Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 21
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 21 Þeir sem trúa spádómum Nostradamusar, eða eru Vottar Jehóva og þar með sannfærðir um að orðin „The End“ muni birtast á himninum innan skamms ættu að lesa þessa grein. í henni rifjar Jónas Sen upp nokkra fræga heimsendaspádóma sem ekki rættust og sýnir fram á að ekkert er að marka þessa vitleysu Heim ekki sendir er í nánd! í gegnum tíðina birtast af og til fréttir af fólki sem þykist vita lengra nefi sínu og geta séð inn í framtíðina. Snemma á vorin heyrist til dæmis gjaman í gömlum bænd- um sem segjast geta spáð fyrir um veður- farið á komanda sumri; vitneskjuna hafa þeir fengið úr draumi eða frá því hversu gigtin hafi verið slæm einhvem tiltekinn vordag. Svo er áramótaspáin líka alltaf vinsæl; þar hefur Vikan lengi verið í broddi fylkingar með völvuna sína sem varð fræg fyrir að hafa spáð gosinu í Heimaey árið 1973. Síðan þá hefur blaðið skartað völuspá um hver áramót, og um leið hefur líka verið farið yfir véfrétt síð- asta árs og talið upp allt sem völvan blessaða hefur réttilega séð fyrir. Aðrir tjölmiðlar fjalla líka yfirleitt um það ef einhver reynist sannspár; en ekki þykir eins fréttnæmt ef fólki bregst bogalistin. Vikan sleppir því venjulega að minnast á þá spádóma sem ekki koma fram, og er hún ekki ein um það. Spákonan Jeane Dixon varð fræg fyrir að hafa spáð morð- inu á John F. Kennedy, en fæni muna eftir því að hún sagði líka að risastór hala- stjama myndi tortíma jörðinni í kringum árið 1985. Enda sýndu tjölmiðlar þessari glámskyggni hennar lítinn áhuga og hefur það viljað brenna við í svipuðum tilfell- um. Flestir sem faiið hafa til spákonu þekkja svona hlutdrægni. Maður man spádómana sem koma fram en gleymir oftar þeim sem ekki rætast. Því ætti eftir- talin upptalning að vera holl þeim sem trúa spádómum í blindni. Þar em nefni- lega riíjaðir upp nokkrir frægir heims- endaspádómar sem ekki rættust. Á dögum postulanna Samkvæmt Nýja Testamentinu hefði heimsendir átt að verða áður en síðasti postulinn lést. Eða eins og þar stendur skrifað: „Sannlega segi ég yður, að nokkrir af þeim, er hér standa, munu alls eigi smakka dauðann, fyrr en þeir sjá manns-soninn koma í ríki sínu.“(Matt. 16:28). Þessi spádómur rætist varla úr þessu, nema þá ef einhver postulanna sé enn á lífi eftir öll þessi ár... 31. desember 999 Ef taka á mark á hinum svonefndu Apókrýfubókum - sem em 14 biblíurit varðveitt í hinni grísku þýðingu Gamla Testamentisins, og em viðurkennd af rómverskum kaþólikkum, en ekki af Gyð- ingum né mótmælendum - átti hinn efsti dagur að verða eitt þúsund ámm eftir Krists burð. Sumir segja að margir hafi trúað þessu, og því hafi mikil skelfing gripið um sig þegar meintur dómsdagur rann upp, hinn 31. desember 999. En er hann var að kvöldi kontinn og ekkert hafði borið til tíðinda báðust fræðimenn afsökunar og sögðu að hér væri greinilega einhver misskilningur á ferðinni. Auðvit- að yrði heimsendir árið 1033 en ekki árið 999; það hefði nefnilega átt að bæta þús- und árum við DAUÐA Krists en ekki fæðingardag hans. 1. febrúar 1524 Breskir stjömuspekingar spáðu því í júní árið 1523 að heimsendir myndi hefjast í London með miklum flóðum