Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 17
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 Alþýðublaðið velur bestu og verstu bókakápurnar Þrjár Þrjár bestu verstu María, ævisaga Maríu Gudmunds- dóttur, skrád af Ingólfi Margeirs- syni. Útgefandi Vaka-Helgafell. Falleg mynd af fallegri konu. Ein- faldurfrágangur. Heildarsvipur einkennist af hreinleika, sem virkar aðlaðandi. Ströndin eftir Guðmund P. Ólafs- son. Útgefandi Mál og menning. Lætur lítið yfir sér, kannski á kostnað athyglinnar í bókaflóðinu, en er mjög falleg í einfaldleika sín- um. Vetrareldur eftir Friðrik Erlingsson. Útgefandi Vaka- Helgafell. Góð litasamsetning. Kápan er heit, áberandi. Á henni er ekkert að finna sem truflar augað og dreifir athyglinni. Aðrar góðar Ég skrifaði mig í tugthúsið. Ævi- saga Valdimars Jóhannssonar, skráð af Gylfa Gröndal. Útgefandi Foríagið. Myndin vekur forvitni um innihaldið, en til þess er ein- mitt leikurinn gerður. Frú Bovary eftir Gustave Flaubert. Útgefandi Bjartur. Listræn og heill- andi kápa sem vekur munúðar- kennd. Islenskar tilvitnanir. fíitstjóri Hann- es Hólmsteinn Gissurarson. Útgef- andi Almenna bókafélagið. Klass- ísk kápa um klassískt efni Paula eftir Isabel Allende. Útgef- andi Mál og menning. Eftirtektar- verð kápa þar sem litasamsetning- ar skapa draumkennda stemmn- ingu sem hæfir efni bókarinnar. Speglabúð í bænum eftir Sigfús Bjartmarsson. Útgefandi Bjartur. Óvenjuleg kápa. Falleg um leið og hún er örlítið grótesk. Vekur for- vitni um innihaldið. Um ástina og annan fjára eftir Ga- briel Garcia Marquez. Útgefandi Mál og menning. Litaglöð kápa. Skýr skilaboð frá rómönsku Amer- íku sem lofa lesandanum fjöri, my- stík og skemmtun. Vídalínspostilla. Útgefandi Mál og menning. Klassískari og íslenskari getur kápa ekki orðið. Kanabarn eftir Stefán Júlíusson. Útgefandi Björk. Litlaus og óspennandi kápa. Virðist óvand- virknislega unnin og gefur engin skilaboð um innihaldið önnur en þau að það sé jafn óspennandi og kápan. Óðsmál. Skráð hefur Goþrún Dimmblá. Útgefandi Freyjukettir. Eins fráhrindandi og bókarkápa getur orðið. Réttarhöldin eftir Franz Kafka. Út- gefandi Mál og menning. Þessa kápu á Kafla ekki skilið. Markaðs- settur eins og væri hann nútíma spennusagnahöfundur sem ný- lega hefði selt æsilegt handrit bók- arinnartil Hollywood. Aðrar slæmar Andlit öfundar eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Útgefandi Skjald- borg. Litasamsetningin er óvenju smekklaus og tískuljósmyndin stöðluð og lífvana. Ælugrænn bak- grunnurinn vekur ekki löngun til að lesa innihaldið. Hönd að handan eftir Arlene Sho- vald. Útgefandi Úrvalsbækur. Lýsir kannski innihaldi, en er fyrst og fremst óvenju Ijót og smekklaus. Hver vill kaupa þessa kápu? íslensk knattspyrna 1995 eftir Viði Sigurðsson. Útgefandi Skjaldborg. Alltof mörgum atriðum troðið inn á lítinn flöt. Útkoman verður ka- ótísk. Óttalaus eftir Jósafat Hinriksson. Útgefandi Skerpla. Titillinn er nátt- úrlega galinn. Kápan segir ekkert nema það að Jósafat óttast ekki myndavélina. 350 stofublóm. Útgefandi Mál og menning. Kápa sem er dæmi um það þegar aðalatriðin drukkna í smáatriðum. Veröld Soffíu eftir Jostein Gaar- der. Útgefandi Mál og menning. Dauflega og óspennandi. Þú eða... eftir Kolbrúnu Aðal- steinsdóttur og fleiri. Útgefandi Skóli Johns Casablancas og Sup- erstudio. Er þetta bókarkápa? Hollvinasamtök Háskólans Á síðasta ári stóðu stúdentar að átaki til eflingar hinum rýra bóka- kosti Þjóðarbókhlöðunnar. Þar söfnuðu þeir um 30 milljónum sem bættu hag safnsins verulega. Nú er í deiglunni nýtt átak sem mun hefj- ast sama dag og þjóðarátakinu svo- nefnda verður formlega slitið, 1 .desember næstkomandi. Al- þýðublaðið