Alþýðublaðið - 02.07.1988, Síða 11

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Síða 11
Laugardagur 2. júlí 1988 11 NEYTENDAMÁL Strikamevkingar ^ BYLTING I VERSLUNAR- HÁTTUM Notkun strikmerkja í verö- merkingum er sannkölluö bylting í verslunarháttum. Með þeim og þeim búnaði sem merkingunni fylgir spar- ast timi við pantanir, skrán- ingarmistökum fækkar og betri birgðastjórnun fæst. Minni hætta er á vöruþurrð og vöruröðun riðlast ekki. Þetta hefur því i för með sér aukna hagræðingu bæði fyrir neytendann og seljandann. Notkun strikmerkja hefur færst mjög í vöxt um allan heim á síðustu árum. Strik- merkin eru þverrendur á vöru- umbúðum og fela þessi merki í sér vörunúmer og ýmsar upplýsingar um vör- una auk vöruverðs. Sparast því geysilegur tími við verð- merkingar þar sem þær koma frá framleiðena og þarf selj- andinn einungis að hafa bún- að sem les út úr þessum strikum. Með slfkum búnaði í búðarborði hverfur hættan á mistökum við innslátt á vöru- verði og neytandinn er örugg- ur um að borga rétta upp- hæö. Einnig er hægt að breyta vöruverði á svipstundu með tölvufyrirskipun. Búnaður sá sem um er að ræða er svo til sjálfvirkur. Öll viðskiptakeðjan frá framleið- enda til neytenda fer fram í tölvu og mistökum í viðskipt- um fækkar óhjákvæmilega. Verslanir fá senda hillumiða frá framleiðendum bar sem greinilegar upplýsingar eru um vöruna; smásöluverð á einingu og samanburðarverð sem greinir frá kostnaðir á kílóverði miðað viö ákveðnar umbúðir. Þessir hillumiðar eru einnig með strikamerk- ingum. Sé þeim komið fyrir í hillum riðlast vöruröðun ekki hafi verslunareigandi s.k. handtölvu með einskonar „lespenna", getur hann síðan gengið um verslun sína og lesið inn á tölvuna út úr strikamerkingunum heiti vör- unnar, vörunúmer o.s.frv. Síð- : an slær hann inn það magn sem hann ætlar að panta, og eru það einu mistök sem hægt er að gera með þessum viðskiptamáta, þ.e. að slá inn vitlaust vörumagn. Með notk- un handtölvunnar er hægt að fylgjast með vörunni, og stýra birgðahaldi eftir sölu. Þetta eykur veltuhraða birgða auk þess sem hægt er að halda birgöum í lágmarki. Síðan er handtölvan tengd við síma og sér hún um að velja símanúmer og lesa pantanir inn á tölvu umboðs- aðila vörunnar, sem sendir svo pöntuninatil seljanda. Hér sparast ótrúlegur tími við pantanir, og enginn óþarfur milliliður kemur við sögu. Þróun þessara strika- merkja er afrakstur alþjóð- legs samstarfs, og er staðlað form á þessum merkjum inn- an Evrópu. Hvert land hefur sitt ákveðna númer og á eng- in vara að vera til meó sama númeri. Alls eru það 35 lönd sem taka þátt í þessu sam- starfi og hefur ísland verið aðili að því frá árinu 1984. Iðntæknistofnun sér um ráð- gjöf varðandi strikamerkingar og úthlutar númerum til ís- lenskra framleiðenda. Fyrir- tækin Einar J. Skúlason hf. og Hugur hf. önnuðust Hér er verslunarstjóri viö birgöakönnun. Hann notar lespenna sem tengdur er við handtöivu til aó lesa á strikamerkin, og þarf einungis að slá inn vörumagnið sem hann þarf að panta. Fljótlegra getur það ekki verið. tækniiegu hlið málsins í samvinnu við Verslunardeild Sambandsins. Strikamerkingar eru nú mjög að ryðja sér rúms hér- lendis. Verslunardeild Sam- bandsins er þó enn eina umboðssalan sem tekið hef- ur upp þetta pöntunarkerfi. Ýmsar verslanir á lands- byggðinni hafa nýtt sér þjón- ustu þeirra, en fáar verslanir á Reykjavíkursvæðinu hafa tekið hana upp. Eru það helst viðskiptavinir ÁTVR í Kringl- unni sem kannast við þennan verslunarmáta. Má þó benda á að 39 framleiðendur.hér- lendis hafa sett strikamerk- ingar á vöru sína og verður þess sjálfsagt ekki langt að bíða að aðrir fylgi í kjölfarið. Verðlagsstofnun Ódýrasti ísinn í Breiðholtinu Verðlagsstofnun gerði verðkönnun á mjólkuris á höfuðborgarsvæðinu nú um miðjan júnímánuð. Kom í Ijós að allt að 123% verðmunur er á milli verslana. Var verðið kannað í 32 verslunum, bæði i sérhæfó- um ísbúðum og nokkrum sjoppum sem selja ís. Þar kemur geysilega mikill verð- munur eftir verslunum. Sem dæmi má nefna að þrjár kúl- ur af s.k. gamaldags ís kostar 110 kr. í Dairy Queen við Hjarðarhaga en 245 kr. i ís- höllinni í Kringlunni og mun- ar 123% á verði á þessum stöðum. ís i brauðformi með dýfu kostar 90-160 kr. (78% verðmunur), is í pappaboxi kostar 80-138 kr. (73% verö- munur), og mjólkurhristingur í litlu boxi kostar 80-160 kr. (100% verðmunur). Verð á is var oftast lægst í Isseli, Rangárseli 2, eða á niu tegundum, en oftast hæst í Stjörnugrilli, Suðurveri, eða á 5 tegundum. I verðkönnun Verðlagsstofnunar á mjólkur- ís er litið framhjá hugsanleg-. um gæöamun. Eftirfarandi tafla sýnir verð- mun á mjólkurís: Neytenda- blaðið komið út Út er komið 2. tbl. Neyt- endablaðsins sem gefið er út af Neytendasamtökunum. í blaðinu er fjallað um starf- semi samtakanna og sagt frá málum sem hafa borist til Kvörtunardeildar. Meöal efnis er reynsla notenda af eldavél- um, grein um það hvernig ganga skal lögformlega frá dánarbúi, nitrat í íslensku grænmeti og ýmsar góðar ábendingar til neytenda um réttindi þeirra í viðskiptum. Þáeru gefin lögfræðilega svör við spurningum neyt- enda. Er greinilegt að efni blaðsins nú er hið fjölbreytt- asta og um margt forvitni- legt, auk þess að snerta á flötum sem allir þurfa að kljást við. I* i brsu&lonni »n dyfu m. dyfu Barniii andyfu m. dyfu LiUU ca.doz. u Mriai- •tor ca. 5oz. bozi Stor" ca.Soz. llitn LitiN c*. 8oz. MabalstOr ca 12 oz. Milkahaka Ite&alstór c« 14 oz. StOr ca. 16 oz. StOr ca. 20 oz. tkula Gamaldagsis 2 kukur 3. kulur Bislagið Hverlisgotu 12 100 120 75 100 100 120 140 180 Dairy Queen Aóalstræti 4 110 125 95 110 110 130 160 325 160 180 Dairy Queen Hjar&arnaga 47 110 125 95 110 110 130 160 325 160 180 70 90 110 Fjar&amesti Bæjartirauni 4 90 100 80 90 100 125 235 120 170 200 Junó is Skipholti 37 120 140 105 120 120 145 160 270 140 180 220 Kjöris Haaleitisbraut Só-60 og Kjóris Laugaiæk 8 110 120 90 100 110 135 245 125 160 200 110 130 150 Kópavogsnesti Nybylavegi 10 115 125 95 110 120 140 170 325 160 180 London Austurstræti 14 110 125 90 105 110 125 150 Nesti Artunshofða, Bildshofða, Fossvogi og Reykjavikurvegi Hf. 135 160 115 125 125 150 165 235 125 140 220 ísborg Suðurtandsbraut 12 105 115 90 105 105 140 125 155 ísbuð Vesturbæjar Hagamel 67 110 125 95 110 110 130 • 145 210 110 160 200 ísbúðin Eiðistorgi 110 125 95 105 115 130 160 260 120 160 200 95 115 135 ísbuðin Álfheimum 2 95 105 80 90 95 115 220 145 165 ísbúðin Siðumúla 35 100 120 90 100 100 125 145 250 110 160 180 ishóllin Kringlunni og Austurstræti 120 140 105 120 120 145 160 310 165 200 130 200 245 íshollin Melhaga 2 120 140 105 120 120 145 160 310 165 200 issei Rangarseli 2 80 90 60 70 80 105 200 80 110 160 isval Laugavegi118 110 125 90 100 110 135 255 130 180 220 110 130 150 Pólis Skiphoiti 50c 110 120 90 100 110 130 150 250 130 180 210 Rjomaisgerðin Laugalæk 6 120 140 100 105 120 145 160 270 140 180 200 Skalii Lækjargótu 8 110 125 90 100 110 125 140 180 220 120 140 160 Skalli Reykjavikurvegi 42, Hf. 130 150 110 130 130 150 170 320 130 210 260 130 180 230 Smáréttir Lækjargötu 2 110 125 85 100 105 125 145 110 180 Staldrið Stekkjartoakka 2 125 135 110 120 135 280 135 Stansið Kaplaskjólsvegi 43 90 95 80 85 100 120 140 190 160 Stjórnu grill Suðurveri 138 160 70 80 138 160 182 270 98 182 Teningurinn Snorrabraut 38 110 125 90 100 110 125 135 230 170 Vóllur Austurstræti 8 100 110 80 90 100 125 Westem Fried v. Vesturlandsveg 95 105 75 85 110 125 245 145 ... Meðalverð 110 125 91 103 110 135 146 261 122 153 169 183 205 109 141 169 Hæsta verð 138 160 115 130 138 160 182 325 160 180 210 220 260 130 200 245 Lægsta verð 80 90 60 70 80 120 105 190 80 125 110 150 160 70 90 110 Mism. Hæsta/Lægsta 72,5% 77,8% 91,7% 85,7% 72,5% 33,3% 73,3 71,1% 100,0% 44,0% 90,9% 46,7% 62,5% 85,7% 122,2% 122,7%

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.