Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 7
HELGIN 30. NOVEMBER - 3. DESEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Nýr skáldsagnahöfundur sem þolir ekki húmorsleysi Mér hefur oft leiðst í þessu þjóðfélagi - segir Kristín Marja Baldursdóttir í skemmtilegu viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Kristín Marja Baldursdóttir, kennari og blaða- maður, hefur sent frá sér fyrstu skáldsögu sína, bráð- fjörugt og skemmtilegt verk sem nefnist Mávahlátur. Þar sem Alþýðuhlaðið kemur mjög við sögu á síðum bókarinnar sá málgagn jafnaðarmanna ríka ástæðu til að taka höfundinn tali. Fyrsta spurninginn snerist vita- skuld um Alþýðublaðið og jafnaðarstefnuna. Alþýðublaðið hlýtur að mœla sérstaklega með þess- ari bók vegna þess hversu mikla auglýsingu biaðið fœr á síðum bókarinnar. Ein persónan lifir beinlínis fyrir hugsjónir jafiiaðarstefitunnar. Hvaðan kemur áhuginn og þekkingin á krötum? „Afi minn var sannfærður krati. Ég þekkti hann reyndar lítið því hann dó þegar ég var fimm ára. Ég heyrði sögur af kratasannfæringu hans og mér fannst þær skemmtilegar. Ég tíndi þær til og setti í þessa bók. En persónusköpunin endurspeglar ekki persónur sem ég hef þekkt. Mér finnst miklu skemmtilegra að skálda persónur en að nota fyrirmyndir. Það sama á við um umhverfið. Áður en ég skrifaði söguna teikn- aði ég bæinn, eins og ég vildi hafa hann. Ég setti þar hamra, hraun og tjamir og valdi húsunum stað. Ég læt söguna gerast árið 1952, en þá voru miklar væringar í þjóðfélaginu, eins og kemur fram í sögunni." Hvenœr byrjaðirðu á sögunni? Þegar ég var í þýskunámi í Þýskalandi fyrir fimm- tán árum þá hvatti einn kennari minn mig mjög til að skrifa. Og ég skrifaði. En ekkert gekk. Árin liðu og ég var búin að skrifa fjögur skáldverk sem öll höfnuðu í ruslafötunni. Þá áttaði ég mig loks á tvennu: í fyrsta lagi lá mér ekkert á hjarta og í öðru lagi var ég aldrei að skrifa það sem mig langaði til að lesa. Þegar ég hafði gert mér þetta ljóst settist ég niður til að skrifa þá sögu sem mig hafði alltaf langað til að lesa. Sögu um óútreiknanlega konu og samstöðu kvenna. Mér fannst mjög erfitt að byrja og finna tóninn. Ég held ég hafi skrifað fyrstu kaflana fjórum sinnum. Þetta var hel- jarpúl því ég skrifaði ekki á tölvu. En svo allt í losnaði stfflan. Hugmyndirnar streymdu fram.“ Bókin erfull af léttleika Léltleikinn kom af sjálfu sér. Ástandið er stundum svo dapurlegt að það verður að gera grín að því. Svo er alltaf eitthvað kátbroslegt á bak við allt alvarlegt sem gerist. Hvað þarf maður að gera, þarf maður að vera mjög alvarlegur til að vera tekinn alvarlega?" Ja, allavega til að fá verðlaun. „Þá verður það bara að fá sín verðlaun, allt þetta al- varlega fólk! En sem lesandi segi ég, að mér er alveg sama hversu góð bók á að vera eða hversu mörg verð- laun hún er búin að fá, ef hún hrífur mig ekki á fyrstu ijörtíu blaðsíðunum þá legg ég hana frá mér. Svo þoli ég ekki húmorslausar bækur og ekki heldur óskiljan- legar bækur þar sem fólk þvælist um í heilanum á sjálfu sér. Það var í tísku hér um tíma að vera á þvæl- ingi um heilann. Svo kinka menn kolli og segja bæk- urnar góðar því þeir óttast að vera álitnir heimskir ef þeir segja að þeir skilji þær ekki.“ Hrjáir húmorsleysi ekki Isiendinga ímiklum mœli? „Kannski hafa Islendingar húmor en það er djúpl á honum. íslendingar rembast of mikið við að vera al- varlegir. Þeir eru spéhræddir og halda að ef þeir séu ekki alvarlegir þá verði ekki tekið mark á þeim. Mér hefur oft leiðst í þessu þjóðfélagi. Til að vega upp á móti leiðindum lokaði ég mig inni og skrifaði.“ Það er mjögförug og skemmtileg stelpa sem er að- alpersóna bókarinnar. „I skáldskap hafa stelpur yfirleitt alltaf verið gerðar leiðinlegar. Þar eru þær prúðar og stilltar. Yfirleitt eru þær líka vælukjóar. í raunveruleikanum eru þær það ekki. Þær eru oft þrælfyndnar." Heldurðu að kona eins og hin óútreiknanlega að- komukona þín sé til? ,Já, svona kona er til. Hún er kannski óútreiknan- leg, en þannig er fólk. Það er líka oft mikil illska í fólki. Ég held að það sé ekki til manneskja sem er ein- göngu góðhjörtuð. Þær sem eru bestar hafa 20% af illsku og 80% af góðmennsku og hjá þeim vondu er það öfugt.