Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. október 1986 15 Þessi mynd var tekin eftir handtak- ið sögulega, þegar þeir Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimars- son, tókust í hendur og hvöttu ís- lenska jafnaðarmenn til að standa saman og fylkja sér til nýrrar sókn- ar. Þessir menn elduðu grátt silfur saman um árabil, en lýstu yfir því á flokksþingi Alþýðuflokksins, að minniháttar ágreiningsmál mœttu ekki verða til þess að hindra fram- gang jafnaðarstefnunnar. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sem á milli þeirra stendur, hefur mjög beitt sér fyrir auknu samstarfi og samstöðu íslenskra jafnaðarmanna og orðið vel ágengt í þeirri baráttu. Myndin er því um margt táknrœn fyrir þá sókn íslenskra jafnaðar- manna, sem nú er hafin. Formaður, fundarstjóri- Heiðruðu þingfulltrúar! Ágætu gestir erlendir og innlendir! „Öllum þó finnst ævin löng, er þeir heyra drynja í gömlum raumi!‘ Minnugur þessa mun ég verða stuttorður. En svo gamall raumur er ég, að á næsta vori eru full 60 ár, síðan leiðir minar og Alþýðu- flokksins lágu fyrst saman. Það var á útifundi vestur á ísafirði vorið 1927. Daginn eftir ríkti fögnuður hjá ísfirzkum jafnaðarmönnum. Þar með höfðum við kosið verð- andi þingskörung, mælskumann- inn Harald Guðmundsson á þing. Ámælisverð vinnubrögð ráðherra — segja sagnfræðingar við Háskólann vegna ráðningar I stöðu rann- sóknarlektors Alþýðublaðinu barst eftirfarandi áiyktun frá Sagnfræðingafélagi ís- lands vegna ráðningar Hannesar Hólmsteins í stöðu rannsóknarlekt- ors i sagnfræði við Háskóla ís- lands: „Aðalfundur Sagnfræðingafé- lags íslands haidinn 30.09.1986 lýsir vanþóknun sinni á þeirri aðferð sem höfð var við ráðningu rann- sóknarlektors í sagnfræði við Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands 15. sept. sl. Um leið og því ber að fagna að menntamálaráðherra hefur ákveð- ið að endurreisa stöðu rannsóknar- lektors í sagnfræði, er mjög ámæl- isvert að hann skuli hafa sett í stöð- una eftir eigin geðþótta. Ráðherra hefur þannig virt að vettugi þau lög og reglur sem gilda um stöðuveit- ingar við Háskóla íslands og van- virt það sjálfræði sem akademísk fræði eiga tilkall til að njótaí' Ávarp Hannibals Valdimarssonar, á flokksþingi Alþýöuflokksins Upp með merki sameinaðra jafn- aðarmanna — því eining er afl — Svona stríður er straumur tím- ans. Sextíu ár aðeins þó sem dropi í tímans sjó. — Já, þá kemur mér það í hug, að einmitt á þessu ári eru 40 ár liðin, síðan við Gylfi Þ. Gíslason vorum kosnir á þing sumarið 1946. í þeim kosningum vorum við vaxt- arbroddurinn í þingliði Alþýðu- flokksins. Og nú erum við báðir staddir hér sem heiðursgestir á þingi Alþýðuflokksins. Fyrir þá viðurkenningur er ég í senn glaður og þakklátur. — Ber enn að sama brunni: Hve hraðfleyg er líðandi stund. Gifturík saga En það sem stórum almennara minningargildi hefur, er þó það, að Alþýðuflokkurinn og Alþýðusam- band íslands eru 70 ára á þessu herrans ári, 1986. Er þá komið að mikilli og gifturíkri sögu, sem hér „Já, nú hafa menn loksins orðið sammála um að hœtta að eyða hluta af dýrmœtri orku sinni í innbyrðis nagg um smáatriði; og ákveðið að sameina kraftana um grund- vallaratriði jafnaðar- stefnunnar.