Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 10
10 ALÞYÐUBLAÐIÐ HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Hallgerður langbrók er ein þekktasta kvenpersóna íslendingasagna - og einnig ein sú umdeildasta. Kolbrún Bergþórsdóttir hefur um árabil haft ákveðna skoðun á þessari kynsystur sinni og kom þeim sjónarmiðum sínum á prent Til langs tíma hefur Hallgerð- ur langbrók verið alræmd- asta kvenpersóna íslendinga- sagna. Vitur Njáluhöfundur hef- ur skömm á henni og fjölmargir unnendur sögunnar eru á sama máli. Hallgerður, sem á síðum Njálu unir sér best í félagsskap þjófa og morðingja, er þó ekki með öllu umkomulaus því hún kúrir nú í verndarfaðmi nútíma femínista, sem segja hana fyrsta íslenska femínistann. Ekki er með öllu óskiljanlegt að femín- istar telji Hallgerði vaskan liðs- mann, því fáar konur hafa sinnt aðskilnaðarstefnu kynjanna af slíkum dug og Hallgerður, en eins og kunnugt er komst enginn karlmaður lifandi frá því að brölta á kviði hennar. Reyndur veður konan áfram í fullkomnu skeytingarleysi um nokkuð ann- að en eigin hag og eyðir öllu sem fyrir henni verður, samkvæmt hinu gamalkunna, en vafasama lögmáli að tilgangurinn helgi meðalið. Snemma beygist krókurinn Lesandi Njálu kynnist Hallgerði fyrst þegar hún, bam að aldri, er kölluð upp á pall, því faðir hennar vill sýna hana Hrúti frænda. Eftir koss frá föður sínum gengur hún burt og Hrútur segir: ,Ærið fögur er mær sú, og munu margir þess gjalda. En hitt veit ég eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin ættir vorar.“ Orðin þjóna vitaskuld forspár- hlutverki. En hvemig var augna- ráð Hallgerðar þessa stund? Lík- legt er að hún hafi ekki horft í augu Hrúts heldur hafi augnaráðið stöðugt hvarflað í aðrar áttir. Enn er það svo að flöktandi augnaráð er talið bera vott um óstaðfestu í persónugerð, jafnvel óheiðarleika. Hinn glöggi Hrútur hefur flokkað það á þann veg, og ekki að ósekju því Hallgerður verður bæði þjófur og margfaldur morðingi. Það er ekki hið foma karlasamfélag sem þröngvaði henni í það hlutverk, hún potaði sér þangað sjálf. Bófaflokkur Hallgerðar Eitt verður að vera ljóst nú í upphafi. Jafnvel mestu ólíkindatól eru hin blíðustu meðan látið er að vilja þeirra. Því hefur enga þýð- ingu að benda á einstaka kafla Njálu og segja sigri hrósandi: Þama er Hallgerður stillt". Meðan umhverfið aðlagar sig að hags- munum Hallgerðar þá er hún ánægð. Ef hlutimir em ekki eftir hennar höfði þá fær hún hamslaus bræðiköst. í Njálu er skaplyndis Hallgerðar margoft getið, en hún er sögð ör- lynd og skaphörð. Reyndar kveð- ur svo rammt að kvörtunum um skaplyndi hennar að ekki telst ein- leikið. Ekki verður annað séð en skapbrestir hennar séu meðfæddir. Þeir birtast í frekjuköstum sem jaðra við móðursýki, dyntum, skætingslegum og ljótum orða- forða og stórfelldri andfélagslegri hegðun. Hallgerður lítur á sig sem písl- arvott og flnnst hún vera mis- skilin. Henni finnst að sinn tími eigi að koma, og reynir að flýta fyrir að svo verði. Reyndar má segja að hún kljúft sig úr samfélagi sið- aðra manna og stofni bófa- ílokk. Þar fá inngöngu helstu