Alþýðublaðið - 02.07.1988, Side 16

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Side 16
16 Laugardagur 2. júlí 1988 Fangar mánaðarins - Júní1988 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samvisku- fanga í júni. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því að slík mannrétt- indabrot séu framin. íslands- deild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtak- anna. Tyrkland: Dr Nihat Sargin (61 árs) og Haydar Kutlu (43 ára) eru báðir meðlimir í stjórnmálasamtökum sem eru bönnuð í Tyrklandi. Þeir voru handteknir þann 16. nóv. 1987 þegar þeir snéru heim úr nokkurra ára útlegð. Til- gangur heimkomunnar var að reyna að fá friðsamlega stjórnmálaþátttöku lögleidda. Benin: Anselme Agba- houndo er 33 ára gamall jarð- fræðingur. Hann var handtek- inn í júlí 1985 og haldið í stuttan tíma á lögreglustöð- inni í Cotonou. Þar var hann spurður um afstöðu hans til stjórnarinnar og leynilegs kommúnistaflokks. Þremur mánuðum seinna, 9. okt., var hann handtekinn aftur af tveimur lögreglumönnum til frekari spurninga. Kina: Yang Wei er 32 ára gamall námsmaður frá Shanghai. Hann lauk mast- ersgráðu í sameindalíffræði frá Arizonaháskóla í maí 1986. Hann giftist þegar hann kom heim frá námi. Kona hans fór til Bandaríkjanna í nóv. sama ár í nám en Wei beið eftir að fá leyfi til að fara lika og klára doktors- nám. Mikil mótmæli áttu sér staö meðal stúdenta i helstu boraum Kína í des. 1986 og jan. 1987. Farið var fram á aukið lýðræði og frjálsræði. Þann 11. jan. var Wei hand- tekinn eftir að öryggissveitir höfðu rannsakað íbúð foreldra hans og fundið bæklinga og persónuleg skrif sem áttu að sýna stuðning hans við stúdentahreyfing- una. Þeir sem vilja leggja mál- um þessara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykajvík, sími 16940. Skrif- stofan er opin frá 16-18 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilis- föng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. kominn... að vera í öruggu sambandi við umheiminn ? Mitsubishi farsíminn sér um það ! Komdu og kynntu þér kosti Mitsubishi... það borgar sig ! Er ekki tími til ■ Greiöslumáti Útborqun Verö Staögreitt 127.510,- Almennt verö 137.108,- Eurokredit 11 mán. 0- 137.108,- Visa raðgr. 12 mán. 0,- 137.108,- Kaupleigusamn. 3 ár 0,- 137.108,- ‘Ví6 tö&ccvH- vel á mótc fién l Iðnrekendur vilja frelsa fjármagnið Stjórn Félags íslenskra iðnrekenda leggur til eftirfar- andi breytingar á íslenkum fjármagnsmarkaði: 1. Islenskum sparifjáreig- endum og lántakendum verði gefið fullt frelsi til að binda sparnað sinn og lántökur hér á landi við gengi erlendra gjaldmiðla. 2. í beinu framhaldi verði gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að afnema öll höft sem nú eru á möguleikum ís- lendinga til sparnaðar eða lántöku erlendis. 3. Erlendum bönkum verði leyft að stunda bankastarf- semi á íslandi. 4. Athugað verði með teng- ingu íslensku krónunnarvið myntkerfi eins og ECU. „Ef framangreindar ráðstaf- anir verða framkvæmdar gefst tækifæri til að tryggja íslenskum sparifjáreigendum og lántakendum jafnstöðu við það sem tíðkast erlendis. Þannig skapast færi á að losa sig undan þeim sérís- lensku fyrirbærum á pen- ingamarkaðnum sem birtist annars vegar í lánskjaravisi- tölu og hins vegar i háum ís- lenskum nafnvöxtum," segir í ályktun stjórnarinnar. Skólastjóra- ráðningu mótmælt Kennarafélag Reykjavíkur hefur sent Alþýðublaðinu afrit af yfirlýsingu sem félag- ið sendi, menntamálaráð- herraog Fræðsluráði Reykja- víkur vegna veitingar skóla- stjórastöðu í Ölduseisskóla: „16. maí s.l. mælti meiÞ hluti Fræðsluráðs Reykjav.*- ur með Sjöf Sigurbjörnsdótt- ur í skólastjórastöðu í Öldu- selsskóla. Þá gerðu fulltrúar kennara í Fræðsluráði bókun þar sem þeir hörmuðu atstöðu meirihlutans i ráðinu og bentu á lengri starfs- reynslu Daníels Gunnarsson- ar við grunnskólastigið og eindregið traust allra starfs- manna skólans. Nú hefur menntamálaráð- herra veitt Sjöfn Sigurbjörns- dóttur stöðuna þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar allra starfsmanna og foreldra 93% nemenda skólans. Stjórn Kennarafélags Reykjavlkur harmar þá ákvörðun mennamálaráðherra að veita stöðuna þvert gegn vilja foreldra barna og allra starfsmanna skólans. Þar sem Fræðsluráð Reykjavíkur taldi báða umsækjendur hæfa til starfsins hefði verið eðlilegast að veita Daníel Gunnarssyni stöðunavegna eindreginna óska allra þeirra sem málið varðar mest. Allt skólastarf byggist á því að gott samstarf sé milli allra starfsmanna skólans, nemenda og foreldra þeirra og að gagnkvæmt traust sé milli þessara aðila. Með þvi að taka ekki tillit til vilja foreldra nemenda og starfs- manna í Ölduselsskóla hefur menntamálaráðherra unniö gegn þeirri yfirlýstu stefnu að auka sjálfstæði skóla og efla samstarf heimila og skóla.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.