Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐiÐ HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995 Saga um ást og söng Pór Jónsson: Á valdi örlaganna Æviminningar maestro Sigurðar Demetz óperusöngvara Iðunn 1995 Vincenz Demetz fæddist árið 1912 í St. Úlrik í Suður- Týról á landamærum Austurríkis og Ítalíu. Örlög - eða tilviljanir - báru hann um síðir til íslands: þar tók hann sér nafnið Sigurður enda þýðir Vincenz sá sem sigrar. Hérlendis er Sigurður Demetz kunnastur fyr- ir söngkennslu sem hann stundaði í áratugi, og hafa ýmsir af bestu söngvurum okkar notið hand- leiðslu hans. Aðuren forsjónin skilaði hinu „suðræna vogreki“ á norræna strönd virtist glæst fram- tíð bíða Vincenz Demetz í óperu- heiminunt. Hann hafði fengið samning við La Scala í Mílanó; það hefur löngum verið æðstur draumur óperusöngvara. Miskunn- arlausir skálkar urðu til þess að Demetz var úthýst úr La Scala og var það reyndar ekki eina skiptið sem gullin tækifæri gengu honum greipum fyrir sakir vonsku heims- ins. Alltjent átti ekki fyrir Vincenz Demetz að liggja að skrá nafn sitt gullnu letri í tónlistarsögu heims- ins, en á hinn bóginn verður hans án nokkurs vafa minnst með hlý- hug af Islendingum. Þór Jónsson hefur augsýnilega vandað verk sitt í hvívetna. Frá- sögnin er lifandi, nostursamlega unnin og einatt íjörleg. Eðli máls- ins samkvæmt skipar tónlistin önd- vegi, en Sigurður er líka hispurs- laus þegar hann segir frá ástamál- um og öðru einkalífi. Mér þóttu lýsingar Sigurðar á Evrópu milli stríða til muna forvitnilegra lesefni en ffásögn af íslensku tónlistarlífi á árum kalda stríðsins; en söngurinn og ég höfum að vísu aldrei átt nána samleið. Sigurður ber íslendingum nær undantekningalaust vel söguna og virðist hafa unað hag sínum vel á íslandi: lærði að meta hval og slát- ur, var farsæll kennari og kvæntist íslenskri konu. Islendingurinn Sig- urður Demetz er kominn langan veg frá Vincenz Demetz sem fæddist fyrir 83 árum í keisara- dæmi sem ekki er lengur til. Ævi- minningar hans eru að nokkru marki aldarspegill: saga af vonum og vonbrigðum, sigrum og ósigr- um. Niðurstaðan er tvímælalaust sú, að um er að ræða fróðlega og vel skrifaða bók. Hrafn Jökulsson. Hugleiðingar um ljóðlist Sigurðar Pálssonar eftir Kristján Þórð Hrafnsson Lífsháskinn felst í því að hrífast Lífsleysið felst í því að hrífast ekki Ég heyrði því fleygt fyrir nokkru að fram- tíð bókaútgáfu á íslandi lægi í útgáfu hand- bóka, það er að segja bóka um „hvemig hægt er að“. Þau orð komu aftur upp í huga minn þegar ég hálfum mánuði síðar settist niður með allar átta ljóðabækur Sigurðar Pálssonar í tilefni útkomu nýjustu bókar hans, Ljóðlínuskip og þess að tuttugu ár em liðin frá því fyrsta bókin, Ljóð vega salt, kom úr prentverkinu.1 Ljóðabækur Sigurðar Pálssonar eru handbækur í vissum skilningi, handbækur sem sýna með dæmum hvemig hægt er að upplifa, að því er virðist hvers- dagslegustu og fábreytilegustu hluti, á skáld- legan hátt; götuljós, leigubíla, símsvara, hvemig hægt er að losa „verstu viðjamar", svo vitnað sé til ljóðsins „Næturfjóla“ úr nýjustu bókinni, þær viðjar að hrífast ekki. Ef það er einhver ein lýsing sem á betur við skáldið Sigurð Pálsson en önnur þá er hún sú að hann sé lofsöngvari, haldinn ríkri en kröfuharðri ást til lífsins. Sú tilfinning sem einna oftast virðist knýja hann til að yrkja er hrifningin. Hann vill dásama og hylla. Ljóð hans tjá gjaman gleði yfir því að hrífast af augnablikinu, eða tómleika þess að hrífast ekki. Af þeim sökum er Sigurður Pálsson það af núlifandi höfuðskáldum þjóðarinnar sem er einna