsa og mannvirkja. Má þar meðal
annars nefna prófessor George W.
Housner frá California Institute of
Technology, en hann hefur verið
forseti alþjóðasambands jarð-
skjálftaverkfræðinga og er einn af
brautryðjendum á þessu fræða-
Rannsóknir
við Háskóla
Islands
1985—1986
Vísindanefnd Háskólaráðs hefur
gefið út bókina Rannsóknir við Há-
skóla íslands 1985—1986. Er hér á
ferðinni mikið rit uppá 372 bls. í
inngangsorðum bókarinnar stend-
ur m.a.:
Háskólinn á sér tvíþætt hlutverk,
rannsóknir og kennslu. Hlutverk
hans í kennslu er vel kynnt, m.a.
með árlegri Kennsluskrá, þar sem
lýst er námsbrautum og námskeið-
um, sem í boði eru. Samsvarandi
skrá um rannsóknasvið og rann-
iSÓknaverkefni hefur ekki verið til-
tæk fyrir háskólann í heild, þótt
rannsóknir séu fullur helmingur
starfseminnar. Niðurstöður rann-
sókna birtast í tímaritum og skýrsl-
um, og ritskrár eru birtar í Árbók
háskólans og árskýrslum rann-
sóknastofnana. Rannsóknaráð rík-
isins hefur einnig birt lýsingar á
rannsóknastarfsemi háskólans á
sviði læknisfræði, raunvísinda og
verkfræði í Árskýrslum sínum ann-
að hvert ár, og Verkfræði- og raun-
vísindadeild gaf tvívegis út Rann-
sóknaskrá um sína starfsemi. Með
þessari bók er hins vegar gerð til-
raun til að draga saman í eina heild
yfirlit yfir alla rannsóknastarfsemi
skólans. Að þessu sinni er megin-
efnið stuttorðar lýsingar á við-
fangsefnum, einkum á háskólaár-
inu 1985—1986. Þessar lýsingar
ættu að auðvelda aðilum, utan há-
skólans sem innan, að átta sig á því,
sem fram fer í rannsóknum í há-
skólanum og hvert er sérsvið kenn-
ara og sérfræðinga, sem þar starfa.
í öðru lagi ber skráin þéss vott,
hversu virkir kennarar og sérfræð-
ingar háskólans eru í rannsóknum,
og hve margt er þar gert, sem hefur
augljóst notagildi fyrir atvinnuvegi
og þjóðlíf. Á heildina litið er há-
skólinn stærsta og fjölbreyttasta
rannsóknastofnun landsins. Skiptir
miklu að menn viti, hvað þar fer
fram, og að slík vitneskja verði
þeim hvati til að leita samstarfs og
ráðgjafar.
Efni skrárinnar er raðað í staf-
rófsröð háskóladeilda og innan
þeirra eftir rannsóknasviðum eða -
stofnunum. Á eftir þeim koma Iýs-
ingar frá nokkrum rannsókna-
stofnunum, sem eru tengdar há-
skólanum, en heyra þó ekki undir
deildir hans. Skipulag rannsókna-
starfseminnar er mjög mismunandi
og endurspeglast í skránni. Á síð-
astliðnu vori birtust ágætar kynn-
ingar á rannsóknastarfsemi margra
deilda í Fréttabréfi háskólans og
voru þær nýttar eftir föngum i
þessa skrá. Á sama hátt nýttist efni,
sem ritað var fyrir Afmælisrit
Raunvísindastofnunar á þessu ári.
Að öðru leyti eru lýsingar byggðar á
efni og árskýrslum, sem stjórnend-
ur verkefna sendu að beiðni nefnd-
arinnar.
Óhætt er að segja að Háskóla ís-
lands sé sómi að þessari bók. Hún
er ítarleg og tæmandi og góð upp-
sláttarbók um verkefni þau og
rannsóknir sem Háskólinn ht"”-
tekið fyrir á tímabilinu.
sviði. Ermikill fengur fyrir íslenzka
tæknimenn að fá tækifæri til þess
að kynnast hinum erlendu gestum
ráðstefnunnar og ýmsum nýjung-
um, sem þeir hafa fram að færa.
