Alþýðublaðið - 13.06.1987, Síða 2
2
Simi: 681866
Útaefandi: Blaö hf.
Ritstjóri:: Ingólfur Margeirsson
Ritstjórnarfuíltrúi: Jón Daníelsson
Blaöamenn: Orn Bjarnason, Asa Björnsdóttii og
Kristján Þorvaldsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Filmur og prent Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Tryggjum hag
sjómanna
I dag halda íslendingar sjómannadaginn hátíölegan.
Þetta tölublað Alþýöublaösins er helgað þessum
degi. Á íslandi, sem byggir afkomu sína í megindrátt-
um á fiskveiðum, er sjávarútvegurinn stööugt til um-
ræöu og ræöur mestu í lífi allra þegnanna, beint eða
óbeint. Að undanförnu hefur kvótaskipting og veiði-
leyfi verið heitt deiluefni og sýnist sitt hverjum. Um-
ræðan um kvótann endurspeglast einnig í þessu tölu-
blaði þar sem leitað er svara hjá forsvarsmönnum
helstu útgerðarfyrirtækja og stjórnvalda sem tengj-
ast sjávarútvegi.
U mræðan um kvótakerfið hefur ennfremur sett mik-
inn svip á þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú
standayfirog skipaði viðræðunefndin sérstakaundir-
nefnd sem fór með sjávarútvegsmál. í niðurstöðum
undirnefndarinnarkemurfram vilji að takmarkastærð
fiskiskipaflotans og endurnýja hann. Þar hefurendur-
skoðun laga um stjórn fiskveiða einnig verið til um-
ræðu og rætt um óhjákvæmilega takmörkun á veið-
um úr helstu nytjastofnum Helst hafa verið reifaðar
þær hugmyndir að veiðiieyfi verði veitt útgerðarfyrir-
tækjum eða einstaklingum en ekki skipum og fyrir
þessu færð bæði efnisleg og lögfræðileg rök.
Annað stórmál í sjávarútvegi sem skotið hefur upp
kollinum, er útflutningur á ferskum fiski. Rætt hefur
verið um að leggja sambærilegt verðjöfnunargjald á
hvert kíló gámafisks og rennurtil jafnaðartil freðfisk-
og saltfiskdeildar samkvæmt gildandi reglum hverju
sirini. Aórar nýjar fréttir frá sjávarútvegi eru þær að
Verðlagsráoi sjávarútvegsins hefurverið heimilað að
gefa fiskverð frjálst með yfirnefndarákvörðun til
reynslu fram í september. Varðandi ferskfiskútflutn-
inginn, hefur nokkuð borið á offramboði á erlendum
mörkuðum. Jafnframt hafa áhyggjur manna farið vax-
andi vegna útflutnings á ferskfiski sökum þeirrar
byggðarröskunar sem hann gæti valdið þar sem at-
vinnuástandi í fiskvinnslu er stefnt í hættu. í þessu
sambandi hefur verið talað um að fara aðrar leiðir en
að stækkafiskiskipaflotann til að bæta hráefnisöflun
fyrir einstök byggðarlög sem illa eru sett í þeim efn-
um.
Ojávarútvegurinn er áfram helsta undirstaöa útflutn-
ingstekna og þar með þjóðartekna. í sjávarútvegi þarf
að koma á stjórnkerfi sem lagar sig að frjálsum fisk-
verðsákvörðunum. Tryggja verður hlut sjómanna,
þannig að aflamönnum verði gert kleift að njóta sín.
Núverandi kvótakerfi hefur mjög marga annmarka
eins og fram kom greinilega á hinni svörtu skýrslu úr
Suðurnesjum þar sem atvinnulíf stendur höllum fæti
vegna rangrar kvótastefnu. Það verður að tryggja að
dugmiklir sjómenn fái athafnafrelsi, og að byggðar-
lögum sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi sé
tryggð öflun hráefnis betur en nú er gert. Ennfremur
þarf að fjölga staðbundnum fiskmörkuðum og efla
þarf úrvinnslu fiskafurða fyrir nýja markaði. Alþýðu-
blaðið sendir baráttukveðju'r og árnaðaróskir til allra
sjómanna á sjómannadaginn.
FRJALSRÆÐI TIL
FRELSISSVIPTINGAR
Þaö gætir mikils tvískinnungs í
umræöum um sjávarútvegsmál og
fiskvinnslu þessa dagana. Hags-
munasamtök í greininni hafa sent
hvert ööru tóninn og veriö ýmist
með eöa móti, eftir því sem vindar
blása. Ágreiningsefnin eru frjálst
fiskverö, ferskfiskútflutningur og
fiskmarkaöir. Allt spilar þetta sam-
an og gefur vísbendingu um nýja
tíma í undirstööuatvinnugrein
landsmanna.
Það er talað um góðæri í sjávar-
útvegi og fiskvinnslu. í fyrsta skipti
í langan tíma er farið að tala um af-
komu fiskvinnslunnar fyrir ofan
núll. Hlutur fiskvinnslufólks og
sjómanna hefur þó ekki aukist i
samræmi við hið opinbera góðæri
og kröfur stéttarfélaganna því há-
værari. Sjómenn og landverkafólk
spyrja sig þeirrar eðlilegu spurning-
ar hvernig standi á því, að ekki er
hægt a greiða sambærileg laun hér
á landi við það sem þekkist erlend-
is. Hvers vegna um er að ræða mun
hærra fiskverð á erlendum fersk-
fiskmörkuðum, meira að segja í
þeim tilfellum þegar afli fer til
vinnslu. Forsvarsmenn fiskvinnsl-
unnar hafa svarað því til, að málið
sé ekki einfaldara en það, að ljótu
karlarnir í Englandi, Þýskalandi og
víðar láti ríkið hjálpa sér við að
nappa fiskinum frá íslandi með
styrkjum og síðan tollþvingunum
gagnvart Islendingum, sem geri
fiskvinnslunni innanlands erfiðara
fyrir.
í umræðum um frjálst fiskverð í
Verðlagsráði sjávarútvegsins á dög-
unum strandaði málið í fyrstu
vegna þess að fulltrúar fiskvinnsl-
unnar vildu skattleggja ferska fisk-
inn. Sjómenn og útgerðarmenn
vildu „algjörlega frjálst fiskverð",
eins og það er kallað. Því vildi fisk-
vinnslan ekki una og bauð á móti
frjálst fiskverð með lágmarksverði,
„sem fæli í sér ákveðna tryggingu
fyrir sjómennina", eins og haft var
eftir Friðriki Pálssyni forstjóra
S.H. Tilboðið fól einnig í sér að sett
yrði einhvers konar verðjöfnunar-
gjald á ferska fiskinn líkt og tíðkast
hefur gagnvart frystingunni og salt-
fisknum þegar vel árar. Saltfisk-
framleiðendur hafa upp á síðkastið
greitt í Verðjöfnunarsjóð vegna
hækkana á erlendum mörkuðum
og allt stefndi í að frystingin gerði
það líka af sömu ástæðum. Engu
að síður féll málið um sjálft sig og
fiskverðsákvörðun beið úrlausnar
yfirnefndar Verðlagsráðs. En mörg-
um áóvart hefur Verðlagsráð nú
tekið þá tímamótaákvörðun, að
gefa verðlagningu frjálsa á al-
mennu fiskverði og kola frá 15. júní
til 30. september.
Fulltrúar fiskvinnslunnar sam-
þykktu frjálst fiskverð eftir að fall-
ist var á að breyta verulega innborg-
unum í Verðjöfnunarsjóð. Eftir nú-
gildandi reglum greiðir saltfisk-
vinnslan 2% í stað 6% og í stað 3
prósenta sem ætlað var að frysting-
in greiddi á þessu ári mun hún
greiða innan við 0.5%.
Á aðalfundi Sjómannafélags
Reykjavíkur sem haldinn var 3.
júní, áður en Verðlagsráð tók
ákvörðun um frjálst fiskverð, er
bent á þá staðreynd að 85% fiski-
skipaflotans er í eigu fiskvinnsl-
unnarsjálfrar. I ályktunum fundar-
ins segir meðal annars, að þess
vegna eigi að vera hæg heimatökin
fyrir þá aðila að breyta til, vilji þeir
vinna meira úr aflanum hér innan-
lands. í sömu ályktun er lýst
undrun á afstöðu Verkamannasam-
bandsins til útflutnings á ferskum
fiski. Ennfremur er bent á að
einmitt þeir aðilar sem átt hafa
bæði togara og fiskvinnslu hafa
margir hverjir á síðustu árum breytt
sínum skipum þannig að aflinn er
unnin um borð. Síðan er vikið að
stórum kjarna máls, því atvinnu-
sjónarmiði sem réði ferðinni þegar
mikill innflutningur togara hófst og
var réttlættur með því að tryggja
ætti atvinnu í sjávarplássum. Síðan
segir orðrétt í ályktun S.R.: „Aðal-
fundur SR leggur ekki dóm á þá
byggðastefnu sem fylgt er, en telur
að það sé ekki sjómanna og útgerð-
armanna einna að standa undir
kostnaði vegna hennar, heldur sé
það samfélagsins í heild.“
Þarna mundi eflaust einhver
segja að sjómenn skjóti yfir mark-
ið, og sýni hrokafulla afstöðu gagn-
vart fiskvinnslufólki víða um land
sem þarf sífellt að lifa í ótta við að
kvótinn fari úr byggðalaginu eða að
aflanum verði landað í hendur er-
lends vinnuafls.
