Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 9
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Saga úr leikhúsheiminum við Tjörnina Maður vei maður t aldrei hvenær er barnaður - segir Gunnar Gunnarsson höfundur skáldsögunnar Undirfjalaketti. Gunnar: Saga um hlutskipti manns. A-mynd: E. Öl. Gerist sagan á ákveðnum tíma? Nei, það er ekki talað þar um dagatal né klukku. En ég held að lesendur skilji í'ljótlega á hvaða tímabili sagan gerist. Þetta er nú- tíminn fyrir nokkrum árum. Einu sinni átti ég bil'reið af gerðinni Skoda Oktavia Touring Sport og sá bíll er mikið á ferðinni í sög- unni.“ Má búast við að lesendur þekki einhverjar jyrirmyndir? „Það er aldrei að vita en ég hef ekki heyrt neinar útlistanir á því hveijireru þekkjanlegir. Ætli það sé ekki bara ég sem sést þarna eða einhver sem gæti verið ég eða kannski þú sjálfur.“ Erþetta örlagasaga? „Þetta er saga um hlutskipti manns og um tilveruvanda. Hún er eiginlega skrifuð út l'rá því sem við getum kallað tilfinningalíf. Það er margt sent fólk upplifir sem stórkostlegar stundir í hinu smáa hvern dag ársins og einnig verður fólk fyrir vonbrigðum og dapurri lífsreynslu. En ég vona að það sé líka húntor í sögunni. Ann- ars væri lítið gagn af þessu.“ Varstu lengi með bókina í smíð- um? „Nei, ekki mjög. Svona eitt og hálft ár en það má vel vera að meðgöngutíminn hafi verið lengri. Maður veit aldrei hvenær maður er barnaður og er eins og lauslæt- isdrós að því leyti. Það er svolítið langt síðan ég hef sent frá mér bók og því hef ég gefið mér góðan tíma til að hugsa. Nú kcm ég með ný tök, nýja afstöðu og nýjan stfl, finnst mér.“ En þú hefur verið með fleiri jám íeldinum? „Já, það skerpti mig mikið á lokasprettinum að á sama tíma vorum við Hildur Finnsdóttir kona mín að þýða skáldsögu sem heitir Stúlkan með Botticelli and- litið eftir Vestur- Islendinginn William D. Valgardsson. Þetta er feikilega öguð, nákvænt og fyndin bók. Ég hélt að þetta myndi ef til vill dreifa athyglinni frá eigin sögu en þvert á móti varð þýðing- in til þess að ég tvíefldist við skrif- in,“ sagði Gunnar Gunnarsson. „Ég er svona eins og fiskifræðingur sem fær sér sardínudós og skoðar hvað er í henni í stað þess að rannsaka öll ntiðin. I stað- inn fyrir að skrila um al- heiminn færi ég þetta í litla niðursuðudós sem er leik- hús við Tjörnina í Reykja- vík og í staðinn fyrir að segja alltaf maður þá segi ég leikari," sagði Gunnar Gunnarsson rithöfundur í spjalli við Alþýðublaðið Gunnar hefur sent ffá sér skáldsöguna Undir fjala- ketti og er þetta níunda bók Gunnars. A sínum tíma starfaði Gunnar sem dramt- urg hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hér sé um.heimildarskáld- sögu að ræða. „í bókinni er talað um Leikfélagið með stómm staf en það má ekki skilja það svo að ég sé sérstak- lega að fjalla um Leikfélag Reykjavíkur. Það er íjallað um það leikfélag sem er í þessu húsi sem heitir Iðnó og ég hef sjálfur smíðað inn í það hús. Sagan snýst um það sem drífur á daga aðallega eins leikara eða tveggja og leik- hússtjóra. Viðfangsefnið er kannski fyrst og fremst þessi venjulegi meðalmaður sem hnýtur ekki stöðugt um aðalhlutverkin og verður hvað eftir annað að lúta í grasið. Það er kannski vegna þess að ég starfaði í Iðnó að ég vel þennan vettvang fyrir söguna. En þetta er samt ekkerl uppgjör mitt við leikltúsið heldur gerist sagan bara þarna sem og á götum Reykjavíkur og bersl raunar út um land líka.