Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 18. október 1986 Ávarp Gylfa Þ. Gíslasonar á flokksþingi Alþýðuflokksins: Hvers vegna ég varð jafnaðarmað ur á unga aldri og er það enn Kæru félagar og gestir. Mér er það mikil ánægja að sitja þetta flokksþing, ekki aðeins sem kjörinn fulltrúi míns félags, heldur einnig sem heiðursgestur. Af síðari ástæðunni héf ég verið beðinn um að ávarpa þetta afmælisþing. Hvað á maður, sem setið hefur í miðstjórn Alþýðuflokksins í 46 ár og var þingmaður flokksins í 32 ár, að segja við slíkt tækifæri? Hvers vegna ég er jafnaðarmaður Er ekki rétt að láta það verða fyrst orða að segja frá því, hvers vegna ég varð jafnaðarmaður á unga aldri og hvers vegna ég er það enn? Þegar ég var unglingur, var fá- tækt og atvinnuleysi á íslandi, Heimskreppan lagði þungan hramm sinn á efnahagslíf íslend- inga. Ég taldi, að á fátækt og at- vinnuleysi mætti ráða bót með áætlunarbúskap og þjóðnýtingu stærstu atvinnugreina. Jafnframt vaknaði í brjósti mér eldheit and- staða gegn því ranglæti, sem felst í fátækt og atvinnuleysi, og sterk samúð með þeim, sem urðu undir í lífsbaráttunni. Ég aðhylltist hins vegar aldrei þær kenningar, sem raktar voru til Karls Marx og margir félagar mínir trúðu á, að valdbylt- ingin og svo nefnt „alræði öreig- anna“ væri nauðsynlegt til þess að koma á þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar. Snar þáttur í skoðunum mínum sem ungs jafnaðarmanns var bjargföst trú á nauðsyn frelsis og lýðræðis í þjóðfélagi, sem ætti að geta kallast gott og réttlátt. Eg er nú þeirrar skoðunar og hef verið lengi, að þjóðarframleiðsla verði þá mest og hagur almennings beztur, þegar efnahagslíf mótast í aðalatriðum af markaðsviðskipt- um einkafyrirtækja, samvinnufyr- irtækja og opinberra fyrirtækja, mótuðum af heilbrigðri sam- keppni, en ekki einkasöluaðstöðu, jafnframt því sem ríkisvaldi og sveitarstjórnum sé fengið tvenns konar hlutverk. Annars vegar eigi þessir opinberu aðilar að setja efna- hagsstarfseminni almennan ramma, sem hafi það að markmiði að tryggja fulla atvinnu og sem mest afköst atvinnuvega, jafnframt því sem ríkisvaldið komi í veg fyrir misbeitingu efnahagsvalds og „En jafnframt sé ég fyllstu ástœðu til að vara við of miklum afskiptum ríkisvalds- ins og hagsmunasam- taka af atvinnulífi og of þungri skatt- heimtu, sem getur dregið úr afköstum og lamað heilbrigða starfslöngun. Slíkt getur orðið varhuga- vert, engu síður en taumlaus frjáls- hyggja. “ verndi hag neytenda gegn misferli í markaðsviðskiptum. Hins vegar eigi ríkisvald og sveitarstjórnir að jafna tekjur og eignir að vissu marki frá því, sem siglt gæti í kjöl- far markaðsviðskipta, tryggja öll- um lágmarkstekjur, ekki sízt öldr- uðum og þeim, sem verða atvinnu- lausir um stundarsakir, annast heilsugæzlu, skólahald og þær rannsóknir, sem einstaklingar, fyr- irtæki eða samtök reynast ekki efna til. Ég tel, að í þessum atriðum sé fólginn kjarni nútíma jafnaðar- stefnu. Séu stigin spor í þessa átt, samhliða hiklausri gæslu fullkom- ins frelsis og varðveizlu óspillts lýð- ræðis, tel ég, að þjóðfélagið geti boðið öllum betri hag og orðið rétt- látara. En jafnframt sé ég fyllstu ástæðu til þess að vara við of miklum af- skiptum ríkisvalds og hagsmuna- samtaka af atvinnulífi og of þungri skattheimtu, sem getur dregið úr af- köstum og lamað heilbrigða starfs- löngun. Slíkt getur orðið varhuga- vert, engu síður en taumlaus frjáls- hyggja. Öryggismál — utanríkismál En stjórnmál fjalla um fleira en skipulag efnahagslífs og skiptingu lífsgæða. Þau fjalla einnig um ut- anríkismál, öryggismál þjóðar, varnarmál. Á stríðsárunum hafði ég nýlokið námi. Ég var í fjölmennum hópi þeirra, sem voru uggandi út af er- lendum áhrifum á íslenzkt þjóðlíf á stríðsárunum. Þessi ótti okkar magnaðist, þegar Bandaríkjastjórn fór fram á varanlegar herstöðvar í landinu. Hannibal Valdimarsson var einnig í þessum hópi. Við vor- um báðir kosnir á þing 1946. Þegar tillögur, sem við fluttum til breyt- ingar á Keflavíkursamningnum svo nefnda, voru felldar, greiddum við atkvæði gegn honum. Við vorum ekki andvígir stofnun Atlantshafs- bandalagsins þrem árum síðar, jafnvel ekki aðild íslendinga að því, ef vissum skilyrðum yrði fullnægt. Þegar tillaga okkar um viðurkenn- ingu á sérstöðu íslands og endur- skoðun á Keflavíkursamningnum var felld, greiddum við atkvæði gegn aðildinni. Að fenginni reynslu af aðild ís- lands að Atlantshafsbandalaginu breyttist afstaða okkar beggja. Við samþykktum herverndarsamning- inn 1951. Með árunum hef ég öðlazt æ dýpri sannfæringu fyrir því, að varnarsamstarf vestrænna þjóða sé nauðsynlegt, og að íslendingar eigi að taka þátt í því. „Jafnframt vaknaði í brjósti mér eldheit andstaða gegn því ranglœti, sem felst í fátœkt og atvinnu- leysi, og sterk samúð með þeim, sem urðu undir í lífsbarátt- unni. “ Nútímajafnaðarstefna Ég held mér sé óhætt að segja, að skoðanir flestra leiðtoga jafnaðar- manna í Evrópu séu í grundvallar- atriðum þær, sem ég hefi lýst. Mig langar í þessu sambandi til þess að nefna tvo jafnaðarmenn, sem ég met mjög mikils, en sprottnir eru úr ólíkum jarðvegi. Einar Gerhardsen var verkamað- ur áður en hann gerðist stjórnmála- maður. Hann aðhylltist i fyrstu víð- tæka þjóðnýtingu og allsherjar- áætlunarbúskap. En í stjórnmála- starfi sínu hefur hann reynzt einn göfugasti málsvari þeirrar nútíma- jafnaðarstefnu, sem hefur frelsi og jafnrétti,, virðingu fyrir einstakl- ingnum og umhyggju fyrir velferð hinna vanmáttugu og hyrningar- Framh. á bls. 22 SVEFNSÓFAR, eða stakar dýnur. RAÐSETT. Veljið áklæðið sjálf. Gott úrval áklæða. SEBRA er samheiti yfir rúm, svefnbekki og raðhúsgögn sem henta í nær öll herbergi heimilisins. Rúmdýnur eftir máli. ö) cs TJ < 3 c z c o 3 V) _j LfJ ö) o ö) as co ~o V. V- o ro ö) 1 o D_ 3 o (0 I£E HEIMALIST HF HÚSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 84131

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.