Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐU BLAÐIÐ HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Brúðkaupsmynd af Eluard og fyrstu eiginkonu hans, hinni framúrstefnulegu Gölu, en hún varð síðar eiginkona Salvadors Dali. Súrrealist- / inn Eluard á íslensku Mál og menning hefur sent frá sér Ijóðabókina Ástin Ijóðlistin og önn- ur Ijóð eftir franska skáldið Paul Éluard í þýðingu Sigurðar Pálsson- ar skálds. Paul Éluard (1895-1952) var eitt af höfuðskáldum Frakka á þessari öld. Hann var í fararbroddi í hreyfingu súrrealistanna á þriðja og fjórða áratugnum, varð svo virkur kommúnisti og í seinna stríðinu urðu Ijóð hans svo ástsæl meðal frönsku þjóðarinnar að hann varð að þjóðskáldi. Ljóðmál hans var liðugt og skýrt, litið um hátíðleg eða sjaldgæf orð, en Ijós- myndirnar hins vegar iðulega flóknar og óvæntar að hætti súrr- ealista. Það átti því vel við að marg- ir frægustu myndlistarmenn aldar- innar myndskreyttu bækur hans, Picasso, Chagall, Max Ernst og Dali. í formála sínum um skáldið segir Sigurður Pálsson: „Megnið af Ijóðum hans hafa elst afar vel, við- fangsefnin eru að sönnu sígild, myndbirtingar ástarinnar koma okkur alltaf við, þráin eftir bræðra- lagi manna vonandi líka. En það sem mestu skiptir er að „tónninn" í Ijóðunum virkar sterkari og hreinni með árunum." Jafnvel þegar við sofum Jafnvet þegar við sofum vökum vid hvort yfir ödru Og þessi ást sem er þyngri en þroskadur ávöxtur stöduvatns hefur varað að eilífu án þess að hlæja né gráta Dag eftir dag nótt eftir okkur. Pistillinn Illugi Jökulsson skrifar Sameining vinstrimanna - árið 2020? Sameining vinstrimanna; hvað dettur mönnum í hug þegar þeir heyra þessi orð? Kannski flestum detti í hug stór og sterkur sameinaður jafnaðarmanna- og/eða félags- hyggjuflokkur, sem ótrauður etur kappi við íhaldið, í stað allra litlu vinstriflokkanna sem hér hafa tíðkast í nokkra áratugi. Og vissu- lega er það slíkur flokkur sem líklega er átt við með þessum orðum, sameiningu vinstri- manna, en mér veitist samt erfitt að sjá slík- an flokk fyrir mér. í staðinn dettur mér í hug jólaskraut. Einkennileg er sú tilhneiging kaupmanna að setja jólaskreytingar og jólaauglýsingar alltof snemma í umferð, löngu áður en nokk- ur maður er kominn í jólaskap. Þetta jóla- skraut kaupmannanna er dæmi um fyrir- brigði sem stundum skjóta upp kollinum; enginn vill það, öllum er í rauninni meinilla við það, en samt verður það til, þróast og haslar sér völl. Jólaskrautið skal vera komið í fyrstu búðargluggana í lok október, enda þótt bömin grúfi sig niður til að sjá það ekki. Sameining vinstrimanna er rétt eins og þetta jólaskraut kaupmannanna, er ég smeykur um, nema með alveg öfugum formerkjum. Allir vilja sameiningu vinstrimanna; hver stjómmálaforinginn af öðmm á vinstri vængnum lýsir því yfír að sameining vinstri- manna sé sjálfur tilgangurinn með stjóm- málaþáttöku þeirra, meira að segja ýmsir af helstu foringjum íhalds- og hægrimanna vilja líka sameiningu vinstrimanna því þann- ig yrðu íslensk stjórnmál einfaldari og skýr- ari, og þjóðin vill alveg áreiðanlega samein- ingu vinstrimanna. En rétt einsog jólaskraut- ið kemur alltof snemma þótt enginn vilji það í raun og vem, þá er ég smeykur um að það verði hreint ekki neitt af sameiningu vinstri- manna, jafnvel þótt allir vilji það. Frá því ég var bam að aldri - fyrir eitthvað um aldarfjórðungi - og byrjaði að fylgjast með pólitík þá hefur verið talað um samein- ingu vinstrimanna. Bemskur hugur minn skildi ekki þetta mál tii að byrja með; ef vinstrimenn langaði svona voðalega til að Fjórfaldur 1. vinningur og Kínó í kaupbæti! Þeirsem kaupa 10 raða Lottó-miða, milli kl. 9 og 19, fá sex töiu Kínó-miða að andvirði 50 kr. í kaupbæti. Kínó-miðinn gildír samdægurs. Tilboðið gildir 30. nóv. - 2. des. aj4-' Bt /9^ . *'***’ I -vertu viðbúirum vinningi -vertu viObúimw vinningi Nú er að nota tækifærið! sameinast í einum stómm flokki, þá botnaði ég ekkert í því af hveiju þeir gerðu það þá ekki, í stað þess að tala bara þrotlaust um það. Mér fannst það hlyti að vera einfalt mál að gera það sem hugurinn gimtist. En síðan hefur mér lærst að málið er greinilega ekki svona einfalt. Málið er greinilega ákaflega flókið; svo illyrmis- lega flókið að nú er ég hættur að trúa því að af sameiningu vinstrimanna verði nokkum tíma. Þótt allir vilji það. Hitt og þetta er tínt til þessa dagana; gamlar erjur, allt frá fjórða áratugnum, eða þeim fimmta, sjötta, sjöunda eða átt- unda; deilur sem ættu að vera löngu dauðar en lifa enn góðu lífi, og má benda á ritdeilu Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar í Alþýðu- blaðinu því til staðfestingar. Þá gátu vinstrimenn lengi vel ekki sameinast af því að sá hluti þeirra sem var í Alþýðubanda- laginu vildi reka herinn úr landi. Það sem menn finna nú v il foráttu að vinstrimenn geti einast er yfirleitt af svipiu toga. Jón Baldvin spyr jafi. ábúðarfullur um hvað eigi nú a sameinast og síðan telur hann upp fjölmörg ágreiningsmál Al- þýðuflokksins og hinna vinstri smáflokkanna: um landbúnað- 4 armál, sjávarútvegsmál, til 2 dæmis; en í þessum efnum telur ° flokkur sig sem kunnugt er hafa hina heilögu og réttu stefnu. Samt er það svo, að rétt eins og Alþýðubandalagið settist hvað eftir annað í ríkisstjóm án þess að hreyfa nokkuð að ráði við hemum, þá er Alþýðuflokkur- inn nýkominn úr fjögurra ára ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum án þess að hafa hreyft við sjávarútvegsstefnunni eða landbúnaðar- pólitíkinni. Stefnunni mátti sem sé kasta fyr- ir róða til að komast í ríkisstjóm, en nú getur varla orðið af sameiningu vinstrimanna vegna þess að stefnan skal vera svo einbeitt og sönn. Það er eins og í stómm vinstriflokki megi alls ekki vera rúm fyrir nema eina skoðun á hvurju máli. I Sjálfstæðisflokknum hefur lengi verið rúm fyrir allar hugsanlegar skoð- anir og sá flokkur hefur það, takk fyrir, alveg bærileg. Að sönnu má halda því fram að hið algera víðfemi stefnu Sjálfstæðisflokksins sé varla til eftirbreytni, en flokkurinn hefur þó fengið tóm til að hafa langtum meiri áhrif á íslenskt samfélag en hinir sundmðu vinstri- flokkar. Sé því nú haldið fram að ekki sé hægt að sameina vinstrimenn nema allir séu sam- mála um stefnuna í hinum svokölluðu Evr- ópumálum, þá er það vitaskuld ein firran enn. Komi einhvemtíma til þess að Islend- ingar greiði atkvæði um aðild að Habsborg- araríkinu, þá er löngu ljóst að afstaðan mun ekki ráðast af neinum flokkslínum; hvorki núverandi né tilvonandi. Afstaða fólks mun ráðast af niðurstöðu samningaviðræðna við Evrópusambandið, og það er beinlínis fárán- legt að flokkar eigi fyrirfram að hafa þá stefnu að ísland skuli ganga í sambandið. Það er best að allir geri sér þá almennilega grein fyrir því - og viðurkenni það hrein- skilnislega - að hvað sem líður fyrri tíma misklíð, og ágreiningsefnum nútímans, þá snýst vandinn um sameiningu vinstrimanna nú aðeins um hefðir og vana, um persónu- lega tortryggni, og svo náttúrlega völd. Völd ..