Alþýðublaðið - 13.06.1987, Side 9
Laugardagur 13. júní 1987
„Ég útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum og er síðan að vinna að
prófi í Háskóla lífsins", segir Guð-
jón Ólafsson forstjóri Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, þegar
hann er spurður um líf sitt og starf.
Guðjón tók við starfi forstjóra SÍS
síðastliðið haust, af Erlendi Einars-
syni sem gegnt hafði starfinu í 30 ár.
Guðjón hefur verið hjá Samband-
inu frá því hann lauk námi i Sam-
vinnuskólanum og síðat var hann
forstjóri Iceland Seafood Corpora-
tion í Bandáfíkjunum.
Ýmsar breytingar
óhjákvæmilegar
„Það var ekki sérlega auðveld
ákvörðun að koma heim og taka við
þessu starfi. Ég hefði alveg getað
hugsað mér að starfa lengur vestur
í Bandaríkjunum. Þegar til mín var
leitað um að taka þetta starf, þá var
það ekki bara ákvörðun um að taka
starfið, heldur uppgjör hjá mér og
minni fjölskyldu um það hvort við
vildum vera út minn starfstíma í
Bandarikjunum eða flytja heim til
íslands. Við tókum síðan þessa
ákvörðun sem var ekki auðveld fyr-
ir mig og í raun miklu erfiðari fyrir
fjölskylduna", segir Guðjón. Hann
á fimm börn og þrjú þeirra eru enn
í Bandaríkjunum.
— Hvaða hugmyndir gerðir þú
þér um að geta breytt eða bœtt í
rekstri Sambandsins, þegar þú
ákvaðst að taka við þessu starfi?
„Ég hef tamið mér í gegnum árin
að gera mér ekki alltof miklar hug-
myndir fyrirfram, varðandi þau
störf sem ég hef tekið að mér. Ég
hef gengið að þeim meira og minna
með opinn huga og gert ráð fyrir
því að hvar sem maður tekur til
starfa verði ýmsar breytingar óhjá-
kvæmilegar.
Mínar hugmyndir miðast fyrst og
fremst við hagkvæmni og almenna
skynsemi og það markmið, kannski
öðru mikilvægara, að við stefnum
að því að gera helst til betur en í
samkeppninni í hverju því verkefni
sem við tökum að okkur“
Hlutirnir þungir í vöfum
— Hefur eitthvað beinlínis kom-
ið þér á óvart þann tíma sem þú hef-
ur nú starfað hér?
„Ef eitthvað hefur komið mér á
óvart, þá er það helst, að staðan
hefur reynst heldur þyngri en ég átti
von á.“
— Varðandi hugmyndir þínar
um hagkvœmni og almenna skyn-
semi, eins og þú orðar það, hefur
kannski ekki reynst eins auðvelt að
framkvœma?
„Hlutirnir eru óneitanlega þyngri
í vöfum hérna miðað við starfsemi
erlendis. Hérna er óhjákvæmilega
tekið mikið tillit til atvinnuástands
á viðkomandi stöðum, og það ríkir
auðvitað mikið lýðræði í Samband-
inu og samvinnufélögunum. Það
eru tiltölulega margir sem fjalla um
veigamiklar ákvarðanir. Menn taka
því t.d. ekki eins létt hér á Iandi, að
ýmist opna eða loka fyrir fyrirtæki,
deildir og hvers konar starfsemi.
Mér finnst einnig að möguleik-
arnir i ýmsum atvinnugreinum séu
býsna mikið mettaðir. Við störfum
t.d. i sjávarútvegi, þarsem starfið er
háð takmörkunum vegna þess að
hér ríkir hráefnisskortur. Við störf-
um í verslun, þar sem umfram fjár-
festing í verslunaraðstöðu og hús-
næði er veruleg í þjóðfélaginu. Við
störfum í landbúnaði, sem er í
skipulögðum samdrætti vegna
markaðsaðstæðna. Við störfum í
iðnaði, sem er í mjög harðri sam-
keppni við láglaunasvæði heimsins.