“ Konur bíða síns tíma og hefna sín rólega, segir Kristín Marja sem hefur skrifað skáldsögu um konur sem gera einmitt það. A-mynd: E.ÓI. Konurnar í sögunni eru dálitlar tœfur meðan karl- arnir eru hreinir og beinir í sinni heimsku. „Konur þegja og hugsa. Þær eru stundum hættulega vel gefnar. Þess vegna er ég svo leið á því þegar verið er að gera konur að veikgeðja rolum. Þær eru það ekki. Þær bíða síns tíma og hefna sín rólega. En ef þær eru svona útsmognar, þá getum við spurt af hveiju þær stjómi ekki þjóðfélaginu? Svarið er einfalt: Þær rnega ekki vera að því.“ Þú hefur ekki hugsað þér að skrifa framhald þess- arar bókar? „Nei, mér finnst ekkert eins leiðinlegt og fram- haldsbækur. Nú vil ég kalla fram nýtt fólk og nýja at- burði. Veltirðufyrirþér viðtökum ? „Ég held að útgefandinn hafi meiri áhyggjur af þeim en ég. Ég hef fengið rnjög góðar viðtökur hjá þeim sem eru búnir að lesa. Það skiptir ekki máli hvort það eru hámenntaðar konur eða hreinræktaðar alþýðu- konur. Það er rnjög hvetjandi og gefur mér von um að ég gæti sest niður og skrifað aðra. Ég er með hug- myndir. Ég er kornin í þriðju bókina án þess að hafa haft tækifæri til að skrifa bók númer tvö. En svo er rnaður alltaf með hinar eilífu áhyggjur af afkomunni. Maður þarf náttúrlega að sjá fyrir sér og sínurn. Það eina sent ég óttast er að tapa hugmyndafluginu." ■ Islenskur ævintýramaður William B. Hunt: Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður Björn Jónsson íslenskaði HKÁ 1995 Árið 1940 efndi Vikan til skoð- anakönnunar um hvern Islendingar vildu helst sem forseta. Vestur-Is- lendingurinn Vilhjálmur Stefáns- son hlaut flestar tilnefningar - næstir kontu Hriflu-Jónas og Sveinn Björnsson. Þetta segir nokkra sögu um þann sess sem Vilhjálmur skipaði í hugum Is- lendinga: hann var heimsfrægur landkönnuður, vísindamaður og rithöfundur, sveipaður ljóma ævin- týrisins. Á fyrstu áratugum aldarinnar jók Vilhjálmur mjög þekkingu manna á norðurslóðum, og gerði uppdrætti af yfír 100 þúsund fer- mflum af áður ókönnuðu land- svæði: það er ekki ofmælt að segja að hann hafi síðastur manna gert landafundi ájörðinni. Sú mynd sem dregin er upp af Vilhjálmi Stefánssyni er á margan hátt heillandi. Hann var hugrakkur, sjálfstæður og ákveðinn; lét við- teknar kenningar ekki þvælast fyr- ir sér og átti þessvegna mikinn þátt í að breyla hugmyndum manna um líf á norðurslóðum. Hann virðist hafa skorið sig úr hópi flestra land- könnuða með óblandinni virðingu sinni fyrir lífsstfl frumbyggja: víst er um að mörgum frómum sálum ofbauð þegar hann varaði við af- leiðingum „siðmenningar" og kristniboðs meðal eskimóa. Vil- hjálmur lærði tungu eskimóa og gerði sér far unt að kynna sér háttu þeirra, menningu og siðvenjur, og lærði að lifa af gæðum lands, íss og sjávar einsog þeir. Ein af bókum Vilhjálms bar titilinn Heimskaut- slöndin unaðsiegu og segir það sem segja þarf um viðhorf hans til þess hluta heimsins sem kallar fram sjálfkrafa hroll hjá þeim sem best una sér í stofuhita. Bókin er stórfróðleg um margt en þó fannst mér helstil miklu plássi varið í að segja frá langvinn- um, þreylandi og torskiljanlegum deilum rnilli Vilhjálms og and- stæðinga hans: í augum óbreytts lesanda virðast þær deilur snúast um keisarans skegg mestanpait. Ég hefði fremur kosið að fá meira að heyra af rannsóknum Vilhjálms á norðurslóðunt, lífí eskimóa og baráttu við kuldabola. Vilhjálmur kvæntist ekki fyrren hann var orðinn 61 árs. Ekkja hans, Evelyn Slefánsson, er enn á lífí og hún ritaði inngangskafla bókarinn- ar. Hún dregur upp skemmtilega og elskulega rnynd af sérvitringn- urn Vilhjálmi Stefánssyni, manni sem áreiðanlega hefði aldrei unað sér til lengdar á Bessastöðum. Hrafn Jökulsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.