Oft er erfitt fyrir okkur, sem hér
störfum, að fylgjast með því, sem er
að gerast á hinum ýmsu sviðum
tækninnar. Því er kærkomið þegar
hægt er að fá hingað til lands menn,
sem standa þar í fremstu viglínu.
Ráðstefnan er haldin í nafni Há-
skóla íslands og Verkfræðiháskól-
ans í Kaupmannahöfn, en prófessor
Júlíus Sólnes og Dr. Cláes Dyrbye
hafa haft veg og vanda af öllum
undirbúningi og skipulagsvinnu
vegna ráðstefnunnar.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Auglýsing um prófkjör
Alþýðuflokksins
í Suðurlandskjördæmi
Ákveðið hefur verið að hafa prófkjör um skipan fjögra
efstu sæta framboðslista Alþýðuflokksins f Suður-
landskjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga.
Framkvæmd prófkjörsins verður samkvæmt reglum Al-
þýðuflokksins.
Framboðum skal skila fyrir 25. október til formanns
stjórnar kjördæmisráðs, Ágústs Bergssonar llluga-
götu 35, 900 Vestmannaeyjar.
Stjórn kjördæmisráðs.
Austfirðingar
Kjördæmisráðsfundur Austfjarða verður haldinn laug-
ardaginn 18. okt. kl. 14 e. h. I Valhöll Eskifirði.
Allir Alþýöuflokksmenn velkomnir.
Kjördæmisráð
Alþýðuflokksins
I Vesturlandskjördæmi heldur fund laugardaginn
18. þ.m. kl. 10 árdegis I Hótel Borgarnesi.
Fundarefni:
1. Tekin afstaða til prófkjörsreglna vegna prófkjörs
sem haldiö skal fyrir lok nóvember.
2. Önnur mál.
Stjórn kjördæmisráðs.
Framboösfrestur vegna
prófkjörs Alþýðuflokksins
í Reykjaneskjördæmi
Prófkjör um skipan fimm efstu sæta á framboðslista
Alþýðuflokksins I Reykjaneskjördæmi við næstu Al-
þingiskosningar fer fram dagana 8. og 9. nóvember
1986.
Kjörgengir til prófkjörs eru þeir sem uppfylla ákvæði
laga um kjörgengi við Alþingiskosningar og hafa skrif-
leg meðmæli minnst 50 flokksbundinna Alþýðuflokks-
manna I Reykjaneskjördæmi 18 ára og eldri.
Frambjóðandi sem býður sig fram I 1. sæti framboðs-
listans erauk þess l kjöri 12., 3., 4. og 5. sæti, — sásem
býður sig f ram I 2. sæti er auk þess í kjöri i 3., og 4. og
5. sæti, sá sem býður sig fram I 3. sæti er auk þess í
kjöri i 4. og 5. sæti, sá sem býður sig fram ( 4. sæti er
einnig ( kjöri ( 5. sæti.
Ef ekki ertekiðfram (hvaðasæti frambjóöandi býður
sig fram telst framboðið vera i öll fimm sætin.
Berist aðeins eitt framboð ( eitthvert sæti listans er
sjálfkjörið ( það sæti.
Niöurstöður prófkjörsins eru bindandi um skipan sæt-
is áframboðslista, ef frambjóðandi hlýtur i viðkomandi
sæti og sæti þar fyrirofan minnst 20 af hundraði kjör-
fylgis Alþýðuflokksins ( Reykjaneskjördæmi við síð-
ustu Alþingiskosningar.
Kosningarétt (prófkjörinu hafa allir þeirsem lögheimili
eiga f Reykjaneskjördæmi og orðnir verða 18 ára 30.
aprtl 1987 og eru félagar ( Alþýöuflokknum eða stuðn-
ingsmenn hans.
Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 20. október
1986 klukkan 24.00.
Framboðum skal skila til formanns Kjördæmisráðs í
Reykjaneskjördæmi Harðar Zóphanfassonar, Tjarnar-
braut 13, Hafnarfirði.
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi.