Alþýðublaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 18. október 1986
11
Ásmundur Stefánsson ávarpar 43. flokksþing Alþýðuflokksins.
stokkað upp þannig að umsaminn
taxti og greitt kaup séu í sæmilegu
samræmi. Afnám lægstu taxta og
uppstokkun taxtakerfisins verða
meginviðfangsefni næstu samn-
inga.
Pólitísk atriði samninga
í næstu samningum er ekki
ósennilegt að einnig verði tekist á
um ýmis pólitisk atriði til dæmis
skattakerfið, sem í dag er flestum
óskiljanlegt og óréttlætið blasir við.
Lífeyrissjóðakerfið verður væntan-
lega líka til umræðu og jafnvel hús-
næðislánakerfið en á báðum þess-
um málaflokkum var tekið í síðustu
samningum.
Mér sýnist það ekki vera til Iausn-
ar á afkomu láglaunafólks að
leggja sölugjald á matvörur eins og
nú eru áform um af hálfu stjórn-
valda, en ég gæti hugsað mér einfalt
staðgreiðslukerfi á tekjuskatti og
útsvari.
Lífeyriskerfi Alþýðusambands-
félaganna hefur verið samræmt á
undanförnum árum og frekari sam-
ræming er nauðsynleg einnig gagn-
vart opinberum starfsmönnum.
Aðalatriðið í dag er hins vegar ekki
hvort lífeyrissjóður er einn eða þeir
fleiri heldur í hverju samræmingin
skuli fólgin. í því efni virðist um-
ræðan í ykkar flokki leita undan
vindi, því í tillögunum sem þið haf-
ið nú til umræðu er ekki orð um
það, hvaða réttindi lífeyrisiðgjöldin
skuli tryggja. En það er stór og erfið
spurning ekki síst þar sem trygg-
ingafræðingar telja þau réttindi
sem lífeyrissjóður opinberra starfs-
manna veitir í dag kosta 70% meira
en þau réttindi, sem ávinnast í okk-
ar sjóðum.
Húsnæðismálin
Húsnæðiskerfinu var umbylt
með síðustu samningum fjármagn
kerfisins stóraukið og sérstaklega
bætt staða þeirra sem kaupa sína
fyrstu íbúð. í framhaldi af þessum
aðgerðum þarf að huga að fleiri
breytingum og ég er mjög hlynntur
því að leigukaupakerfið verði út-
fært til slíkra nota þá þannig að
vextir og endurgreiðsla sé sveigjan-
leg og breytist með breyttum að-
stæðum leigjenda eða leigukaupa.
Fleiri mál gætu orðið á dagskrá
en ég nefni ekki fleiri nú.
Ábyrgar lausnir
Þó verkalýðshreyfingin sé eðli
málsins samkvæmt á vissan hátt
alltaf stjórnarandstöðuafl hlýtur
hún á hverjum tíma að beita sér
gagnvart stjórnvöldum fyrir nauð-
synlegum úrbótum. Stjórnmála-
flokkur getur tekið ábyrgðarlaust á
stjórnarandstöðuhlutverkinu, yfir-
boðið og fordæmt og fríað sig
ábyrgð. Verkalýðshreyfingin verður
að leita ábyrgra lausna. Aðgerðir í
húsnæðismálum, lög um atvinnu-
leysistryggingar, almannatrygging-
ar, réttindi i veikindaforföllum, líf-
eyrismál, skattamál o.fl. hafa verið
á samskiptaborði ASÍ og stjórn-
valda í áratugi. Pólitísk samskipti
við misjafnlega litar stjórnir eru
engin ný bóla. Sjaldan eða aldrei
hefur verkalýðshreyfingin hins veg-
ar gengið jafn langt í því efni og í
síðustu samningum, samið um jafn
fjölþætt atriði, niðurfærslu verð-
lags, fast gengi, nýtt húsnæðiskerfi
o.fl. og unnið málin jafn útfærð í
smáatriðum í samstarfi við at-
vinnurekendur áður en til viðræðna
kom við stjórnvöld. Það eru tæp-
lega ýkjur að segja að Alþýðusam-
bandið hafi á þessu ári gert sig
meira gildandi á pólitíska sviðinu
en nokkur stjórnmálaflokkur og
haft meiri áhrif á gang efnahags-
lífsins á árinu en ríkisstjórnin sjálf,
sem hafði upp á takmarkaða stefnu
að bjóða. Samningarnir í febrúar á
árinu, hjöðnun verðbólgu og nýtt
húsnæðiskerfi. Mér sýnist hinn
pólitíski ávinningur samninganna
vega þungt í mati okkar félags-
manna á samningunum. Þeir meta
nýja húsnæðiskerfið og þeir meta
einkum mikils að fá 10% verðbólgu
á árinu í stað þeirra40, 50, 60% sem
ella voru fyrirsjáanleg. Með samn-
ingunum tók hreyfingin áhættu en
mér sýnist augljóst að þeir hafi auk-
ið traust félagsmanna á samtökum
sínum og sannfært þá um að nauð-
synlegt sé að huga að fleiru en
kaupinu og að meira virði sé að ná
stighækkunum sem haldast en
stökkum sem fljótt renna út í sand-
inn.
TVíbent afslaða
Ég hef áþreifanlega orðið var við
það að í stjórnarandstöðuflokkun-
um er dálítið tvíbent afstaða til
þessara pólitísku afskipta verka-
lýðshreyfingarinnar. Ýmsar raddir
segja að allt væri þetta gott ef betri
flokkar væru í ríkisstjórn, en illt sé
að leysa verðbólguvandann og létta
stríð húsbyggjenda fyrir þessa ríkis-
stjórn.
Það tókst að ná lausn þrátt fyrir
þá ríkisstjórn og fólkið í landinu á
rétt á því að við fylgjum lausninni
fram. Fólksins vegna getum við
ekki rekið þá oft á tíðum einföldu
stjórnarandstöðulínu sem pólitískir
flokkar temja sér. Ég tel reyndar að
sá leikur sé stjórnarandstöðuflokk-
unum ekki til framdráttar og meg-
inástæðan fyrir vantrausti á stjórn-
málamönnum séu umskipti á við-
horfum í stjórn þar sem aðhald
þarf á öllum sviðum og í stjórnar-
andstöðu þar sem allt er auðvelt og
engin yfirboð of stór. Stjórnarand-
staðan þarf rétt eins og verkalýðs-
hreyfingin að taka málefnalega á til
þess að halda trausti fólks og finna
raunhæfar lausnir. Einföld upp-
hlaup geta gefið fylgi í svip en ekki
til lengdar. Það er ekki nóg að átta
sig á því að eitthvað sé að. Það verð-
ur að svara því hvernig bæta megi
úr.
Vinnum saman
Góðir f élagar. í aðdraganda
þessa fundar hefur nafn mitt hlotið
sæmilega auglýsingu í fjölmiðlum.
Ýmsir urðu á tímabili til að skilja
umræðuna svo að ég myndi á þess-
um fundi lýsa inngöngu minni í Al-
þýðuflokkinn. Vissulega tel ég það
mér til álitsauka að umfjöllun um
flokkslegar vistarverur mínar skuli
ná að keppa við umfjöllun um
Reagan og Gorbashov í dýrmætum
fréttatíma sjónvarpsins. Af því til-
efni vil ég itreka að ég er í Alþýðu-
bandalaginu í Reykjavík og hygg
ekki á vistaskipti. Ég vil jafnframt
ítreka að ég hef bæði innan míns
flokks og á opinberum vettvangi
verið talsmaður aukins samstarfs á
milli Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags. Ég hef Iengi talið að þeir
flokkar, ekki síst vegna sterkra róta
í verkalýðshreyfingunni, eigi að
vinna náið saman. Sundrung vinstri
hreyfingarinnar setur mark á alla
pólitíska umræðu í landinu. Á með-
an forustumenn Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags eyða meira púðri
í að gera hvor annan tortryggilegan
en í að berja á íhaldinu er Iítils ár-
angurs að vænta. Viðhorf til stjórn-
arsamstarfs eru alltaf snúin. í hópi
minna flokksmanna voru sam-
starfsmöguleikar til umræðu nú
fyrir stuttu og niðurstaðan augljós.
Með íhaldinu gæti enginn unnið
sakir mannvonsku þess og illgirni,
með Alþýðuflokki Jóns Baldvins
væri fundið jafnvel enn verra íhald
og það sé beinlínis markmið að gefa
Framsókn frí frá stjórnarstólum.
Kvennalistinn sé augljóslega ekki
stjórntækur og Bandalag jafnaðar-
manna ekki til umræðu. Alþýðu-
bandalagið hljóti því að mynda rík-
isstjórn með félagshyggjuöflunum.
Þessi niðurstaða um stjórn Alþýðu-
bandalagsins eins kann að vera
pólitískt raunsæi en er ekki líkleg til
að leiða minn flokk í stjórnarand-
stöðu. Ég hef heyrt Alþýðuflokks-
menn tala á svipuðum nótum nema
hvað ofstækisfullur Svavar kemur i
stað Jóns Baldvins.
Hver er þá ályktun mín af þess-
um umræðum. Ætla ég að mæla
með því að Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið fari í kapphlaup
um hylli íhaldsins eða ætla ég að
stilla Framsóknarflokknum upp
sem okkar eina sanna vini. Eða dreg
ég þá ályktun að heilbrigðum
flokki sé hollast að halda árunni
hreinni utan stjórnar.
Mín skoðun er sú að stjórnmála-
flokkur sem tekur sig alvarlega geti
ekki átt sér það markmið að vera í
öskurdeild utan þings. En um leið
er það sannfæring mín að enginn
flokkur hafi neitt í stjórnarsam-
starf að gera nema hann viti til hvers
hann ætlar að nota stjórnarstarfið
og sjái möguleika á því að ná mál-
um fram.
Nú er sóknarfæri
Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa sameiginlega fylgi
á milli 30% og 40% kjósenda ef
marka má skoðanakannanir.
Reynslan frá 1978 þegar þessir tveir
flokkar fengu 28 af 60 þingmönn-
um sýnir að ef þeir snúa bökum
saman í áróðrinum geta þeir náð
miklum árangri. í dag er sóknar-
færi fyrir þessa flokka. Með sam-
ræmdri vinnu, skipulegum málatil-
búnaði og öflugu upplýsingastarfi
geta þessir tveir flokkar stóraukið
fylgi sitt. Ef vel er á haldið jafnvel
gert betur en vorið 1978 og náð
hreinum meirihluta. Sá árangur á
að vera markmiðið í komandi kosn-
ingum. Jafnvel þó eitthvað vantaði
á hreinan meirihluta væru flokk-
arnir saman í aðstöðu til þess að
mynda stjórn undir eigin forræði,
velja sér samstarfsaðila og tryggja
árangur stjórnarstarfsins. Þannig
mætti ná öflugri atvinnuuppbygg-
Framh. á bis. 22
Á meðan þú lest þessa auglýsingu
verða til 60 Ijósrit í U-BIX
Ijósritunarvélum á íslandi. Að
meðaltali eru það 5 Ijósrit á
sekúndu, allan daginn, allan ársins
hring. Það er vegna þess að U-BIX
Ijósritunarvélarnar eru öflugar og
hraðvirkar, hljóðlátar og einfaldar í
notkun og hafa lága bilanatíðni.
U-BIX Ijósritunarvélar fást í 12
mismunandi útfærslum, eru með
sjálfvirka lýsingu og yfirleitt allt það
er prýðir góðar Ijósritunarvélar. Þess
vegna er U-BIX sjálfsagður kostur
þegar Ijósritun er annars vegar.
Verðið er einstakt:
""'72.000
stgr
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33-Sími 91 -20560
Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar ísafirði • Bókaversl. Þórarins
Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f.
Egilsstöðum • Kaupfél. Árnesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum