Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 21
Laugardagur 18. október 1986 21 Vímulaus æska — Stofnfundur 25. okt. Fagna tillögum Alþýðuflokksins „Foreldrasamtökin Vímulaus aeska verða formlega stofnuð á Hótel Sögu, 25. október á foreldra- ráðstefnu sem þar verður haldin. Ég fagna sérstaklega tillögu þeirri sem samþykkt var á flokksþingi Al- þýðuflokksins á Hótel Örk í Hvera- gerði núna nýverið, sagði Bogi Arn- ar Finnbogason í samtali við Al- þýðublaðið. „Ég vona að þingmenn Alþýðu- flokksins styðji okkur vel og dyggi- lega þegar kemur til kasta Alþingis, og sýni það í verki að þeim er fuil alvara. Það er alveg ljóst að það þjóðarátak í þessum málum sem við viljum gera, kemur til með að kosta eitthvaði1 „Foreldrasamtökin Vímulaus æska mun formlega opna skrif- stofu að Síðumúla 4 á 2. hæð, um næstu mánaðamót. Síminn þar verður 82260 og búið er að ráða einn starfsmann, Lísu Wíum, sem verður á skrifstofunni í hálfu starfi, eftir hádegi alla virka daga“. „Við höfum þegar gefið út tvö fréttabréf um vímuefnamál og í þeim er mikið efni sem fólk ætti að kynna sér“. „Þeir ráðherrar sem við höfum talað við, hafa tekið okkur mjög vel og við höfum ástæðu til þess að ætla að ríkisstjórninni lítist vel á það starf sem við áhugafólkið erum að vinna. Við bjóðum samstarf sem er að vissu ieyti komið í gang, — og þar á ég við samstarf við Dóms- málaráðuneytið. Við höfum verið í viðræðum við þá ráðuneytismenn um það hvernig við gætum best staðið að þessu, og um það hvort við gætum hugsanlega staðið sam- eiginlega að einhverjum verkefn- um. Ég vil sérstaklega geta þess, að ráðherra tók okkur afar vel og bað okkur um tillögur í þessum efnum. Við höfum þegar lagt fram ákveðn- ar byrjunartillögur og fulltrúi frá okkur hefur setið fundi með ráð- herra, svo að málið er komið á við- ræðustig" „Það sem við munum fyrst gera í þessu þjóðarátaki sem við viljum standa fyrir, og vonumst til að sem allra flestir foreldrar í landinu fylki sér um, er að efna til fræðslufunda út um allt land og í tengslum við þá fundi, munum við gefa út fræðslu- efni um vímuefnamál. Ég hygg að við komum til með að gefa út frétta- bréf fjórum til sex sinnum á ári svo og fræðslubréf í svipuðu formi. Þessi rit munum við reyna að vanda sem best og velja efnið úr ýmsum áttum. Reyndar erum við þegar komin af stað, eins og sést á frétta- bréfi númer tvö, en þar eru sýnis- Bogi Arnar Finnbogason horn af efni sem við ætlum að vera með í framtíðinni! „Það verður sem sagt byrjunin, að halda fundi, bæði hér á Reykja- víkursvæðinu og eins í hinum dreifðu byggðum landsins og að koma út fræðsluefni, og við von- umst til þess að vera komin í fullan gang strax næsta vetur“, sagði Bogi Arnar Finnbogason, formaður For- eldrasamtakanna Vímulaus æska. Sungiö á flokksþingi Að vanda stjórnaði Guðlaugur Tryggvi Karlsson fjöldasöng af sinni alkunnu röggsemi. Á afmælishátíðinni stigu nokkrir galvaskir Suðurnesjamenn upp á sviðið og sungu „Sagt það hefur verið . . .“ (Suðurnesja- menn) undir stjórn Hauks Morthens og við undirleik Guðna Guðmundssonar. Það heyrðist í þeim köppum. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Laus staða deildarfulltrúa við fjölskyldudeild, hverfaskrifstofu I Asparfelli 12. Áskilin er félags- ráðgjafamenntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla á sviði fjölskyldumála og/eða barnaverndar. Frekari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar ( síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavikurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem par fást. Umsóknar- frestur er til kl. 16.00, föstudaginn 7.11.’86. Fóstrur — aðstoðarfólk Fóstrurog aðstoðarfólk vantaráeftirtalin heimili, ýmist í heilar eða hálfar stöður: Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39, dagh./ leiksk. Grandaborg. Boðagranda 9, dagh./leiksk. Ægis- borg, Ægissíðu 104, og leikskólana Kvistaborg v/ Kvistaland, Njálsborg Njálsgötu 9, Seljaborg v/ Tungusel og Tjarnaborg Tjarnargötu 33. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í sima 27277 og forstöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,6. hæð ásér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar- frestur er til kl. 16.00, föstudaginn 7. nóv. 1986. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Sálfræðingur — Stuðningsfólk Sálfræðing vantar í heila eða hálfa stöðu hjá Dag- vist barna Reykjavík. Ennfremur stuðningsfólk, þ.e. fóstrur og þroskaþjálfa, til að sinna börnum með sérþarfir, á dagvistarheimilum Reykjavíkur- borgar. Sérstaklega vantar nú stuðningsfólk á heimilin Iðuborg og Suðurborg í Breiðholtshverfi. Upþlýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræð- ingur á skrifstofu Dagvista barna í sfmum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar- frestur er til kl. 16.00, föstudaginn 7. nóv. 1986. ''//V/ÆT Sm Útboð VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í SVÍN- VETNINGABRAUT og KJALVEG 1986. Helstu magntölur: Lengd......................... 14,6 km Fylling og burðarlag.......... 170.000 m3 Verkinu skal lokið 15. október 1987. Útboðsgögn verða af hent hjá aðaigjaldkera Vega- gerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík og Vegagerð ríkisins, Borgarsíðu 8, 550 Sauðárkróki frá og með mánudeginum 20. október 1986. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 3. nóvem- ber 1986. UMFEBOAR rAð Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slitlagi þurfa tima til þess að venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.