ástæðan fyrir sundrunginni verður aðeins og eingöngu valda- trölt smákónga og kannski drottninga; en í staðinn fyrir raun- erulegar kórónur verður þetta sjálfskipaða konungalið bara með gamalt jólaskraut á hausnum - sem enginn vildi. og aftur völd. Er það ekki bara? Það er satt að segja neyðarlegt að heyra um alla þá meinbugi sem menn telja vera á þessari margfrægu sameiningu, strax og þeir eru komnir til metorða í pólitík, sestir til dæmis á þing og sjá kannski fyrir sér að komast í rfkisstjóm með íhaldinu einhvem tíma í framtíðinni. Þá verður sameining vinstri- manna óskaplega flókið mál sem ekki er rétt að flana að, heldur þarf að skoða gaumgæfi- lega, í hæsta lagi halda fundi og tala mikið, og svo fyrr en varir líður aftur að kosningum og þá verða flokkamir aftur komnir í hár saman af því þeir vilja koma sér vel fyrir, áð- ur en íhaldið eða Framsóknarflokkurinn ákveða hverjir af smáflokkum vinstrimanna fá að vera næsta hækjan þeirra í ríkisstjórn. Meira að segja núna, þegar maður skyldi ætla að vinstrimenn hefðu góðan frið til að sameinast, úr því enginn þeirra var svo heppinn að komast í ríkisstjóm, þá er þetta enn allt saman ákaflega flókið mál og rétt að ganga ekki mikið lengra en skipa nefndir og starfshópa, kannski svo það sé ömggt að ekkert gerist í málinu fyrr en næsta kosn- ingabarátta hefst. Ég trúi því, hvað sem líður mínum einka- legu skoðunum í pólitík, að það sé hollt fyr- ir land og þjóð ef vinstrimenn sameinast, og ekki síst er það náttúrlega hollt fyrir vinstri- menn sjálfa. Ég get ekki hugsað til þess ógrátandi að eftir annan aldarfjórðung, upp úr 2020(1), þá snúist stjómmálabarátta vinstrimanna enn um það fyrst og fremst hvemig ef til vill megi hugsanlega kannski sameinast - milli þess sem menn skjóta stoðum undir ríkisstjórnir íhalds og Fram- sóknar. En verði tíminn ekki brúkaður núna, þá mun auðvitað fara svo. Og það em allar líkur á því, miðað við alla þá geysiflóknu meinbugi sem talsmenn vinstrimanna sjá nú á að sameinast. En tíminn var bara ekki nægur, munu frambjóðendur dvergflokkanna til vinstri væntanlega segja í kosningabaráttunni 1999, þegar þeir raða sér upp í biðröðina eftir næstu ríkisstjóm, tíminn var ekki nægur fyr- ir þá flölþœttu málejhavinnu sem þurfti að fara fram; auk þess sem hinir vinstrimenn- imir vildu ekki stíga skrefið til fulls, þegar á hólminn var komið. AUir vildu það, en það gat bara ekki orðið. Jólaskraut kosningabar- áttunnar skal upp, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. En þá verður líka deginum ljósara að ástæðan fyrir sundmnginni verður aðeins og eingöngu valdabrölt smákónga og kannski drottninga; en í staðinn fyrir raunvemlegar kórónur verður þetta sjálfskipaða konunga- lið bara með gamalt jólaskraut á hausnum - sem enginn vildi. Pistillinn var áður fluttur í Ríkisútvarpinu en er endurbirtur hér samkvæmt ósk Alþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.