sló á þráðinn til Guð- mundar Steingrímssonar, for- manns Stúdentaráðs og forvitnað- ist um málið. / fyrra voru það bœkur í bók- hlöðuna sem þjóðin átti að sam- einast um, hvað er það núna sem þið eruð að bardúsa? „Nú stendur til að hrinda í fram- kvæmd gamalli hugmynd sern hef- ur velkst um alltof lengi og hefur gengið undir nafninu „Hollvina- samtök Háskóla íslands." Mark- mið þessara samtaka verður fyrst og fremst að opna skólann og færa hann nær þjóðinni, halda sambandi við útskrifaða kandidata og aðra velunnara skólans. Mönnum verð- ur gert kleift að fylgjast með því sem er merkilegast að gerast í rannsóknum og þróun í hverju fagi og styrkja ákveðin verkefni ef rnenn hafa áhuga á því. Svona samtök eru þekkt víða við háskóla erlendis og hafa gefíst einstaklega vel, verið bæði háskólunum og fé- lagsmönnum til mikils gagns. Okkur fannst korninn tími á lram- kvæmdir og stúdentar tóku því af skarið og komu á laggimár undir- búningshópi með fólki víðs vegar að úr þjóðfélaginu sem hefur starf- að ötullega að undirbúningi stofn- fundarins sem verður nú á morgun í Háskólabíói klukkan 14:00. Við ákváðum að slá honum saman við hin hefðbundnu 1 .desember-há- tíðahöld og höfum sett saman nokkuð metnaðarfulla dagskrá sem við vonum að sem flestir konti 3 Guðmundur: Færum Háskólann nær þjóðinni. til að njóta og sýna hug sinn til Há- skólans um leið.“ Hvað þaifmaður að gera til að ganga íþessi samtök, erskilyrði að vera háskólamenntaður? „Nei, alls ekki. Háskólinn er eign þjóðarinnar og allir þeir sem bera hag hans fyrir bijósti geta gerst félagar. Stofnfundurinn á morgun er öllum opinn sem hafa áhuga. Mönnum mun hins vegar gefast færi á að gerast stofnfélagar til 17. júní á næsta ári. Það fer svo átak í gang eftir stofnunina til að fá félaga í samtökin, það ætti ekki að verða nokkrum erfiðleikum bund- ið að ganga í þau, hafi menn hug á því. Við ætlum að reyna að koma á fót skrifstofu samtakanna með starfsmanni eins fljótt og auðið er, hann mun þá náttúrulega sjá um þau mál. Árgjöldin ættu ekki að verða nokkrum ljötur um fót, þau verða ejnungis 1500 krónur.“ Þakka þérfyrir, Guðmundur, ég vona að þetta átak gangi jafn vel og hið síðasta. „Takk, það vona ég svo sannar- lega líka.“ Lesendakönnun Alþýðublaðsins Hver eru eftirlætis skáldverk þín? En hver eru best? Alþýðublaðið efnir til bókmenntakönnunar og hvetur lesendur sína ein- dregið til að vera með. Könnunin felst í því að lesendur velja annars vegar þau verk og þá höfunda sem þeim þykja best og hins vegar eftirlætisverk sín og höfunda. í hvetjum flokki má tilnefna allt að tíu verk og höfunda (Það má nefna færri nöfn eða verk, en ekki fleiri). Þátttakendur eru beðnir að raða höfundum og verkum í númeruð sæti. Fyrsta sæti hlýtur sá besti eða vinsælasti, annað sætið sá næst besti eða næstvinsælasti og svo framvegis. Könnunin miðast einungis við íslensk verk og höfunda, allt ífá upphafi rit- unar á Islandi fram á okkar daga. Heildamiðurstöður verða svo birtar í blað- inu á næstunni - einstök svör eru ekki birt og því þurfa menn ekki að óttast að auglýsa bókmenntasmekk sinn. Nefnið eitt til tíu verk eða höfunda í eftirtöldum flokkum: Bestu rithöfundar Eftirlætis rithöfundar Bestu skáldsögur Eftirlætis skáldsögur Bestu Ijóðskáld Eftirlætis Ijóðskáld Bestu Ijóð Eftirlætis Ijóð Svör má senda eða faxa til Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8- 10, 101 Reykjavík, faxnúmer 562-9244. Dregið verður úr þeim svarbréfum og sá heppni hreppir Vídalínspostillu sem kom út hjá Máli og menningu á dög- unum. Dregið verður úr innsendum svörum og hlýtur sá heppni/sú heppna sjálfa Vídalínspostillu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.