Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 18. október 1986 Ávarp Ásmundar Framh. af bls. 14 ingu, bættum kjörum launafólks og auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Með nánu samstarfi geta þessir tveir flokkar ráðið því hvað gerist og komist þannig hjá því hækju- hlutverki sem þeim gæti verið búið hvorum fyrir sig í samstarfi við aðra. Góðir Alþýðuflokksmenn ég er ekki á leið inn í flokk ykkar, en ég hvet til samstarfs á milli flokka okkar. Góðir Alþýðuflokksmenn, sem forseti Alþýðusambands islands þakka ég það tækifæri sem mér hefur boðist til að flytja ykkur kveðjur og árnaðaróskir frá heild- arsamtökum íslenskra erfiðis- manna. Alþýðuflokkurinn og Al- þýðusambandið eiga sér sameigin- lega sögu, voru ein og sömu sam- tökin í aldarfjórðung og hafa síðan oft tekið saman á mikilvægum mál- um. Ég heiti á Alþýðuflokkinn að hann minnist uppruna síns og reyn- ist trúr þeirri köllun að leggja allt í sölurnar fyrir þá sem lítils eru megnugir í íslensku þjóðfélagi. Ég óska okkur öllum til hamingju með afmælið. Jóhanna Framh. af bls. 20 því sem er í öðrum hliðstæðum at- vinnuleysistryggingalögum. Sú breyting mun hafa sáralítinn kostn- að í för með sér fyrir Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Breytingatillagan hljóðar svo: 1. gr. 2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo: Að auki skal greiða bótaþegum, sem hafa börn sín yngri en 18 ára á framfæri á heimili sínu eða greiða sannanlega með þeim meðlag utan heimilis, 4% af framangreindum launum með hverju barni. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ávarp Hannibals Framh. á bls. 15 „Líkt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita" Sem sagt: Þetta er mín eggjan í upphafi flokksþings: Upp með merkið — merki sam- einaðra jafnaðarmanna — því cin- ing er afl. Upp og fram Alþýðuflokksfólk um allt land — fram til harðrar sóknar — og mikils sigurs. Ávarp Gylfa Framh. af bls. 14 steinum. Hann hefur í utanríkis- málum ávallt verið fylgjandi sam- starfi vestrænna þjóða í varnarmál- um. Helmut Schmidt er hagfræðing- ur. Hann var einn þeirra, sem á flokksþingi þýzkra jafnaðarmanna í Godesberg 1952 beitti sér fyrir því, að áhrif marxisma voru numin á brott úr stefnuskrá þýzka jafnaðar- mannaflokksins. Hann er traustur málsvari þeirrar nútímajafnaðar- stefnu, sem ætlar bæði einkafram- taki og ríkisvaldi ákveðin hlutverk, í því skyni að tryggja sem mest af- köst efnahagslífsins, jafnframt því sem réttlæti í tekjuskiptingu sé tryggt, án þess að ríkið hafi lam- andi afskipti af einstaklingum eða atvinnurekstri. í kosningum árið 1946 bættust Alþýðuflokknum tveir nýir þing- menn, við Hannibal Valdimarsson. Mér hafði verið skipað í efsta sæti listans i Reykjavík, þótt ég væri þá við framhaldsnám og ritstörf úti í Kaupmannahöfn, eftir miklar og hatrammar deilur um skipan list- ans. Hannibal kom auðvitað frá ísafirði. Við vorum skoðanabræð- ur, bæði að því er snertir innan- Iandsmál og utanríkismál, og urð- um því samherjar og vinir. Skoðan- ir okkar féllu ekki í góðan jarðveg hjá ýmsum forystumönnum flokksins, og ég verð að segja það eins og er, að okkur var ekki vel tek- ið í þingflokknum og ekki sýndur þar trúnaður, einkum ekki í utan- ríkismálum. Ef flokksforystan hefði þá verið umburðarlyndari en hún var, held ég, að ef til vill hefði verið hægt að afstýra ýmissi þeirri ógæfu, sem síðar varð og ég mun víkja að. Oánægja innan flokksins magn- aðist á næstu árum og náði há- marki, þegar Stefán Jóh. Stefáns- son var felldur frá formennsku 1952 og Hannibal Valdimarsson kosinn formaður í hans stað, en Benedikt Gröndal varaformaður. Ég hafði verið ritari flokksins síðan 1942, óskaði eftir því að vera kjörinn áfram í það starf og var það. Sundr- ung í flokknum varð mikil og var líkleg til þess að valda honum miklu tjóni í kosningum, einkum eftir að Þjóðvarnarflokkurinn var kominn til skjalanna. Við Hannibal höfðum samstöðu og náið samstarf fram til miðs sjötta áratugarins. Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn höfðu farið með völd frá árinu 1950. Báðir aðalforingjar flokks- ins, Hermann Jónasson og Ey- steinn Jónsson vildu láta þessu samstarfi lokið. Sjálfstæðisflokk- urinn hafði fengið 37% atkvæða 1953 og sagðist þá raunar stefna að því að fá hreinan meiri hluta, en eins og kjördæmaskipanin var þá, gátu 40% atkvæða nægt til hreins meiri hluta. Nú kom upp sú hug- mynd, sem við Haraldur Guð- mundsson urðum aðalmálsvarar fyrir í Alþýðuflokknum, að Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn gerðu kosningabandalag og freistuðu þess að ná hreinum meiri hluta á Alþingi, meiri hluta, sem stjórnaði án áhrifa frá Sjálfstæðis- flokknum og Sósíalistaflokknum, — mynda stjórn, hliðstæða þeirri, sem setið hafði að völdum 1934— 37. Kosningabandalag Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokksins var í rauninni andsvar við fyrirætlun- um Sjálfstæðisflokksins. Það er skoðun mín, að meiri hluti hefði unnizt, ef Hannibal Valdi- marsson hefði tekið þátt í þessu kosningabandalagi. Staða Sósía- listaflokksíns var veik. Tengsl hans við Sovétkommúnismann höfðu komið skýrt í ljós við andlát Stalíns. En Hannibal ásamt nokkrum sam- eiginlegum vinum okkar kaus að stofna Alþýðubandalagið ásamt Sósíalistaflokknum. Það hvarflaði aldrei að mér að yfirgefa Alþýðu- flokkinn og taka þátt í stofnun Al- þýðubandalagsins, þótt fast væri lagt að mér að gera það. Ég taldi og tel enn, að Hannibal hafi bjargað Sósíalistaflokknum frá kosninga- ósigri. Alþýðubandalagið vann sig- ur. Og það varð aðili að þeirri ríkis- stjórn sem ætlunin hafði verið að mynda eftir kosningarnar 1956. Við Hannibal urðum samráðherrar. Ég tel þessa stjórn hafa gert rétt í að falla frá fyrirhugaðri uppsögn varnarsamningsins. Sömuleiðis tel ég stefnu hennar í landhelgismálinu hafa verið rétta. En ég tel stefnu hennar í efnahagsmálum hafa mis- tekizt. Það var rangt að halda fast við ranga gengisskráningu og halda áfram að stjórna með höftum, leggja á innflutningsgjöld og út- hluta útflutningsbótum. Þessi reynsla mín í stjórn Hermanns Jón- assonar 1956—58 varð til þess, að ég gerðist stuðningsmaður þeirrar skoðunar, að Alþýðuflokkurinn ætti að styðja stefnubreytingu í stjórn efnahagsmála, það ætti að hverfa frá haftabúskap að mark- aðsbúskap, sem lyti skynsamlegu eftirliti af hálfu ríkisvaldsins. Þá mundi skapast nýtt andrúmsloft í þjóðfélaginu, þjóðartekjur aukast og skilyrði skapast til umbóta í fé- lagsmálum og menningarmálum. Sú varð raunin á. Viðreisnin 1959 Þegar tvennar kosningar 1959 samfara kjördæmabreytingu leiddu í ljós, að Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur höfðu meiri hluta á Alþingi, varð niðurstaðan sú, að þeir mynduðu þá ríkisstjórn, sem lengst hefur setið að völdum á ís- landi, Viðreisnarstjórnina svo nefndu. Ég tel það eitt nytsamasta verk, sem ég hef unnið þjóð minni og