Alþýðublaðið - 02.07.1988, Síða 6
6
Forsetaembœttið
VARNAGLI
LÝÐRÆDIS
Rœtt við Pétur Guðjónsson
Forsetakosningarnar líöa
ekki strax úr minni. Mótfram-
boö við forseta kom flestum í
opna skjöldu.
Var veriö að storka kerfinu,
eða liggur eitthvað miklu
meira aö baki? Er Flokkur
mannsins að gera út á veilu í
stjórnkerfi landsins?
Eða hvað?
„Ég gerði mér fulla grein
fyrir þvi aö fyrstu viöbrögðin
yrðu tilfinningaleg, og þegar
það sjatlaðist smávegis færi
fólk að hugsa. Endirinn yrði
sá að margir yröu okkur sam-
mála.
Og það kom á daginn,“
segir Pétur Guöjónsson
stjórnunarfræðingur.
Pétur er af mörgum talinn
maöurinn á bak við Flokk
mannsins og helsti hönnuður
manngildisstefnunnar (hú-
manismans), sem flokkurinn
aðhyllíst.
Pétur er á ferð og flugi.
Hann rekur stjórnunarskóla
suður á Spáni og skýst um
heiminn til að veita fyrirtækj-
um ráðgjöf. Daginn eftir
samtal okkar lá leiðin til
Brasilíu, Argentínu og Chile.
í Chile er flokkur húmanista
stærri en flokkur Pinochet
hershöfðingja.
Við spjöllum áfram um ný-
afstaðnar forsetakosningar:
„Ferillinn varð þessi hjá
mörgum, að fyrst varð fólk
öskuvont, síöar hótaði það
að skila auðu, en að lokum
komst fólk að raun um aö
það væri rétt aö forseti beitti
lýðræðisákvæðum stjórnar-
skrárinnar," segir Pétur.
„Elskan mín,
þetta er deyjandi
flokkur“
— Hvers vegna mann-
gildisstefnu?
„Tilgangurinn er afskap-
lega einfaldur. Ég vil sjá hér
manneskjulegt þjóðfélag, þar
sem ríkir jafnrétti og frelsi —
og þar sem viö leggjum
áherslu á aö búa til þjóófélag
fyrir manninn, þ.e.a.s. ekki
bara fyrir manninn „dýrið“,
ekki bara hugsa um hvað
hann étur og hvar hann sefur.
Maðurinn þarfnast frelsis.
Til þess að tryggja það notar
maður öll tiltæk ráð. Ein að-
ferð er pólitík, vegna þess að
það er erfitt fyrir fólk að
ræða málin, ef það þarf að
vinna langan vinnutíma eða
hefur áhyggjur af víxlunum
sem falla.“
Viötal:
Þorlákur Helgason
— En ertu ekki að ein-
angra skoöanir með þvi aö
leggja á brattann með „söfn-
uði“ eins og Flokki manns-
ins? Nærðu nokkurn timann
út í samfélagið með þessu
móti?“
„Það kann að vera rétt, en
við reyndum að fara inn í
hefðbundnu flokkana. Sú
leið gekk bara ekki. Við fór-
um inn í marga flokka. Ég fór
t.d. á landsfund hjá Alþýöu-
bandalaginu 1983, og sá aö
sá flokkur var búinn að vera.
Ég sagði við þáverandi fram-
kvæmdastjóra flokksins:
Elskan mín þetta er deyjandi
flokkur. Ég bauð þeim að
veita ráð um hvernig bæri að
virkja fólk, en sjálfur hafði ég
ekki áhuga á að starfa með
þeim.
Flokkarnir eru of fastir í
sínu. Það eru of mörg hags-
munasamtök sem þurfa sitt.
Okkar flokkur er hreinn
hugsjónaflokkur. Það eru
engin hagsmunaöfl sem toga
í.“
Einn flokkur
algjörlega
sammála
— Voruð þið að kanna við-
brögð þjóðarinnar með því að
bjóða fram til forseta? Þið
vissuð að þið fengjuð ekki
forseta.
„Það má segja það að það
væru frekar litlar líkur til
þess að við fengjum forseta,
en það er alltaf möguleiki.
Við gerðum ekki ráð fyrir því
að Vigdís myndi hopa af
hólmi. Við gerðum ráð fyrir
því að frambjóðendur myndu
mæta hvor öðrum, og við
vissum að viö myndum vinna
mörg atkvæði á því. Við gerð-
um heldur ekki ráð fyrir þvi
að fjölmiðlar fjölluðu eins
lítið um kosningarnar eins og
þeir gerðu. Það var heldur
ekki gert ráð fyrir því aö sjón-
varp kynnti forsetaframbjóð-
endur ekki fyrr en viku fyrir
kosningar.
Með öðrum orðum, ef
þetta hefði verið sæmileg
kynning, hefði verið sann-
gjarnari samkeppnisað-
staða.“
— En buöuö þiö ekki samt
fram til að kanna ..
„Nei, við gerðum aðeins
það sem við töldum rétt. Það
er ekki það að við höfum
hugsað okkur að gera usla í
þjóðinni eöa sjá hvort fólk
tæki þessu vel.“
— En þaö er ekki undar-
legt þó að tilraun sé gerð,
þegar þaö er svona auövelt
aö bjóöa fram.
„Við höfum sjálfsagt verið
of einföld til að hugsa
þannig.
Þarna var vettvangur til að
koma ákveðnum hugmyndum
á framfæri um þjóðfélagið.
Fá fólk til að verða virkara.
Það voru hugmyndir um að
þetta borgaði sig ekki t.d.
fyrir Flokk mannsins að
bjóða fram. En það sem á