Alþýðublaðið - 13.06.1987, Síða 15

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Síða 15
Laugardagur 13. júní 1987 15 Karvel Pálmason: Kvótaskiptingin er óhagstæð Vestfirðingum — uggvænleg fjölgun smábáta undir 10 tonnum „Verst er þó að þetta virðist ekki standa neitt til bóta undir núver- andi starfsstjórn. Þetta fyrirkomu- lag hefur einnig aðra ókosti, það selur verðlag á bátum upp úr öllu valdi, vegna þess að kvótinn fylgir bátunumí' Að sigla með aflann „Svo er það sigling bátanna með óunninn afla. Það er ekkert vafa- mál að ef þetta heldur áfram eins og verið hefur undanfarið, þá verður þetta áður en langt um líður geysi- lega mikið vandamál. Ég er ekki þar með að segja að það þurfi ekki að vera hægt í vissum tilvikum að sigla með óunninn afla, en það ætti þá að vera til þess að taka af afla- toppa sem ekki er hægt að sinna í landi. Auðvitað er hægt að setja einhverjar reglur um þetta, en það verður ekki síst að gera í samvinnu við sjómennina. Mér er hins vegar ekki kunnugt um neina tilburði í þá átt að semja um þetta, enn sem komið er. Það er hins vegar enginn vafi að núverandi þróun er á góðri leið með að skapa mikið atvinnu- leysi út á landsbyggðinni. Menn flosna bara upp og hrúgast á Suðvesturhornið;* Allir þurfa sitt „Annmarkarnir á þessu fyrir- komulagi sýndu sig best um daginn þegar verðið á fiskinum hrapaði niður úr öllu valdi erlendis, vegna þess að allt of margir höfðu siglt með aflann, hver sem betur gat, og síðan komu þeir tímar að það fékk enginn neitt upp úr neinu. Fyrir svo utan það að við erum farnir að veiða fyrir fiskvinnsluna á megin- Iandinu í stórum stíl. Ég er að vona að menn séu nú farnir að sjá að þetta gengur ekki lengur svona. Fyrst létum við útlendinga fá þorsk- inn héðan beint af miðunum, en nú erum við farnir að flytja hann til þeirra! Þetta er heilmikið vandamál og alvörumál, að koma þessu þann- ig fyrir að allir fái sitt. Það er eng- inn að tala um andstöðu við sjó- menn í þessum efnum, þeir þurfa auðvitað að fá sitt út úr þessu öllu, en verkafólk á líka tilkall til þessara hluta, — við megum aldrei gleyma því. Og sjómenn hagnast síst á því að fólkið úr sjávarplássunum hlað- ist á Suðvesturhornið. Þetta er allt ein samspilandi keðja. „Ég vil nú ekki segja að sú starfs- stjórn sem nú situr hafi brugðist sjómönnum að öllu leyti. Það er ýmislegt gott sem hún hefur koniið til leiðar, eins og t.d. í sambandi við öryggismálin. Þar hefur að mínu viti verið æði mikið starf unnið og vakin athygli á því hvers er þörf og peningar settir í það sent þarf að gera. Þannig að i því sem lýtur að öryggismálum sjómanna hefur frá- farandi stjórn ekki staðið sig illa. Kvótaskiptingin er miklu viðkvæin- ara mál, en mér er ljóst að um kvót- ann eru skiptar skoðanir eftir landshlutum. Mér er Iíka vel ljóst að það þurfa að vera stjórnunar- aðgerðir með einhverjum hætti í sambandi við kvótann, til þess að öllu verði ekki sleppt lausu. En mín- ar hugmyndir eru þær að sveigja þetta þannig að sjávarplássin njóti forgangs umfram önnur svæði, þannig að sjávarplássunum verði gefið tækifæri til þess að geta náð meiru heldur en reyndin hefur orðið fram að þessu. Þvi hvað sem öðru líður verðum við að tryggja jafn- vægi í byggð landsins. Annar þáttur og ekki síðri er að koma í veg fyrir þennan gífurlega smábátal jölda sem nú er að hrúgast upp, — sem er ein afleiðingin af kvótanum. Og þá á ég við báta und- ir 10 