flokki mínum, að vinna að því, að þetta stjórnarsamstarf kæmist á og héldist jafnlengi og raun bar vitni. Allan þennan tíma var Hannibal Valdimarsson í hópi hörðustu and- stæðinga þessarar stjórnar. Við Hannibal áttum því ekkert sam- starf á þessum árum. En gamall vinskapur okkar rofnaði ekki. - Styggðaryrði hefur aldrei fallið milli okkar persónulega. Og ég minnist þess ekki, að í hörðum deilum okk- ar á Alþingi hafi nokkru sinni falizt persónulegt hnútukast. Mér hafði alltaf boðið í grun, að Hannibal mundi ekki til langframa eira í Alþýðubandalaginu. Hann átti í raun og veru aldrei fulla sam- leið með þeim, sem þar réðu ferð- um. Þess vegna urðu mér það mikil vonbrigði, þegar hann sagði skilið við þá með því að stofna til nýrra stjórnmálasamstaka í stað þess að hverfa með einhverjum hætti til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Ég er viss um, að flokkurinn hefði vilj- að mikið til þess vinna að geta aftur talið hann samherja sinn, hvað þá flokksmann. Afstaðan til hans hefði orðið önnur en afstaðan til Héðins Valdimarssonar á sínum tíma, þegar hann sagði skilið við Sósíalistaflokkinn. Enn urðu örlögin einingu ís- lenzkra jafnaðarmanna hins vegar Útboð Tilboð óskast f framkvæmdir við fyrsta áfanga Listasafns Kópavogs við Harmaborg. í verkinu fellst gröftur, sprengingar og lagnir I grunni. Steypu á sökkulvegg og leiðslukjallara. Fyllingu undir botnplötu svo og holræsalagningu frá hús- grunni og færslu á aðalæð Hitaveitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á Tæknideild Kópavogs Fannborg 2, 3. hæð gegn 5.000,w skilatryggingu. Tilboðum skal skila mánudaginn 3. nóv. kl. 11 og verða þau opnuð að viöstöddum þeim bjóðendum sem þar mæta. Bæjarverkfræðingur. v4f/jLr Utboð vEGAœRoiN snjómokstur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I snjómokstur á eftirtöldum vegum: 1. Noröurlandsvegur, Akureyri — Kross, (45 km). 2. Norðausturvegur, Kross — Húsavlk, (44 km). 3. Noröausturvegur, Auðbjargarstaðir — Kópasker, (60 km). Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri og Húsavlk frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri. ^ RARIK Utboð Rafmagnsveitur rlkisins óska eftir tilboðum ( eftirfar- andi: RARIK: 86016. Innlend stálsmíói. Háspennulínur. Opnunardagur: Föstudagur7. nóvember1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavlk, fyrir opnunartlma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rfkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 20. október 1986 og kosta kr. 300,- hvert ein- tak. Reykjavlk 16. október 1986 Rafmagnsveitur ríkisins. VEGAGERÐIN Útboð — snjómokstur Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I snjómokstur á vegum I Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rfkisins á Sel- fossi, Hvolsvelli og I Vlk I Mýrdal frá og með 20. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 3. nóvember 1986. Vegamálastjóri. grimm. Samtök frjálslyndra og vinstri manna reyndust Alþýðu- flokknum þungur ljár i þúfu. Ég tel þau hafa verið tímaskekkju og þess vegna hafi verið eðlilegt, að þau hurfu af sjónarsviðinu. Við Hannibal vorum nánir sam- herjar á Alþingi í næstum áratug. Við vorum harðir andstæðingar í meira en tvo áratugi. En það vil ég segja, að þótt ágreiningur hafi verið mikill milli okkar, hefur aldrei hvarflað að mér, að Hannibal hafi ekki gert það, sem hann sjálfur taldi rétt. Ég hef aldrei reynt hann að óheilindum eða ódrengskap. Mér