Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. júní 1987
'3
Atvinnurekendur og stjórnarmyndun:
SJÁLFSTÆÐISMENN BEITTIR ÞRÝSTINGI
Félag íslenskra iðnrekenda blandar sér í umræður um stjórnarmyndun.
Voru Sjálfstæðismenn aö guggna á því að standa gegn fyrirtækjasköttum
Þorsteinn Pálsson og aðrir
framámenn Sjálfstæðisflokksins
eru hú undir gífurlegum þrýstingi
frá atvinnurekendum og samtökum
þeirra varðandi hugsanlega skatt-
lagningu fyrirtækja og stóreigna.
Allir flokkar sem til greina hafa
komið í stjórnarmyndunarhugleið-
ingum fram að þessu nema Sjálf-
stæðisflokkurinn, vilja beita ein-
livers konar skattiagningu í þessa
átt til að minnka halla rikissjóðs.
Framámenn Sjálfstæðisflokks-
ins eru þó milli steins og sleggju í
þessu máli, vegna þess hve afkoma
fyrirtækja á Islandi hefur batnað
mikið á síðustu árum. Það leiðir til
þess að skattlagning á fyrirtækin er
orðin möguleg fjáröflunarleið og
mörgum þykir nú tími til kominn að
fyrirtækin fari að bera sinn hluta
byrðarinnar, eftir að almenningur
var látinn borga niður verðbólguna
allt síðasta kjörtímabil.
Svo virðist sent Sjálfstæðismenn
kunni að hafa verið komnir á
fremsta hlunn með að láta undan
kröfum Framsóknar og Alþýðu-
flokks í þessum efnum. A.m.k. sá
Félag íslenskra iðnrekenda ástæðu
til þess í gær að senda frá sér álykt-
un þar sem fram eru færðar rök-
semdir gegn auknum skattaálögum
á fyrirtæki, löngu áður en nokkur
ákvörðun hefur verið tekin um
slíkt.
I ályktuninni segir m.a.:
íslensk fyrirtæki greiða verulega
skatta í dag. Þau greiða ekki aðeins
tekjuskatt af hagnaði. Meginhluti
skatta fyrirtækja er lagður á fram-
leiðslukostnað en slík skattheimta
veikir samkeppnisstöðu innlendra
fyrirtækja gagnvart erlendum
keppinautum. Hér má nefna að-
stöðugjald, fasteignaskatt, iðgjöld
til almannatrygginga og í mörgum
greinum launaskatt. Þessir skattar
nema um fjórum fimmtu hlutum af
sköttum fyrirtækja en tekjuskattur
um einum fimmta. Skattlagning á
framleiðslukostnað fyrirtækja er
yfirleitt meiri á íslandi en í öðrum
löndum, ekki síst þegar einnig er
tekið tillit til uppsöfnunaráhrifa
söluskatts og fleiri skatta á rekstrar-
nauðsynjar fyrirtækjanna auk
vörugjalda. Slík skattlagning'veld-
ur jafnan mismunun milli fyrir-
tækja og atvinnugreina.
Nýbyggingar íbúöa:
12% SAMDRÁTTUR
Á SÍÐASTA ÁRI
Samkvæmt bráöabirgðaupplýs-
ingum frá Þjóðhagsstofnun var um
12% samdráttur íbúðabygginga á
árinu 1986. Lokið var við samtals
1487 íbúðir á öllu landinu á árinu.
Árið 1985 var lokið við samtals
1690 íbúðir á öllu landinu. Þetta er
minnsti fjöldi íbúða sem lokið er
við allar götur frá árinu 1971. Á því
tímabili var aldrei lokið við færri en
1600 íbúðir á ári, að því er segir í ný-
útkomnu fréttabréfi Húsnæðis-
stofnunar ríkisins.
Samkvæmt bráðabirgðaupplýs-
ingum frá Þjóðhagsstofnun var
lokið við samtals 1487 íbúðir á öllu
Iandinu áirð 1986. Þetta táknar um
12% samdrátt frá 1985, en þá var
lokið við samtals 1690 íbúðir á öllu
landinu. Þetta er minnsti fjöldi
íbúða sem lokið er við allar götur
frá árinu 1971; allt það 16 ára tíma-
bil hefur ekki fyrr verið lokið við
færri en 1600 íbúðir á einu einstöku
ári.
Hinn mikli samdráttur, er varð
1985 í fjölda íbúða, sem hafin var
smíði á, hélt áfram árið 1986. Byrj-
að var á 1198 íbúðum, sem er um
6% fækkun frá fyrra ári, en þá
hófst smíði 1269 íbúða. Árið 1984
var hinsvegar hafin smíði mun fleiri
íbúða, eða alls 1736. Nýsmíðum
hefur því fækkað um rúmlega 30%
á sl. tveimur árum.
Skipting þeirra íbúða er lokið var
við milli sérbýlis og fjölbýlis er
áþekk og árið 1985, eða um 60% í
sérbýli og40% í fjölbýli. Fyrri hluta
þessa áratugar var hlutfall íbúða í
fjölbýli mun lægra, eða 20—30%.
Meðalstærð íbúðanna sem lokið
var við hefur aukist frá árinu 1985,
eða úr 447 rúmmetrum í um 475
rúmmetra 1985. Hámark meðal-
stærðar íbúða náðist árið 1984, 507
rúmmetrar.
