Alþýðublaðið - 30.11.1995, Page 6

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Page 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Nútímalist er það sem gerist þegar listmálar- ar hætta að horfa á stelpur og telja sér trú um að þeir hafi fengið betri hugmynd. John Ciardi, rithöfundur og gagnrýnandi. Syndaselir um eigin syndir og annarra... Alkólisti er einhver sem þér er illa við og drekkur jafnmikið og þú. Dylan Thomas, skáld. Ég hef ein skilaboð til kaupsýslumanna, sem þurfa að ferðast til útlanda í viðskiptaerindum, um hvað þeir eiga að taka með sér til smitast ekki af alnæmi: eiginkonuna. Edwina Gurrie, breskur stjórnmálamaöur. Hún grét - og dómarinn þerraði tár hennar með ávísana- heftinu mínu. Tommy Manville, bandarískur milljónamær- ingur sem á 13 hjónabönd að baki. Zsa Zsa Gabor er sérfræðingur í húsvörslu. Eftir hvern hjónaskilnað heldur hún húsinu. Henny Youngman, bandarískur skemmtikraftur. „Rúm,“ samkvæmt ítalska málshættinum, „er ópera fátæka mannsins.“ Aldous Huxley, breskur rithöfundur. Þegar maður er jafn frábær og ég er erfitt að vera auðmjúkur. Múhameö Ali, bandarískur hnefaleikari. Ef ég ætti aðeins örlitla auðmýkt væri ég fullkominn. Ted Turner, fjölmiðlamógúll. Leiðindagaur er maður sem talar svo mikið um sjálfan sig, að maður kemst ekki að til að tala um sjálfan sig. Melville D. Landon, bandarískur fyrirlesari. Samviska er innri rödd sem varar okkur við því að einhver geti verið að horfa á. • H.L. Mencken. Ekki tala um sjálfan þig: Það verður gert eftir að þú ferð. Addison Mizner, bandarískur arkitekt, um kvöldverðarboð. Æskilegasti fjöldinn í kvöldverðarboði er tveir - ég og fjandi góður þjónn. Nubar Gulbenkian, milljónamæringur. Pabbi minn var bæjarbyttan. Það er oft ekki svo slæmt - en New York City? Henny Youngman. Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skriftamál tóba ksbrúkunarmanns Ég var nefnilega alltaf að reykja. Það var grátt ský yfir mér hvar sem ég fór, ég var eins og gangandi rykhnoðri. Ég var orðinn svo árulaus að sjálfvirkar dyr í stórmörkuðum voru hættar að opnast fyrir mér. Hér kemur hreinskilið og hispurslaust og opinskátt uppgjör við fortíð mína: Þehegar ég var faharinn að tala svohohona fyrir nokkrum árum þá hætti ég að reykja. Orðin koinu upp úr mér í samfelldu hósta- kjöltri, hljómlaus og sannfæringarlítil. Húð- in var orðin grágul. Tennurnar líka. Meira að segja eyrun voru gul. Hárið lak um hausinn eins og skökk hárkolla á buguðum manni. Eg var með stöðugt óbragð í munninum, stöðuga remmu í hálsinum, stöðugan verk í ennisholunum - stöðugt suð í sínusunum. Ég var andfúll. Ég var alsettur ösku. Allur matur var á bragðið eins og kverkaskítur. Ég var nefnilega alltaf að reykja. Það var grátt ský yfir mér hvar sem ég fór, ég var eins og gangandi rykhnoðri. Ég var orðinn svo árulaus að sjálfvirkar dyr í stórmörkuð- um voru hættar að opnast fyrir mér. Ég reykti einn og hálfan til tvo pakka af kömlum á dag. Og hafði gert síðan ég var sextán ára og vandi mig á þetta með nokkr- um erfiðismunum. Það var ekki til að vera töff eða með í einhverjum hópi eins og ung- lingafræðingamir halda alltaf fram - það er argasti misskilningur að krakkar byiji að reykja af einhverjum þvílíkum ástæðum. Sjálfur var ég aldrei unglingur og því tómt mál að tala urn að reyna að láta að sér kveða í sjoppukreðsum. Nei: þegar ég skoða huga minn af ein- lægni og hispursleysi finnst mér líklegast að ég hafi byrjað að reykja af nautnasýki. Arum saman vom reykingar mínar mjög ánægjulegar. Je ne regrette rien. Einkum þótti mér gaman að bræla pípu og dunda við hana af fmmlægri þörf sem Matthías Jónas- son sálfræðingur hefur nefnt „bjásturshvöt- ina“ og er síst ómerkari en kynhvötin sem menn em síblaðrandi um. Ég leiddi aldrei hugann sérstaklega að því að hætta að reykja, enda þarflaust að velta sér upp úr því. Með sjálfum mér vissi ég auðvitað að í fyll- ingu tímans myndu efstu dagar reykinga minna renna upp en ég var ráðinn í að láta þá þjáningu bíða síns dags - sem hún og gerði. Fólk á að reykja meðan það er ungt. Það hefur gott af því í nokkur ár; tóbak „skerpir vel sýn“ og „svefnbót er fín“ eins og Hall- grímur Pétursson kvað og sígarettur fara fólki yfirleitt heldur vel. Það er flott að reykja. Bogart og Bacall til dæmis að fara með sígarettur í To have and have not - þar hafa sígarettur merkingu; þær vísa á for- boðna sælu, hvert sog er hlaðið fyrirheitum og bæði sýna þau Bogart og Bacall feykilega handlagni við meðferð eldfæra: bjásturs- hvötin og kynhvötin mætast þama á einstak- an hátt... En ungt fólk á að reykja. Síðan á fólk að hætta því. Þetta er afar einfalt. Fólk á