Alþýðublaðið - 02.07.1988, Síða 8
8
Laugardagur 2. júlí 1988
Við gerum það sem okkur finnst rétt,
og erum fullviss um að það sem er rétt
muni sigra að lokum
rétt á sér, er spurningin um
það hvort sé þörf á þessu. Ef
manni finnst þetta vera sið-
ferðislega rétt, skipta flokks-
hagsmunir ekki máli.
Það var einn flokkur úti i
bæ, sem ætlaði að styðja
okkur og mjög margir innan
flokksins kusu okkur. En
þegarvið báðum um formleg-
an stuðning, var svarið nei:
„Þið eruð hugsjónaflokkur en
við erum í raunsæislegri póli-
tík.“
— Hvers vegna langaði
þennan flokk að styðja
ykkur?
„Vegna þess að þeir voru
algjörlega sammála hug-
myndum okkar um forsetann,
og um kosningar um mikil-
væg mál. Og sammála um
það lýðræði sem við viljum
koma á, en þeim þótti ekki
borga sig fyrir (Borgara)flokk-
inn að bjóða fram gegn vin-
sælum forseta."
Mun sigra að
lokum
„Við gerum það sem okkur
finnst vera rétt, og erum full-
viss um að það sem er rétt
mun sigra að lokum. Við
sláum ekki af okkar vilja
undir neinum kringumstæð-
um. Maður byrjar á þessu af
hugsjón og hefur engan
áhuga á að þurfa að sjá eftir
nokkrum hlut.“
— Gleyma menn ekki hug-
sjóninni, þegar menn komast
að í þjóðfélagskerfinu?
„Jú, við myndum lenda f
því, ef við hefðum ekki þessa
manngildishreyfingu á bak
við okkur.“
— Hvers vegna bauðst þú
þig ekki sjálfur fram? Hvers
vegna var Sigrún í framboði?
„Það eru margar ástæður
fyrir því. í fyrsta lagi finnst
mér hugmyndin um kvenfor-
seta mjög aðlaðandi á meðan
fólk gerir sér grillu um for-
seta sem karl eða konu. Ég
held að það hefði verið rangt
að stefna mér eða einhverj-
um öðrum karlmanni fram,
því að þá hefði baráttan
leiðst út í það að verða milli
karls og konu. í stað þess
tókst okkur að koma um-
ræðunni á málefnalegan
grundvöll. í ávarpi sínu eyddi
Vigdís 7 af 10 mínútum í að
ræða okkar málefni, og við
leiddum aldrei umræðuna
yfir í karp um persónuna Vig-
disi.“
— Lá ekki beint við að þú
færir fram, þar sem þú varst
búinn að kynna þig i Alþing-
iskosningunum í fyrra, eða er
maðurinn sem rekur stjórn-
unarskóla, ekki hæfur?
„Margir hafa spurt mig af
hverju ég hafi ekki farið fram.
Kannski hef ég ekki voðalega
mikinn áhuga á því. Sigrún er
venjuleg alþýðukona og hefur
góða hæfileika í þetta em-
bætti.“
— Verður þú ekki i fram-
boöj eftir 4 ár?
„Ég veit það ekki, en það
er bókað að það verður ein-
hver sem verður með þessar
hugmyndir. Ég hugsa að i
næstu forsetakosningum
verða einhverjir sem túlka
forsetaembættið líkt og við
gerðum og aðrir sem túlka
það eins og nú er gert af ráð-
andi valdhöfum. Næstu kosn-
ingar munu ekki snúast um
persónur heldur málefni. Á
næstu 4 árum munum við
kynna málefnið, svo að alls
kyns misskilningur um for-
setaembættið þurfi ekki að
flækjast fyrir fólki.“
Klippir á lífœð
þjóðarinnar
— Heldurðu að Alþingi
verði ekki í millitíðinni búið
að stela frá ykkur „glæpn-
um“ og hafi þá lagt til stjórn-
arskrárbreytingu um vald for-
seta til að afnema 26. grein-
ina um þjóðaratkvæða-
greiðslu?
„Ef þeir legðu út í það, þá
byggðust Alþingiskosningar
hjá okkur á þvi að vega gegn
þeim, sem væru að stela lýð-
ræðinu frá fólkinu í landinu.
Að taka 26.greinina úr stjórn-
arskránni er sama og að
klippa á lífæð þjóðarinnar.
Þetta ákvæði tryggir lýðræö-
ið.“
— Er ekki skrýtið að
leggja þá á eina manneskju
að kveða upp úr um hvenær
vegið er að lýðræðinu í land-
inu?
„Þetta er misskilningur.
Þessi eina manneskja hefur
ekkert með þetta að segja,
heldur er það þjóðin.."
— Hún ákveður þjóðar-
atkvæðagreiðslu?