í öllu þessu keppum við síðan með
dýrasta fjármagn sem sennilega
þekkist í vestrænum löndum og
með litla fjármunamyndun í fyrir-
tækjunum. — Þetta lýsir kannski
því sem ég kallaði hér á undan
„þyngsli".
Andvígur öfgastefnum
— Rekstursreikningur Sam-
bandsins á siðasta ári sýnir 40 mill-
jón króna tap þrátt fyrir að hagur
mikilvcegrar deildar eins og Sjávar-
afurðadeildar vaxi verulega?
„Já, það er rétt hlutur sjávaraf-
urðadeildar hefur farið vaxandi og
starfsemin í gegnum árin, en tekju-
öflun fyrir Sambandið af þeirri
starfsemi er afar takmörkuð. Sjáv-
arafurðadeildin tekur í fyrsta lagi
mjög lág umboðslaun og sá tekju-
afgangur sem hún skilar er aðeins
að hálfu leyti Sambandsins, hinn
helmingurinn er endurgreiddur til
fiskvinnslunnar. Það gera sér
kannski fáir grein fyrir því að það er
verið að veita mjög mikla þjónustu
og ég held ég geti fullyrt að þessi
þjónusta sé fyrir lægsta gjald sem
þekkist fyrir slíka starfsemi nokk-
urs staðar, — þrátt fyrir allt tal hér
á landi um milliliðagróða"
— / ávarpi þínu í ársskýrslu
viðrar þú hugmyndir um sölu eigna
og starfsemi sem ekki teljast hag-
kvœmarfyrirykkur. Geturþúskýrt
það nánar?
„Ég get ekki skýrt frá hvaða eign-
ir er um að ræða. Við erum að ræða
þessi mál og af ýmsum ástæðum
hef ég ekki möguleika til þess að
skýra frá þeim hlutum fyrr en jafn-
óðum og þeir verða. Það eru á sölu-
lista hjá okkur eignir, bæði ýmsar
eignir í Reykjavík og út um land og
er verið að athuga um sölumögu-
leika á nokkrum starfsgreinum á
vegum Sambandsins. Þar erum við
meðal annars að kanna möguleika
á að selja þvi fólki sem starfar við
greinarnar.
Það er vitað að við stöndum í við-
ræðum við Álafoss um hugsanlega
sameiningu á ullariðnaði og þegar
hefur komið fram að við höfum selt
nokkrar eignir.
Ég held að við séum að segja með
þessu, að við gerum okkur grein
fyrir breyttri stöðu í ýmsum at-
vinnugreinum, harðnandi sam-
keppni og mjög mikilli breytingu
samfara fastagengisstefnu, sem í
raun gjörbreytir viðhorfum til
rekstrar frá liðnum árum. Sem
dæmi hefur innlendur kostnaður í
útflutningsgreinunum hækkað um
15—20% á ári undanfarin 3 ár og
gjaldeyririnn staðið nánast óbreytt-
ur og dollarinn reyndar lækkað. Á
þessu ári hefur þetta t.d. framkallað
skekkju i ullar- og skinnaiðnaði
sem svarar til 15—20%. Það sjá all-
ir menn að slíkt getur ekki gengið
nema takmarkaðan tíma. En vegna
þess að þetta er ríkjandi stefna
stjórnvalda, þá er ekki um annað að
ræða en fyrirtækin bregðist við
þessul1
— Ertu að segja að þú sért and-
vígur fastgengisstefnunni?
„Ég er andvígur öllum öfgastefn-
um. Eg tel að menn verði að vera
raunsæir. Ef menn eru tilbúnir að
fórna heilum atvinnugreinum fyrir
það eitt að geta haldið í fast gengi,
þá er það út af fyrir sig kenning.
Menn verða hins vegar að gera sér
grein fyrir hugsanlegum afleiðing-
um áður en þeir móta slíka stefnu.