Klukkan tiu I gærmorgun hófst viö Höfða alþjóðlegt friðarhlaup, sem Ijúka mun á Lækjartorgi 28. júnf.-Hlnupiá.er
í kringum landið, alls 3000 kílómetra. A-mynd/Róbert
SOKN GEGN SALMONELLU
Heilbrigðisráð Reykjavíkur telur að stjórnvöld geti gert ýmsar fyr-
irbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að matarsýkingar af
völdum salmonella endurtaki sig.
Heildaraflinn:
FYRSTU MÁNUÐIRNIR
GÖfllR
Heildarafli landsmanna er í fyrra 345.222 tonn.
rúmum 150.000 tonnum meiri Heildaraflinn var 673.135 tonn
fyrstu fimm mánuði ársins en á á sama tíma í ár. Heildarþorskafl-
sama tíma í fyrra, samkvæmt inn er nú 182.156 lestir en var
bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi 182.256 í fyrra, sem sagt óveruleg-
íslands. Mestu munar um aukin ur munur.
loðnuafla sem var 492.122 tonn en
Tveir burðarþolshönn-
uðir fengu æruna aftur
Enn harðnar á dalnum hjá höf-
undum burðarþolsskýrslunnar
sælu. Nú síðast hefur komið í ljós
að a.m.k. eitt þeirra tíu húsa sem
skýrslan náði yfir, stenst allar þær
kröfur sem gerðar eru í Reykjavík,
þvert ofan í fyrri staðhæfingar. Að-
standendur skýrslunnar neyddust
til að viðurkenna þetta eftir að
verkfræðingarnir sem hönnuðu
burðarþol hússins við Skipholt
50C, lögðu fram formlega fyrir-
spurn um þetta.
Skýringin er ofur einföld og fólg-
in í því að nefndin sem kannaði
ástand húsanna samkvæmt teikn-
ingum, notaði 50% hær;i i viðmið-
unarmörk en krafist er hjá embætti
byggingafulltrúans í Reykjavík.
Þetta hefur í sjálfu sér komið fram
Heilbrigðisráð Reykjavikur telur
nauðsynlegt að gerðar verði viðeig-
andi ráðstafanir til að hindra að
matarsýkingar endurtaki sig, líkt
og komið hafa upp að undanförnu.
Á fundi í ráðinu í vikunni voru
nieðal annars ræddar tillögur til úr-
bóta varðandi matarsýkingar af
völdum salmonellasýkla í alifugl-
um.
Heilbrigðisráð gerði svofellda
áður og m.a. var fjallað um þetta
atriði í fréttatilkynningu hér í blað-
inu um síðustu helgi.
Það hefur á hinn bóginn ekki leg-
ið ljóst fyrir fyrr en nú, hvort þessi
munur á reikningsviðmiðun, skipti
máli að því marki að húsin sem
skýrslan fjallar um, stæðust kröfur,
ef lægri mörkin væru notuð. Þetta
kemur ekki fram í skýrslunni og
bókun:
„Hér á landi hefur salmonella-
mengun í alifuglum aukist ár frá
ári. í apríl sl. varð mjög alvarleg
salmonellasýking í fermingarveisl-
unt vestur í Búðardal. Um 60 gestir
eða um þriðjungur gestanna sýkt-
ust, 5 þeirra þurfti að leggja inn á
sjúkrahús til meðferðar. Einn gest-
anna var um tíma í lífshættu. Heil-
brigðisráð Reykjavíkur telur nauð-
hefur það atriði út af fyrir sig verið
gagnrýnt harðlega, m.a. á fundi
verkfræðinga um málið fyrir viku.
Verkfræðingarnir sem hönnuðu
burðarþol hússins í Skipholtinu, og
nú hafa sem sagt fengið æruna aft-
ur, eru þeir Snæbjörn Kristjánsson
og Gunnar Sch. Thorsteinsson.
Þeir reka saman verkfræðistofuna
Feril.
synlegt að sem fyrst verði gerðar
viðeigandi ráðstafanir, svo að slíkar
matarsýkingar endurtaki sig ekki.
Ráðið telur, að þessar ráðstafanir
þurfi fyrst og fremst að felast í:
1. Að landbúnaðarráðuneytið beiti
sér fyrir endurskoðun á reglu-
gerð nr. 260/1980 um búnað ali-
fuglasláturhúsa, slátrun ali-
fugla, verkun þeirra og heil-
brigðisskoðun eða láti semja
nýja reglugerð sem tryggi aukið
framleiðslueftirlit og markviss-
ar aðgerðir til að koma í veg fyrir
eða draga verulega úr mengun af
völdum salmonellasýkla í ali-
fuglum, sem slátrað er til mann-
eldis. Sérstaklega verði lögð
áhersla á ábyrgð framleiðandans
í þessu efni. Heilbrigðisráð vill
sérstaklega vekja athygli ráðu-
neytisins á þeirri staðreynd, að
heilbrigðisskoðun sú, sem fram-
kvæmd er í dag við alifuglaslát-
urhúsin er gagnlaus, ef ganga
þarf úr skugga um hvort slátur-
fuglar séu mengaðir af
salmonella- eða campylobacter-
sýklum.
2. Að heilbrigðisyfirvöld fræði eins
og kostur er neytendur mat-
reiðslumenn og aðra aðila, sem
handfjatla alifuglakjöt og mat-
reiða úr því. Þetta mætti t.d.
gera með útgáfu fræðslubækl-
ings og leiðbeiningum í fjölmiðl-
um!‘