úrhrök samfélagsins og þar opinberast margt skítlegt eðlið. Hallgerði er ung sett í hendur sérkennara, Þjó- stólfi, sem stendur sig vægast sagt illa í hlut verki uppalanda. A einum stað segir hann við Hallgerði að allt skuli hann gera að hennar skapi. Síst þarf Hallgerður á því að halda að tekið sé undir dynti hennar. En Þjóstólfur gerir það óspart og síðar á ævinni sankar Hall- gerður að sér skó- sveinum sem hún læt- ur vinna fyrir sig skít- verkin. Þjóstólfur drepur fyrsta eiginmann Hallgerðar, en þeim var hún gefin gegn vilja sínum. Honum hafði orðið á að slá hana. Það sama hendir einnig annan eiginmann Hallgerðar. Sá verður einnig að deyja. Slíkur var reyndar ekki vilji eiginkonunnar, en Þjóstólfur, sem líkt og Hallgerður er vel undir meðalgreind, mat stöðu mála ekki rétt og vann vígið. Það varð til þess að Hallgerður sendi þennan einkavin sinn í opinn dauðann. Reyndar harmar hún síðar í sög- unni að hann skuli ekki vera á lífi til að sinna þeim illu verkum sem hún telur þörf á að vinna. Það verður þó aldrei skortur á illmenn- um í kringum Hallgerði. Frenjan verður ástfangin Feimni háir ekki Hallgerði langbrók. Hún er alla jafna málug. Glaðbeitt þegar vel liggur á henni en mislíki henni vellur upp úr henni skætingur. Ekki er ólíklegt að hún hafi tamið sér þann orða- forða snemma á ævinni, og líkast til lært hann af helsta uppalanda sínum Þjóstólfi og frændum sín- um í móðurætt, en í þeim garði er nokkuð um fúla lauka. Það liggur vel á Hallgerði þegar hún hittir Gunnar á Hlíðarenda. Hún er skrautbúin, falleg og glæsileg, enda er útlitið kannski það eina sem Hallgerður hefur með sér. Sjálf leggur hún alla áherslu á ytri búnað, er ekki ein- ungis gefin fyrir svínarí heldur einnig sukk. Hún gerir þá kröfu að umhverfið þjóni sér og myndi um- gjörð um ytri glæsileik sinn. Hallgerður gengur beint til verks þegar hún hittir hetju. Með- an við hæglátu stúlkumar leyfum okkur að skotra augunum feimnn- islega í átt að þeim mönnum sem vekja forvitni okkar og reynum að gæta þess að glápa ekki of lengi, þá lætur Hallgerður vita af því að hún sé til í tuskið. Má svosem segja að frumkvæði eins og henn- ar beri vott um ákveðinn heiðar- leika í samskiptum kynjanna. Þar er allavega ekki verið að slóra. Nú eru frenjur ekkert yfir það hafnar að verða ástfangnar og reyndar mesta furða hvað þær ganga ört út. Þetta á einnig við um Hallgerði. Hún á tvö hjónabönd að baki þegar hún kynnist Gunn- ari Hámundasyni. Þar verður ást við fyrstu sýn og þau ganga í hjónaband, þrátt fyrir að Gunnar sé ákaft varaður við af- leiðingum þess að giftast konu sem alræmd er um sveitir fyrir skapofsa sinn. Hallgerður mætir Bergþóru Þeir sem vilja taka upp hansk- ann fyrir Hallgerði í samskiptum hennar við Bergþóru Skarphéðins- dóttur benda á að Bergþóra hafi í boði að Bergþórshvoli sýnt Hall- gerði ógestrisni og því átt upphaf af deilum þeirra. Einhveijir hafa getið sér þess til að Bergþóra hafi ætlað einni dætra sinna að giftast Gunnari og hafi því stórlega mis- líkað hjúskapur hans. Þetta er langsótt kenning. Menn gleyma þá að í hlut á kona sem samfélagið telur