Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 14
14 ALÞYÐUBLAÐIÐ HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Umsagnir Sæmundar Guðvinssonar og Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Taslima Nasrin: Skömmin Mál og menning 1995 Éa gæti dijnHgð yjfl bað hér að tína til eitt og annað sem betur hefði mátt fara í stíl og framsetningu höfundar. Textinn erfjálglegur, eins og baráttuboðskapur reyn- ist oft, kannski liggur það einfaldlega í eðli hans. Bók- in nær aldrei listrænu flugi þótt pólitíska erindið sé beitt. Nasrin ætlaði sér að snerta samvisku heimsins og stugga við hinu illa. Vopn hennar voru ástríðan og réttlætiskenndin, og er það ekki ónýtt fylgdarlið. Ég hefði kosið að listræn ná- kvæmni og ögun hefðu slegist í hópinn. En þrátt fyrir skort á þeirri liðveislu hefur Nasrin tekist að skrifa verk sem er nauðsynleg samviskulesning og kjark- mikið innlegg í baráttu gegn öfgaöflum heimsins. Kolbrun Bergþórsdóttir. Cees Nooteboom: Sagan sem hér fer á eftir Vaka-Helgafell 1995 Gagnrýnandi The Daily Telegraph sagði þessa bók vera meistaraverk og síst ætla ég að eyða rými í til- raun til að eyða þeirri skoð- un, enda talaði ég þá þvert um hug minn. Það er ein- faldlega þannig að ég á erf- itt með að gera mér í hug- arlund þann listunnanda sem ekki heillast af þessu hugvitsamlega, stílfagra verki... Þetta er verk án formgalla, skrifað af öryggi og vitsmunum, án nokkurr- artilgerðar. Þetta er falleg saga, stundum tregafull, stundum kímin, afar heim- spekileg, ætíð áhugaverð. Þetta er saga sem er lista- verk. Kolbrún Bergþórsdóttir. Gyrðir Elfasson: Kvöldið í Ijósturninum Mál og menning 1995 Smásagnasafn Gyrðis kem- ur ekki á óvart, en það er bókmenntalegur yndisauki. Það er líklega ekki besta verk hans, en örugglega í hópi þeirra bestu. Það stað- festir enn að þessi ungi maður er mestur stílisti í hópi skálda okkar af yngri kynslóð, og skákar einnig flestum þeirra eldri. Tækni- legir yfirburðir hans eru gíf- urlegir því hann býr yfir ög- un og næsta óaðfinnanlegu formskyni... Með þessari bók bætir Gyrðir Elíasson engum nýjum víddum inn í verk sín. Én með þessari bók hefur hann enn á ný staðfest að hann er einn al- besti stílisti okkar og næm- asti og Ijóðrænasti sagna- maður okkar.baekur.vik Kolbrún Bergþórsdóttir. Ingólfur Margeirsson: María - konan bak við goðsögnina Vaka-Helgafell 1995 Ingólfur Margeirsson hefur einstakt lag á að magna áhrif frásagnar Mariu Guð- mundsdóttur hvenær sem færi gefst. Litla þorpið Deauville við Signuflóa var athvarf Maríu frá brjálæði tískuheimsins í París. Þang- að fór hún „til að finna sterkan storminn í fangið á auðri ströndinni, horfa á dökk skýin æða um trylltan himininn og villtar öldurnar hamrandi ströndina meðan máninn slokknaði og kvikn- aði á víxl." Þetta er eins og að horfa á atriði í kvikmynd þar sem tónlist er notuð til auka þau hughrif sem verið er að lýsa. Sæmundur Guðvinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.