Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 17
Laugardagur 18. október 1986 17 Skýrsla Geirs Gunnlaugssonar, gjaldkera Alþýðuflokksins, á flokksþingi: Aukin umsvif í útgáfustarfsemi Góður árangur í sölu happdrættismiða og og prýðileg afkoma hlutafélaga flokksins Þingforseti, formaður, góðir fé- lagar. Ég mun hér í skýrslu minni leggja fram reikninga flokkssjóðs og gera nokkra grein fyrir rekstri fyrir- tækja, sem tengjast Alþýðuflokkn- um. Reikningar þeir, sem hér eru framlagðir, náyfirtímabilið 1. sept- ember 1984 til 31. ágúst 1986 og eru þeir áritaðir af Eyjólfi K. Sigur- jónssyni, löggiltum endurskoð- anda, öðrum kjörnum endurskoð- anda flokksins. Ásgeir Jóhannes- son, hinn kjömi endurskoðandi flokksins, er erlendis og náðist því ekki í hann, en í stað hans hefur Sveinbjörn Egilsson, endurskoð- andi, áritað reikningana. Veltuaukning Eins og fram kemur á reikning- unum þá hefur orðið veruleg aukn- ing á veltu flokksins frá síðasta flokksþingi og liggja til þess tvær meginástæður. Annars vegar veru- leg aukning á starfsemi flokksins og hins vegar að nú sýna reikningar flokkssjóðs alla starfsemi á vegum flokksins. Áður hafði verið til- hneiging til að túlka flokkssjóð í þröngum skilningi þannig að reikn- ingar hans sýndu aðeins hluta af starfsemi flokksins. Aukin umsvif flokksins koma fyrst og fremst fram í öflugri út- breiðslustarfsemi og auknu starfs- mannahaldi. Formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið mjög ötull við að kynna landsmönnum boðskap flokksins og ferðast um landið vítt og breitt og haldið fundi. Árangurinn af þessu útbreiðslustarfi hefur síðan verið veruleg fylgisaukning flokks- ins. Það fé, sem varið hefur verið til útbreiðslustarfseminnar, hefur því ávaxtað sig ríkulega. Tvö happdrætti Mjög jákvætt viðhorf ríkir nú gagnvart flokknum og kemur það meðal annars fram í að góður ár- angur hefur náðst í sölu happdrætt- is á vegum flokksins. Á tímabilinu hafa verið rekin tvö happdrætti og það þriðja er í gangi núna. Hreinar tekjur af happdrættunum hafa á tímabilinu orðið kr. 1.886.313. Ámundi Ámundason hefur borið hitann og þungann af sölu happ- drættisins og þakka ég honum vel unnin störf. Þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka formanni flokksins, Jóni Baldvin Hannibals- syni, fyrir mikilvægt framlag hans til fjáröflunar á vegum flokksins. Á skrifstofu flokksins vinna nú þrír starfsmenn, Jón Baldur Lor- ange, framkvæmdastjóri, Birgir Dýrfjörð, erindreki og Ánna Braga- dóttir, ritari í hálfu starfi. Auk þess hefur Jón Maríasson unnið þar undanfarna mánuði í sjálfboða- starfi. Þakka ég þeim og Valgerði Guðmundsdóttur og Kristínu Viggósdóttur, fyrrverandi starfs- mönnum, samstarfið og vel unnin störf í þágu flokksins. Hagstæð afkoma Heildartekjur flokkssjóðs á tímabilinu voru kr. 8.719.021, gjöld kr. 7.872.170 og tekjur umfram gjöld því kr. 846.851. Eignir alls samkvæmt efnahags- reikningi eru kr. 4.055.712, skuldir kr. 101.631 og eigið fé því kr. 3.954.081. Lán það að upphæð kr. 6.000.000, er tekið var á árinu 1984 vegna skulda Alþýðublaðsins, með sjálfskuldarábyrgð 