tonnum. Síðan verður að finna leið út úr þessum siglingum með óunninn afla, en það er sameigin- legt vandamál margra. Eg vil að lokum færa fram inni- legar hamingjuóskir til sjómanna um land allt og einnig allra aðstandenda þeirra í tilefni sjó- mannadags“, segir Karvel Pálma- son alþingismaður. „ Hagsmunamál sjómanna á Vestfjörð- um sem og annarra íslenskra sjómanna í dag, eru að mínu mati fyrst og fremst tengd skiptingu afla- kvótans. Vestfirskir sjómenn eru almennt mjög óánœgðir með kvótaskiptinguna, eins og hún er í dag. Við erum búnir að tala um þetta lengi og þetta vita allir sem vilja. Menn vilja fyrst og fremst sveigja kvótann frá því að vera þetta miðstýring- artœki, eins og hann er núna, yfir í það að gefa þeim sjávar- plássum sem lifa fyrst og fremst við fisk- veiðar, frjálsari hendur með að ákveða aflamagnið. Fiskveiðar eru eins og menn vita, eina atvinnugrein flestra staða á Vestfjörðum, svo að það gefur auga leið að Vestfirð- ingar almennt eiga gífurlega mikið undir því að kvótaskipting- in verði réttlátari en nú er. Þeim verður því að gefa meira svigrúm til þess að nýta sér kvótann Rabbað við Arthúr Bogason, formann Landssambands smá- bátaeigenda, um trillukarla og truntuhátt gagnvart þeim í gegn um tíðina. alástæðan fyrir þessu skítkasti út í smábátaveiðarnar. Hún er umfram allt sú, að á trillurnar safnast mikið af mjög góðum sjómönnum og það eru þessir menn sem forsvarsmenn stórskipaflotans vilja fá yfir á sinn flota. Það held ég að sé nú undirrót- in. Og það er engin spurning í mín- um augum að bestu sjómennirnir eru á litlu bátunum, vegna þess að þeir þurfa að glíma við aðstæður sem aðrir þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af. Það getur vissulega verið meira upp úr því að hafa að vera á smærri bátum, en hins vegar er það svo með þessa litlu báta að trúlega er enginn sjó- mennska jafn erfið og harðsótt. Og eitt er alveg ljóst að maðurinn senr er á svona litlum báti hann fær aldrei þetta stóra kast eða stóra hal sem hinir eiga þó möguleika á. Þetta er bara stöðugt púl og puð, en hins vegar virðast menn sækja í þetta vegna þess að þá eru þeir orðnir sjálfs sín herrar, ekki undir aðra komnir og það er okkur ís- lendingum bara i blóð borið. Félagar í Landssambandi smá- bátaeigenda eru að nálgast tvö þús- und, en ég veit ekki hvort hægt er að búast við að félagatalan verði mikið hærri. Ég er þess fullviss að þegar gerir harðæri hjá þessum trillukörl- um, þá er þetta ekki orðið eins spennandi að fara út í þetta. Það þarf ekki nema eitt til tvö ár og þá er spenningurinn að mestu farinn úr þessu!1 — Hvað með atvinmdeysis- bœtur? „En það eru mörg hagsmunamál sem við erum að berjast fyrir. Það er svo langt frá því að landsamtök eða félagssamtök á borð við Land- samband smábátaeigenda sé með eitthvað eitt mál á oddinum, því það er því miður staðreyndin að málefni þessara manna, alveg sama hvar gripið er niður; þetta hefur allt saman verið látið drabbast niður. Öll þeirra félagslegu réttindi eru og hafa verið með ólíkindum léleg. Eitt lítið dæmi sem sýnir kannski hvað þeir hafa verið utangarðs, er að á haustdögum 1985 eru þeir sett- ir í veiðibann með stuttum fyrir- vara. Þá gekk ég á milli ráðherra og ráðamanna, að þegar stjórnvöld gripu til slíkra aðgerða að dæma menn i atvinnuleysi, hvort þeim bæri þá engin skylda til þess að rétta þeirra hlut gagnvart atvinnu- leysisbótum? En vilji hefur ekki