Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Sendisveinninn snýr Einar Már Guðmundsson: í auga óreiðunnar Ijóð eða eitthvað í þá áttina Mál og menning 1995 Fyrir fimmtán ámm eða svo var ungur maður í Alafossúlpu helstur ógnvaldur Reykvíkinga. Hann réð- ist á þá úr launsátri, hvort heldur úr mnna í Hljómskálagarðinum eða inná klósetti í Stúdentakjallamum. Hann var vopnaður ljóðum. Einar Már Guðmundsson gaf út þijár ljóðabækur í kringum 1980 - Sendisveinninn er einmana, Er nokkur í kórónafötum hér inni? og Róbinson Krúsó snýr aftur. Hið unga og vígreifa skáld var ekki plagað af skorti á sjálfstrausti: sag- an segir að hann hafi uppá eigin spýtur selt ekki færri eintök en Guðrún sáluga frá Lundi. Og Einar Már stóð undir öllum þeim klisjum sem þá og síðar vom hnýttar við skáldskap hans: Hann bar með sér „ferskan blæ“, í ljóðum hans kvað við , jtýjan tón“ - og hann skipaði sér tvímælalaust á bekkinn víð- fræga „sem eitt af okkar efnileg- ustu skáldum". Ungi sölumaðurinn í Alafossúlp- unni mddist með látum inní þá kyrrlátu heldrimannastofu þarsem íslensk Skáld sátu íhugul og íbygg- in og sögðu alltaf færri og færri orð. Hann vantaði ekki orð og hann not- aði orð sem sjaldan eða ekki höfðu sést í íslenskum ljóðum. Hann rað- aði þeim líka allt öðmvísi saman. Hann var ófyrirleitinn og kraftmik- ill. Hann var léttir. Fimmtán ámm síðar er Einar Már Guðmundsson orðinn Norður- landameistari í bókmenntum, virtur skáldsagnahöfundur, kandídat í heiðurslaunaflokk Alþingis. í j^Ha^^nntirl stuttu máli sagt: Kjaftfori sveinninn sem sendi eitmð skeyti á báða bóga er orðinn brúnaþungur, virðulegur og miðaldra, og hendir reyndar bestu menn. Villingurinn í Álafoss- úlpunni sem eitt sinn steytti hnefa í vetrarkuli á Lækjartorgi og æpti ís- land úr Nató er kominn í Kórónaföt og orðinn æðstiprestur í skandína- vískum bókamessum þarsem hann tilkynnir að Norden sé í orden. Einar Már Guðmundsson, árgerð 1980, hefði líklega ort napurt kvæði um uppreisnarmanninn sem varð samdauna Keifinu, en Einar Már Guðmundsson, árgerð 1995, væri hinsvegar í fullum rétti ef hann svaraði unga uppskafningn- um með því, að allir hefðu nú leyfi til þess að þroskast. Nema hvað. En þá emm við komin að dálitlu vandamáli. Þannig er mál með vexti að í nýrri ljóðabók er engu líkara en Einar Már hafi fyllst grá- urn ljóðfiðringi - fortíðarþrá, nos- talgfu. Það er einsog Einar Már sé að reyna að yrkja einsog Einar Már. Utkoman er í hæsta máta pín- leg. Ljóð Einars Más 1980 vom háðsk og ófyrirleitin - nú einkenn- ast þau af ólundarlegu nöldri. Ljóð hans vom töff - nú er þau álíka púkaleg og tískan í gær. Ljóð hans vom sannarlega fersk - nú ber hann á borð fyrir okkur uppislægjumygl- ur. Ljóð hans vom heróp gegn hinu viðtekna - nýju ljóðin minna helst á þreytulegar lummur í lesenda- dálkum blaðanna. I besta falli minnir skáldskapurinn á hug- myndasnauðan leiðarahöfund. Tití- ar ljóðanna segja eiginlega það sem segja þarf. Nokkur dæmi: Barátta trillukarla, Gjaldþrota frystihús, Verkfall langferðabílstjóra, Refa- rœkt, Til vamar sauðkindinni... Með leyfi: Vom þetta ekki fyrir- sagnimar í Tímanum í gær? Ef einhver heldur að ljóð með þessum titlum innihaldi nú þrátt fyrir allt svellandi póesíu eða nýja og skáldlega sýn, brýn svör við vandamálum samtíðarinnar eða guð veit hvað, er vert að tilfæra ljóðið Refarœkt. Það er svona: Bœndur nokkrir í byggðalagi norðan heiða sóttu um milljón króna lán hjá opinberri stofimn. Hugðust þeir nota féð til að byggja litla höfn, svo að útróðrar á gjöful mið yrðu þeim auðveldari. Aðstœð- ur til hafnargerðar voru mjög góð- ar, enda sigldu fonunenn þaðan til bardaga. Engu að síður var beiðni bœndanna hafitað en þeim boðin upphceðin Jjögurhundruðföld ef aftur í kórónafötum Einar Már Guðmundsson er sá höfundur íslenskur sem einna mestar kröfur eru gerðar til. Vitanlega geta allir gert sig seka um örlítil gráfiðruð hliðarspor, en við væntum þess að þau séu ekki gerð að opinberu hneyksli með því að auglýsa þau upp sem meiriháttar afrek. þeir legðu niður bú sín og tœkju upp refarœkt. I dag er það gœfa þessara bœnda að hafa hrist höfuð- in yfir „vitleysingunum fyrir sunn- an “. Tryggvi vinur minn Skjaldarson í Þykkvabæ hefur skrifað skori- norðar greinar um öriög refabænda - ekki veit ég til þess að hann hafi heimtað skáldtitil af sveitungum sínum fyrir vikið. Bók Einars Más Guðmundssonar úir og grúir af slíkum Iesendabréfum sem kaffæra nokkur snotur smáljóð. Vandamál Einars Más er hinsvegar ekki í reynd fólgið í því að hann hafi svona margar skoðanir að koma á framfæri - heldur að hann telur sig þurfa að hafa einhverjar skoðanir. Eða fann skáldið Einar Már virki- lega innri þörf hjá sér til að yrkja ljóð sem hefst á þessum orðum: Það er misskilningur að markaðs- hyggjumenn liafi gefið andstöðu- öflunum í alrœðisríkjunum austan jámtjalds gaum á meðan þau voru og hétu. Samkvæmt þessari formúlu gæti Ámi Bergntann gefið út tuttugu hnausþykkar ljóðabækur strax í næstu viku. Einar Már Guðmundsson er sá höfundur íslenskur sem einna mestar kröfur eru gerðar til. Vitan- lega geta allir gert sig seka urn örlít- il gráfiðruð hliðarspor, en við vænt- um þess að þau séu ekki gerð að opinberu hneyksli með því að aug- lýsa þau upp sem meiriháttar afrek.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.