skyldast Tómasi Guðmundssyni í hugsun og afstöðu, þrátt fyrir að efnistök þeirra séu gjörólík. Hrifningin er í eðli sínu andstæða öryggis- ins, því sá sem hrífst missir á vissan hátt stjóm á sjálfum sér. Eitthvað utanaðkom- andi breytir líðan hans og vekur honum óvænt tilfinningu sem hann hefur ekki vald yfir. Þannig verður maður ástfanginn. Hrifn- ingin felur í sér sársauka, því það er eðli hennar að vera ekki hið eiginlega ástand heldur stund æðri veru, ölvun, oftast skammvinn. Og þegar hrifningin íjarar út geta endurfundimir við hinn svokallaða hversdagsleika verið eins og hrap af hirnn- um. Sá sem hefur til að bera þennan hæfileika, þennan veikleika; hrifnæmið, þekkir sárs- aukann þegar hrifningin dvín. Þráin eftir því að hrífast á ný knýr hann til leitar, fær hann til að taka áhættur, fara burt, koma aftur. Sigurður Pálsson yrkir mikið um þessa leit að „helgidómi hvers dags, leit að ljómun- um.“ Sú leit getur verið áköf, allt að því hamslaus, örvuð af trúnni á takmarkaleysið. í háspennu hrifningarinnar felst lífsháski. Nóttin verður skáldinu veröld sem hægt er að leita inn í til að komast burt frá hvers- dagsleikanum. í ljóðinu „The Doors" standa þessar línur: Alla þá nótt vorum við tvœr perlur hlœjandi í perlumóðurskel í svartlökkuðu herbergi á dýpsta dýpi Þegar perlukafarar morgunsins fundu okkur að lokum gátum viðfarið saman með nœturbœnina: „ Come on baby light my fire try to set the niglit on fire...“ þegar við gengum útí blauta og heimska hversdagsbirtuna Sú lífsafstaða sem Sigurður Pálsson tjáir í ljóðum sínum er ekki hin heimspekilega ró þess sem vill umfram allt ekki láta koma sér úr jafnvægi. Hann kýs ójafnvægið, öryggis- leysið, hillingamar. Viðhorf hans er í full- kominni andstæðu við viðhorf afneitarans, þess sem telur sig „kominn yfir“, „vaxinn upp úr“, og nennir einskis að njóta og nefnir það viljaþrek, svo vitnað sé til Tómasar Guðmundssonar. Þegar Sigurður Pálsson lofsyngur tilveruna dásantar hann ekki hversdagsleika hins borgaralega öryggis, nægjusemi og sáttfýsi þeirra sem hafa hreiðrað um sig, heldur ævintýrin, ljóman- imar. Eftirfarandi brot er úr ljóðinu „Hótel- stigi“: Skyndilega fáum v/ð blindar styttumar á jarðhœðinni sjón hugljómandi sjón: Já það hlýtur að vera guð sem skapaði konuna við sjáum það glöggt þar sem hún gengur upp dumbrautt stigateppið fagnaðarstigateppið í fyrstu ljóðabók Sigurðar Pálssonar, Ljóð vega salt, er ljóðmælandinn gjarnan persóna í ljóðunum. Skáldið sækir yrkisefnin beint í eigið líf og sá reynsluheimur sem það vinnur úr er öðm fremur námsár þess í París, sú að- staða að vera útlendingur í fjarlægu landi og svo viðbrigðin að koma aftur heim og vera kannski orðinn á vissan hátt útlendingur þar líka. Skáldið yrkir um reynslu sína nánast um leið og það öðlast hana. I næstu bókum Sigurðar em ljóð ort í fyrstu persónu eintölu mun færri, en verða að nýju áberandi fimm- tán ámm seinna í Ljóð nárnu völd. Þar yrkir Sigurður á opinskáan hátt um eigið líf, lítur yfir farinn veg og gerir upp fortíðina. I Ljóðlínu-bókunum heldur skáldið áfram að yrkja á persónulegan hátt um reynslu úr nútíð og fortíð og notar oft fyrstu persónu eintölu. Ljóðin tjá gjaman sársaukablandna skynjun á tilteknum mannlegum aðstæðum og jafnvel þótt orðið „ég“ komi ekki alltaf fyrir, finnur lesandinn sterklega fyrir ljóð- mælandanum. Hinn sári tónn stingur í stúf við gáskann í fyrri bókum Sigurðar. Ljóðið „Vetur og gulur litur“ hefst þannig: Skjálfhentur teiknar veturinn Dökkar greinar í garðinum Ekkert er grænt Nema umferðarljós Með jöfiiu bili niðri á homi Morgunsviði í