sést enn fyrir því. Trillukarlinn er alveg réttindalaus á þessu sviði sem og öllum öðrum“ Að fá að vera í friði „Eins höfum við verið að vinna í því að reyna að fá hagstæðar trygg- ingar fyrir bátana og tryggingamál þessara báta voru í miklum ólestri að því leyti til að þetta var ekki skyldutryggður floti. Og við vitum því miður fjöldamörg dæmi þess að menn voru að flækjast á rándýrum bátum í skuld, með allt sitt í landi að veði og þeir voru ekki með krónu af þessu tryggt. Og þetta kalla ég nú bara tröllheimsku og ekkert annað. En þesi mál eru nú óðum að færast í mun betra horf og ég held að þetta sé ekki orðið svo slæmt í dag. Síðan eru alls kyns önnur mál eins og líf- eyrismál. Þessir menn hafa ekki borgað í lífeyrissjóð nema örfáir, en nú er það komið inn í lög að þeir borga í lífeyrissjóð og þó vissulega séu skiptar skoðanir á meðal trillu- karla um lífeyrissjóð, þá held ég að það sé tæplega stætt á þvi að trillu- karlar verði einir gamlir á íslandi án þess að hafa lífeyrisréttindi. En það sem stendur okkur næst ævinlega og skiptir okkur mestu máli, er það atriði að við fáum að vera í friði með okkar veiðiskap. Það er aðal- atriðið. Og það er auðvitað höfuð- mál Landsambands smábátaeig- enda að berjast fyrir því að við get- um fengið að vera sæmilega sáttir við guð og menn á hafinu. Samkomulagið á milli sjómanna á litlum og stórum skipum held ég þó sé í góðu lagi. Auðvitað er alltaf um einhverja árekstra að ræða, en ég held að það sé mjög hverfandi og ég held að í þeim tilfellum þegar stórt skip skemmir veiðarfæri fyrir Iitlum báti þá er það oft algert óviljaverk. Ég hef sjálfur verið að róa hér út í landgrunnskanti og ég hef verið að velta því fyrir mér þeg- ar ég hef verið að fara frá baujunum mínum að þetta sést nú ekki langt að, þannig að það þarf ekki mikið gáleysi til þess að toga yfir þetta allt sarnan. Þannig að ef menn eru á staðnum við slíkar aðstæður og láta vita af því að komi togari t.d. þá held ég menn geri það ekkert að gamni sínu að eyðileggja" Uppeldisstöð „Það eru vissulega ótal mál sem þarf að laga í sambandi við smá- bátaútgerðina, en ætli þetta sé ekki það helsta: Að við verðum bara látnir í friði. Að stjórnvöld og hags- munasamtök sjái sinn sóma í þvi að vera ekki að skipta sér af þessunt mönnum sem geta aldrei skaðað umhverfi sitt á nokkurn hátt. Smá- bátaflotinn gegnir líka allt öðru hlutverki en menn gera sér grein fyr.ir. Hann er uppeldisstöð. Þarna erum við að ala upp okkar sjómenn og ég veit ekki betur en það séu sjó- mennirnir sem vinni fyrir þessu heimili sem við búum á hér á ís- landi. Og í öðru lagi þá er þetta elli- heimili. Á þetta fara gömlu sjó- mennirnir þegar þeir eru orðnir heilsulausir á stóra flotanum. Og við eigum að sjá okkar sóma í því að vera ekki að gera þeim erfitt fyr- ir, eftir að þeir hafa unnið hörðum höndum áratugum saman á stóra flotanum, svo þeir geti þá gutlað í ellinni við þaðeina sem þeir þekkja. Ég held að flestir sem stunda sjó á smábátum séu komnir í þessi sam- tök okkar. En það væru hins vegar einkennilegir íslenskir trillukarlar ef þeir væru nú allir sáttir og í faðminum hver á öðrum! En það eru nokkuð hreinar línur að allir ís- lenskir smábátasjómenn eru í land- sambandinu. Að lokum vil ég senda öllum ís- lenskum sjómönnum mínar bestu kveðjur á sjómannadaginn með ósk um að þeir mokfiski í framtíðinni!"

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.