“ Þriðja ástin, ný skáldsaga Nínu Bjarkar Arnadóttur Dramatísk ástarsaga Þriðja ástin er nafn á nýrri skáld- sögu Nínu Bjarkar Árnadóttur. Al- þýðublaðið forvitnaðist um skáld- söguna hjá höfundinum og spurði fyrst hver væri þriðja ástin. „Það má ég ekki gefa upp því vegna þessarar þriðju ástar er aðal- persónan myrt. Það kemur reyndar lljótlega í ljós hver hefur drepið hana og morðinginn segir sögu sína í Helgaiblaðið. Þetta er þó ekki sakamálasaga," sagði Nína Björk. Er þelta þá dramatísk ástar- saga? „Já, ég myndi skilgreina hana þannig. Hún skiptist í þrjár víddir. Það er saga konunnar sem er myrt. Það er saga morðingjans. Svo er saga, elsku kallanna minna, Siddó og Valda sem llnna lík konunnar og búa sér til heim um hana, því þessi kona verður heilög fyrir þeim. Þeir kallar eru mikil krútt, það er ég viss um að þér á eftir að finnast líka.“ Og svo er það ástin. „Já, ástin, hún er svo margt. Hún er yndisleg og hræðileg og allt þar á milli. Ástin gelur leitt til ótal dramatískra viðburða. Þá skiptir ekki máli hvort fólk er lífsreynt, gamalt eða ungt. Þarna leiðir ástin til þess að ógæfumaður drepur konu sem hann elskar.“ Nú er bókin komin út, skipta við- tökur þig miklu máli? „Já, þær skipta mig rnáli. Það er kannski barnalegt að þær skuli gera það en þá er ég bara svona bamaleg. Mig langar til að þessari bók verði vel tekið. Suntir rithöf- undar segja, dálítið vemmilega, að bækumar þeirra séu börnin þeirra, en maður hefur þó skapað verkið, finnst að það eigi að koma á prent og vill að aðrir njóti þess.“ Þarna leiðir ástin til þess að ógæfumaður drepur konu sem hann elskar, segir Nína Björk um efni nýrrar skáldsögu sinnar. Kristján Þórður Hrafnsson Október í gluggunum slökkt. Allt sofandi. Regninu hefur slotað - pollamir hverfa af gangstéttinni. Og turnklukkan hátt yfir húsinu þar sem þú sefur er, hæggeng en markviss, að ræna burt æsku þinni. Haustnótt. Lögreglan hirðir í miðbænum róna og héma er dauðaþögn. Kalt te í bollanum mínum. Ég man peysuna síðu, sokkabuxurnar, skóna slitnandi í dag, eins og gengur, á likama þínum. Við BSÍ-lúguna einhverjir pylsur eta í einstaka húsi er vídeómynd að ljúka. Fölnaðra blóma er auðvitað óþarft að geta, til einskis að minnast á haustlaufið rauða og sjúka. Októbernótt og allt bara hverfur og deyr, nema ást mín til þín... nei, hún særir stöðugt meir. Desember Það snjóar en inni í eldhúsi er tevatn að hitna og Anna les ritdóm í blaði með snjóvott hárið. Hún skrapp niðrí bæ þar sem búðir um tilstand vitna. Brátt koma jólin, það styttist í nýja árið. í miðri viku er mannmargt á barnum á kvöldin, mennta- og háskólanemendur, prófum er lokið. Og mæðgurnar kaupa inn fyrir hátíðahöldin og hraða sér upp eftir strætinu gegnum rokið. Snjómokstursvélar í hríðinni á Hringbrautinni, höfundar mæta í árvissa bókmenntaþáttinn. Og Anna er falleg í svörtu kápunni sinni að síðasta bjórnum tæmdum, á leið heim í háttinn. Frá náttkyiri götu má heyra skóhljóð og hósta og hlýtt er í návist augna og stinnra brjósta. Ljósahátíð í Neskirkju Eins og venjan hefur verið síð- astliðin ár er niikið um að vcra í Neskirkju á fyrsta sunnudegi í að- ventu sem nú ber upp á 3. desern- ber. Bamasamkoma verður klukk- an 11:00 árdegis í safnaðarheimil- inu. Kirkjubfllinn ekur um hverfið og sækir börnin eins og vant er. Á sama tíma klukkan 11:00 verður ljósahátíð í kirkjunni sem væntanleg fermingarböm annast að mestu leyti með ritningalestri, hljóðfæraleik og söng við kerta- ljós. Þá flytur eitt þeina ávarp og önnur fara með bænir á milli þess sem sungin verða lög sem allir kunna við undirleik organistans Reynis Jónassonar og ætlast er til að allir kirkjugestir taki undir. Klukkan 14:00 hefst svo að- ventustundin. Séra Halldór Reyn- isson aðstoðarprestur flytur ávaip. Böm úr tónskóla DO:RE:MI: leika á hljóðfæri. Kór Melaskóla syngur undir stjóm Helgu Gunnarsdótt- ur, Bergþór Pálsson syngur ein- söng. Guðrún Agnarsdóttir læknir og l'yrrverandi alþingis- rnaður flytur hugvekju. Sóknar- presturinn séra Frank M. Hall- dórsson flytur lokaorð. Klukkan 17:00 verða tónleikar Kirkjukórs Neskirkju og „Litla kórsins“ undir stjóm Rcynis Jón- assonar og Ingu Backman söng- konu. Þá mun Edda Heiðrún Backman leikkona lesa kvæði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.