Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 23
HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23 Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar Líkskurður í bókmenntum Ætli nokkur stétt á Islandi sé fánýtari en bókmenntafræðingar? Ekki misskilja rnig. Ég segi ekki að bókmenntafræði sé mjög „þjóðhagslega óhagkvæm" einsog það heitir á tæknimáli. Bókmenntafræðingar verða þannig ekki sakaðir um að bera ábyrgð á kreppu í efnahagslífi eða hruni þorskstofns- ins. Málið er talsvert alvarlegra. Ég held nefnilega að íslenskum bókmenntum stafi meiri hætta af fræðingunum sem við þær eru kenndar en nokkru öðru. Háskóli íslands út- skrifar menn á færibandi sem virðist líta svo á, að bókmenntafræði sé miklu merkilegri en sjálfar bókmenntimar. Þegar maður les lærðar greinar eftir unga bókmenntafræð- inga læðist líka að manni sá grunur, að þetta fólk hafi litla ást á skáldskap. Ég er að vísu ekki alveg viss um þetta atriði, af þeirri ein- földu ástæðu að ungir bókmenntafræðingar tjá sig yfirleitt ekki á íslensku. Þeir skrifa ekki heldur á neinu því tungumáli sem orða- bækur ná yfir og þessvegna get ég því miður ekki farið með greinar þeirra til löggilts skjalaþýðanda. Með öðmm orðum: Það virðist vera markmið flestra bókmennta- fræðinga að skrifa á máli sem er framandi og óskiljanlegt öðmm en kollegum þeirra. Sigurður Nordal ber höfuð og herðar yfir alla þá sem um bókmenntir hafa skrifað á ís- lensku. Hann var einn af mestu stílsnilling- um aldarinnar. (Hinir? Vilmundur land- læknir, Þórbergur, Sigurbjöm biskup, Mál- fríður Einarsdóttir, Gyrðir og Laxness.) Ég hef aldrei rekist á setningu eftir Nordal þar- sem hugsunin er ekki hnitmiðuð og skýr. Það leynir sér aldrei eitt andartak, hvort sem hann lofar eða lastar, að hann ann skáld- skapnum. Greinar Nordals um íslensk skáld em skrifaðar af svo mikilli þekkingu og djúpu innsæi að ekki verður betur gert. Mér er til efs að íslenskur maður hafi verið sál- greindur á fullkomnari hátt en Snorri Sturlu- son í ritgerð Nordals. Sigurður Nordal vissi nefnilega dálítið sem íslenskir bókmennta- fræðingar virðast ekki hafa glóm um: Að skáldskapurinn verður aldrei rifinn úr tengslum við lífið sjálft. Þetta skilja ekki anatómíusérfræðingamir í bókmenntadeild- inni. Þeir líta á skáldskap einsog lík, sem þeir kryQa af vandvirkni og skrifa um óskilj- anlegar skýrslur á óskiljanlegu máli. Kunn- ingi minn í Háskólanum segir mér að Sig- urður Nordal sé ekki „inn“ hjá kennurum í bókmenntum. Hann þyki of gamaldags. Það var nefnilega það. Mér segir nú samt svo hugur, að hvaða smágrein Nordals sem er, sé lífvænlegra framlag til íslenskrar bók- menntafræði en samanlögð afrek líkskurðar- manna Háskólans í tuttugu ár. Þegar ég stundaði samkvæmislífið fyrr á öldinni rakst ég stundum á unga bókmennta- fræðinema. Tvennt áttu þeir yfirleitt sameig- inlegt: Þeim fannst mikið sport að vera í bókmenntafræði og þeir voru afskaplega illa að sér um íslenskar bókmenntir. Einu sinni spurði ég konu, sem næstum hafði lokið BA-prófi, hvaða íslensk skáld 18. aldar hún Þegar ég stundaði samkvæmis- lífið fyrr á öldinni rakst ég stundum á unga bók- menntafræðinema. Tvennt áttu þeir yfirleitt sameiginlegt: Þeim fannst mikið sport að vera í bókmenntafræði og þeir voru afskaplega illa að sér um íslenskar bókmenntir. gæti nefnt mér. Hún hugsaði sig lengi um og svaraði svo: „Bíddu við, var hann Eggert Ól- afsson ekki uppi á 18. öld? Þessi þama, þú veist, sem drukknaði í Breiðafirði. Konan hans líka. Það var svo ægilega sorglegt." í þessari ræðu var fólgin öll þekking við- mælanda míns á íslenskum bókmenntum heillar aldar. 19. öldin var henni álíka lokuð bók og sú 18. Að vísu sagðist hún „elska Jónas Hallgrímsson" en við nánari eftir- grennslan kom í ljós, að sú ást var einkum byggð á samkennd hennar vegna ástarógæfu skáldsins. Þessi bókmenntafræðingur hefði ekki getað unnið sér til lífs að fara með eina ljóðlínu eftir Steingrím Thorsteinsson, Benedikt Gröndal eða Gísla Brynjólfsson. Hún hafði aldrei lesið Einar Benediktsson. Stefán frá Hvítadal, Jónas Guðlaugsson - í einu orði sagt: Eiginlega ekki nokkum skap- aðan hlut. Hvað var daman eiginlega að læra í skólanum? Henni fannst greinilega að blessaður bókmenntaarfurinn væri mestan- part arfi í skrautjurtagarði íslenskra nútíma- bókmennta. Hún gat að sönnu sett á langar tölur um Guðberg og Thor og Svövu, en á henni var helst að skilja að einn góðan veð- urdag hefðu íslenskar nútímabókmenntir orðið til úr engu. Nú er vert að undirstrika, að þessi ágæti viðmælandi sker sig á engan hátt úr hópi ungra kollega sinna, eftir því sem ég kemst næst. Sjálfsagt eru til bókmenntafræðingar sem hafa pata af því að þokkalegur skáld- skapur hafi þrifist á íslandi íyrir daga Guð- bergs og Thors og Svövu - en þeir láta þá ekki mikið í sér heyra. Bókmenntadeild Há- skólans virðist því miður vera lokaður heim- ur, og þaðan liggja engar líftaugar út í sam- félag þeirra íslendinga sem em svo útúr- borulegir og gamaldags að hafa einfaldlega ást á bókmenntum. Er þá ekki þjóðráð að leggja deildina einfaldlega niður, áður en hún leggur niður íslenskar bókmenntir, og leyfa þessu fólki að finna sér raunveruleg lík til að þjösnast á. ■ Einn afkastamesti skáldsagna- höfundur síðustu ára er Birg- itta H. Halldórsdóttir. Hún er einn af fáum íslenskum höfundum sem sérhæfir sig í spennubókum, en þær eru gjarnan ríkulega krydd- aðar ástamálum. Nú er komin í bókaverslariir splunkuný skáld- saga eftir Birgittu, Andlit öfundar, og fjallar um unga Reykja- víkurstúlku með skyggnigáfu. í samræmi við nafn bók- arinnar er kápan skreytt með andlitsmynd af stúlku - væntanlegu umræddu andliti öfundar. Það væri ekki í frá- sögurfærandi nema vegna þess að aðdáendur frönsku leikkonunar Sophie Marceau þykjast þekkja átrúnaðargoð sitt af myndinni. Marceau er ung, fögur og hæfi- leikarík og þykir líkleg til að verða næsta stórstjarna Frakka. En nú er það semsagt borið á þokkadísina að hún sé sjálft andlit öfundarinn- ar... r Ivor var þess minnst að 150 ár voru liðin frá andláti Jónasar Hallgrímssonar, ástsælasta skálds íslands. Nú hefur Almenna bókafélagið sent frá sér litla og snotra bók, Fegurstu Ijóð Jónasar. Formaður aðdáendaklúbbs Jónas- ar, Kolbrún Bergþórsdóttir, valdi Ijóðin og ritar inngang um listaskáldið... r Urvalsljóð tveggja virtustu skálda íslands koma út hjá Ið- unni nú fyrir jólin. Hjá fljótinuer úrval úr Ijóðum Hannesar Pét- urssonar. Elsta Ijóðið erfrá 1951 en þau yngstu eru úr bókinni Eid- hylursem út kom fyrir tveimur ár- um og færði höfundi sínum ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Haukur Hannesson, sonur skáldsins, valdi Ijóðin. Páll Vals- son bókmenntafræðingur valdi hinsvegar úr- valsljóð Por- steins frá Hamri í bók- ina Myndirí nótt og morgni sem spannar allan feril þjóð- skáldsins... Alþýðublaðið - umtalaðasta blað í heimi miðað við fólksfjölda! Kynningaráskrift - aðeins 750 krónur á mánuði • Alþýðublaðið leggur áherslu á umræðu um pólitík, menningu og málefni líðandi stundar. Alþýðublaðið hef- ur á að skipa hárbeittum og bráðskemmtilegum stílistum sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. • Við bjóðum nú kynningaráskrift að blaðinu fyrir aðeins 750 krónur á mánuði. • Vertu með á nótunum og lestu greinar Hall- gríms Helgasonar, Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Hall- dórs Björns Runólfssonar, Arnórs Benónýssonar, Jónasar Sen, Sæmundar Guðvinssonar, Guðmund- ar Andra Thorssonar og Hrafns Jökulssonar. • Hafðu samband í síma 652 5566, sendu símbréf í 652 9244 eða sendu svarseðilinn til Alþýðublaðsins, Hverfis- götu 8- 10, 101 Reykjavík. Alþýðublaðið - ekki bara fyrir krata! i---------------------------------------------------------------1 ! Nafn Heimilisfang Staður Póstnúmer Kennitala Ég óska eftir að greiða með □ gíróseðli □ greiðslukorti númer: Gildirtil:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.