ábyrga fyrir dauða tveggja eiginmanna sinna. Skapgerð henn- ar er á þann veg að jafnvel nán- ustu ættingjar hennar telja rétt að vara við henni. Bergþóra hefur litla ástæðu til að fagna því að heimilisvinur þeirra hjóna hafi gifst slíkri ofstopamanneskju. Hún fær ekki leynt andúð sinni á Hall- gerði og sú síðamefnda svarar fullum hálsi og segist ekki vilja vera homkerling. Hún segir reyndar sitthvað fleira. Það hefur aldrei þótt bera vott um sterka siðferðiskennd að hæð- ast að útliti manna. Til þess ómerkilega bragðs grípur Hall- gerður, enda ekki vönd að meðul- um. Kartnögl og skeggleysi segir hún hrjá þau hjón. Hún leyfir sér fleira gaspur í framhaldi sögunnar, sem beinist að því að hæða útlit fólks. Og af því að enginn má eiga neitt inni hjá henni kemur hún af stað vígaferlum sem friðsamir eig- inmenn eiga í mesta basli við að stöðva. Nú má vel halda því fram að Bergþóra hefði mátt haga orðum sínum á annan veg, en það réttlæt- ir á engan hátt ofsafengin við- brögð Hallgerðar. Sömuleiðis er ósköp vesældarleg sú réttlæting sem stundum er reynt að finna á þjófnaði hennar síðar í sög- unni. Þá er sagt að blessuð frú- in hafi einungis viljað gera vel við gesti sína. Það viljum við reyndar flest, en fæstir telja þó við hæfi að stela veitingunum. En þeir sem telja að tilgangur- inn helgi meðalið bregðast náttúrlega við samkvæmt því. Sukk og óregla Hallgerður vill hafa allt til alls. Hún er því kölluð fengsöm hús- freyja, en einnig kemur fram í sögunni að hún er gefin fyrir eyðslusemi og óreglu. Hún þarf að eyða jafnharðan og hún fær. Þetta er sérstaklega áber- andi í fyrri hjónaböndum hennar tveimur og dauði fyrsta eiginmanns hennar kom í kjölfar rifrildis þeirra hjóna um eyðslusemi hennar. Meðan Hallgerður er gift Gunnari gengur hallæri mikið yfir landið og skortir bæði hey og mat. Öðlingurinn Gunnar á nóg til og gefur þeim sem þarfn- ast. Loks kemur að því að einnig hans heimili þarf að líða skort. Þá koma hjónin á Bergþórshvoli til bjargar. En það nægir ekki Hallgerði að fá hversdagsmat. Hún vill munaðarvöru og sendir skósvein sinn til að stela smjöri og osti. Hann á einhveija ærlega taug í vondum líkama, biðst undan og fær yfir sig skæting og hótanir á þessa leið: „... þú hefur verið bæði þjófur og morðingi, og skalt þú eigi þora annað en fara, ella skal ég láta drepa þig.“ Hallgerður opinberar enn eina ferðina illt eðli sitt, hótar þræl sínum lífláti og ve- sæll maðurinn verður að sætta sig við að verða enn verri en hann er og stelur af ótta við refsingu hús- móður sinnar. Hvaða sómakær eiginmaður sem er tæki þjófnaði konu sinnar þunglega. Ymislegt gera menn í hita leiksins og einhvem veginn er það þannig að mestu rósemis- mönnum verður laus höndin í við- skiptum við Hallgerði. Gunnar á Hlíðarenda hefur sýnt ómælda þolinmæði í samskiptum við frenjuna, eiginkonu sína, en niður- bæld gremja hefur safnast upp og nú missir hann stjóm á skapi sínu, reiðist konu sinni illa og slær hana. Það reynist honum dýrkeypt - en ekki strax. Hjónabandið sem gat ekki blessast Tildragelsi Hallgerðar og Gunn- ars varð vegna ástar við fyrstu