svefnlausum augum Ekkert er rautt Nema fjarandi bordeaux í œðurn Og umferðarljós með jöfnu bili Grœnt og rautt og hverfula stund Þessi guli litur I Ljóð vega-bókunum er algengt að skáld- ið ávarpi lesandann með orðinu „þú“ þegar yrkisefnið er vangaveltur um tilvemna og skáldskapinn. Aftur á móti er yfirleitt fremur sjaldgæft í bókum Sigurðar að skáldið beini máli sínu til einhvers ákveðins einstaklings sem sé persóna í ljóðinu, eins og tíðkast í hefðbundnum ástarljóðum. I þess háttar skáldskap er lesandinn ekki sá sem talað er til heldur er hann eins og vitni að orðræðu skáldsins til þriðja einstaklingsins. Slík ljóð frá hendi Sigurðar em óvenju mörg í Ljóð- /mn-bókunum. Þau lýsa sambandi ljóðmæl- andans við annan einstakling (konu eða kon- ur) en lesandanum er ekki nema að litlu leyti veittur aðgangur að sameiginlegum reynslu- heimi þessara persóna. Ljóðlínu- bækurnar em að þessu leyti einkalegri og persónulegri en fyrri bækur skáldsins. Þannig em síðustu línumar í ljóðinu „Svaladyr“: og þú sem miðlar ilminum afkvöldinu skrjáfmu Ilmi afgullnu ilmvatni jafhvel hljómi af gullnu ilmvatni Nokkrir kaflar Ljóð vega-bókanna, svo sem Gata meistara alberts, Sú gamla frá Hofi, og Dombaslegata draga upp myndir af mannlífi Parísarborgar. Frásögnin er bein og talmálskennd. Oft tjá persónumar sig sjálfar eins og persónur á leiksviði. Ljóð námu land inniheldur mannlífsljóð af svipuðum toga, en munurinn er sá að sviðið er Reykjavíkur- borg og persónurnar tilheyra íslenskum vemleika. Þessi mannlífsljóð eiga það sam- eiginlegt að tónn þeirra er léttur og kíminn. Aftur á móti em þau ljóð í Ljóð námu menn og Ljóð námu völd þar sem aðrar persónur en ljóðmælandinn em settar á svið oftast al- vömþrungin og ljóðræn. Með því að draga upp myndir af mannlegum aðstæðum og ör- lögum segja þessi ljóð sögu. Ljóðmælandinn er ekki þátttakandi og persónurnar tjá sig ekki sjálfar. Skáldið horfir á persónurnar ut- an frá með hluttekningu. Síðasta kvöldið Æ þessar frómu óskir Fráleitu vonir Að allt stœði kyrrt Einmitt þetta kvöld Að hugurinn stœði kyrr Utan við hótelgluggann Þung umferð við ferhymt torg Fólk á svonefnum ferli Og stjákli Og bíðandi Fólk með sig og sína Fólk með einhver áform Að því er virtist Fólk... I sjónvarpinu knattspyrna Sögur ogfólk íframhaldsflokkum Mannkynssagan íframvindu I fréttatímum ...og hann hafði vonað að allt stœði kyrrt einmitt þetta kvöld... Æ þessar frómu Hinstu óskir Fráleitu vonir Að lífið gœfist upp Fyrirhafnarlaust Myndmál þessara ljóða er oftast sótt beint í veruleikann sem þau lýsa. Myndirnar em dregnar fáum en skýmm dráttum. Mörg brot raðast saman í eina heild. Hið ljóðræna ligg- ur oft í því hálfsagða. An þess að nota upp- hafið orðfæri eða flókið myndmál er skáld- inu einkar lagið að ná fram ljóðrænum áhrif- um með byggingu textans og hljómfalli. Endurtekningum er beitt á markvissan hátt. Ymist em sömu orðin endurtekin eða svipuð málfræðileg bygging kemur fyrir í lleiri en einni ljóðlínu. Mörg Ijóð Sigurðar Pálssonar em hugleið- ingar. Þar leitast skáldið ekki við að segja sögur eða miðla skynhrifum en tjáir þess í stað heimspekilega afstöðu og skoðanir. I Ljóðlínu-bókunum eru þess háttar heim- spekilegir kaflar þar sem ort er um skáld- skapinn og hlutverk hans. Þeir minna á kafla um sama efni í bókunum Ljóð vega menn og Ljóð vega gerð. Segja má að í Ljóð vega menn sé skáldskapnum stillt upp sem sér- stökum heimi sem hægt sé að fara inn í til þess að yfírgefa ládeyðu og lífsleysi hvers- dagsleikans. Skáldskapurinn felur í sér af-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.