Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 15
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 15 hennar og Flaubert fékk þaðan hugmyndina að sögu sinni um Frú Bovary. Einstaklingar sem urðu fyrirmyndir frægra skáldsagnapersóna Dr. Joseph Bell (Sherlock Holmes) Dr. Bell, skurðlæknir og kennari gat, eftir að hafa horft andartak á ókunn- uga, sagt til um líf þeirra og venjur. Þessi hæfileiki vakti aðdáun eins nem- anda hans Arthurs Con- an Doyle, sem sagði mörgum árum síðar: „Ég notaði og endurbætti að- ferðir hans þegar ég var að skapa leynilögreglu- mann sem bjó yfir sterkri rökhugsun sem hann beitti við lausn sakamála." Chester Gillette (Clyde Griffiths) Gillette vann í fataverk- smiðju sem auðugur frændi hans átti. Hann var barnahópi. Henson ferðaðist þrívegis til Englands, náði þar tali af ýmsum áhrifamönnum, meðal annars Viktoríu drottn- ingu, og átti við þá viðræður um nauðsyn þess að veita blökkumönnum frelsi. Harriet Beecher Stowe hitti Henson í Boston og tók við hann viðtal. Hún notaði hann síðan sem fyr- irmynd að Tómasi frænda í metsölubók sinni Kofi Tómasar frœnda. Mary Cecilia Rogers (Marie Roget) Rogers var tvítug, gullfal- leg afgreiðslustúlka í tób- aksbúð í New York, þar sem Edgar Allan Poe vandi komur sínar. Hún var myrt og líki hennar kastað í ána Hudson. Aldrei hafðist upp á morð- ingja hennar. Poe skrifaði sögu sína Ráðgátan um Marie Roget byggða á hinu óupplýsa morðmáli. Marie Duplessis (Marguerite Gautier) Duplessis vann fyrir sér sem afgreiðslustúlka í fatabúðum áður en hún varð vændiskona í París. Hún öðlaðist skjótan frama í starfsgrein sinni og var fylgikona vellauð- ugra yfirstéttamanna. Hún bar ætíð hvítar kamillur. Þegar hún lést af berklum, aðeins tuttugu og þriggja ára gömul, minntist Alex- andre Dumas yngri, hennar í skáldsögunni Kamellíufrúnni. Verdi færði söguna síðan í óperubúning og kvik- myndir hafa einnig verið gerðar eftir henni. elskhugi ungrar stúlku, Grace Brown, sem vann á sama stað og trúði því að hann myndi gift- ast sér. Meðan á sambandi þeirra stóð átti Gillette í ástar- sambandi við stúlkur sem voru mun hærra settar í þjóðfélags- stiganum, en hann sjálfur og hin fátæka vinkona hans. Árið 1906 komst Gillette að því að Grace ætti von á barni þeirra. Hann óttaðist mjög að hann yrði þvingaður til að giftast henni. Gillette fór með Grace í báts- ferð, barði hana í höfðuð með tennisspaða og fleygði henni út- byrðis. Hún drukknaði. Gillette var ákærður fyrir morð, fundinn sekur og líflátinn í rafmagns- stólnum. Rithöfundurinn Theo- dore Dreiser fylgdist með rétt- arhöldunum og skrifaði eina frægustu skáldsögu sína An Am- erican Tragedy. Delphine Delamare (Frú Bovary) Delphine, dóttir vel stæðs land- eiganda giftist dauflegum lækni. Hún lét sig dreyma um viðburðaríkara líf, var ákaflega eyðslusöm, og átti fjölda elsk- huga. Hún framdi loks sjálfs- morð, tuttugu og sex ára gömul, með því að gleypa arsenik. Ná- inn vinur Gustave Flaubert sagði honum sorglega sögu AÐVENTA Aðventukrans Gamli góði grenikransinn kr. Grerdlengjur (270 cm) á svalir og handrið Alexander Selkirk (Robinson Crusoe) Selkirk var sjóliði sem árið 1704 kvartaði hástöfum yfir að- búnaði í skipi sínu og bað um að vera skilinn eftir á lítilli eyju í Kyrrahafi. Þar dvaldi hann í fjögur ár áður en skip flutti hann aftur til Englands. Daniel Dafoe frétti af honum, hefur hugsanlega hitt hann og sendi árið 1719 frá sér bók byggða á reynslu Selkirk: The Life and Strange Surprising Adventure of Robinson Crusoe, ofYork, Mariner. Josiah Henson (Tómas frændi) Blökkumaðurinn Henson fædd- ist í ánauð á bóndabæ í Mary- land. Þegar hann komst að því að selja átti hann til Suðurríkj- anna flúði hann til Kanada ásamt konu sinni og stórum A ÓvenTukransar a vercíi fyrzr alla. William Brodie (Dr. Henry Jekyll og Edward Hyde) Brodie var húsgagnasmiður, meðlimur í borgarráði Edin- borgar og virtur kaupsýslumað- ur. Um nætur var hann hins Inniseríur 10 Ijósa kr. 149 20 Ijósa kr. 249 35 Ijósa kr. 340 vegar foringi bófaflokks. Að lokum komst upp um Brodie og hann var hengdur. Robert Lou- is Stevenson frétti af örlögum Brodie, sá dramatískan efnis- þráð í tvöföldu líferni hans og skapaði söguna frægu The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde. Útiseríur StraumbreytirJylgir 40 Ijósa kr. 980

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.