Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 19
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 neitun hins svokallað veruleika. Um leið og heimur skáldskaparins er lofaður er heimur hversdagsleikans úthrópaður. Skrepptu með mér í ferð út á hríngveg Ijóðsins Burtu héðan já burtu langt Reikum saman um Ijóðvegina leitum og það sem við flnnum er okkar fundur en ekki fyriiframgefinn sannleikur hinna áhœttusnauðu I öllum Ijóðabókum Sigurðar Pálssonar tekur glíma skáldsins við að yrkja, á sig mynd af ferðalagi, hvort sem það er ferð um ljóðvegi, sigling eða línudans. Jafnvel of- drykkja Dylan Thomas birtist sem ferð niður í „ljóðnámugöngin”. Hins vegar má segja að í Ljóðlínu-bókunum virðist sem skáldskap- urinn sé runninn saman við veruleikann. I stað þess að birtast sem sérstakur heimur, er skáldskapurinn tæki til þess að gera hvers- dagsleikann óhversdagslegan. Markmiðið er ekki að komast burt heldur að upplifa veiu- leikann með aðstoð skáldskaparins. Máttur skynfæranna er lofaður. Skáldskapurinn og lífíð eru eitt. Þegar heildarverk Sigurðar Pálssonar er skoðað kemur í ljós að skáldið, sem allt frá fyrstu tíð hefur lalist til hinna „ólrnu villi- katta spurninganna”, lofsungið efann og sannleiksleitina og aldrei hætt að ráðast í ljóðum sínum á „svarthvíta fullvissu", „feita mærð hinna efalausu“, „hortuga klettvissu", „kortlögð lausamálssannindi" hefur virkjað efa sinn um gildi hvers kyns óbifanlegrar staðfestu til að rækta með sér trú á hreyfmg- una. Fyrir Sigurði Pálsyni felst fegurð lífsins í því að það er hreyfing, sífelld breyting. I ljóðinu „Nýársljóð 1“ standa þessar línur: Ltfið er svo dásamlega blint þreifar sig áfram þefar sig áfram inn út austur vestur ÁFRAM! Það er líkaraflugeldi á blindri ferð líkara fljúgandi kampavínstappa Iteldur en almanökum Sigurður Pálsson lofsyngur dansinn, leit- ina, tilviljanimar, en gagnrýnir stöðnunina og hina yfírborðskenndu og innantómu al- vöru sem einkennir oft mannleg samskipti. Það viðkvæði sem er ríkjandi í ljóðlist hans er að þrátt fyrir allt sigrar h'fið á endanum. Eftirfarandi brot eru úr ólíkum ljóðum: „Jafnvel stálfrostið eyðir ekki/ Mjúku vatni“, „vorið/ stígur upp úr kjallaranum/ með nýja liti og hljóma/ og nýjar mæliein- ingar“, „Alltaf stendur eitt-núll/ fyrir lífinu/ þegar upp er staðið", „Vatnajökull! Vissu- lega ertu stór ... Vatnajökull minn/ Vorið er samt stærra/ Vorið breytir þér í slefandi hálf- vita“. Tvö ljóð þar sem ort er um sólina, annað úr Ljóð vega tnenn, hitt úr nýjustu bókinni, Ljóðlínuskip bera þessari hugsun Sigurðar Pálssonar glöggt vitni. í eldra ljóðinu „Á hvíta örk“ standa þessar línur: Á hvíta örk landsins hafa þeir skrifað Letur dauðans Letur auðsins Letur valdsins Enn skín sólin þrjósk í yngra ljóðinu „Sami staður" er ort um þá áráttu mannsins gegnum aldimar að halda paradís og víti tilheyra öðmm heimi, þegar þessa tvo staði sé báða að finna á jörðinni. En þráttjyrir óttann syndafallið sjálfshatrið dælir hún ennþá lífsbylgjunum gatnla dœlan gamla geilsadœlan kyssir hörundið kyssir ávexti jarðar Paradís er hér! Sá sem finnur gleði í sólinni eins og ljóð- mælandinn í þessu ljóði þarf ekki að leita hamingjunnar langt, honunt nægir þessi heimur eins og hann er. Gleðigjafi hans er lífsgjafinn sjálfur. Ef það er einhver ein lýsing sem á betur við skáldið Sigurð Pálsson en önnur þá er hún sú að hann sé lofsöngvari, haldinn ríkri en kröfuharðri ást til lífsins. Til þess að heimurinn sem við lifum í, um- hverfi okkar, já til dæmis höfuðborgin Reykjavík öðlist fegurð í hugum okkar, er ekki nóg að skipulaginu sé breytt, ný hús séu byggð, fleiri trjám sé plantað, við þurfum skáld eins og Sigurð Pálsson sem hugsa á okkar tungumáli um þennan svokallaða vemleika, koma auga á möguleikana, og minna okkur stöðugt á að lífið gefst ekki upp fyrirhafnarlaust. Og ef við viljum ekki fara rnikils á mis þurfum við að gefa okkur tíma til þess að hlusta eftir því sem þau eru að segja. (1) Ljóðabækur Sigurðar Pálssonar eru: Ljóð vega salt (1975), Ljóð vega menrt (1980), Ljóð vega gerð (1982), Ljóð námu land (1985), Ljóð námu menn (1988), Ljóð námu völd (1990), Ljóðlínudans (1993), Ljóðlínuskip (1995).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.