hefur ávallt reynzt hann hreinskipt- inn. Og áhrifamikill hefur hann alltaf verið. Þess vegna er mér það sérstök og óblandin ánægja að hitta hann hér, á 70-ára afmælisþingi Al- þýðuflokksins, ekki aðeins sem gamlan vin, heldur sem samherja. Mig langar einnig til þess að láta í ljós ánægju yfir því að sjá hér full- trúa frá Bandalagi jafnaðarmanna, sem gengið hafa til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Þeir eru vissulega velkomnir til sameiginlegrar bar- áy:u fyrir betra þjóðfélagi á íslandi. Samstarf flokka og manna Síðustu orð mín skulu vera þessi. Það hafa orðið og eru að verða umtalsverðar breytingar í íslenzk- um stjórnmálum, baráttuaðferðum og stefnumörkun. Á næsta þingi munu eflaust margir nýir menn taka sæti, svo sem vera ber. Flokka- skipun okkar og kjördæmaskipun er þannig háttað, að ekki eru líkur á, að nokkur einn flokkur nái meiri hluta. Stjórn ríkisins hlýtur því að byggjast á samstarfi tveggja eða fleiri flokka. Þeir, sem takast stjórn á hendur, hljóta auðvitað að stefna að því, að sem mest af því, sem um er samið, komist í framkvæmd. Reynsla mín af stjórnarstörfum er sú, að þá beri samstarf flokka og manna beztan árangur, ef það mót- ast af heiðarleika og gagnkvæmum trúnaði. Ég er þeirrar skoðunar, að skýring þess, hversu Viðreisnar- stjórnin sat lengi við völd, hafi ekki aðeins byggzt á stefnu hennar, held- ur á samstarfi flokkanna og mann- anna, sem hana mynduðu. Vinni einn flokkur með öðrum, á hann ekki aðeins að hugsa um að koma fram sínum áhugamálum, hann verður líka að setja sig í spor samstarfsflokksins og reyna að skilja sjónarmið hans. Vinni einn stjórnmálamaður með öðrum, verður að ríkja traust milli þeirra, þá mega ekki vera brögð í tafli. Og milli stjórnar og stjórnarandstöðu verður að ríkja gagnkvæm virðing. Engin stjórn má halda, að hún viti allt betur en andstæðingarnir, og andstæðingarnir mega ekki telja, að stjórn hafi alltaf rangt fyrir sér. Auðvitað fylgja deilur stjórnmál- um, það leiðir af eðli þeirra. Og í deilum verður að beita áróðri. En áróðurinn verður að byggja á stað- reyndum, ekki blekkingum. Virð- ing fyrir því, sem er satt og rétt, verður að móta alla baráttu í stjórn- málum. Og stjórnmálamenn verða ekki aðeins að kappkosta að segja jafnan satt. Þeir verða einnig að gera rétt, þeir mega aldrei taka eigin hagsmuni eða sérhagsmuni um- bjóðenda fram yfir hagsmuni heild- arinnar, og þeir eiga að vera fyrir- mynd varðandi ráðdeild og reglu- semi. Stjórnmálaflokkar eru innviðir lýðræðisþjóðfélags. Ef stjórnmála- fíokkar eru ekki óspillt og þjóðholl samtök, fær lýðræði ekki staðizt til frambúðar. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á stjórnmálaflokkunum og forystumönnum þeirra. Samskipti þeirra mega ekki mótast af óvild eða vantrausti. Þrátt fyrir ágreining á einn stjórnmálaflokkur jafnan að geta haft samskipti við einhvern annan eða einhverja aðra. Enginn stjórnmálaflokkur á að útiloka sig frá hugsanlegri aðild að ríkisstjórn, og engan flokk á að útiloka frá slíkri aðild. En til þess að slíkt ger- ist, verða allir llokkar og allir stjórnmálamenn að gæta hófs, í skoðunum sínum og málflutningi. Ef hófsemi og heiðarleiki ásamt virðingu fyrir sannleika og réttlæti eru hornsteinar stjórnmálalífs, verður árangurinn gott þjóðfélag. Það er ósk mín á þessari stundu, að þannig verði íslenzkt stjórn- málalíf á komandi tímum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.