Það er hugsanlegt ef að svona
stefna heldur áfram og tiltölulegt
góðæri ríkir áfram í sjávarútvegi,
að iðnaður eins og ullariðnaður og
jafnvel skinnaiðnaður sem veita um
1000 manns atvinnu, verði ekki
lengur til. Það er þá eins gott að
eitthvað annað hagkvæmara eða
betra sé á takteinum til að taka við
verðmætasköpun og ekki síst at-
vinnusköpun.
Ég get því sagt að ég sé á móti öll-
um kreddustefnum, eins og t.d. að
bíta sig í fast gengi sem eitthvert
endanlegt mark án þess að gera sér
grein fyrir afleiðingunum"
Gott fólk = Góð laun
— Þú talar um „þyngsli", það
séu margir aðilar innan Sambands-
ins sem fjalli um mál áður en tekin
er ákvörðun. Þú talar einnig um að
dreifa valdinu meira. Hvað áttu
við?
„í Sambandinu og kaupfélögun-
um eru bæði stjórnir og aðalfundir
sem hafa úrslitavald í þýðingar-
miklum málum. Það sem átt er við
um meiri dreifingu á ákvarðana-
töku, og við skulum frekar tala um
ákvörðun en vald. Sambandinu er
skipt i deildir í dag og þetta miðar
að því að ákvarðanir og ábyrgð
verði sem mest tekin í deildunum af
því fólki sem er ýmist að selja,
framleiða, eða kaupa og selja vöru.
Þetta þýðir að sjálfsögðu líka að
þetta fólk I undirdeildum og vöru-
deildum beri meiri ábyrgð á af-
komu í sínum deildum. Þetta þýðir
líka að yfirstjórn fyrirtækisins hafi
meira með höndum það hlutverk að
setja markmið, meta árangur og
viðskiptalega stöðu og endurskoða
vinnubrögð og árangurí'
— Nú fer það orð af Sambands-
fyrirtœkjum að þau greiði frekar
lág laun, verður ekki að gera brag-
arbót i þeim efnum?
„Það er engin spurning um það í
mínum huga. Ef við eigum að geta
haft gott fólk, þá verðum við að
geta borgað því samkeppnisfær
laun“
— Mér skilst að þú hafir þótt
röggsamur stjórnandi þegar þú
varst í Bandaríkjunum, og ekki hik-
að við að reka menn þegar þeir að
þínu mati stóðu sig ekki. Má búasi
við einhverju slíku?
„Það er rétt að við skiptum um
menn fyrir vestan þegar annað var
ekki talið fært til þess að ná árangri.
Það sama verður að gilda hér.
Þrátt fyrir allt þá er ég afar
hlynntur því að gefa fólki tækifæri
til þess að sýna sig og ég tel mikil-
vægt að sanngirni ráði í mati á
fólki. Áður en ég beiti mér fyrir því
að reka fólk, þá vil ég vera sann-
færður um það að við séum ekki að
hafa það fyrir rangri sök. Það er t.d.
hugsanlegt að viðkomandi aðili nái
ekki árangri vegna þess að hann
hefur ekki til þess skilyrði. Ég vil
ekki rasa að neinu en •!- a ekki að
gera breytingar ef : ð dugar
ekki“
Áframhaldandi sald
— Hvernig sérðu fyr'tr þér stöðu
Sambandsins á nœstunni?
„Ég tel að það verði að vera
áframhaldandi viðleitni til aðhalds
meðan afkoman er ekki betri en
hún er. Ég vil því fyrst og fremst sjá
betri skuldastöðu en er.í dag. Ýmsir
spá samdrætti í heimsviðskiptum
vegna erfiðrar stöðu Bandaríkj-
anna. Það er því ástæða til að fara
varlega og vera búinn undir það
versta. Það verður þá ekkert vanda-
mál að taka góðu fréttunum", segir
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bands islenskra samvinnufélaga.
töiaMB ■ - ■