þann 1. febrúar árið 1524. Skömmu fyrir endalok alls flýðu um tuttugu þúsund manns heimili sín - og príorinn af St. Barthol- omew lét reisa virki og fylla það af mat. Þegar svo dagurinn langþráði rann upp og það rigndi ekki einu sinni, fóm stjömu- spekingamir aftur yfir útreikningana og komust að því að þeim hafði óvart skeik- að um hundrað ár. Heimsendir hefði átt að verða 1624 en ekki 1524, svo nú var spádómnum breytt í 1. febrúar 1624. En þann dag kom ekki heldur deigur dropi úr lofti. 1874 Söfnuðurinn Vottar Jehóva var stofnaður árið 1872. Upphafsmaður hans hét Charles Taze Russell (1852-1916) og spáði heimsendi tveimur ámm síðar, eða árið 1874. Til gamans má geta þess að fyrir utan það að lesa Biblíuna dag og nótt var þessi forfaðir Vott- anna líka á kafi í pýramídafræð- um. Pýramídalfæðm ganga út á það að rannsaka hlutföll innan Pýramídans mikla í Giza í Eg- yptalandi, því þau séu táknmál sem segi sögu mannkynsins frá upphafi vega til endaloka alls. Þannig sé hægt að segja til um framtíðina og sjá hvað muni gerast, og hvenær. Þessu trúði Russell, og finnst Vott- unum það hálfvandræðalegt í dag, enda pýramídafræðin hin argasta heiðni. Þeim er illa við að þetta sé riíjað upp, og má stríða þeim á þessu og hafa gaman af. 1914 Þegar heimurinn var enn á sín- um stað í ársbyrjun 1875 gaf Charles Taze Russell mannkyn- inu frest og breytti spádómi sín- um í árið 1914. Reyndar skall fyrri heimsstyrjöldin á það ár, en hún varð þó ekki heiminum að aldurtila. Og það varð til þess að margir gengu úr söfnuðinum full ir vonbrigða. 1936 Pýramídasérfræðingar spáðu því að allt færi á annan endann árið 1936. Þetta byggðu þeir á hámákvæmum, vís- indalegum útreikning- um. Allt kom þó fyrir ekki, og var spádómnum þábreyttí 1953. 1947 Maður að nafni Jolin Ballou Newbrough var á síðari hluta níljándu aldar talinn af mörgurn einn mesti spámaður Bandaríkj- anna. Sagt var að oft hefði hann reynst sannspár, og vakti það því töluverða at- hygli er hann tilkynnti árið 1889 að hann sæi fyrir fall allra ríkisstjóma og trúar- bragða. Þetla ætti að gerast árið 1947; milljónir manna myndu þá farast, lönd eyðast og ástand allt verða hið skelfileg- asta. 1975 Þegar Vottar Je- hóva rönkuðu við sér eftir meintan heims- endi ár- ið 1914 og vom enn með lífsmarki breyttu þeirspá- dómnum eina ferð- ina enn, og nú í árið 1975. Samt gerðist ekkert það árið, en Vottam- ir vom þó ekki af baki dottnir. Enn halda þeir áfram að spá heimsendi og ganga í hús eftir hús í von um að sem flestir gjöri iðmn og verði hólpn- ir í eilífðarríkinu eftir að öll ósköpin ganga yfir. Þeir hafa þó lært af reynsl- unni og em hættir að nefna ákveðin ár- töl í þessu sambandi. En skiljanlega hafa margir þeirra áttað sig á því að það hlýtur að vera eitlhvað bogið við söfnuð sem alltaf er að spá ein- hverri vitleysu. Svo margir hafa sagt skilið við Vottana, og hefur verið stofnaður sérstakur stuðn- ingshópur fyrir fyrrverandi safh- aðarmeðlimi. Nefnist hann „Vottar Jesúm“ og hefur meðal annars aðsetur sitt á fntemetinu (sjá http://www.icl- net.org/pub/reso- urces/text/apl/jw/1jw-home. h tml). 