Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐH) 11 Erindi Páls Skúlasonar Næsta mánudagskvöld flytur Páll Skúlason heimspekingur fyrirlest- ur á vegum Siðfræði- stofnunar. Þessi fyrir- lestur er sá fyrsti í röð fyrirlestra sem Páll mun flytja á næstunni um umhverfis- og náltúru- vernd. Þar mun Páll fjalla um og skýra ýmsar hugmyndir og viðhorf sem lögð eru til grund- vallar í rökræðum um umhverfismál. Hann mun meðal annars ræða nauðsyn þess að gera skýran greinarmun á umhverflsverndarhyggju og náttúruverndar- hyggju. Fyrirlesturinn hel'st klukkan 20.00 og verður í stofu 101 í Odda. Fieiri fréttir berast af störfum Páls Skúlasonar en Háskólaútgáfan hefur nýlega sent frá sér greinasafn hans 1 skjóli heimspekinnar. i bók- inni er að finna fimmtán erindi og greinar sem Páll hefur samið á allra síðustu árum. i bókinni tekst Páll einkum á við þrjú nregin viðfangsefni: náttúru, menningu og mannleg samskipti. I formála verksins segir Páll meðal annars: „I þessum heimi er hvergi að finna fullkomið skjól fyrir öflum eyðingar og lortímingar. Skjól heini- spekinnar er hér engin undantekning. Þangað kann samt að vera gott að leita stund og stund til að fá ráðrúm til að velta vöngum yfir eigin hugsunum og annarra, hugleiða tilgang og merkingu hluta og hug- mynda og leita leiða tii að lifa betur sem hugs- andi vera. Heimspeki er glíma fræðilegrar hugs- unar við gátur veruleik- ans.“ Umsagnir Sæmundar Guðvinssonar um bækur Sigurður A. Magnússon: írlandsdagar Fjölvi 1995 Frásögn Sigurðar er lif- andi og ve! skrifuð eins og hans er von og vísa. Sagan drýpur af hverju þorpi og frásagnir af löngu liðnum átökum og atburðum ásamt lýsing- um á sögulegum minjum eru fyrirferðarmiklar. Ir- landsdagar er afar fróð- leg og á köflum skemmti- leg lesning. Sigurður A. Magnússon hefur gott auga fyrir umhverfinu og lýsingar hans á landi og þjóð bera vott um ein- lægan áhuga hans fyrir viðfangsefninu. Það hef- ur ekki í annan tíma verið gefin út á íslensku jafn ít- arleg og vönduð bók um írland. Bókin er kærkom- in öllum þeim sem vilja kynna sér Eyjuna grænu og gagnast vel þeim er hyggja á írlandsferð. Sæmundur Guðvinsson. .icxj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.