“ getur enginn neitað, sem á annað borð vill bera sannleikanum vitni, að í þeirri gjörbreytingu, sem orðið hefur á íslenzku þjóðfélagi á þess- um 70 árum, á Álþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið — þ.e. verka- lýðshreyfingin — stóran hlut. — Ég held jafnvel, að þó að sagt sé — stærstan hlut, þá sé það ekki ofsagt. Persónulega er ég svo sannarlega þakklátur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að standa og starfa undir merkjum verkalýðshreyfingarinn- ar, alían þennan tíma — þar af mín beztu ár — undir merkjum Alþýðu- flokksins. En frá grundvallarstefnu hans, jafnaðarstefnunni, tel ég mig aldrei liafa vikið. Sem vor sé í lofti Við erum hér stödd á fjölmenn- asta og glæsilegasta þingi í gjör- vallri sögu Alþýðuflokksins. Og svo bjart er nú yfir, sem vor sé í lofti, þó að vetur sé framundan í náttúrunn- ar ríki. Veturinn sá þarf að verða reglulegur starfsvetur. Því að með þessu þingi hefur Alþýðuflokkur- inn í raun hafið kosningabardag- ann. Honum má ekki linna fyrr en að kvöldi kjördags. Gerum okkur ljóst, að enginn stórsigur vinnst, nema til komi mikið og almennt starf hins almenna kjósanda. Ég veit að aldraða fólkið, sem lifað hefur með þeim þjóðfélagsumbót- um, sem Alþýðuflokkurinn á svo mikinn þátt í, veitir flokknum traustan og öruggan stuðning. Það er vissulega traust bjarg að byggja á. En það eitt er ekki nóg. Miðaldra fólkið, fólkið sem nú er á starfs- aldri, fólkið, sem að mestum hluta ber uppi þjóðfélagsbygginguna, verður líka að koma til öflugs liðs við Alþýðuflokkinn. Og bera fram af fullum þrótti merki jafnaðar- stefnunnar. Það er líka gott, en samt ekki nóg. Umfram allt unga fólkið Unga fólkið verður umfram allt að fylkja liði undir merkjum lýð- ræðis og sósíalisma, undir merkj- um Alþýðuflokksins. Og hvert skyldi ungt fólk með sína sterku réttlætiskennd, ólgandi starfsorku og umbótaþrá leita, ef ekki til liðs við jafnaðarstefnuna. Ég tók líka eftir því á dögunum, að eitt af höfuð málgögnum and- stæðinganna varð að játa það í leið- ara, að samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun, ætti Alþýðuflokkur- inn nú traustu og vaxandi fylgi að fagna einmitt meðal ungaífólksins. — Já, það er vissulega vor í lofti, þó á haustnóttum sé. Og var það ekki Þorsteinn Erlingsson, sem sagði: „Og hvert skyldi ungt fólk með sína sterku réttlœtiskennd, ólgandi starfsorku og umbóta- þrá leita, ef ekki til liðs við jafnaðarstefn- una.í( „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðar vegi!‘ Undir einu merki Alþýðuflokkurinn er svo sannar- lega á framtíðarvegi. Og nú hafa þau gleðitíðindi bor- izt að í næstu kosningum ætli allir jafnaðarmenn að ganga fylktu liði fram á orustuvöll, undir einu merki. Þessum stórtíðindum hljóta allir sannir jafnaðarmenn að fagna. Þetta er langþráð stund. Við hörm- uðum ávallt, þegar leiðir skildu. Nú ber því að fagna og glcðjast af al- hug. Á slíkum stundum á ekkert nöldur við. Ég sé ekki betur en að nú sé gamall draumur minn að ræt- ast. Nú hafa menn loksins tekið rögg á sig og stigið djarflegt spor sem allt of lengi hefur verið hikað við að stíga. Enn á við eggjan Þor- steins Erlingssonar: „Kvíðið þið engu og komið þið þá, sem kyrrir og tvíráðir standið!* Já, nú hafa menn loksins orðið sammála um að hætta að eyða hluta af dýrmætri orku sinni í innbyrðis nagg um smáatriði; og ákveðið að sameina kraftana um grundvallar- atriði jafnaðarstefnunnar. Ég óska öllum.sem hlut eiga aðmálium þessa niðurstöðu, til hamingju. Af þessu tilefni leita á hugann orð Matthíasar Jochumssomar. Framh. á bls. 22

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.