Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 19
Laugardagur 18. október 1986 19 Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur, er hún setti 43. flokksþing Alþýðuflokksins Alþýðuflokkurinn og jafnaðarstefnan baráttutæki launafólks gegn forréttindum Á fundi sínum 12. ágúst s.l. sam- þykkti framkvæmdastjórn Alþýðu- flokksins einróma að bjóða Einari Gerhardsen, fyrrv. forsætisráð- herra Norðmanna, að sitja þingið sem heiðursgestur þess. Þessi virti aldursforseti norrænnar jafnaðar- stefnu hefur fram á seinustu ár ver- ið mikilvirkur við ritstörf og fyrir- lestrahald. Það hryggir okkur að vegna heilsubrests gat hann ekki komið því við að þiggja boð okkar. Þess í stað biður Einar Gerhardsen fyrir einlægar heillaóskir og bar- áttukveðjur til allra íslenskra jafn- aðarmanna í tilefni af 70 ára af- mæli Alþýðuflokksins. Fyrrverandi formanni okkar, Benedikt Gröndal, var einnig boðið að sitja þetta þing sem heiðursgest- ur. Vegna embætisanna gat hann ekki komið því við. En hann hefur sent þinginu eftirfarandi orðsend- ingu: „Þakka ágætt boð um að vera við- staddur flokksþingið í byrjun októ- ber. Því miður get ég ekki af em- bættisástæðum komið heim á þess- um tíma. Forsætisráðherra íslands verður einmitt í opinberri heimsókn í Stokkhólmi þessa daga. Berðu þinginu bestu kveðju mína. Benedikt Gröndal" Kveðja frá Wílly Brandt Frá forseta Alþjóðasambands jafnaðarmanna, Willy Brandt, fyrrum kanslara Þýskalands, hefur borist eftirfarandi kveðja: „Kæri félagi, Jón Baldvin Hanni- balsson. Kæru vinir. í nafni Alþjóðasambandsins og flokks míns, þýska jafnaðar- mannaflokksins, bið ég fyrir bestu kveðjur til flokksþings ykkar. Okk- ur er vel kunnugt um söguleg afrek Alþýðuflokksins og verkalýðs- hreyfingarinnar á íslandi við að byggja upp velferð og félagslegt ör- yggi ykkar vinnusömu þjóðar. Þið getið öll verið stolt af sögu ykkar. Ég vona að þetta afmælisþing skili ykur vel á veg í átt til betra þjóðfé- lags í anda jafnaðarstefnu og rétt- lætis. Ég endurtek heillaóskir mínar og baráttukveðjur. Willy Brandtl* Aðrar kveðjur Auk þess hafa þinginu borist heillaóskir og baráttukveðjur frá eftirtöldum aðilum: Frá Framkvæmdastjórn Alþjóða- sambands jafnaðarmanna. Frá Lionel Jospin, framkvæmda- stjóra franska jafnaðarmanna- flokksins. Frá Fritz March, aðalritara jafnað- armannaflokksins í Austurríki. Frá Elazar Granod aðalritara og frá Abraham Rozenkier, deildarstjóra alþjóðasamskipta Verkamanna- flokksins í Israel. Frá Walid Jumblad, formanni jafn- aðarmannaflokksins í héröðum drúsa í Libanon. Frá J. Wilcinskas aðalritara jafnað- armannaflokksins í Lithauen — í útlegð. Frá Enver Mehmedagic, fulltrúa jafnaðarmannaflokksins í Júgósla- víu — í útlegð. Frá byltingarsinnaða lýðræðisjafn- aðarflokknum APRISTA í Perú í Lima. Frá útlagaflokki jafnaðarmanna í Chile. Frá alþjóðaritara jafnaðarmanna- flokksins í Portúgal. Frá samtökum jafnaðarmanna í Bandaríkjunum. Frá Atla Dam, lögmanni og for- manni jafnaðarmannaflokksins í Færeyjum. Að standa af sér hverja raun Kæru félagar. Á stund sögulegra sátta og á 70 ára afmælisári Alþýðuflokksins er hollt að skyggnast um öxl um leið og litið er til framtíðarinnar. Vissulega hafa skipst á skin og skúrir í viðburðaríkri og litríkri sögu Alþýðuflokksins. Pólitísk átök, klofningur og ágreiningur um leiðir að settu marki hafa vissulega skilið eftir sár — og veikt áhrif jafn- aðarstefnunnar í íslensku þjóðfé- lagi. Umfram allt kennir þó sagan okkur að hugsjónir jafnaðarstefn- unnar um jafnrétti, félagshyggju og samhjálp eru okkur svo dýrmætar og eiga sér svo djúpar rætur, að þær standa af sér hverja raun. Hugsjón- ir jafnaðarstefnunnar eru sá aflvaki og drifkraftur sem ávallt hefur eflt jafnaðarmenn til nýrrar baráttu og sóknar þegar á móti hefur blásið. Eins og lífið sjálft er pólitíkin margslungin. í þeim efnum er ekki óbrigðult að fullyrða að í liðnum sögulegum pólitískum atburðum fortíðarinnar eða pólitískum at- burðum stundarinnar sé að finna stóra sannleikann um velgengni eða slæma stöðu stjórnmálaafla. — Ef- in eru þar eins og svo oft of stór til að stóridómur verði þar upp kveð- inn. Kannske verða sögulegar skýr- ingar hvað vandmeðfarnastar þegar leggja á mat á áhrif afdrifaríkra pólitískra ákvarðana mikilhæfra stjórnmálamanna. Leiðir sem menn velja til að vinna hugsjónum sínum brautargengi eru vissulega mikilvægar og oft afdrifa- ríkar, enda oft mælikvarðinn í sögulegum skýringum stjórnmál- anna. Sá mælikvarði er líka mikilvægur sem felst í eldmóði hugsjóna stjórn- málamanns sem víkur ekki af braut sannfæringa sinna og stendur og fellur með málstaðnum. Menn leggja vissulega á það mis- jafnt mat hvernig best sé að brjóta hugsjónum sínum braut. — Allt er þó í heiminum hverfult. Kannske er það líka svo að það sem litið var á sem mistök gærdagsins, — er orðið það sem ruddi brautina fyrir ár- angri dagsins í dag. Bandalag jafnaðarmanna Það er ánægjulegur og sögulegur viðburður að Bandalag jafnaðar- manna hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Andstæðingar jafnaðarmanna bera þeim á brýn uppgjöf við hug- sjónina — uppgjöf við málstaðinn. Þessi orð andstæðinganna endur- spegla fyrst og fremst hræðslu og ótta við sterkt afl lýðræðisjafnað- armanna. Þróttmikil og öflug fjöldahreyfing jafnaðarmanna, sem fylgir straumum nýrra tíma og breytinga í þjóðfélaginu — og er já- kvæð fyrir nýjum hugmyndum fyr- ir málstaðinn, hefur bæði getu og afl til að hrinda hugsjónum allra jafnaðarmanna í framkvæmd. Ákvörðun Bandalags jafnaðar- manna er því rétt. Hún sýnir að geta, vilji og hugrekki er fyrir hendi til að reyna nýjar ieiðir til að finna hugsjónum sínum farveg og vinna málstaðnum fylgi. Þá leið höldum við nú saman — undir einu sameiginlegu. merki jafnaðarmanna. Þar á traust að vera í fyrirrúmi og virðing fyrir skoðunum hvers annars. Á stund sögulegra sátta bið ég flokksþingsfulltrúa að rísa á fætur og innsigla með hressilegu lófataki samstarf og sameiningu jafnaðar- manna í eina öfluga fjöldahreyf- ingu. Heiðursgestir Á meðal okkar hér í dag höfum við tvo heiðursgesti. Fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins þá Gylfa Þ. Gíslason og Hannibal Valdimars- son. Báðir hafa þeir helgað líf sitt baráttunni fyrir hugsjónum frelsis, jafnréttis og bræðralags — hugsjón jafnréttis, félagshyggju og samhjálpar. Þó leiðir hafi skilið um stund með flokknum og þeirri miklu kempu Hannibal Valdimars- syni, þá má um þessa báða heiðurs- gesti okkar segja: í þeim býr eld- móður og baráttukraftur stjórn-' málamannsins sem víkur ekki af braut hugsjóna og sannfæringa — fyrir málstaðinn sem hann berst fyrir. Baráttutæki launafólks Góðir félagar. Á þessu 70 ára afmælisári Al- þýðuflokksins er flokkurinn í mik- illi sókn og baráttuhugur og bjart- sýni ríkir hjá alþýðuflokksfólki um allt land. Sókn okkar byggir á sterkri málefnastöðu undir styrkri forystu formannskallsins í brúnni. — En skipstjórinn fiskar ekki ef áhöfnina vantar. — Sókn okkar og sterk málefnastaða byggir ekki síð- ur á þrotlausri baráttu og vinnu al- þýðuflokksfólk um land allt fyrir málstað jafnaðarstefnunnar. Sú vinna skilaði sér með árangursrík- um hætti í bæjar- og sveitastjórnar- kosningum á þessu ári, þegar Al- þýðuflokkurinn styrkti stöðu sina verulega um Iand allt. Sá sigur gefur okkur nú byr í segl- in þegar jafnaðarmenn hefja nú sameinaðir — undirbúning að kraftmikilli kosningabaráttu fyrir næstu alþingiskosningar. Vissulega höfum við ástæðu til að ætla að flokkurinn auki verulega fylgi sitt, en við skulum varast að telja nokkuð gefið í þeim