Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 13
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 Ásgerður sýnir í Ingólfs- stræti 8 I dag opnar sýning á verkum Asgerðar Búadóttur í Ingólfs- stræti 8. Asgerður er löngu Hún er einn virtasti listamaður landsins og sýningin er hennar 11. einkasýning, sérstaklega unnin fyrir Ingólfsstræti 8. Sýn- ingin ber heitið Þrettán stökur Ásgerður Búadóttir opnar 11. og stendur til 22. desember. einkasýningu sína í dag. Nýtt ljóðskáld sendir frá sér bók Fann rétta f ormið - segir Ólöf Jónsdótt- ir sem hefur lagt fram Frumvarp til Ijóða. „Ég var alltaf í ríminu en þegar ég lærði að lesa órímuð ljóð þá opnaðist mér nýr heim- ur. Mig langaði til að gera ljóð á auðmeltri íslensku þannig að hvert bam gæti séð í þeim ein- hvem kjama sem mér finnst að tapist oft í miklu málskrúði," sagði Ólöf Jónsdóttir í spjalli við Alþýðublaðið. Ólöf hefur sent frá sér sína fyrstu Ijóðabók sem ber heitið Frumvarp til Ijóða. I henni em 47 ljóð eða jafnmörg ár og skáldkonan á að baki. Ólöf sagði að ljóðagerðin væri sér frekar sem leikur en að hún væri að leita að sæti á einhvetj- um skáldabekk. „Ljóðin lýsa meðal annars ýmsu því sem hefur verið að bijótast um í huga mér en mig vantaði farveg til að koma þess- um hugsunum í orð þar til ég fann rétta formið. Um innihald- ið verður svo hver og einn að dæma en ég kem til dyranna eins og ég er klædd. Mér fannst það dálítið gaman að á afmæl- inu mínu í haust sendi 12 ára gamall sonur minn mér fmmort ljóðabréf og ef þessi litla Ijóða- bók mín gæti hvatt fleiri til að yrkja væri ég ánægð. Dóttir mín, sem er 14 ára, á kápumynd Ólöf: Ljóð á auðmeltri ís- lensku. bókarinnar og vinkona mín sá um hönnun,“ sagði Ólöf. Hún er fædd í Biskupstungum en bjó lengi á Akureyri áður en hún flutti til Reykjavíkur. Fmmvarp til ljóða kostar 1.500 krónur og fæst hjá Ey- mundsson í Reykjavík og í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Hér fylgir eitt ljóð úr bókinni: Herra minn trúr Ég henti frá mér hamingjunni helmingi oftar en ég kæri mig um að muna. Og lexían mín í lífinu var að læra að elska mig sjálfa. Loks er eins og blessuð skepnan skilji. Auglýsing frá menntamálaráðu- neytinu Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa stöðu í framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild ráðu- neytisins. í starfinu felst einkum eftirfarandi: vinna að þróun iðn- og starfsmenntunar, vinna að námskrárgerð á sviði iðn- og starfs- menntunar, að veita upplýsingar um iðn- og starfsmenntun, umsjón með sveinsprófum. Umsækjendur skulu hafa þekkingu á skólastarfi á framhaldsskólastigi, einkum á sviði iðn- og starfsmenntunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið háskólaprófi. Laun samkvæmt launa- kerfi ríkisins. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. desember næstkomandi. Sölukassar opnir til kl. 13:00 á laugardag ef þú spilar til að vinna ^ Hljómbær • Skeifunni 7 • 533 2500 'Í# flöPioiNiEER* Vorð Afsl. Stagr. geislaspilari m/fjarstýringu, PD 203 28.200 6.300 21.900 flAPioMEERhljómtækjasamstæða, N-250 79.750 19.850 59.900 SHARpferðatæki með geislaspilara, QTCD 24.875 7.975 16.900 SHARpferðatæki, WQT 205 13.172 8.272 4.900 SHARpmyndbandstæki, VCA39 43.380 13.480 29.900 WQT 205 N- 533 2500 Jólahvað? Jólaglögg Alþýðuflokksins verður haldið laugardaginn 16. desember í Risinu Hverf- isgötu 105 kl. 20.30. Veislustjóri: Bryndís Schram Dagskrá: Hrafn Jökulsson flytur heimatilbúna jólasögu Leynigestur Söngur, glens og gaman Skemmtilega nefndin. Alþýðuflokksfólk Reykjanesbæ Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjanesbæ baðar til fundar laugardaginn 2. desember kl. 10:00 að Hafnar- götu 30. 3. hæð. Fundarefni: Heilbrigðismál Framsögumenn: Rannveig Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Stefánsson Fundarstjóri: Reynir Ólafsson Allir velkomnir stjórn fulltrúaráðsins. Jólafundur Hinn árlegi jólafundur kven- félags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði verður haldinn á A.Hansen þann 30. nóvem- ber. Boðið verður upp á frá- bært jólahlaðborð, skemmti- atriði, upplestur og hugvekju. Heiðursgestir kvöldsins verða engir aðrir en hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Mæting er klukkan 20 og vilj- um við hvetja allar félags- konurtil að koma og endi- lega taka gesti með sér. Skemmtinefndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.