10. ágúst 1982 Einhverntímann á áttunda ára- tugnum birtist lítil klausa í Vísi úm bandarískan spámann sem þótti merkilegur fyrir þær sakir að hafa séð fyrir morðið á Kennedy, rétt eins og Jeane Dixon sem minnst var á í inngangi þessar grein- ar. Hann sagði að kjamorkustyrjöld myndi skella á þann 10 ágúst 1982 og útrýma öllu lífi á jörðinni á hálftíma eða svo. Eg, höfundur þessarar greinar, man sérstaklega vel eftir þessum spádómi, því þegar hann birtist var ég aðeins lítið og saklaust bam. Er ég las greinina var mér öllum lokið, því ég trúði þessu eins og öðm sem fullorðið fólk sagði. Ég lifði í ógn og skelfingu í mörg ár á eftir, og jafnaði mig eiginlega ekki fyrr en morguninn eftir meintan heims- endi. 1980-1989 Áhangendur breska galdrameistarans Al- eister Crowley (1875-1947) hafa einnig spáð heimsendi. Rétt eins og Vottar Je- hóva byggja alla sína útreikninga á Biblí- unni (og á Pýramídanum mikla) eiga Crowley-áhangendur líka sitt trúarrit. Þetta er Lögmálsbókin svonefnda sem á að vera innblásin af æðri máttarvöldum. Crowley sagðist hafa skrifaði hana niður eftir einhverjum engli árið 1904, og er þar að fínna vers sem sumir telja að sé spá- dómur um heimsstyrjöldina síðari (Baok ofthe Law, 111:46). I sama versi er einnig spáð miklu meiri hörmungum - jafnvel heimsendi - á níunda áratugnum. Galdra- menn víða um heim höfðu af þessu mikl- ar áhyggjur og töldu að eina leiðin til að komast lífs af væri að opna dyr inn í aðra vídd og láta sig hverfa. En þegar áratug- urinn var liðinn og ekkert sérstakt hafði komið upp á viðurkenndu kuklaramir að þeim hafði skjátlast; versið umrædda í Lögmálsbókinni fjallaði greinilega um eitthvað allt annað og miklu háspeki- legra... 1985 - eða þar um bil Eins og sagt var frá hér fyrir ofan, spáði Jeane Dixon því að halastjama myndi leggja allt í rúst í kiingum árið 1985. Þetta var árið 1970, og sagði Dixon að hún vissi nákvæmlega hvar halastjaman myndi rekast á jörðina. Hún gaf það þó ekki upp og sagðist ætla að halda því leyndu „íyrst um sinn“. Menn em nú orðnir nokkuð óþolinmóðir, enda hefur hún aldrei leyst frá skjóðunni. Annars hafa fleiri spádómar hennar heldur ekki ræst - hún spáði því líka að Ameríkanar myndu eignast sinn fyrsta kvenkynsfor- seta á níunda áratugnum. Og jafnvel dauði Kennedy þykir ekki merkilegur spádómur, því hann var bara gömul lumma. Er Kennedy var uppi höfðu nefni- lega allir forsetar sem voiu kosnir eða endurkjömir með tuttugu ára millibili síð- an árið 1840 látist í valdatíð sinni. Þetta var kallað forsetabölvunin eða forseta- álögin og byrjaði með William Henry Harrison. Kennedy var kjörinn til emb- ættis árið 1960, og vom því margir búnir að spá honum voveiflegum örlögum. Var það loks Ronald gamli Reagan sem leyst málið, en hann var kosinn til forseta árið 1980. Má þá segja að álögunum hafi linnt; honum var að vísu sýnt tilræði, en hann lifði það af. Og framtíðin? Fyrir þá sem lifa í voninni eru hér þrír spádómar sem enn gætu ræst. Sá fyrsti kemur frá hinum fræga Nostradamusi, sem sagði að heimsendir yrði í júh' árið 1999. Stjömuspekingar vilja heldur að öllu ljúki þann 5. maí árið 2000, því þá verða fimm plánetur í samstöðu - eins og það hafi einhver áhrif. En ævafom Maya spádómur gefur okkur frest fram á Þor- láksmessu árið 2012. Og eftir það... hver veit? ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.