efnum. Alþýðuflokkurinn er í mikilli sókn og pólitískir atburðir líðandi stundar fylla okkur bjartsýni. En við skulum aldrei láta vel- gengni augnabliksins villa okkur sýn. Okkar eigin andvaraleysi getur hæglega reynst okkar hættulegasti andstæðingur. í allri stefnumótun og ákvarð- anatöku á þessu flokksþingi okkar verðum við að hafa hugfast það meginhlutverk Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar að vera bar- áttutæki launafólks gegn forrétt- indum og valdi íhalds- og fjármála- aflanna í þjóðfélaginu, — þeirra afla sem sífellt hirða til sín meira og meira af arði vinnandi fólk í land- inu, sem ekkert hefur að selja nema vinnuafl sitt. ísland fyrir alla Við eigum okkur draum um þjóðfélag jafnaðarstefnunnar. Sá draumur er ekki veruleiki dagsins í dag. Með fárra vikna millibili hafa kristallast andstæðurnar í þessu þjóðfélagi — bilið milli ríkra og fá- tækra. Annars vegar fréttin um góðæri og velgengni peningaafl- anna og hinsvegar fréttir um harð- ærið í góðærinu hjá mörgum heim- ilum í landinu sem lifa við fátæktar- mörk. Hlutverk Alþýðuflokksins er að breyta þessum andstæðum í þjóðfé- laginu — brúa bilið milli ríkra og fátækra, — jafna eigna- og tekju- skiptinguna í landinu og vera það baráttutæki launafólks sem dugar gegn ofurvaldi íhalds- og peninga- aflanna í þjóðfélaginu. Góðir félagar. Þó Draumur okkar um þjóðfélag jafnaðarstefnunnar sé ekki veru- leiki dagsins i dag, þá hefur verið stigið stórt skref í átt til þess að sjá hann rætast. Við segjum ísland fyrir alla. — Við segjum sterk, öflug og samein- uð fjöldahreyfing jafnaðarmanna og félagshyggjufólks sem breytir þessu þjóðfélagi i þjóðfélag jafnað- arstefnunnar skal verða að veru- leika. Ég segi fertugasta og þriðja flokksþing Alþýðuflokksins sett. Ávarp Jónu Óskar Guöjónsdóttur, formanns S.A. Maður finnur fyrir kraftinum Formaður, góðir félagar og aðrir góðir gestir! Það er ólíkt léttari í lund, sem ég ávarpa þetta flokksþing miðað við fyrir tveimur árum. í dag er gaman að vera krati og maður finnur fyrir kraftinum sem fylgir því að vera einn af mörgum. Og við verðum sífellt fleiri. Ég mun seint gleyma síðustu kosninganótt, enda liðsmaður í einni af stærri sig- ursveitunum og það var sælt að sjá íhaldið falla og brakið ómar enn í minni sveit. Samt er alltaf hægt að nöldra. Þegar sigurvíman minnkaði og kosningaúrslitin voru skoðuð með opin augu, kom í Ijós að hlutdeild kvenna í sveitarstjórnum hafði auk- ist nokkuð á landsvísu. Gott er nú það, en hins vegar kom það eins og köld vatnsgusa, að í þeim efnum var Alþýðuflokkurinn aftast á mer- inni. — Gat það verið — sjálfur jafnréttisflokkurinn. Því miður. Hvað veldur? Eigum við að láta okkur það lynda? Sagði einhver, getið þið ekki bara sjálfum ykkur um kennt, eða heyrðist mér það bara. Það er kannski ekki svo ein- falt. Staðreyndin er oft sú í henni veröld að, ef ekkert er að gert, þá er það sá sem er stærri, sterkari og frekari sem verður ofan á. — En það er ekki alltaf besta lausnin. Bráðum koma nýjar kosningar, vonandi með enn betri tíð og fleiri rauðar rósir í haga. Við skulum nota þessa daga til að efla samstöð- una og heita á okkur sjálf að gleyma ekki hvort öðru þó einhverj- um hlaupi kapp í kinn. — Það verð- ur til hagsbóta fyrir flokkinn, til heilla fyrir jafnaðarstefnuna og stuðlar að bættri framtíð fyrir landsmenn alla. Tvennt að lokum. Fyrir hönd Sambands Alþýðuflokkskvenna óska ég þingfulltrúum góðrar og vinnusamrar helgi. Jafnframt vil ég bjóða velkomna í hópinn fulltrúa Félags frjálslyndra jafnaðarmanna og vona að við eigum góða sam- vinnu fyrir höndum. Og til marks um velvilja S.A. bið ég Guðmund Einarsson að mæta mér á miðri leið, þegar ég geng héðan og þiggja þessa eilífðarrós.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.