í Alþýðublaðinu fyrir skömmu
var frétt um það að sjómenn á tog-
aranum Ljósafelli á Fáskrúðsfirði
hefðu tekið þá „karlmannlegu" af-
stöðu, að neita tilboði vinnuveit-
andans um að 10% aflans yrði
landað í gáma fyrir erlendan mark-
að. í þessu tilfelli var um að ræða
sama eiganda útgerðar og fisk-
vinnslunnar, og sjómennirnir
kröfðust hærra kaups vegna
óánægju með laun í samanburði
við kollega sína á fiskiskipum sem
eingöngu Ianda aflanum fyrir er-
lenda ferskfiskmarkaði. Sjómenn-
irnir neituðu sem sagt að taka at-
vinnuna af Iandverkafólkinu sem
var í sama verkalýðsfélagi og þeir
sjálfir. Að lokum náðist samkomu-
lag um 10% uppbót á vertíðina eftir
að áhöfnin hafði sagt upp. Svipað-
ar yfirborganir munu einnig hafa
tíðkast á tveimur öðrum stöðum á
Austfjörðum þar sem útgerð og
fiskvinnsla var í eigu sömu aðila.
Það bendir margt til þess að sjó-
menn hafi mismunandi afstöðu til
„frjálsræðisins“ eftir búsetu.
Dæmin úr ályktun Sjómannafélags
Reykjavíkur og síðan afstaða sjó-
mannanna á Fáskrúðsfirði sýna að
hagsmunir þessara manna eru á
margan hátt ólíkir, þótt tilheyri þeir
sömu stéttinni og geri sameiginlega
samninga. í litlum sjávarplássum
leitast sjómenn og landverkafólk
gjarnan við að líta á málin og hags-
munina innan sama sjóndeildar-
hrings. Þar vinnur oft öll fjölskyld-
an við fisk, karlinn á sjó, konan við
að snyrta, afi í saltfisknum, amma
í pökkuninni, strákurinn í löndun-
unum og stelpan að reikna út bón-
usinn. Það gengur því einfaldlega
ekki upp að þetta fólk, þessi fjöl-
skylda, sé að hnýta í hvert annað
þegar hagsmunirnir hvers og eins
renna saman í eitt. Þetta fólk skilur
heldur ekki almennilega þegar for-
ystumenn í sjávarútvegi, fisk-
vinnslu og verkalýðshreyfingu eru
að rífast í blöðum og fjölmiðlum i
Reykjavík. Á sama hátt skilur þetta
fólk ekki þegar sömu menn verða á
eitt sáttir um fiskmarkaði fyrir
sunnan, sem hugsanlega munu
stórrýra afkomumöguleika fólks á
landsbyggðinni.
í umræðum um fiskmarkaði á
Reykjavíkursvæðinu hefur að
margra mati gersamlega gleymst að
ræða hvaða afleiðingar slíkt kann
að hafa á fiskverð almennt og arð-
semi hjá fiskvinnslunni, annars
staðar á landinu. Fiskmarkaðir
verða trúlega ekki starfræktir nema
fyrst og fremst á Reykjavíkursvæð-
inu. Þeir munu að flestra mati stór-
auka hagkvæmni í rekstri frysti-
húsa á markaðssvæðinu, sem munu
að líkindum geta sérhæft sig í
vinnslu einstakra tegunda og þurfa
ekki að sætta sig við að taka við 5-6
tegundum úr einu og sama skipinu,
eins og verið hefur og verður áfram
víða um land. Þrátt fyrir frjálsræð-
ið fyrir sunnan gerir þetta það að
verkum að tegundir sem ekki geta
talist arðbærar til vinnslu í litlum
mæli í almennu frystihúsi, hækka í
verði og gera þannig fiskverkendum
á Iandsbyggðinni erfiðara um vik.
Það má varla búast við að sjómenn
víða um land sætti sig við minna en
meðalverð, þótt rekstursskilyrði
fiskvinnslunnar verði engan veginn
sambærileg við það sem gerist í sér-
hæfðri vinnslu á Reykjavíkursvæð-
inu.
Það má því búast við að frjáls-
ræðið verði til enn frekari frelsis-
sviptingar fyrir fólk á landsbyggð-
inni sem þola hefur mátt vaxandi
mismunun á siðustu árum.