120 flokks- manna, er ekki fært sérstaklega upp í efnahagsreikningi flokksins. Lán þetta var í ágústmánuði s.l. kr. 9.411.496. Afborganir og vextir af láninu voru á árunum 1985 og 1986 kr. 2.147.318 og eru færðar til gjalda sem greiðslur v/skuldaskila Al- þýðublaðsins frá eldri tíma á rekstr- arreikningi flokksins. Tvö hlutafélög Nu mun ég nokkuð víkja að öðr- um málum, er varða rekstur ýmissa fyrirtækja, er tengjast flokknum og starfsemi hans. Eins og skýrt var frá á síðasta flokksþingi voru snemma á árinu 1984 stofnuð tvö hlutafélög, Blað h.f. og Alprent h.f. til þess að yfir- taka útgáfu Alþýðublaðsins og rekstur setningartækja, sem voru í eigu flokksins. Var það gert til þess að útgáfa Alþýðublaðsins yrði sjálfstæð rekstrareining, algjörlega óháð annarri starfsemi flokksins. Reynslan frá 1983 hafði einnig kennt okkur að nauðsynlegt var að tryggja að ekki þyrfti aftur að koma til þess að flokkurinn yrði að taka á sig þungar byrðar vegna tapreksturs á útgáfu Alþýðublaðsins. Hlutafélög þessi eru 99.9% í eigu Alþýðuflokksins og er hlutafé þeirra kr. 1.001.000 annars vegar og kr. 1.000.000 hins vegar, eins og fram kemur á reikningum flokks- sjóðs. Rekstur fyrirtækja þessara hefur nú staðið yfir í rúm tvö ár og nokkur reynsla komin á rekstur þeirra. Þótt vissulega hafi verið við ýmsa byrjunarerfiðleika og fjár- framlög flokksins að ræða þá leggja þau nú drjúgan skerf til flokksstarfsins. Ekki ber þó að skilja orð mín svo að ég telji að fundin hafi verið upp einhver eilífð- arvél, er mali flokknum gull. For- senda þess að rekstur fyrirtækj- anna haldi áfram að skila flokkn- um arði í einu eða öðru formi er að rekstri þeirra verði ekki íþyngt um- fram getu, rekstrarlegt sjálfstæði þeirra verði tryggt, og flokksmenn beini viðskiptum sínum í auknum mæli til þeirra. Stór aukablöð Ég ætla nú að víkja nokkuð frek- ar að rekstri hvors félags fyrir sig, en hafa ber í huga að þótt hér sé um aðskildar rekstrareiningar að ræða, þá er rekstur þeirra nátengdur og óaðskiljanlegur að ýmsu leyti. Meginhlutverk Blaðsh.f. er að gefa út Alþýðublaðið og hefur rekstur þess gengið vel þegar frá upphafi. Auk útgáfu hins daglega fjórblöðungs þá hefur áhersla verið lögð á útgáfu aukablaða, sem dreift er í stóru upplagi, 25—35.000 ein- tökum aðallega á höfuðborgar- svæðinu. Engin áform eru uppi um stækkun hinnar daglegu útgáfu og slík ákvörðun verður ekki tekin, nema að breyttum forsendum hvað varðar dreifingu og áskrift blaðs- ins. Rekstrarafkoma Blaðs hefur all- an tímann verið góð. Að vísu var um lítils háttar tap að ræða árið 1984, fyrsta rekstrarárið, eða kr. 37.380. Árið 1985 var hagnaður kr. 507.284, af rekstri Blaðs og bráða- birgðauppgjör fyrir fyrstu sex mán- uði þessa árs sýnir mjög góða af- komu. Á þessu tímabili hefur Blað einnig kostað prentun fyrir flokk- inn fyrir tæpar 500.000 kr. og yfir- tekið og greitt verulegar skuldir vegna fyrri rekstrar Alþýðublaðs- ins, er ekki hafði tekist að greiða við skuldaskil 1984. Þá er ótalin prent- un flokksþingstíðinda, fræðslu- bæklinga og annarra gagna vegna þessa flokksþings. Tölvubúnaður í júlí s.l. ákvað stjórn Blaðs, jafn- framt því að kaupa tölvubúnað fyr- ir eigin skrifstofu, að gefa flokks- skrifstofunni fullkominn tölvubún- að, fyrir ritvinnslu, félagaskrár og fleira. Er þess að vænta að flokksfé- lög um allt land njóti góðs af þeirri gjöf. Rósin í hnappagatið er svo að sjálfsögðu að Blað er eitt fárra hlutafélaga, er greiðir hluthöfum sínum arð, en 1985 var greiddur 10% arður af hlutafé, eða kr. 100.000, eins og fram kemur á reikningum flokkssjóðs. Stjórn Blaðs h.f. skipa Geir A. Gunnlaugsson, formaður, Árni Gunnarsson, Ásgeir Jóhannsson, Sighvatur Björgvinsson, Þráinn Hallgrímsson og varamenn Krist- inn Breiðfjörð og Sverrir Jónsson. Framkvæmdastjóri er Valdimar H. Jóhannesson, en aðrir starfsmenn 7. Þakka ég þeim öllum fyrir vel unnin störf. Arni Gunnarsson, rit- ari flokksins, hefur verið viðriðinn rekstur Blaðs allt frá upphafi, fyrst sem framkvæmdastjóri í raun og nú í rúmt ár sem ritstjóri. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka honum sérstaklega fyrir hönd okk- ar allra fyrir einstakt framlag, án krafta hans og dugnaðar hefði ekki náðst sá árangur, sem við sjáum í dag. Rekstur Alprents hefur verið mun erfiðari en Blaðs h.f. Tap að upphæð kr. 329.991 varð á fyrsta rekstrarári 1984. Ákveðið var að reyna til þrautar hvort rekstrar- grundvöllur væri fyrir hendi og keyptar prentvélar úr búi Alþýðu- prentsmiðjunnar h.f. Rekstur árs- ins 1985 sýndi hagnað að upphæð kr. 182.790 eftir mikla erfiðleika fyrri hluta ársins. Rekstur fyrri hluta þessa árs er samkvæmt bráða- birgðauppgjöri einnig jákvæður. Rekstur Alprents stendur því í járn- um. í því sambandi ber þó að hafa í huga að við stofnun Alprents yfir- tók það þungar skuldabyrðar og því var ekki lagt til neitt rekstrarfé. Flokkurinn varð því 1985 að leggja Alprent til nokkurt fé í formi láns, eins og fram kemur á reikningum flokkssjóðs. Mikil samkeppni ríkir í prentiðn- aði á íslandi og því ekki við því að búast að Alprent verði mikið gróða- fyrirtæki. En það er mat flestra að meðan Alþýðuflokkurinn gefur út Alþýðublaðið sé nauðsynlegt að hafa tryggan aðgang að setningar- tækjum. Alprent á mjög góð setningar- tæki, og hefur verið ákveðið að auka við tækjabúnaðinn til þess að treysta enn frekar rekstrargrundvöll þess. Hinn nýi búnaður gerir það meðal annars kleift að taka til setn- ingar og umbrots handrit, sem unn- ið hefur verið í ritvinnslu á einka- tölvu. Áframhaldandi rekstur Al- prents verður þó að byggjast á þvi að rekstur þess sýni hagnað og verði ekki baggi á baki flokksins. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim flokksmönnum, er beint hafa viðskiptum sínum og fyrirtækja sinna til Alprents. En því er ekki að neita að það hafa orðið okkur vonbrigði, sem stöndum að Alprent, hversu fáir þeir eru. Ég vona að á því verði nú breyting. Stjórn Alprents skipa Geir A. Gunnlaugsson, formaður, Árni Gunnarsson, Georg Tryggvason, Óttar Ingvarsson, Sighvatur Björg- vinsson og til vara, Kristinn Breið- fjörð og Sverrir Jónsson. Fram- kvæmdastjóri er Valdimar H. Jó- hannesson og aðrir starfsmenn 8. Þakka ég þeim öllum fyrir vel unnin störf. Endurskoðandi beggja félag- anna er Eyjólfur K. Sigurjónsson, og þakka ég honum holl ráð og vel unnin störf. Alþýðuprentsmiðjan Áður en ég lýk þessari umfjöllun um fyrirtæki tengd Alþýðuflokkn- um, tel ég rétt að víkja að málefnum Alþýðuprentsmiðjunnar h.f. Eins og fram kom á síðasta flokksþingi þá hafði Alþýðuprentsmiðjan verið rekin með tapi og við þröngan kost um langt árabil. í árslok 1984 var því ákveðið að hætta rekstri félags- ins og selja eignir þess. Kjörin var sérstök skilanefnd undir forystu Árna Gunnarssonar til þess að hætta starfsemi félagsins. Öllu starfsfólki Alþýðuprentsmiðjunnar var því sagt upp störfum um áramót 1984 og 1985, en því jafnframt boð- ið starf hjá Alprenti, sem keypti helstu prenttæki Alþýðuprent- smiðjunnar. Húseign Alþýðuprent- smiðjunnar við Vitastíg var einnig seld. Störfum skilanefndarinnar er nú að ljúka og eru horfur á að allir fái sitt þannig að Alþýðuflokkurinn geti verið fullsæmdur af því, hvern- ig haldið var á málinu. Þakka ég þeim félögum í skilanefndinni fyrir heilladrjúg störf. Góðir félagar, Alþýðuflokkurinn stendur nú á nokkrum tímamótum, í stað þess að vera smáflokkur er hann nú næst stærsti flokkur þjóð- arinnar. Þetta nýja hlutverk gerir kröfur til öflugs starfs og aukinna umsvifa, sem hvoru tveggja krefst aukinna og tryggra tekna. Það verð- ur því eitt af hlutverkum þeirrar forystu og framkvæmdastjórnar, sem kosin verður á þessu þingi, að treysta enn frekar þann grunn, er lagður hefur verið, en jafnframt að leita nýrra leiða í tekjuöflun. Geir A. Gunnlaugsson, gjaldkeri. Nyir prestar og prófastar Halldór Reynisson cand. theol., forsetaritari, var kjörinn til prests- þjónustu í Hruna prestakalli í Ár- nesprófastsdæmi, en kosningar fóru fram síðastliðinn sunnudag. Umsækjendur voru fjórir. Halldór Reynisson hlaut 125 atkv. sr. Har- aldur M. Kristjánsson hlaut 119, sr. Önundur Björnsson hlaut 63 atkv og Jón ísleifsson cand. theol. 2 at- kvæði. Einn seðill var auður. Á kjörskrá voru 383 en atkvæði greiddu 310. Prestar Árnesprófastsdæmi hafa kjörið sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði sem prófast sinn, en sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Hruna lætur af því embætti innan tíðar. Þá hefur sr. Örn Friðriksson á Skútustöðum verið kjörinn pró- fastur Þingeyinga í stað sr. Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups sem flutt hefur heim að Hólum og skip- aður til prestsþjónustu þar. Áður höfðu Eyfirðingar kjörið sr. Birgi Snæbjörnsson á Akureyri til pró- fastsembættis. Því hefur gegnt sr. Bjartmar Kristjánsson á Lauga- landi sem hefur látið af störfum vegna aldurs. Biskup auglýsir nú tvö prestaköll laus til umsóknar með fresti til 16. nóvember. Heydalir í Austfjarðarprófasts- dæmi. Þar hefur sr. Kristinn Hóseasson prófastur þjónað í nær 40 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Víkurprestakall i Skaftafellspró- fastsdæmi. Sr. Gísli Jónasson sem þar hefur þjónað hefur nú verið skipaður sóknarprestur í Breið- holtsprestakalli í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.