„Sem betur fer er önnur
grein í stjómarskránni sem
gerir okkur kleift að losa
okkur við forseta sem gerir
þetta ekki rétt. Það á ekki að
velja dómgreindarlausan
mann í forsetaembætti."
— Þu talar um valddreif-
ingu í þjóðfélaginu, en ætlar
að leggja þetta á eina mann-
eskju?
„Þessi manneskja er ein-
faldlega með það hlutverk að
höfða til vilja þjóðarinnar,
þegar ákveðin lög vega gegn
tilveru þjóðarinnar.“
— Hvers konar lög eru
þaö?
„Þetta eru lög, sem brjóta
mannréttindi, eins og lögin
um samningsrétt, sem eru
brot á mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna.
Önnur lög eru þau sem
skerða hag almennings og
eru þess eðlis að hafa ekki
verið borin upp fyrir þjóðina
t.d. í kosningum - heldur
koma svona bakdyramegin
eftirá — og eru greinilega
með meirihluta almennings á
móti. Dæmi um þetta er mat-
arskatturinn. Hann hefur alla
þessa eiginleika. Hann vegur
að hag almennings, það var
ekki talað um hann fyrir
kosningar heldur þvert á móti
var látið í veðri vaka að skatt-
ar yrðu lækkaðir. Og í þriðja
lagi er stór hluti þjóðarinnar
á móti matarskattinum. Ef
stjórnvöld telja þennan skatt
svona bráðnauðsynlegan
hafa þau möguleika á að
kynna hann og segja þjóð-
inni frá því hvers vegna ekki
var hægt að fara aðra leið í
skattheimtu eins og t.d. með
því að leggja skatt á banka
og tryggingarfélög.
Þriðju lögin, sem kæmu
sjaldan upp, eru lög um gifur-
leg hitamál. Það er miklu far-
sælla að láta þjóðina tjá sig
um þau mál í eitt skipti fyrir
öll í stað þess að láta þau
jafnvel velkjast áratugum
saman í þinginu. Dæmi hér
er bjórinn.
Forsetinn er hér sem nokk-
urs konar varnagli, ef brotið
er á almenningi, eins og er í
þessum þremur dæmum.
Forseti á og getur vegna
fæðar þjóðarinnar verið í
nánum tengslum við fólkið.
Hann á ekki að vera einhver
einvaldur. Forsetaembættið
er gífurlega pólitískt, og þró-
un embættisins hefur verið
ákaflega skringileg hér á
landi. I kringum stjórnar-
myndunarviðræður er forseti
pólitískur, hann er pólitískur
við undirskrift, og til þess
þarf hann að sjálfsögðu góða
ráðgjafa. Þetta er eins og í
stóru fyrirtæki, sem mörg
hver eru stærrri í sniðum en
þjóðfélag okkar allt.
Er það ekki of mikið að
leggja það á eina persónu að
taka afdrifaríkar ákvarðanir?
Svarið er nei, vegna þess að
sé hann ekki í tengslum við
þjóðfélagið vikur hann, eins
og forstjóri sem ekki þekkir
fyrirtækið, er rekinn. Forseti
er ekki einn maður sem situr
í fílabeinsturni og sötrar sitt
kampavín.
Umræðan um forsetann
hefur um of stjórnast af til-
finningu. Hann þarf einfald-
lega að vera vakandi og túlka
þjóðarviljann. Menn hafa
sagt sem svo að það sé rangt
að hafa þetta eins og það er
núna að lögin öðlist gildi, þó
forseti undirriti ekki. Svona á
þetta að vera að mínu mati.
Því hyggist forseti leggja lög
fyrir þjóðina í tíma og ótíma,
sem þjóðin samþykkir eins
og Alþingi hefur gert, getur
slíkur forseti ekki setið
áfram.
Þetta þýðir skýrari tengsl
milli þings og þjóðar, vegna
þess að þingið færi ekki að
samþykkja lög, sem það veit
að meirihluti þjóðar er algjör-
lega andvígur.
Þetta á að vera samspil en
ekki einhverjir þrír stríðandi
aðilar. Við þurfum aðhald hér
sem annars staðar.
Segjum sem svo að matar-
skatturinn hefði farið i þjóð-
aratkvæðagreiðslu og verið
felldur. Það er ekki þar með
sagt að allir þurfi að rjúka í
fýlu og segja af sér. Það væri
hins vegar góð lexía um að
starfa betur næst.
Það er allt og sumt, sem
hér er verið að tala um.“
Verður kosið aðra
hverja helgi?
— Þú óttast ekki að það
verði þjóðaratkvæðagreiðsla
aðra hvora helgi?
„Slikar vangaveltur eru
della. Stórmál sem kosið yrði
um eru fáein.
