Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 18. október 1986
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir formaöur
framkvæmdastjórnar Alþýöuflokksins:
Fyrsta konan, sem
gegnir þessu
mikilvæga embætti
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
var kosinn formaður
framkvæmdastjórnar Al-
þýðuflokksins á síðasta
flokksþingi. Hún er
fyrsta konan, sem gegnir
þessu mikilvæga embætti
í flokknum. Hér á eftir
fer stutt viðtal við Sjöfn:
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir er fædd
og uppalin í Reykjavík, en stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
1957 — var síðan við nám og störf
í Bandaríkjunum um fjögurra ára
skeið. Gift Braga Jónssyni veður-
fræðingi og eiga þau þrjá syni, Atla
Björn, sem stundar háskólanám í
Austurríki og Sigurbjörn og Bald-
ur, sem báðir stunda menntaskóla-
nám.
Sjöfn býr í Breiðholtinu, nánar
tiltekið í einbýlishúsi að Keilufelli 8,
rétt hjá Menningarmiðstöðinni.
Sjöfn er sviðsstjóri við Fjölbrautar-
skólann í Breiðholti, þar sem hún
hefur kennt frá stofnun skólans
1975. Starfaði áður m.a. sem full-
trúi í Menningarstofnun Banda-
ríkjanna á íslandi, Fulbrightstofn-
uninni.
Sjöfn hefur tekið mikinn þátt í
félagsmálum, öðrum en stjórnmál-
um; var t.d. formaður nemenda-
sambands MA, sat í stjórn Banda-
lags kvenna í Reykjavík og hefur til
skamms tíma verið formaður Delta
Kappa Gamma, félags kvenna í
fræðslustörfum. Einnig á Sjöfn
sæti í stjórn Verndar (frá 1980) og í
stjórn Kvenstúdentafélags íslands
sat Sjöfn um árabil.
Hver hafa verið stjórnmálaaf-
skipti þín?
Varaborgarfulltrúi 1975—78 og
sat þá um tima í fræðsluráði og
barnaverndarnefnd. Borgarfulltrúi
1978—82 og átti þá sæti í ýmsum
nefndum og ráðum á vegum borg-
arstjórnar, svo sem borgarráði (ein
kona hafði áður átt fast sæti í borg-
arráði, Auður Auðuns), félags-
málaráði, formaður stjórnar Kjar-
valsstaða og form. æskulýðsráðs, í
framkvæmdaráði og fl. Sjöfn hefur
átt sæti í stjórn Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur (varaformaður), full-
trúaráði Alþýðuflokksfélaganna og
undanfarin 8 ár í flokksstjórn Al-
þýðuflokksins.
Hvert er verksvið formanns
framkvæmdastjórnar?
Hlutverk framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins er margvíslegt;
meðal annars að vinna að undir-
búningi mála og stefnumótun fyrir
flokksstjórn; að hafa yfirumsjón
með rekstri flokksins og eignum
hans, að ráða starfsmenn flokksins
og að tilnefna menn af hálfu
flokksins í stjórnir, ráð og nefndir
og aðrar trúnaðarstöður. Einnig að
sjá um framkvæmd á ályktunum
flokksþings og stjórnar og annast
samskipti við bræðraflokkana er-
lendis, en boð um að senda fulltrúa
á flokksþing þeirra og ráðstefnur
berast víða að úr heiminum. Einnig
að annast tengsl við flokksdeildir
og vinna að eflingu flokksstarfs um
land allt.
Þú ert fyrsta konan, sem gegnir
þessu embætti, verður erfitt að taka
við starfi sem karlmenn einir hafa
gegnt til þessa?
Mér er vandi á höndum að standa
mig og reyna að gera hlut Alþýðu-
flokksins sem mestan, að svo miklu
leyti, sem það er á valdi formanns
framkvæmdastjórnar, en að sjálf-
sögðu fer vegur Alþýðuflokksins að
lang mestu leyti eftir frammistöðu
og dugnaði formanns flokksins,
varaformanns og þingmanna. Á ég
þess vegna von á mikilli fylgisaukn-
ingu Alþýðuflokksins í næstu kosn-
ingum, enda málefnaleg staða
flokksins mjög góð. Hefi ég trú á
því að Alþýðuflokkurinn stóreflist
á næstu árum og nái sömu stærð og
styrkleika og bræðraflokkarnir í
nágrannalöndunum, en þar eru
jafnaðarmannaflokkarnir víða
með um og yfir 30—50^0 fylgi i
kosningum. Aldrei hefur verið
meiri þörf fyrir stóran og voldugan
flokk jafnaðarmanna en einmitt nú
í dag, þegar heimilin eru að sligast
undan níðþungum byrðum frjáls-
hyggjunnar og okursköttum fram-
sóknar í þágu úreltrar landbúnað-
ar- og einokunarstefnu.
é
Munt þú beita þér fyrir breyting-
um eða nýmælum í starfi flokksins
og þá hverjum?
Fyrrverandi formaður fram-
kvæmdastjórnar Guðmundur
Oddsson, skilaði góðu búi í mínar
hendur og eru honum færðar þakk-
ir fyrir það. Má segja að línurnar,
sem fylgja skal, hafi þegar verið
lagðar, í öllum aðalatriðum. Verk-
svið framkvæmdastjórnar spannar
að vísu vítt svið en þar af er mikil-
vægast efling flokksstarfsins, eink-
um og sér í lagi, til þess að fá fleiri
til virkrar þátttöku i starfi flokks-
ins, eða, eins og segir í ágætri
skýrslu fyrrverandi formanns fram-
kvæmdastjórnar: „Það er nefni-
lega mikill misskilningur ef menn
halda, að stjórnmálaflokkur starfi
af sjálfsdáðum eða eftir einhverju
náttúrulögmáli“ Ég hyggst því
einkum beita mér að eflingu flokks-
starfs.
Hver verða fyrstu verkefni þín
sem formanns framkvæmdastjórn-
ar?
Stjórnin mun byrja á því að
skipta með sér verkum og kjósa í
ýmsar nefndir og ráð og nýja starfs-
hópa. Einnig þarf að afgreiða mál,
sem nýafstaðið flokksþing vísaði til
framkvæmdastjórnar. Stjórnmála-
skóli Alþýðuflokksins hefur verið í
undirbúningi og verður því starfi
haldið áfram, en það sem þó er efst
á baugi er að hefja undirbúning Al-
þingiskosninganna á vori kom-
anda.
Hvernig gengur að samræma
húsmóðurstarfið erilsömu ábyrgð-
arstarfi? Verður nokkur tími til að
sinna persónulegum áhugamálum?
Vel gengur að samræma húsmóð-
urstarfið erilsömu ábyrgðarstarfi.
Nægur tími er til þess að sinna
persónulegum áhugamálum.
HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA