Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 12
HVÍTA HÚSIO / SÍA 12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 SUSANNA TAMARO 0á/iie/fc' Vængir —* ástarinnar Danielle Steel Þýðing: Skúli Jensson Spennandi ástar- og fjölskyldusaga eftir metsöluhöfundinn Danielle Steel. SHTBtKi Ljóð dagsins Sigurbjöm Einarsson valdi efnið í þessari veglegu bók eru mörg hundruð Ijóð eftir 93 íslensk skáld - eitt Ijóð fyrir hvern dag ársins - og auk þess á hverri síðu „Orð til íhugunar". Allir sem unna Ijóðum munu hitta marga vildarvini á blöðum þessarar bókar. Og víst er að þeir sem staldra við hjá henni stundarkorn á hverjum degi munu hafa af því ofurlitla upplyftingu sem gerir þeim lífið léttara. Hugljúf lesning hvern dag ársins. Sannarlega eiguleg bók - og vegleg tækifærisgjöf. Fimm læknar segja frá Önundur Björnsson skráði Þrautreyndir læknar fara á kostum og segja frá sjálfum sér, fjölþættum skoðunum sfnum og læknisferli. En þeir eru: Árni Björnsson, fyrrverandi yfirlæknir lýtalækningardeildar Landspítalans, Björn Önundarson fyrrverandi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík, Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum, Pétur Pétursson frá Höllustöðum, heimilislæknir á Akureyri og Þorgeir Gestsson fyrrverandi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík. í bókinni eru 65 myndir. Lát hiartað ráða för Susanna Tamaro Þýðing: Thor Vilhjálmsson Þessi bók kom fyrst út í heimalandi höfundar, Ítalíu, fyrir 18 mánuðum og hefur selst þar í 2 milljónum eintaka. Hún hefur nú komið út á 20 tungumálum og hvarvetna hlotið frábærar viðtökur. Amman er dauðvona og skrifar bréf til ungrar dótturdóttur sinnar í Ameríku. Hún rifjar upp lióinn tíma - og leyndarmálin streyma fram. Segir frá harmsögu dóttur sinnar, móður stúlkunnar, foreldrahúsum, hjónabandi, skrifar um djúpar tilfinningar, sorg og gleði. „Lát hjartað ráða för“ er saga konu sem lifað hefur langan dag og óskar barnabarni sínu þeirra heilla, að hjartað megi ráða för - áður en það er um seinan. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt bókina af þeirri snilld og orðgnótt sem lesendur hans þekkja frá verkum hans. Allt um myndbandstöku Þýðing: Örnólfur Thorlacius Ómissandi handbók fyrir alla sem eiga og nota myndbandsvél (vídeó) eftir hinn heimsfræga Ijósmyndara og kennara John Hedgecoe. Efninu til skýringar eru 800 litmyndir. FREYJUGÖTU 14. REYKJAVÍK SÍMAR551 7667 - 552 9150 Pétur sjómaður Ásgeir Jakobsson Pétur sjómaður er ævisaga Péturs Sigurðssonar, alþingismanns, sem um þriggja áratuga skeið setti mikinn svip á stjórnmála- og verkalýðssögu landsins og var alþjóð kunnur sem „Pétur sjómaður". Saga Péturs Sigurðssonar er sjómannssaga, framkvæmdasaga, verkalýðs- og stjórnmálasaga - og er þá eftir maðurinn skrautlegur en Pétur háði um tíma harða baráttu við Bakkus. Bókina prýða 120 myndir. Pétur sjómaður er 21. bók Ásgeirs Jakobssonar en meðal ævisagna hans má nefna metsölubók síðasta árs, Óskars sögu Halldórssonar. Svona erum við Ný falleg, litprentuð bók sem varðveitir minningar um barnið frá fæðingu og fyrstu árin. Bók sem verður örugglega skoðuð aftur og aftur. Þýðing: Örnólfur Thorlacius Þessi bók er einkum sniðin að ungum lesendum frá 6 til 12 ára. - Myndskreytt fróðleiks- og uppsláttarrit. Dagbók barnsins Umsagnir Hrafns Jökulssonar og Kolbrúnar Bergþórsdóttur um bækur Gylfi Gröndal: Ég skrifaði mig í tugthúsið Valdimar Jóhannsson uuitauiyciaiitii ouyii iva Forlagið 1995 Valdimar Jóhannsson var í áratugi umsvifamikill út- gefandi. Hann stofnaði Ið- unni og rak fyrirtækið ein- samall framanaf, hafði af- drep fyrir það í dálítilli skonsu. Iðunni óx fljótlega fiskur um hrygg og var um tíma öflugasta bókaforlag landsins. Gylfi Gröndal hefur unnið framúrskar- andi verk: púslað saman heimildum af ýmsu tagi og viðtölum við Valdimar af natni og trúnaði við sögu- hetju sína. Frásögnin er oft og tíðum stórfróðleg og margir kunnir menn koma við sögu. Hrafn Jökulsson. Isabel Allende: Paula Tómas R. Einarsson þýddi Mál og menning 1995 Mesti styrkleiki þessa verks er sterk persónusköpun, ásamt tilfinningaríkri tján- ingu, sem brýst fram á svo einlægan og sannfærandi hátt að lesandinn kemst ekki hjá því að vera gagn- tekinn af verkinu. Þetta er ein þeirra bóka sem menn gefast ekki upp á að lesa. Þetta er bók sem heldur mönnum við efnið, ekki einungis meðan þeir lesa hana heldur einnig í þó nokkum tíma eftir lesturinn. Kolbrún Bergþórsdóttir. Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar vögguvísunnar Forlagið 1995 Meginvandi höfundar er sá að hann gerir sér enga grein fyrir eigin vangetu, en hún blasir þó við les- endum á hverri síðu. Því harmrænni sem þjáningu persóna er ætlað að vera því hlægilegri verður hún. Því ákafari sem losti og gredda persóna er því af- káralegri verða lýsingar höfundar. Afleiðingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir annað á skop- stælingu. Þess vegna skell- ir lesandinn upp úr, einmitt þegar höfundi er hvað mest mál. Kolbrún Bergþórsdóttir. Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið Mál og menning 1995 Þó mér þyki sitthvað skorta þá er þetta langt frá því að vera slæm bók. Hún er afar vel stíluð, enda er Björn Th. einn okkar bestu stíl- ista. I henni er samankom- inn mikill sögulegurfróð- leikur og því ættu flestir að vera einhverju nær eftir lesturinn. En um leið skort- ir skáldsöguna nokkuð til þess að vera verulega minnisstæð örlagasaga. Kolbrún Bergþórsdóttir. Kormákur Bragason: Auga fyrir tönn Hekluútgáfan 1995 Það er efnið sem afveiga- leiðir höfundinn. Hann eigrar um, stefnulaust, með söguefnið í farteskinu og gónir á kynferðisþátt- inn, sem hann bisast við að gera sem subbulegast- an. Þar lukkast honum er- indið svo vel að á enda- sprettinum fyllist bókin af kynferðislegu óráðshjali, svo umfangsmiklu, að það hlýtur að slá út af laginu jafnvel ötulustu hugar- smiði í þeim efnum. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.