Það sem ég held að gerð-
ist er að loknum tveimur
fyrstu skiptunum, sem þjóð-
aratkvæðagreiðsla hefði farið
fram um, myndi þingið vanda
betur til verka, því þó að
þingmenn segðu ekki af sér,
hafa þeir auðvitað beðið
ósigur. Bíði þeir ósigur, verða
þeir ekki endurkjörnir — og
þeim er mjög annt um stól-
ana sína.“
— Þú vilt ekki ná fram að-
haldi með valdinu með öðr-
um hætti eins og i Frakk-
landi, þar sem forseti gegnir
öðru hlutverki en forseti hér
og samskiptin við fram-
kvæmdavaldið eru önnur en
hjá okkur?
„Nei, það er engin önnur
stjórnarskrá í heiminum
nema okkar, sem hefur það
ákvæði að vísa megi á þenn-
an hátt beint til þjóðarinnar.
Yfirleitt getur forseti aðeins
vísað lögum til baka til
þingsins, sem gerir það að
verkum að fámennisveldið
tryggir stöðu sina. Það eina
sem fólk getur gert í þessum
löndum er að hverfa í kjör-
klefann á nokkurra ára fresti
og setja x við. Sviss er und-
antekning og gott dæmi um
það hve þjóðaratkvæða-
greiðsla hefur styrkt lýöræð-
ið.
Mörgum finnst ákvæðið
um atkvæðagreiðslu í stjórn-
arskránni óljóst, en upp úr
stendur að þar er kveðið á
um, að æðstu völd skuli
ávallt vera hjá þjóðinni. Það
er stórkostlegt ákvæði.
Þetta er hvergi til í heimin-
um. Annars staðar þurfa
menn að gera blóðugar bylt-
ingar - eina sem við þurfum
að gera á íslandi er að lesa.
Lesa stjórnarskrána og fara
eftir henni.
Menn spyrja sig, hvað vakti
fyrir þeim sem settu þetta
ákvæði inn í stjórnarskrána
og vilja líkja þessu ákvæði
við einhvers konar neyðarrétt
forsetans. Ég spyr mig hins
vegar hvað vakti fyrir frum-
kvöðlum sjálfstæðisbarátt-
unnar á 19. öld, þeim sem
börðust fyrir frelsi þessa
lands, mönnum eins og Jóni
Sigurðssyni?
Það var virkni fólksins í
landinu, sem þeir höfðu
áhuga á, ekki viðhald em-
bættismannakerfisins. Þeir
gerðu sér grein fyrir þvi aö
þótt embættismenn væru
allir af vilja gerðir, gerðu þeir
sín misstök. Mistök sem
gætu orðið afdrifarík. Þess
vegna þarf þjóðin að hafa
einhvern varnagla og þar er
forsetaembættið."
Hann og hún á
mótorhjóli
Við hvílum okkur á forseta-
kosningum og hefjum spjall
um atvinnu og þörfina á vald-
dreifingu, sem Pétur telur
bráðaðkallandi í gjörbreyttu
þjóöfélagi:
„í atvinnulífinu er minna
og minna verið að selja hluti.
Sá sem selur bila t.d. er ekki
að selja hlut heldur traust.
Spurningin er um það hversu
sterkri ímynd fyrirtækin geti
náð. Og í öllu þessu er farið
inn á húmanistísk svið. Þetta
sést greinilega í atvinnu
minni sem er stjórnunarráð-
gjöf,“ segir Pétur.
„Eg er 1-2 mánuði niðri á
Spáni á hverju ári og ég sé
að það sem er að gerast er
að fyrirtæki eru að renna
saman, innan hverrar þjóðar
og milli þjóða. Það er enginn
vandi að rugla saman reitum
fjárhagslega eða tæknilega.
Það er sama tungumál sem
er talað á þeim sviðum, tölv-
urnar eru allar hinar sömu og
tölurnar í fjármálaáætlunum
eru alþjóðlegar. Vandinn ligg-
ur hins vegar í því hvernig
menn eiga að skilja hverjir
aðra. Við samruna fyrirtækja
og samkrull renna saman
mismunandi menningar.
Þegar markaðurinn i
Evrópu verðureinn við stofn-
un innri markaðar í Evrópu-
bandalaginu 1992, munu þau
fyrirtæki sem virkilega ná
samheldni blómstra.
Atvinnulíf og pólitík verða
að samsvara hvort öðru. Sú
pólitík sem varð upp úr iðn-
byltingunni fellur að fram-
leiðsluþjóðfélaginu og greinir
þjóðfélagið félagslega með
orðum og hugtökum sem
ekki eiga lengur athvarf í okk-
ar samfélagi. „Stéttabarátta"
og „öreigalýður" leiða okkur
að framleiðsluþjóðfélagi
gærdagsins. Imyndirnar um
konuna við grautarskálina
með skituga gríslinga utan í
sér og maðurinn kemur heim