líka að fara á fyllerí meðan það er ungt, og síðan á fólk að hætta því. Þetta er afar einfalt. Ég vissi að ekki myndi tjóa að ætla að hætta að reykja einn og óstuddur - með viljastyrkinn að vopni. Ég hef engan vilja- styrk. Viljastyrkur er eitthvað handa her- mönnum eða fjallgöngumönnum eða öðmm sem þurfa að sannfæra líkama sinn um eitt- hvað heimskulegt: maður þarf viljastyrk til að byija að reykja. Mig langaði ekki að sanna neitt fyrir sjálfum mér og hvað þá öðr- um. Allt og sumt sem þurfti var að mig lang- aði til að hætta að reykja. Mér fannst það orðið vont, mér fannst grátt bragð í kverkun- um á mér alla daga. Ég fór því upp á Krabba- meinsfélag á námskeið til hans Ásgeirs Rún- ars Helgasonar og hann var svo kynngi- magnaður skúringamaður heilabúa að ég hætti. En ég hætti ekki að brúka tóbak. Það hef- ur aldrei svo mikið sem hvarflað að mér. Ég fór að taka í vörina. Ég vandi mig á það munntóbak sem kallast nicorette á erlendum tungum en er af einhverjum ástæðum kennt við tyggjó á íslensku, sem er slæmt því fyrir vikið heldur fólk að það eigi að jórtra á þessu eins og það eigi lífið að leysa í stað þess að láta það liggja eins og hverja aðra tóbakstölu undir efri vörinni. Fólk virðist líka almennt halda að nikórettubrúk sé millibilsástand meðan menn séu að venja sig af tóbaki en ekki fullgild nautn með sínum eigin bjást- urslögmálum. Það er líka mikill misskiln- ingur. Nú er ég laus við þær hundrað og eitthvað lífshættulegu lofttegundir sem reykinga- menn soga að sér, en sígarettureykingum má líkja við það háttarlag að leggja munninn að púströri bíls í gangi. Ég fæ nikótínið mitt klárt og ómengað, nautnalyfið mitt sem ég mun aldrei hætta að brúka meðan önd blakt- ir í bijósti mér. Enn hefur enginn sannfært mig um skaðsemi nikótíns, þvert á móti: það „skerpir vel sýn“ og „svefnbót er fín“. Hér kemur hin óvægna ádeila: allt bendir til víðtæks samsæris. Eða hvemig má það vera að nikórettur skuli ekki seldar í öllum sjoppum? Hvers vegna bara í apótekum? Það er ámóta viskulegt og ef apótek mættu ein höndla með rafmagnsvörur því gáleysis- leg meðferð þeirra er heilsunni skaðleg. Ní- kórettur eru ekki lyf frekar en sígarettur. Og hvers vegna eru þær ekki auglýstar baki brotnu af tíðarandahönnuðunum á auglýs- ingastofunum? Hvers vegna er ekki bullandi samkeppni um að hafa þær sem ódýrastar? Hvað dvelur Jóhannes í Bónus? Ef reykinga- fólk færi almennt að mínu fordæmi yrði reykingavandinn úr sögunni. Þetta er eini raunhæfi valkostur tóbaksbrúkunannanna, nánast skaðlaus, afar munnvænn - bætir, hressir, kætir. Hver stendur fyrir þessu? Hvaða hagsmuni er verið að verja? Er það Lyfsalaauðvaldið? Tóbaksauðvaldið? Ríkis- stjómin? Templaramir? Hér kemur niðurstaða af þessu hreinskilna og opinskáa uppgjöri við eigin fortíð: við þá sem reykja enn og em ekki lengur ungir en vilja verða eldri skal enn og aftur áréttað að þeir ættu að hvata för sinni í næsta apótek og fá sér níkórettur, ekki til þess að hjálpa sér við að venja sig af nikótíni, heldur til þess að fara að njóta nikótíns fyrir alvöru. Tyggjum bræður og systur tyggjum. ■ Ahugamenn um bersöglismál ættu aö fá eitthvað við sitt hæfi í bókinni Fylgdarsveinar sem nýtt forlag, Spássía, gefur út. Bók- in er byggð á samtölum við bandaríska „fylgdarsveina" og konur sem notfæra sér þjónustu þeirra þarvestra. Einkum munu það vera rosknar auðkonur sem notfæra sér þjónustu þessara vændiskarla... Ein er sú ævisaga sem ekki hef- ur hlotið mikið umtal en er lík- leg til að vekja athygli: Kristbjörg Þorkelína, samtalsbók Jórunnar Sigurðardóttur við Kristbjörgu Kjeld leikkonu. Kristbjörg á að baki glæsilegan leikferil og við- burðaríka ævi og hefur því frá mörgu að segja... Almenna bókafélagið gefur lík- lega út furðulegustu bók árs- ins: Látnir merkismenn - 58 minn- isstædir Islendingar sem féllu frá á árinu 1994. A kápu bókarinnar eru sjö móðukenndar andlitsmyndir af fólki sem lést á síðasta ári, meðal annarra Albert Guðmundssyni, Jóhanni Pétri Sveinssyni og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Sjálfsagt er hér verið að leggja drög að nýrri ritröð sem út getur komið um allan aldur. Hlýtur það ekki að verða keppikefli að komast á lista yfir látna merk- ismenn... Stjórnmálamenn í Hafnarfirði eru ekkert að bíða til elliáranna með endurminningar sínar. í fyrra kom út bók Guðmundar Árna Stefánssonar, skráð af Kristjáni Þorvaldssyni og nú siglir upp- reisnarmaðurinn Jóhann Berg- þórsson í kjölfarið. Páll Pálsson skráir sögu hans, Sattad segja. Á kápu er því lofað að margt af efni bókarinnar muni koma rækilega á óvart...

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.