sýn. En hjónaband þeirra er sam- band tveggja einstaklinga sem eiga ekkert sameiginlegt nema fagurt útlit. Hann er sómakær maður sem vill fá að vera í friði. Hún er athyglisjúk óhemja sem krefst þess að umhverfið lúti vilja sínum í einu og öllu. Eitthvað eimir þó eftir af ástinni - eða er það einungis gimd? Eftir að Gunnar ákveður að halda ekki ut- an heldur snýr heim til Hlíðar- enda, eftir að hafa séð hlíðina fögm, þá verður Hallgerður hon- um fegin. Það kann að vera að hún hafi orðið fegin vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að hann var feigur. Eg gæli þó við þá skýringu að þrátt fyrir allt hafi henni ekki staðið á sama um hann. En af því hún tortímir öllu sem hún kemur nærri þá hlýtur hún að svíkja hann. „Hann tók vinina fram yfir hana og hún átti óþolandi tengdamóð- ur“, segja þeir sem enn vilja draga taum Hallgerðar. Vart er hægt að ætlast til þess að menn slíti margra ára traustri vináttu vegna dynta geðvondrar eiginkonu. Ef svo á að vera þá er um leið ansi þrengt að athafnafrelsi manna. Fundir Gunnars og Njáls virðast reyndar hafa verið fremur stopulir eftir að eiginkonum þeirra lenti saman, en aldrei glötuðu þeirri gagnkvæmri virðingu sinni og trausti. Um hlut tengdamóðurinnar er þetta að segja: Rannveig, móðir Gunnars, er ólíkt Hallgerði, yfir- veguð rólyndismanneskja sem mælir ætíð af viti. Það stafa engin vandræði af dvöl hennar í Njálu. Hún skilur ekki eftir sig líkin. Þetta er góð og heiðvirð kona og á rétt á samúð fyrir að hafa setið uppi með tengdadóttur sem varð bæði þjófur og morðingi. Eiginkonan sem brást ætíð Þá komum við að hárlokknum fræga. Það þykir kannski bera vott um sjálfstæði á einhverjum bæjum að bregðast vænum eiginmanni sínum þegar þörfin er mest. Vel má vera að það nægi til að tryggja konu kvenskörungstitil, en ekki fylgir þá sterkt siðferðilegt vægi þeim titli. Illt innræti Hallgerðar hefur löngum berað sig á síðum Njálu og fullkomnast þegar hún neitar manni sínum um hárlokk. Hún tekur enga yfirvegaða ákvörðun í málinu, heldur bregst við af ofsa- fengnu tilfinningaríki, eins og hennar er vandi. Hennar tími er loksins kominn. Hún þurfti að sættast á víg sem hún hafði sjálf átt frumkvæði að. Hún þurfti sjá að bak ostinum sem hún stal. Nú velur hún sér tímann til að fara í fýlu. Það er engan veginn víst að hún ætli manni sínum að deyja. En hún er ofsareið, enda hefni- gjöm að eðlisfari, og segir þvert nei. Og hetjan fellur. Hallgerður er enn eina ferðina orðin ekkja. Hún er þó ekki karlmannslaus - það væri henni ólíkt. Hún finnur sér félagsskap við hæfi í Hrappi Örgumleiðasyni, en líkt og Hall- gerður spillir hann öllu sem hann kemur nærri. Hallgerður er á tali við Hrapp þegar hinn orðhvassi Skarphéðinn kemur að og segir hana vera ann- að hvort homkerlingu eða pútu. „Goldin skulu þér verða þessi orð, áður en þú ferð heim,“ segir Hall- gerður. En hún hefur engan mátt til að efna þessa hótun. Höfundur Njálu skilur við Hallgerði þegar hún er orðin það sem hún ætlaði sér aldrei að verða, en gat aldrei annað en orðið: Homkerling. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.